Rafa um Ferguson

Ég veit ekki með ykkur, en ég ELSKA Rafael Benitez

Bresku fjölmiðlarnir eru hreinlega að míga í sig yfir þessum blaðamannfundi í dag.

62 Comments

  1. “Or there is another option. That Mr Ferguson organises the fixtures in his office and sends it to us and everyone will know and cannot complain. That is simple.”

    Gott stöff 🙂

  2. red_til_i_die
    “I don’t think Ferguson’s mind games have worked. People tend to forget that Rafa has been through this situation before when Barca and Madrid’s managers did a fergie when he was managing valencia. This isn’t like Keegans outburst. this was planned. Its no coincdence that hes chosen to do it this weekend when there playing chelsea”

    Ég held að þessi hitti nokkuð vel í mark (á Football365). Núna þarf Fergie líka líklega aðeins að hugsa áður en hann fer að væla yfir dómurum og FA. Englendingarnir taka þetta margir sem Keegan outburst-i en ég bara sé alls ekki fyrir mér að Rafa tapi sér á slíkan hátt í sínum tilfinningum.

    Þetta er úthugsaðara en marga grunar er ég nokkuð viss um. Hvort þetta hafi eitthvað að segja er svo allt annað mál.

  3. Já lætur gamla rauðnef heyra það og það óþvegið.Hvert orð satt og eins og hann sagði onley facts. Ef út í það er farið hefur Manu sennilega unnið marga titla út af lélegri dómgæslu á Gamlatoilettinu og það er kominn tími á að skoða það mál fyrir löngu. þetta er ógeðslegt pakk og ég skil bara ekki að það fynnist fólk fyrir utan Mansester sem heldur með þeim.

  4. Hefði mátt spyrja afhverju Rooney&Ronaldo hafi ekki fengið leikbönn eftir
    atvik síðustu leikja, t.d. Rooney olbogaskot og Ronaldo sparkandi á eftir andstæðingum…

    Ferguson og hans lærisveinar eiga ekkert skilið á þessari leiktíð

  5. Þetta er hættulegt – ef einhver er skólaður í hugarleikfiminni þá er það Ferguson – en þetta sýnir að Rafa er til í slaginn og ætlar ekki að taka hlutunum þegjandi. Þetta var greinilega fyrirfram ákveðið, hann tekur upp blað og les þaðan punkta, en hins vegar er honum talsvert niðri fyrir sem minnir óþægilega á Keegan hér um árið. Og eins er alltaf svolítið væl-kennt að fara að tala um leikjaplanið og svolítið verið að kasta steinum úr glerhúsi þar, því Rafa hefur nú alveg látið í sér heyra ef það hefur raðast illa fyrir okkur…

  6. Sælir félagar
    “Ferguson er að öllum líkindum besti dómari í heimi”. Þessi tilvitnun, að vísu ekki í RB segir allt sem segja þarf um sannleiksgildi ummæla RB.
    Það er nú þannig

    YNWA

  7. Það er rugl að bera þetta saman við Keegan málið. Þarna er Benitez pollrólegur, brosir þegar spurningin er lögð fyrir hann og tekur upp blað með staðreyndum. Sýnir að hann var að vonast eftir þessari spurningu.

    Síðan er þetta notað sem headline á official Liverpool síðunni þannig að þetta er greinilega skipulögð árás á Fergie. Ætli það sé tilviljun að það sé leikur á milli Chelsea og Manjú þegar Benitez ákveður að segja þetta?

    Held að menn séu að gefa Benitez of lítið kredit og á sama tíma Ferguson of mikið.

    Benitez = legend

  8. Þetta er mjög áhugavert. Engan veginn hægt að bera þetta saman við Keegan málið hér um árið þar sem þetta er vandlega hugsað hjá Rafa. En hvort að þetta muni snúast í höndunum á honum verður að koma í ljós. Ferguson er eldri en tvævetur í þessum bransa og mun pottþétt svara fyrir sig.

    En Rafa er klárlega líka að reyna að halda “momentum” með því að koma með svona stórar yfirlýsingar á þessum tímapunkti. Liverpool er í efsta sæti og Rafa skynjar klárlega að þetta gæti verið leiktíð Liverpool. Nú verður öllum meðulum beitt.

  9. Þetta er kjánalegt hjá Benitez. Talar um að andstæðingar Liverpool séu aldrei reiknir útaf. Veit ekki hversu mörg rauð spjöld hitt liðið fékk á fyrra hluta tímabilsins.

