Það er næstum eins og það hafi gerst í gær að Liverpool fékk Arsenal síðast í heimsókn, en nei það var víst í fyrradag. Hvað um það, skytturnar mæta aftur á Anfield núna á fimmtudagskvöldið til að etja kappi við okkar menn, og í þetta skiptið er leikurinn í 16 liða úrslitum deildarbikarsins.
Það er stutt á milli leikja um þessar mundir, næsti deildarleikur er á sunnudaginn gegn Villa, og því morgunljóst (þ.e. ef við veljum einhvern morguninn að sumri til) að það verður mikið róterað frá síðasta leik gegn Nöllunum. Við megum því eiga von á að sjá lið sem verður eitthvað nær því sem gekk inn á vellinn gegn Lincoln fyrir viku síðan, en þó líklega ekki nákvæmlega sama lið. Andstæðingarnir eru líklega búnir að sleikja sárin eftir leikinn á mánudaginn, og sjálfsagt munum við líka sjá mikið breytt byrjunarlið hjá þeim. Arsenal eiga líka leik á sunnudaginn eins og okkar menn, sá leikur er meira að segja aðeins fyrr um daginn, þannig að það verður ennþá minni tími fyrir endurheimt hjá þeim. Við megum því eiga von á að sjá hátt í 22 ný andlit á vellinum, mögulega eitt íslenskt andlit þar á meðal þar sem Rúnar Alex var á bekknum í síðasta leik en gæti vel byrjað milli stanganna hjá Arsenal. Síðasti íslenski leikmaðurinn til að stíga fæti á Anfield var líklega Jóhann Berg í jafnteflisleiknum gegn Burnley í sumar, og við vonum að ef Rúnar Alex spili þá fái hann ekki að komast upp með svipaðar tæklingar eins og Jói komst upp með á Robbo undir lok leiksins.
Það hvaða leikmenn Klopp velur í sitt byrjunarlið er svo líklega jafnmikil ágiskun eins og síðast. Sem dæmi þá byrjaði van Dijk leikinn gegn Lincoln, ásamt því að Rhys Williams fékk eldskírnina með aðalliðinu. Það eru ágætar líkur á að hvorugur þeirra byrji á morgun, en það kæmi fáum á óvart þó Billy the kid Koumetio fái sénsinn. Sá drengur hefur skotist frekar hratt upp á stjörnuhimininn á síðustu vikum og þykir korter í að vera tilbúinn í átökin þrátt fyrir ungan aldur. Eina sem gæti skotið striki í reikninginn er að hann er til þess að gera nýstiginn upp úr meiðslum. En eins og podcast tríóið giskaði á í gær, ætla ég að veðja á að það verði einhver svolítið reynslumeiri látinn spila við hlið hans. Þá bárust þær fréttir frá Pep Lijnders á blaðamannafundi í dag að Kostas Tsimikas hafi orðið fyrir einhverju smá hnjaski í leiknum fyrir viku síðan og sé ekki búinn að ná sér að fullu. Er nema einn maður sem kemur þá til greina í vinstri bak?
Prófum að stilla þessu svona upp:
Neco – Gomez – Koumetio – Milner
Jones – Grujic
Elliott – Minamino – Jota
Origi
Hér erum við að gera ráð fyrir að Shaqiri byrji á bekknum en hann gæti svo vel byrjað inná, nema reyndar ef meiðslin sem voru að hrjá hann um helgina eru ennþá viðvarandi, þau hafa alveg átt það til að staldra full lengi við hjá kappanum. Einnig gerum við líka ráð fyrir að Wilson sé úti í kuldanum, sem og Brewster, enda eru báðir víst á barmi þess að verða seldir. Sem og reyndar Grujic ef eitthvað er að marka slúðrið. Jú og eitthvað talað um að Sepp sé að fara á lánsdíl guðmávitahvert, sem gerir honum örugglega bara gott.
Nú og svo er auðvitað alls ekkert útilokað að einhverjir af fastamönnunum fái kallið í byrjunarliðið. Það eina sem við vitum er að Henderson, Thiago, Matip og Ox verða frá, vonandi byrjar Hendo að æfa strax eftir þennan leik en hina sjáum við örugglega ekki fyrr en eftir þetta landsleikjahlé.
