Síðasta tímabil er loksins búið og Liverpool eru “bara” ríkjandi Heims- og Englandsmeistarar. Næsta tímabil byrjar næstu helgi og það verður líka okkar! Stutt pre-season er í fullum gangi, spáðum í Meistaradeildarsigri FC Bayern, slúðri tengdu Liverpool og öðrum liðum og ýmsu öðru að vanda.
Stjórnandi: Maggi
Viðmælendur: SSteinn og Einar Matthías
MP3: Þáttur 298
Kop.is er í samstarfi við Sportveituna FM 102,5 en podcöst okkar eru nú flutt þar einnig, sem og á Spotify-reikningi veitunnar sem finna má með því að leita að SportFM á Spotify.
Takk fyrir þáttinn.
Þetta eru orðnir svo miklir sigurvegarar í liðinu að maður hefur ekki einu sinni smá áhyggjur af leiknum.
3-1. VVD, TAA og Robertson, þrír bestu varnarmenn deildarinnar sjá um mörkin.
Annars er það gott að ráðherrar vorir sluppu við Covid þannig að þeir geta farið beint í að draga til baka umsóknina að Evrópusambands aðild.
YNWA.
Takk kærlega! Á eftir að hlusta þannig að ég veit ekki innihaldið svo gjörla.
Mikið væri ég til í að fá Suarez til baka á frjálsri sölu. Það má segja margt um hann en þetta er einn besti framherji sem spilað hefur á þessari plá(h)netu, svo finnst mér hann eiga óuppgert erindi við manhjúdd.
Brewster bítur Suarez af sér !
Væri ekki ráð að fá Suarez heim. Hann virðist ekki íplönunum hjá apaköttunum í Barca.
Nei takk.
Ekki ég.
Jæja, eru menn ekki bara til í að fá Messi til Liverpool ? Hann mundi henta frábærlega í falskari 9 (stöðunni hans Firmino).
Nei hann er alltof latur
Suarez fyrir breidd í framlínuna, berst fyrir liðið og ætti að passa hjá Klopp. Með hann og Brewster væri liðið orðið mjög vel mannað frammi, þ.e. með næga breidd þótt enginn kvarti yfir hinum þremur. Held að þá þyrfti engin fleiri kaup fyrir tímabilið.
Sjálfur er ég ekki spenntur fyrir Suarez en eins og ástandið er þá er Liverpool ekki að fara að kaupa dýra leikmenn.
Allar líkur eru á því að Origi sé á förum og það væri glapræði að áætla að Brewster yrði fyrsti kostur í framlínuna af bekknum.
Hins vegar gæti Suarez brúað bilið í 1-2 ár, þangað til Brewster er tilbúinn fyrir stærra hlutverk.
Samt vona ég að FSG séu með aðrar lausnir í kortunum, og ég sé líka fyrir mér að FSG myndu kveina undan launakröfum Suarez jafnvel þó þeir fengju hann frítt.
Það er frekar súrt að sjá hópinn minnka fyrir mesta álagstímabil í sögu ensku deildarinnar á meðan keppninautar okkar eru allir að styrkja sig.
Síðustu leikmannagluggar hafa komið út í plús án þess að nokkuð tekjutap af völdum Covid hafi verið í spilunum. Nú er komið að eðlilegri endurnýjun á hópnum og í ljósi aðstæðna eru flestir búnir að sætta sig við að stærstu bitarnir á markaðnum eru ekki að koma til LFC. Nú einfaldlega reynir á FSG og spurningin er hvort þeir séu tilbúnir til að taka eitthvað af högginu á sig sjálfir, eða verður allt sett í baklás og bankabækurnar látnar ráða. Þegar er búið að fresta áformum um stækkun á Anfield, nýjum samningum við VVD og Alisson virðist hafa verið frestað og málsmetandi menn segja að ef á að kaupa, verður að selja fyrst.
Jæja umræðan í hafnarborginni er sú að Origi sé í viðræðum við eitthvað félag. Nú er sagt að það félag sé Wolves og díllinn gæti orðið skiptidíll fyrir Adama Traore. Origi plús peningur.
Var að spá í möguleika Liverpool að fá Messi í sumar. Kannski langsótt eins og staðan er núna en það má dreyma um að eitthvað sé að gerast bakvið tjöldin.
Eftir nýjan samning við Nike fær Liverpool hlutfall af tekjum í kassann. Ef það seljast fáar treyjur verður Liverpool af tekjum en með fleiri sölum þá aukast tekjurnar. Eigum við að reyna að setja upp sviðsmynd hversu margar #Messi 10 treyjur muni seljast ef hann semur við Rauða Herinn?
Ef hann kemur frítt og fær svipuð laun og Salah en fær “Signing on fee” til að komast til móts við kröfur hans en samt halda launajafnvægi hjá Liverpool þá er þetta draumatækifæri til að gera Liverpool að einu stærsta íþróttafélagi heims.
Er einhver með netfangið hjá FSG?
Ég hef engar áhyggjur því það koma leikmenn upp á hverju ári sem alla langar til að kaupa. Ég held að ungu strákarnir fái stærra hlutverk en hingað til. Er spenntur fyrir því.
Takk fyrir potcastið, drengir mínir, ykkur tekst alltaf að gleðja gamlan fótboltahund.