  10. Er ég sá eini sem finnst þetta hálf kjánalegt? Afhverju reynir Benitez ekki bara að einbeita sér að sínu liði í stað þess að mæta á blaðamannafundi með nótur um Man utd og Ferguson. Mér finnst þetta eiginlega bara hálf sad, sýnir ótta og stress meira ennokkuð annað. Ég ætla rétt að vona að hann sé ekki að láta Ferguson plata hann í einhverja mind game vitleysu, því þar mun Benitez ekki eiga breik.

  11. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki viss um hvað mér finnst um þetta útspil Benitez. Hef hingað til borið virðingu fyrir honum fyrir að vera spar á svona persónulegar árásir eins og hann gerði sig sekan um í dag gagnvart Ferguson. Það er ljóst að Ferguson mun svara þessu og það verður væntanlega ekkert erfitt fyrir hann að svara Benitez með ,,facts”.

    Þetta hefur ekki verið stíll Benitez í stjóratíð hans hjá Liverpool þannig að maður er mjög hissa á þessu. Mér hefur venjulega leiðst orðaskipti stjóra toppliðanna (umræddir sandkassaleikir) undanfarin ár og þakkað fyrir að okkar stjóri/ar hafa tekið lítinn þátt í þeim.

    Ef Liverpool fer e-ð að dala á næstunni þá verður auðvelt fyrir menn að benda á þessa yfirlýsingu sem ástæðu þess.

  12. Jesús kristur, menn láta eins og Ferguson sé einhver heilagur meistari í að hafa sálræn áhrif á aðra og að af því að Benitez svaraði honum þá erum við bara í djúpum skít.

    Sýndi það ótta og stress hjá Mourinho og Wenger þegar þeir áttu í orðaskiptum við Ferguson?
    Þeim tókst nú að vinna titilinn þrátt fyrir að hafa svarað Fergie.

    Það var mikið að einhver frá Liverpool drulli yfir Fergie. Honum hefur ekki leiðst að drulla yfir okkur í gegnum árin.

  13. Hvernig í ósköpunum getur mönnum fundist þetta kjánalegt eða lélegt? Ég skal svara slíkum ásökunum í tveimur punktum:

    1: Eins og DT bendir á hér að ofan er þetta ekkert líkt reiðiskasti Keegan ’95. Þá missti hann sig í beinni, hér er Rafa sallarólegur eins og DT bendir á; brosir þegar hann fær spurninguna (vonaðist greinilega eftir henni), dregur upp blað með staðreyndum og heldur af stað. Stuttu seinna er þetta orðin aðalfréttin á LFC.tv. Þetta er ekkert í líkingu við Keegan, hér er Rafa ekki að stressa sig eða missa sig á neinn hátt heldur veitast yfirvegað og ákveðið að Ferguson.

    2: Rafa Benítez er stjóri Liverpool. Sir Alex Ferguson er stjóri Man Utd. Man Utd eru óvinurinn, plain and simple, og Ferguson er byrjaður að ybba gogg hvað Liverpool-liðið varðar. Við erum í titilbaráttu við Manchester United og það myndi jaðra við vanrækslu af hálfu stjóra Liverpool að svara ekki snjóboltum með snjóflóði þegar ásakanir frá United-mönnum eru annars vegar. Það var einfaldlega kominn tími á þetta og ég er hæstánægður með að Rafa skuli koma með smá hroka og hugarleikfimi í þetta. Hann er að segja fólki að hann sé ekki hræddur við Ferguson, að hann geti alveg spilað sálfræðistríðið eins og aðrir, og að Liverpool sé komið til að vera og ætli sér að halda áfram að pirra United-menn á öllum sviðum framvegis.

    Vildi ekki hafa það öðruvísi.

    Og já, það er engin tilviljun að hann segir þetta rétt fyrir leik United og Chelsea. Vonandi hefur þetta tilætluð áhrif og United fatast flugið þar (hef miklu meiri áhyggjur af þeim en Chelsea) og svo væntanlega mallar þessi árás hans í pottinum þangað til við förum á Old Trafford í mars í leik sem ætti fyrir vikið að verða algjör styrjöld. Styrjöld um titilinn og eins og bandóðir Spartverjar eru okkar menn að reyna að sýna fram á að þeir eru reiðubúnir að berjast til síðasta blóðdropa.