Svo getur líka vel verið að Klopp ákveði að keyra bara á þessa keppni. Hann fór jú ansi langt í nánast öllum bikarkeppnum á fyrstu leiktíðinni, en hefur eftir það sett allan fókus á deild og meistaradeild, og er það vel. En kannski langar Klopp að gera alvöru atlögu að þessum bikar sem Liverpool vann síðast árið 2012. Uppstillingin hjá City í kvöld bar þess a.m.k. merki að þar væri planið að verja dolluna, og bæði Chelsea og Tottenham voru með frekar sterk lið í sínum innbyrðis leik.
Arsenal vann leik liðanna í sumar í deildinni, samfélagsskjaldarleikurinn fór í vítaspyrnukeppni þar sem þeir unnu aftur, en svo vann Liverpool, svo eigum við ekki bara að spá svipað og Steini gerði í hlaðvarpinu og giska á að þetta fari í vító og endi með sigurmarki hjá Curtis Jones? Það kæmi bara alls ekki á óvart. Semsagt, 3-3 í venjulegum leiktíma, en 4-3 í vító (7-6 samtals) þar sem Adrian ver tvö og Rúnar eitt.
KOMASO!
Sælir félagar
Ég hefi svo sem engu við ágæta upphitun Daníels að bæta. Honum eru þakkir skildar fyrir. Liðsuppstillingin er algerlega óútreiknanleg og tillaga Daniéls jafn góð og hver önnur. Spá mín er hinsvegar önnur og hafði ég á öðrum þræði spáð 4 – 2 og ætla ég að láta hana standa.
Það er nú þannig
YNWA
Annað kvöld verð ég staddur á gistiheimili fjarri sjónvarpsútsendingum, en með ágætt WiFi – hvernig er best að sjá þennan leik í gegnum veraldarvefinn (tölvuvírusalaust)?
Footybite
Tillaga Daníels að byrjunarliði, þar sem við sjáum 10 breytingar frá síðasta leik, sýnir mér svart á hvítu hvað við erum komin með breiðan og sterkan hóp. Til viðbótar eigum við handfylli af öflugum leikmönnum sem eru ekki þarna og voru ekki heldur í síðasta byrjunarliði. Ég væri alveg sáttur ef við seljum fáa eða engan í glugganum.
Höskuldur, þú nærð þér í app í símann frá þínum þjónustuaðila, tengir áskriftina þína við appið og horfir þannig á leikinn.
Minamino, Jota, Shaq, Jones, Grujic, Keita, Milner, Neco, Gomez, Koumetio og Adrian vinna þennsn leik, Minamino og Jota með 2 mörk hvor í 4-3 sigri.
Höskuldur. Þú nærð að sjá leikinn hérna eftir að honum er lokið. Fyrri eða seinni hálfleik eða bara highlights.. Hef aldrei fengið virus og gæðin eru fín.
https://www.fullmatchesandshows.com/
Kv.
Sæl og blessuð.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Klopp tók við sundurlausum og þunnskipuðum hópi. Hann atti sömu leikmönnum í atið í hverju mótinu á fætur öðru. Þeir voru þarna í akkorði greyin og svo slitnuðu hásinar og brugðust krossbönd eins og gítarstrengir.
Nú erum við ekki síður spennt að fylgjast með prospektunum í þessum minni mótum.
Vill almennt ekki sjá Liverpool eyða orku í þessar bikarkeppnir enda vægi þeirra hríðfallið. Finnst samt annað að taka þátt með mjög mikilli róteringu þegar liðið er mjög vel mannað og á toppnum heldur en þegar liðið er að rembast við að komast í Meistaradeildina í rosalegri samkeppni. Eins og við sáum 2018/19 þá er deildarbikarinn ekki 1 stigs virði ef það kostar okkur titilinn/Meistaradeildarsæti.
Úrvals tækifæri til að gefa ungum leikmönnum alvöru smjörþef af því að spila með Liverpool og eins finna mínútur fyrir leikmenn sem þurfa þær.
M.ö.o. ég er mikið á móti þessari keppni almennt en ekki eins mótfallinn því að Liverpool nái langt og ég var fyrir 2-5 árum.
Ég vil sjá liðið svona á eftir.
——————-Adrian—————–
Williams—Gomez—Dijk—Milner
————-Grujic—Jones————
—Shaqiri—Minamino—Elliot—
——————-Origi—————-
Ég gleymdi Jota, setja hann inn fyrir Elliot