Nokkrar mánudagsfréttir

Þegar við kíkjum yfir það helsta á NewsNow er ýmislegt þar til umræðu.

Fyrst má benda á þau leiðindi að næsta mánuðinn verður Emiliano Insua ekki með vegna þátttöku hans með argentínska u-20 áraliðinu. Hann verður því ekki með á móti Stoke, í hvorugum Evertonleiknum eða gegn Chelsea. Ég reyndar held nú að Rafa hefði ekki notað hann svo óreyndan í öllum þessum leikjum en samt súrt að missa strákinn í burt, hefur verið að leika virkilega vel!

Við vitum öll að enska landsliðið er ekki endilega lið Liverpoolbúa. Nú hefur mannvitsbrekkan Fabio Capello enn aukið á vinsældir þess ágæta liðs með því að segja Steven Gerrard slæma fyrirmynd, þetta ræddi hann víst við ítalskan leikmann um helgina. Hvort sem það er nú rétt eða ekki…

Í leikmannafréttum er nú sagt að Sevilla hafi bæst í hóp spænskra liða sem vilja fá Pennant í sólina, ítalska stórliðið AC Milan sé tilbúið að ganga mjög langt til að næla í Daniel Agger og að ekkert sé hæft í þeim fréttum að Glen Johnson hafi farið í heimsókn á Anfield í kringum jólin og litlar líkur séu á að keyptur verði hægri bakvörður.

Ekkert fréttist enn af meiðslum Xabi Alonso, og enn er Rafa ekki búinn að gera langan samning. Þannig að kannski eru það “ekkifréttirnar” sem eru merkilegastar í dag.

Og þó, elskan okkar allra, “El Nino” Torres er með á hreinu hvað hann langar að gera fyrir okkur áhangendur þessa besta liðs í heimi, auðvitað ætlar hann að vinna bikara á Anfield og byrja í vor!

Flottur strákurinn…

25 Comments

  1. What a fuc**** bad timing this is. Strákurinn búinn að spila sig inn í byrjunarliðið með verulega impressive frammistöðu og þá er hann numinn á brott af u-20 ára liði Argentínu. Sem betur fer er Aurelio orðinn heill, en þetta kemur laaang verst niður á Insua greyinu.

    En Torres er svo hrikalega velkominn aftur að það hálfa væri svona þrisvar sinnum meira en nóg.

  2. Það sem SSteinn sagði!

    Diego Armando hefði virkilega mátt velja strákinn í A-landsliðið svo hann þyrfti ekki að eyða dýrmætum tíma á miðju tímabili í þessa unglingalandsliðsvitleysu.

  3. Vont að missa Insua því hann hefur verið að standa sig alveg frábærlega með liðinu. Ég veit ekki um hvort Steven Gerrard sé slæm fyrirmynd og þori ég að veðja að þetta hafi verið slitið úr samhengi hjá Fabio Capello. Hinsvegar var það ekkert gott fyrir ímynd Stebba Ger að lenda í þessu veseni undir lok ársins, svona umfjöllun er aldrei af hinu góða, hann fer aldrei í fangelsi heldur verður þetta mál þaggað niður án réttarahalda tel ég. Hann sýndi það og sannaði á móti Preston að hann er maður til að stíga upp úr þessu og láta fótboltann og hæfileikana tala sínu máli. Fannst það einmitt frábært þegar að áhangendur Preston reyndu eitthvað að baula á Gerrard þegar hann fékk boltann. Púllararnir á vellinum voru fljótir að yfirgnæfa Preston sulturnar með því að syngja Stevie Gerrard lagið HÁSTÖFUM, hehehe. Þetta kallar maður að bakka upp sýnar stjörnur. Góðar stundir.

  4. Ég vil hvorki Aurelio né dossena þarna í vinstri.. Ef Insúa er ekki þá bara troða Agger þangað.. Hinir tveir eru glataðir

  5. Hefurðu séð mikið af Agger í vinstri bakk Fan? Ég persónulega hef aldrei séð hann og aldrei heyrt að hann hafi spilað þar nema bara á íslenskum spjallborðum. Fabio Aurelio var nú bara að standa sig fínt áður en hann meiddist þannig að ég tek honum fagnandi ef Insua verður ekki með.