    Djöfull er ég ánægður með Rafa. Maður dagsins!

  14. Þú svarar þessu sjálfur Kristján. Hann veitist yfirvegaður(virkar nú samt ¨frekar stressaður og órólegur) að Ferguson, greinilega eitthvað sem hann var búinn að plana. Sorry, en mér finnst þetta bara sandkassaleikur og ég er sammála Jónsa hér að ofan, ég hef alltaf verið ánægður að okkar stjórar hafa lítið tekið þátt í þessu blaðavæli. Við eigum að hafa meiri klassa en það.

    Með leikinn á sunnudaginn…HA, er ekki Liverpool leikurinn á laugardaginn? Er einhver annar leikur sem menn eru að tala um en Liverpool leikurinn? Jahérnahér….mér gæti bara ekki verið meira sama um aðra leiki. Ef það heitir ekki Liverpool þá hef ég ekki áhuga á því!

  15. Finnst þetta bara mestmegnis alveg rétt hjá Rafa, tussu stoltur af kallinum. Man utd kemst upp með ALLT, einsog í leiknum gegn danska liðinu þegar Rooney var nánast að níðast á gæjanum, sparkaði 2svar í hann ? auðvitað var ekki gert neitt. Ferguson fær að rífa kjaft non-stopp, mætti halda að gæjarnir væru hræddir við hann. En STOKE bring’em on !

  16. Ykkur sem finnst þessi yfirlýsing Benitez kjána og barnaleg, haldið þið að fótbolti sé hátimbraður heimspeki literatúr og knattspyrnustjórar eigi að haga sér eins og þeir séu í teboði hjá Elísabetu Englandsdrottningu?

    Nei fótbolti er primitívt Alpha Male/testósterón karlmennskusport þar sem hinir veiku og kurteisu verða bara undir. Enski boltinn snýst um sjálfstraust, náiru að gera andstæðinga og dómara hrædda þá er hálfur sigurinn unnin. Það vinnur enginn ensku deildina í dag nema hann hagi sér og líti út eins og hrokafullur sigurvegari sem hræðist ekki neitt.

    Þið sjáið nú bara hvað er að gerast hjá Chelsea, Scholari er voða kurteis og ljúfur maður sem tekur töpum með heimspekilegu jafnaðargeði. Hálft liðið er í uppreisn gegn honum m.a. útaf Deco. Þeir efast að hann hafi nógu miklar hreðjar til að stjórna sér.

    Rafa fór niður á plan Ferguson en gerði það með þannig yfirveguðum hætti
    að leikmenn Liverpool trúa því að hann viti hvað hann sé að gera. Þetta gefur okkar liði meira sjálfstraust o.sfrv.

  17. Ég elska Benitez jafnmikið og ég hata Ferguson. Vægast sagt stórkostlegt.

  18. Þetta var kærkomið, virkilega tímabært!
    Og aðferðin er að mínu mati hárrétt. Ekki er gusað útúr sér eftir leik í ójafnvægi einhverjar plammeringar heldur talar hann um STAÐREYNDIR í rólegheitum og það er einmitt það sem málið snýst um. Sagan mun síðan segja okkur hvaða áhrif þetta útspil Rafa hefur á gengi okkar manna. Ég treysti Rafa 100% í einu og öllu hjá Liverpool og tel þetta frábæra nýrnasteinalausa tímasetningu!

  19. Góður Benitez,,,láta viðbjóðinn heyra það!!!

    Af hverju ætti Benitez ekki að svara Ferguson? Það má alveg láta hann heyra það. Mourinho var nú ekki að láta drulla yfir og svaraði Feguson tilbaka. Benitez og Mourinho voru líka duglegir að kítast. Þetta er sálfræðistríð og með þessu útspili vænti ég þess að Benitez sé að taka athyglina til sín frá leikmönnum sínum, líkt og Mourinho gerði með Chelsea.

    Það er alveg ljóst að í c.a. 20 ár sem Ferguson hefur verið hjá Man Utd hefur hann aldrei þurft að hafa milkar áhyggjur af Liverpool í meistarabráttu. Vonandi verður breyting á því nú.

  20. Frábært að sjá Benitez í stuði og þetta er hárrétt taktík hjá honum að mínu mati. Þetta tekur líka aðeins fókusinn af fyrirliðanum okkar og Torres sem er akkúrat það sem við þurfum. Annar er í smá vandræðum og hinn að koma til baka, nú er pressan á Benitez og hinir geta bara farið í fótbolta.

