Hlóðum í upphitun fyrir helgina í Hellinum. Lincoln afgreitt með yfirflæði af jákvæðum frammistöðum, áhugaverð byrjun tímabilsins hjá helstu andstæðingum Liverpool og stórleikur gegn Arsenal framundan um helgina.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi
MP3: Þáttur 303
Kop.is er í samstarfi við Sportveituna FM 102,5 en podcöst okkar eru nú flutt þar einnig, sem og á Spotify-reikningi veitunnar sem finna má með því að leita að SportFM á Spotify.
Frábær þáttur. En ein pæling: hvenær ætlar Kristján Atli að koma með comeback í podcastið?
Sælir félagar
Takk fyrir frábærlega skemmtilegan þátt. Ég spái sama og Maggi í Arsenal leiknum 3 _ 1 fyrir Liverpool. En að öðru. Sá fólk þegar dómarinn vann leikinn fyrir MU áðan. Tók tvær vítaspyrnur af B&HA og lét leikinn halda áfram þangað til hann gat gefið MU leikinn. Nota bene eftir að leikurinn hafði verið flautaður af og leikurinn var aldrei flautaður á aftur. Ógeðslegt. Ég tel að R. Brewster eigi að fara til “harry# Potter. Fínn fótbolti sem B&HA er að spila.
Það er nú þannig
YNWA
Oft var uppótatíminn langur ef lið rauðnefjar þurfti að troða inn marki, en man einhver eftir því að það lið hafi skorað eftir að búið var að flauta til leiksloka?
“Þetta er ekki búið fyrr en dómarinn flautar leikinn af” er ekki einusinni lengur alveg rétt.
Flottur þáttur, takk fyrir mig! 🙂
Þessi gjöf til mangúdd segir nú bara allt sem segja þarf um stöðuna hjá liðinu og þrýstingnum sem þeir virðast gera á dómarastéttina. Algjör skandall!
Hvenær kaupum við Ings aftur? Hann skorar meira heldur en pobba nær að gefa boltann.