  6. En spilaði ekki Agger reglulega í vinstri bak í yngri liðum Dana og með Bröndby ef ég man það rétt. Hann gat leyst þá stöðu með sóma þótt hann væri ákjósanlegri í miðverðinum.

    Alveg fáranlegt að eitthvað unglinalið fær að taka leikmann frá Liverpool í mánuð sem þarf á þeim tíma að borga launin hans.

  7. Agger spillaði nokra leiki sem vinstri bakvörður hjá Bröndby minnig mig. Ég veit samt ekki hvort ad getur staðig sig sem bakvörður i úrvalsdeildini.
    Aurelio er agætis bakvörður þegar hann er heill, þanning ég skil ekki afkverju við ættum að nota Agger.

  8. Kannski vegna þess að þá er tríóið Carra,Skrtel,Agger saman.. Agger yrði þá sennilega sérstaklega varnarsinnaður á meðan Arbeloa myndi taka þátt í sóknarleiknum hægra megin, gæti alveg séð það fyrir mér.. Agger yrði svo sem bara 3 hafsentinn

  9. skil ekki í Insua, búin að spila vel. Fá sénsinn í meiðslum annara og nýta hann vel. Liðið á toppnum og allt í rífandi gangi þá velur hann verkefni með u20 ára liði argentínu framyfir verkefni með Liverpool og það verkefni að halda stöðu sinni. Ég er alveg bit yfir þessu hjá drengnum, og já auðvitað ræður hann þessu sjálfur, hann velur u20 mót með argentínu framyfir Liverpool eftir að hafa spilað sig inn í liðið, fáránlegt.

  10. Skil ekki þá skoðun hér, að halda því fram að Benitez hefði ekki valið Insua í alla þessa leiki í lok janúar á þeirri forsendu að hann sé óreyndur. Samkvæmt þeirri forsendu, hefði Benitez alls ekki valið hann í liðið per se!

    Hann hefði sennilega hvílt gegn Everton í FA cup, en er pottþéttur á því að hann hefði spilað hina leikina.

    Annars held ég að þetta sé kjörið tækifæri fyrir okkur til að fara að spila meira 3-5-2. Höfum þar 4 hafsenta að velja úr (myndi gjarnan vilja sjá Agger-Carra-Skrtel aftast) og Aurelio/dossena og Arbeloa í vængbakvarðastöðunum og hin heilaga þrenning á miðjunni og svo Keane/torres combo uppi á topp.

  11. 10

    Insúa hefur væntanlega lítið val um hvort hann sé valinn eða spili með argentíska landsliðinu. Mjög skiljanlegt fyrir ungan mann að hann sé ekkert að neita að vera valinn, nóg voru nú lætin þegar Bentley gerði það á síðasta ári t.d. Og þá skilur maður það nú töluvert betur að vilja spila fyrir Argentínu en England 😉

  12. Efast um að þetta með Insúa sé svona einfalt. Hef sterkan grun um að Rafa komi þarna að máli og segi Insúa hvað best sé fyrir hann að gera. Án þess að vita það þá held ég að u-20 landslið geti ekki tekið menn út úr aðalliðum sinna liða. Og menn í þessum stöðum eru nú oftast nógu þroskaðir til að hafa hagsmuni leikmannsins framar öðrum, allavega meðan hann er enn ungur. Þess vegna tel ég líklegast að Rafa og þjálfari Argentínu hafi komist að samkomulagi um þetta. Rafa hefur talið að Aurelio myndi leysa stöðuna nægjanlega vel, svo er aldrei að vita hvort Insúa komi ekki aftur inn þegar hann kemur til baka. Þriggja manna vörn verður varla að veruleika, þessir kantmenn sem þú talar um eru ekki nógu teknískir/skapandi til að valda sóknarstöðu. Þessvegna mun hann áfram nota týpur eins og Riera, Kuyt og Babel í þær stöður.