    Ég er hins vegar mjög pirraður á því að ekki er búið að semja við Benitez og hann er farinn að kvarta yfir því. Ætla þessir kanar ekki að semja aftur við hann?

    Annars spái ég 2-0 fyrir Liverpool og Gerrard og Torres deilda mörkunum.

  21. Það er ekki annað hægt en að elska þennan blessaða mann. Gamli er greinilega komin í bana stuð og alveg að fíla sig á toppnum!

  22. Það er erfitt að sitja og segja ekki neitt meðan Ferguson röflar. Þar sem Rafa getur ekki verið inná að spila þá gerir hann það sem hann getur til að hafa áhrif á leikinn, reyna að hrista uppí þessu aðeins, taka pressu af sínum leikmönnum og reyna að auka hana á aðra … en svo er ég ekki viss um að það virki en það er hægt að skemmta sér yfir þessu. Annars er það aðalatriðið að láta verkin tala inná vellinum!!

  23. Ég verð nú að vera sammála Benna Jóni og fleirum hvað það varðar að þetta er ekkert sérstaklega töff. Ekkert hrikalegt samt heldur þannig séð og svosem ekkert að því að svara Ferguson, sem er hvorki heilagur né fullkominn. Mér þótti þetta aðallega bara þurrt og leiðinlegt, barnalegt jafnvel. Ef þetta ætti að vera töff, þá hefði hann þurft að segja eitthvað hnyttið og spontant sem hefði hitt beint í mark. Það er ekki töff að lesa upp eitthvað kvart af blaði í heimsins mesta mónótón. Sérstaklega þegar maður hefur sjálfur oft vælt yfir leikjafyrirkomulagi, dómurum og hinu og þessu.

    En ef einhverjir hérna fá standpínu yfir þessu, þá er það náttúrulega fínt og eflaust markmiðinu að einhverju leyti náð. Hef samt enga trú á að þetta hafi nein áhrif á ManU vs Chelsea, hversvegna í ósköpunum ætti það að gera það? Heldur einhver hérna að Ferguson sé grátandi heima og treysti sér jafnvel ekki á völlinn?

  24. Rauðvínsleginn whiskeygöltur…þetta er hingað til það besta sem ég hef lesið á árinu 2009!!

  25. Þetta er beint úr smiðju Bill Shankly hjá Rafa. Þetta er lykil augnablik í stjóratíð hans hjá Liverpool og sýnir fyrst og fremst hið gríðarlega álit sem hann hefur á sýnu liði að geta horfst í augu við Ferguson og sagt game on!

  26. Ég er mjög ósammála því Hörður Magnússon. Shankly var hnittinn og orðheppinn. Hann las ekki dauflega upp texta af blaði, upplýsingar sem auðveldlega væri hægt að búa til um Liverpool og Benitez og skella í andlitið á honum.

    En í stað þess að kíta um hvort þetta var töff eða ekki, rétt eða rangt eða hvort menn fái bóner yfir þessu eigum við ekki bara að vona að þetta virki, að Rafa fái þetta ekki tvöfallt í hausinn til baka.

  27. Það var ekkert dauflegt við Rafa í dag. Yfirvegaður, hnyttinn og ástríðufullur. Allt sem Liverpool snýst um.

  28. Toggi, ég held að Rafa sé einfaldlega ófær um að segja eitthvað hnyttið og spontant á ensku. Enskan hans er einfaldlega svo slæm þrátt fyrir allan þennan tíma á Englandi. Hann gæti eflaust reitt af sér brandarana um Ferguson við spænska blaðamenn. Það vita allir sem hafa lært erlend tungumál að það erfiðasta er að skilja húmor og vera fyndinn á nýju máli.

    Þess vegna var það í fínu lagi að þetta væri smá stíft og undirbúið.

    Þetta dregur athyglinni að United leiknum og núna vitum við það ef að dómararnir dæma United í hag í næstu leikjum að pressan á eftir að taka miklu betur eftir því en hingað hefur verið gert og enska knattspyrnusambandið er undir meiri þrýstingi að gera eitthvað í því ef að Ferguson er með kjaft.

