Gullkastið – Leeds með læti

Það var bullandi kraftur í nýliðum Leeds á tómum Anfield í fyrsta leik og nóg fyrir Klopp að vinna með á æfingasvæðinu í þessari viku fyrir stórleikinn á Stamford Bridge eftir viku

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 301

Kop.is er í samstarfi við Sportveituna FM 102,5 en podcöst okkar eru nú flutt þar einnig, sem og á Spotify-reikningi veitunnar sem finna má með því að leita að SportFM á Spotify.

10 Comments

  1. Sælir félagar

    Takk fyrir góðan þátt og umræður. Mér finnst dálítið ýkt hjá kop-urum þegar þeir ræða um vælið í Liverpool stuðningsmönnum vegna leikmannakaupa. Ég fylgist “nottla” fyrst og fremst með umræðum á kop.is og þar finnst mér stuðningsmenn flestir ræða málin af skynsemi. Það hefur auðvitað verið rætt í Liverpool samfélaginu að styrkja þurfi bekkinn hvað varðar fremstu þrjá og auðvitað vilja allir að klúbburinn kaupi klassa leikmenn. En mér hefur fundist umræðan fyrst og fremst einkennast af trausti á Klopp og félögum.

    Þið kop-arar hafið stundum rætt að það vanti alvöru “bakkup” fyrir þá þrjá fremstu, sóknarmiðjumann sem skilar mörkum og stoðsendingum ásamt miðverði sem er alvöru. Þetta er auðvitað sú umræða sem fer um Liverpool samfélagið og ekkert óeðlilegt við það. En að það hafi farið einhver móðursýkisalda um það samfélag eftir Leeds leikinn, því er ég ekki sammála. En hvað um það enn og aftur þakkir fyrir skemmtilegan þátt og fyrir að nenna að halda þessu spjalli úti.

    Það er nú þannig

    YNWA

    11
  2. Horfði vandlega á Leeds leikinn eftir að hafa fyrst hlustað á hann í bílferð meðan á stóð (hættuakstur á hálendinu ef einhvern tíma var). Mín skoðun.

    1. LFC voru miklu betra lið. Ef við hefðum klárað færin hefðum við unnið með 2-3 marka mun.
    2. Vörnin hjá okkur í seinni hálfleik var fín. Einstaklingsmistök fyrir tvö mörk í fyrri. Gott að gera þau í leik sem vinnst. Þriðja markið var klassa mark hjá Leeds og refsuðu harkalega fyrir að Jones var að koma inná og ekki alveg með á nótunum hversu hátt Leeds voru að spila aftasta miðjumanni.
    3. Hendó var auðvitað inná úr því hann gat labbað. En hann þurfti að labba alltof mikið fyrir þá stöðu sem hann spilar. Það var engin pressa á miðjunni í fyrri hálfleik. Hef svolitlar áhyggjur af því hvernig þetta verður ef Hendó er ekki heill. Hann er hjartað í liðinu, en getur ekki haltrað um völlinn.
    4. Hrokinn. Veit ekki hvort það er samt rétta orðið. Þetta er svona “show me what you got” viðhorf. Á meðan við vinnum er það betra heldur en að skjálfa á beinunum.
    5. Þessi leikur sýndi að við kunnum enn að vinna leiki þar sem andstæðingurinn hendir úr leikbókinni og tekur algera áhættu um að geta skorað meira en hann fær á sig af mörkum. Flest lið tapa í svona skotkeppni við okkur og yfirleitt stórt. En það er ekki líklegt að margir muni reyna þetta á Anfield. Líklegra að lið leggi rútum.

    Við þurfum nýja iðnaðarmenn á miðjuna. Kannski þarf Jones bara nokkra leiki og kannski getur Milner spilað eitthvað — en ég hef áhyggjur af því að Hendó er soldið meiðslagjarn og við höfum ekki góðan varamann fyrir hann. Fabinho er allt öðruvísi leikmaður sem og Keita. Milner getur spilað varnarhliðina en hann er ekki með eins góðar staðsetningar og sendingar framávið. Jones eftir 1-2 ár er svarið — en hvað er svarið í dag?

    9
  3. Takk fyrir hlaðvarpið. Það var gott að vanda. Ég hef áhyggjur af þvi að þurfa að selja til að kaupa þvi ég held að þá komum við til með að selja framtíðar gullmola. Ég treysti Klopp.

    2
  4. Pollyanna er sátt við að við kaupum ekki fleiri í ár ef Mbappe kemur næsta sumar.
    Því miður er Pollyanna ekki raunsæ í þetta skiptið.

    3
  5. Smá þráðrán að gefnu tilefni !!!

    Ég var að fá í hendurnar hina árlegu gjöf frá LFC. Nú vegna OFFICIAL FULL MEMBERSHIP 2020/21.

    Ég þurfti í fyrsta sinn að borga aðflutningsgjöld, umsýslugjald og sendingagjald. Samtals 2.581 krónur.

    Eru aðrir að lenda í því?

    2
  6. Svo virðist sem búið sé að samþykkja tilboð frá Sheff Utd í Brewster . Sterkur orðrómur er líka um að Origi hafi talað við nokkur félög undanfarið og að klúbburinn ætli sér að selja hann.

    Er sóknarmaður að koma eða ætla FSG að reka klúbbinn eins og þrotabú?

    Nú talar Pearce um framherja og miðvörð.

    Allavega þá er fólk byrjað að slúðra um Suarez aftur í kjölfar þess að Juventus virðist hætt við.
    Það er líka talað um Koulibaly eða miðvörð frá Sampdoria sem fæst á lágri klásúlu

  7. Klopp útilokar ekki að framlengja enn frekar….hallt á ketti hvað það eru góðar fréttir…

    9

Leikir hjá U23 og kvennaliðinu

Thiago til Liverpool – STAÐFEST