Síðasta vika var bara nokkuð hressandi út frá schadenfreude sjónarmiðum í ljósi þess að Liverpool átti ekki leik og er satt að segja bara að hefja sitt undirbúningstímabil fyrir næsta vetur.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn
MP3: Þáttur 297
Kop.is er í samstarfi við Sportveituna FM 102,5 en podcöst okkar eru nú flutt þar einnig, sem og á Spotify-reikningi veitunnar sem finna má með því að leita að SportFM á Spotify.
Koeman mun bjóða Gini gull og græna skóga. Hann er einungis að þéna 70.000 á viku og mun væntanlega elta peninginn þegar hann skrifar undir stærsta samning ferilsins.
Liverpool eru ekki að fara að hleypa honum inn í síðasta ár samnings ef ásættanlegt tilboð berst.
Sælir félagar
Takk kop-arar fyrir skemmtilegan þátt. Vona að næsti þáttur verði tekinn undir pælingar og umræður um liðið, kaup og sölur. Ég missi aldrei af þætti hjá ykkur og auðvitað eru þeir misjafnir en aldrei leiðinlegir. Takk fyrir það allt saman.
Það er nú þannig
YNWA
Sæl og blessuð.
Ekki væri nú amalegt að fá miðjutröllið Thiago til okkar. Sá er að standa sig með bæverjum!
Annars bara góður.