    En þetta er áhætta og það er það sem ég var svo glaður að sjá. Ef við skítum á okkur á móti Stoke á morgun, þá lítur Rafa helvíti illa út, en þetta gæti líka haft góð áhrif á okkar framgöngu.

  29. Ég er a.m.l. sammála þér Einar Örn. En mér fannst commentið um að Mr.Ferguson ætti að senda út leikjaniðurröðunina, classic!

  30. Ég er einkum sáttur með þetta af því þetta beinist að Ferguson, maðurinn sem vældi eins og motherfucker þegar Real voru að reyna að ná í Ronaldo, en beitti svo nákvæmlega sömu brögðum til að fá Berbatov.

    Mér finnst okkar Rafa alveg hafa gerst sekur um svipað væl sem hann er ósáttur með frá öðrum liðum, en það er hluti af leiknum, og langt því frá að vera eins slæmt og Ferguson. Það er bara með Rafa eins og örugglega alla knattspyrnustjóra í heiminum, að hann kvartar þegar mistök dómara í leik eru Liverpool í óhag, en þegir þegar mistök dómara eru Liverpool í hag 🙂

  31. Maður getur ekki annað en elskað þennan mann, enn eitt classic Rafa moment.

  32. Hvað eru menn að tala m það að Rafa eigi ekki að vera að einbeita sér að United? Maðurinn fékk spurningu sem tengdist einhverju ömurlegu útspili hjá gamla rauðnef og united og hann svaraði því nánast fullkomnlega.

    Hann og fleiri eru búnir að sitja undir vælinu í Fergie í fleiri ár og fæstir nennt að svara honum, nema þá kannski Móri og Wenger stöku sinnum. Það er eðlilegt að þetta sé uppsafnað og þeir sem halda því fram að þetta hafi verið þurrt og stirrt hjá Rafa þurfa bara að horfa aftur. Hann var beittur og benti á staðreyndir og skaut um leið föstum skotum.

    Hvernig væri svo að við poolarar hættum þessari minnimáttarkennd gagnvart Fergie og sheit united? Liverpool er ennþá sigursælasta lið Englands og Liverpool vann united sannfærandi í eina leik þessara liða á þessari leiktíð. Liverpool er í fyrsta sæti góðum 7 stigum á undan united, vissulega á united 2 leiki til góða en þeir þurfa að vinna þá og eins og þeir hafa verið að spila þá er ekkert víst í þeim efnum.

    Leikurinn á morgun fer 0-3, Keane, Agger, Torres.

    YNWA

  33. Mér finnst eins og Liverpool menn séu að verða eitthvað hræddir….

  34. Ástæðan fyrir því að ég er mjög, mjög ánægður með að sjá þetta frá Benitez er sú að hann er varkár maður. Varkárir menn taka ekki áhættur nema að vera alveg vissir um að þær skili árangri. Benitez hefði aldrei aldrei látið svona útúr sér nema vera búin að reikna það út, fram og til baka, í excel að slík stríðsyfirlýsing myndi skila tilætluðum árangri.

  35. It’s coming home

    Rafa talar eins og sá sem hefur einhverju að tapa. hvað er langt síðan LFC stjóri talaði þannig síðast?

    it’s coming home

  36. Ég er sáttur með þetta…
    Hin liðin í toppbaráttunni hafa einhvern veginn ekki verið að taka okkur alveg alvarlega og þetta move frá Rafa er svolítið svona ” Hey við erum mættir með okkar stóra pung í toppbaráttuna og þið eruð ekkert að fara að taka okkur á taugum”

  37. Jú jú þetta getur virkað hálf klaufalega á menn vegna tungumálastirðleika en persónulega er ég bara ánægður með minn mann. Rafa sýnir hér að hann er alveg með loðinn pung.

    Þetta er velþekkt taktík sem Mr. Ferguson er búin að nota í mörg ár og fær nú aðeins að smakka á sjálfur.

    Go Rafa.

  38. Ég skil mjög vel að það sé hægt að horfa á þetta frá báðum hliðum, gott eða slæmt.Ég lít á þetta temmilega jákvæðum augum, þetta var afar langt frá því að vera í líkingu við það þegar Keegan missti sig og að það sé verið að líkja þessu saman ber vott af því að Liverpool sé ekki ennþá sýnd næg virðing í toppbaráttunni (long may it continue) og að ennþá gæti smá minnimáttarkenndar í garð United..