  13. Það eru ekkert nýjar fréttir að Insúa hafi verið valinn í u20 landslið Argentínu.

    http://hastaelgolsiempre.com/2008/12/18/sudamericano-sub-20-argentina-squad/

    Sergio Batista kynnti liðið þann 17. desember til Conmebol og hefur verið ljóst síðan þá að Insúa myndi spila í þessu móti. Liverpool hefur fyrir þann tíma samþykkt að hann myndi leika þarna því SuðurAmeríku sambandið getur ekki kallað á leikmenn í þetta mót frá Evrópu nema evróspku liðin gefi þeim leyfi.

    Fyrir 17. des hafði Insúa spilað einn leik í deildinni og því kannski alveg eðlilegt þá að senda hann í þessa keppni. Ef þessi ákvörðun væri tekin í dag hlyti hún hins vegar að verða önnur.

  14. Samkvæmt mbl.is mun Pennant fara á free transfer í vor. Það hryggir mig.

  15. Það vitlausasta í stöðunni núna væri að fara í miklar grundvallarbreytingar á liði eða leikaðferð. Agger loksins að komast í hafsentaform og 352 er þvílík grundvallarbreyting að það þarf undirbúningstímabil a.m.k. til að breyta áherslum og færslum.
    Aurelio og Dossena verða látnir spila þarna, er alveg sannfærður um það. Hins vegar hafa bæði Arbeloa og Carragher spilað þessa stöðu og það er kannski möguleiki á að þeir detti þangað, t.d. gegn Chelsea…
    Ég held að það skipti engu máli hvaða landslið verið er að tala um, knattspyrnusamband á rétt á leikmönnum í ákveðið marga leiki á ári, á viðurkenndum landsleikjadögum. Þess vegna held ég að Insúa verði að hlýða kallinu…

  16. ég trúi bara ekki að þetta sé ekki agent-inn hans pennant að ljuga sögu upp a sögu i hina og þessa miðlana til að reyna að fá betra boð á england…. ac milan, real, atletico og juventus? ég verð ósáttur ef mínir menn í juve kaupa hann

  17. Vitlaust og ekki vitlaust. Skulum átta okkur á að RB hefur nú nokkrum sinnum látið lið sitt spila 3-5-2 kerfið og með fínum árangri.
    Hann er pottþétt búinn að drilla lið sitt í gegnum þá hugmyndafræði án þess að að ég þekki það nákvæmlega.

    3-5-2 er kerfi sem Benites er hrifinn af, auk þess sem bakverðirnir, Aurelio og Dossena, hafa báðir reynslu af því að spila þessa stöðu. T.d. spilaði Dossena í vængbakverðinum sl. tímabil með Udinese og frammistaða hans þar varð þess valdandi að við keyptum hann.

    YNWA

  18. Guðni, heyrt þetta áður. Þ.e. að hann hafi ætlað sér að spila með wing backs. Þá er Barry oft nefndur og að hann sé ástæðan að þetta kerfi sé ekki komið í notkun.

  19. Hvernig væri bara að setja Daniel Agger í vinstri bak.. Ac Milan er allavena ekki að leitast eftir miðverði! held að hann muni spila í vinstri bak ef hann fer til Milan. Sem ég vona svo sannarlega ekki, enda frábær leikmaður hér á ferð. Og ég vill bara sjá hann í þeirri stöðu. Enda er hann með frábæran vinstri fót! ég meina afhverju ekki að prófa? Ef Arbeloa getur verið í vinstri bakverði þá segir hitt sig sjálft:) eða hvað finnst ykkur lesendur góðir???:D

  20. Frábærar fréttir af Alonso 21. Ég er alveg viss um að Agger getur spjarað sig vel í vinstri bak. Hann hefur sýnt það reglulega að hann getur tekið boltann upp og tekið þátt í sóknarleiknum, til dæmis þegar hann bætti upp fyrir klúðrið sem gaf Zaki markið.

  21. hjartanlega sammála magga. þýðir lítið að fara að breyta um kerfi eða færa mikið til í öftustu línu á komandi vikum. held að aurelio mæti í vinstri bakvörðinn og spili vonandi jafnvel og hann gerði áður en hann meiddist.

Dregið í 32-liða úrslit: EVERTON!

Að kaupa eða ekki kaupa