    Sir Alex Ferguson hefur vælt allann ársins hring, öll þau ár sem hann hefur verið í boltanum tuðað yfir hinu og þessu, stundum til að taka þátt í mind games við stjórana hjá hinum toppliðunum og stundum bara vegna þess að hann er hræsnari og krónískur tuðari, næstum í ætt við mesta vælukjóa allra tíma, Arsena Wenger.

    Núna í seinni tíð hefur það fallið í skaut Wenger og seinna Mourinho að svara þessu væli í Fergie. Báðir hafa tekið þátt af fullum þunga í leiknum og stundum jafnvel meira en sörinn, báir voru með öllu óhræddir við að fara head to head við sörinn og báðir áttu það til að verða ofan á í þessum mind games. Eini stjórinn sem hefur tapað þessum mind games með gríðarlega afgerandi hætti og afar aulalegum er okkar maður, Kevin Keegan. Hann hafði fjóra leiki á Fergie þegar hann reiddist honum og sýndi það full augljóslega í beinni sem síðan var rakið til þess að Fergie hefði unnið Keegan í sálfræðistríðinu.

    Það að þetta yfirvegaða svar okkar mjög svo greinda stjóra veki upp minningar og fyrirsagnir um að Rafa “does a Keegan” finnst mér bera bæði vott af heimskum/lötum blaðamönnum og eins smá minnimáttarkennd gangvart United. Ég er alveg fylgjandi því að stjóri Liverpool láti sem minnst plata sig út í sandkassann, en að sama skapi sé ég akkurat ekki neitt að því að svara yfirvegað þegar að okkur er vegið og annar stjóri sem telur sig vera í grend við Jesús Krist og Robbie Fowler fer að ybba gogg. Það er EKKERT að því að láta Fergie heyra það, svipað og hann á til að láta aðra heyra það, hell ég held að það sé bara bráðnauðsynlegt af og til að láta kallinn heyra það.

    Benni Jón (nr. eitthvað snemma)
    – Ég ætla rétt að vona að hann sé ekki að láta Ferguson plata hann í einhverja mind game vitleysu, því þar mun Benitez ekki eiga breik.

    Það gerist ekki svo ýkja oft, en þarna er ég alls ekki sammála þér, ég sé bara ekki afhverju í fjandanum Rafa ætti ekki að eiga break í Fergie í sálfræðistríði. Mind games er misaugljós partur af leiknum og þá sérstaklega toppbaráttunni, að ætla að vanmeta Rafa Benitez í þeim leik held ég að séu stór mistök, sérstaklega þegar hans menn sitja á toppnum og líta út fyrir að geta mun meira en þeir hafa sýnt. Massey Ferguson er síður en svo heilagur eða ósnertanlegur, stjórar hinna toppliðana hafa marg oft farið head to head við hann á einhverjum tímapunkti tímabilsins og samt staðið uppi sem sigurvegarar í maí. Það er alls ekkert algilt að lið fokkist upp eins og Newcastle þó Fergie sé boðið hinn vangann.

  39. Va je minn eini. Loksins loksins.

    Former Premier League referee Graham Poll claims Liverpool boss Rafael Benitez has “articulated what referees have been thinking for years”.

  40. Flott hjá Rafa.
    Hjartanlega sammála Hödda í því að þetta sé defining moment hjá Rafa. Skulum átta okkur á því að Ferguson hefur ekki hingað til þurft að hafa áhyggjur af LFC, en nú er þetta fylgifiskur þess frama sem liðið hefur náð!
    Svo er ég hundósammála því að Fergie sé einhver meistari í þessu. Keegan karlinn var kjáninn ’95 og síðan hafa Wenger og Mourinho fullkomlega staðið upp í hárinu á Whisky-Alex (flottur Steini) og oft komið miklu betur út.
    Í dag eru svo dómararnir að lýsa stuðningi við Rafa sem er flott! Enda Alex ótrúlegur grenjari dómara!
    Þeir sem halda að Rafa hafi ekki bein í svona “macho” rifrildi hafa einfaldlega ekki kynnt sér sögu hans á Spáni, ég hef ENGAR áhyggjur af því að hann standi ekki uppí gráum kollvikum United stjórans!!!
    Svo langar mig að benda á þá staðreynd að United hafa einungis orðið meistarar á síðustu 10 árum þegar Carlos Quieroz hefur verið í þeirra starfsliði.
    Carlos stjórnaði æfingum liðsins og var í “day to day” samskiptum við flestar stjörnur liðsins, á meðan Alex gamli var meira svona í “yfirsýninni”. Lengi verið talað um að Quieroz hafi þorað að standa uppí hári stjórans, ólíkt öðrum þjálfurum Djöflanna.
    Er ekki bara að koma í ljós með skelfilegri spilamennsku United að þeir ráða ekki við lífið Quierozlausir????

  41. Ég mundi nú seint kalla spilamennsku UTD skelfilega!
    En þetta er gott útspil hjá Rafa og ef að hann þarf að detta niðrá sama plan og Ferguson, eins og sumir vilja kalla þetta mindgame fyrirbæri, þá er það bara í góðu lagi mín vegna.
    Ef að Liverpool vinna titilinn í ár og halda því svo áfram á næstu tímabilum að vera í baráttu um titilinn en ekki um fjórða sætið þá er það allt í lagi að Rafa sé hrokafullur og “cocky”.

    Annars er það mín skoðun að þessir svokallaðir mindgames skipti ekki það miklu máli, því að þegar að leikmenn ganga inná völlin þá eru þeir ekki með hugan við einhver ummæli sem að einhver stjórinn lét falla fyrir leik.

  42. Fergie er að skjóta á leikmenn LFC með því að segja að þeir muni “chjóka” á lokasprettinum. Rafa er bara að stíga á milli, setja sig í skotlínuna og vernda sína leikmenn. Hvað átti hann að gera annað? Ekki séns að láta annan manager, fergie eða pulis, gagnrýna sýna leikmenn án þess að svara því.

  43. 53

    Jú, United hafa verið að spila afar illa, en unnið. Vinir mínir sem eru haldnir Unitedblindu eru frá 1.september verið að bíða eftir spilamennsku sinna manna, þeir eigi “eftir að fara í gang”.
    Það er þeirra styrkur að spila illa lengi og vinna, t.d. Stoke úti 1-0 afar ódýrt. En þeir hafa ekki verið nálægt sínum leik…

  44. Eitt sem ég var að pæla í bara núna, er að það gæti líka verið Rafa vilji beina athyglinni frá þessu líkamsárásarmáli varðandi Gerrard. Ef svo er þá tókst það 100%, því áður en þetta kom þá var það á allra vörum, nú er enginn að tala um það.

  45. Greinilegt að Benítez tók aldrei sál103, shit hann er að skíta uppá bak 🙁

  46. Ég vil að fólk leggur niður vopnin í smá stund og hugsar hversu heimskulegt þetta var hjá Benitez og það rétt fyrir leikinn gegn Stoke. Hann er að setja á liðið óþarfa pressu sem magnast upp í blöðunum og verður til að lið sem unnið hafa deildina undanfarið (M** U** og Chelsea) fá forskot á Liverpool eingöngu vegna þess að þeir hafa reynsluna.
    Þetta kallast algjörlega að skjóta sig í fótinn og að gefa Skotanum virkilega auðveldan leik á borði gegn sér. Ég held að Rafa ætti að stein halda kjafti og einbeita sér að því að koma liðinu á sigurbrautina og til að halda í 1.sætið sem nú virðist vera að renna okkur úr greipum. Ég hélt að stigin sem liðið hefur verið að tapa gegn smáliðum Stoke (2x) og Hull (1x) hafi gert okkur erfitt fyrir en þá eru þessi ummæli Rafa bara gerð til að gera starf hans erfiðara. Í guðanna bænum sendið Sammy Lee í viðtöl framvegis!

  47. Fáranlegt að fara í orðaskak við Ferguson. Það hefur engum tekist að vinna slíkt skak. Sérstaklega ekki á síðustu árum. Ferguson er grand old man og slíka menn getur maður bara unnið á vellinum. Það verður að sýna Ferguson virðingu.

  48. (52)Maggi:
    Queiroz starfaði hjá United í 5 tímabil á síðustu 10 árum og þá vann United titilinn 3var. Á síðustu 10 árum hafa United unntið titilinn 6 sinnum. Sama hlutfall með eða án Queroz. Þetta var staðreynd.

  49. 52
    “Í dag eru svo dómararnir að lýsa stuðningi við Rafa sem er flott! Enda Alex ótrúlegur grenjari dómara!”

    Graham Poll er ekki í fleirtölu…og ekki dómari.

Stoke á morgun

Byrjunarliðið komið