Byrjunarliðið gegn Villa klárt: Engin Alisson, Jota byrjar

Jæja, þá er komið í ljós hvaða hetjur byrja gegn Villa í Breska heimili karrý og Peaky Blinderanna. Það hefur verið úrhelli í Birmingham alla helgi.

Liðin verða svona

Liverpool

  • Adrián
  • Alexander-Arnold
  • Gomez
  • Van Dijk
  • Robertson
  • Keita
  • Fabinho
  • Wijnaldum
  • Salah
  • Firmino
  • Jota

Bekkurinn

  • Milner
  • Henderson
  • Jones
  • Minamino
  • Origi
  • Kelleher
  • Williams

Aston Villa

  • Martínez
  • Cash
  • Konsa
  • Mings
  • Targett
  • McGinn
  • Douglas Luiz
  • Barkley
  • Trézéguet
  • Watkins
  • Grealish

Bekkurinn

  • Steer
  • Hourihane
  • Traoré
  • Nakamba
  • El Ghazi
  • El Mohamady
  • Davis

Eftir leiki helgarinnar væri risa, risa, risastórt að klára þennan leik. KOMA SVO!!!

61 Comments

  1. Er Alisson úr brauði? Rosa mikið meiddur miðað við að vera markmaður. Vonandi skilar Adrian þessum leik vel, hann þarf að stíga upp.
    Liverpool þyrfti að fá betri varamarkmann fyrst Alisson er svona viðkvæmur.

    6
  2. Ljóta helvítis gjöfin frá Adrian, þetta gætu orðið langar 4-6 vikur án Alison

    5
  3. Adrian er enn og aftur að sýna hversu slakur hann er. Ég skil ekki hvernig er hægt að hafa ekki betri varamarkmann. Alltaf sama sagan með þennan dreng. Hann er taugahrúga sem ræður ekki við boltann sem við liðið okkar spilar. Algjör (í besta falli) miðlungs leikmaður.

    5
  4. þetta er hann búinn að sýna en Herra Klopp erfastur á sínu. Ekki kaupa varamann fyrir Alison,sem er meiðslapési.

    3
  5. Firminó er að rembast við að spila níuna. Fær tvö dauðafæri og skýtur beint á markmanninn. Það var fyrirsjáanlegt. Annars flæðir boltinn ver. Þetta síðasta skot var reyndar ekki svo afleitt. Samt beint á markmanninn.

    2
  6. Þetta er bara hlægilega lélegt Liverpool fær endalaust af færum og ekkert mark og Aston fucking villa fær 2 færi og 2 mörk arfa slök varnarvinna í seinna markinu og helvítis gjöf frá Adrian fyrsta markið

    4
  7. Enginn Hendo enginn Mané enginn Alisson = Enginn leiðtogi.

    7
    • Enginn Milner. Alisson er heldur enginn leiðtogi og ekki mane heldur…

      Altaf Hendo eða Milner… Altaf…

      2
  8. Joe Gomez. Annar miðlungs leikmaðurinn. Með áskrift að byrjunarliðssæti af því að það er núll samkeppni (Matip alltaf meiddur og Lovren farinn).

    5
  9. Kannski þessir sólskinsstuðningsmenn ættu bara að halda með öðrum liðum? Anda djúpt. Og ganga saman.

    17
    • Fáránlegt komment.

      Langar að segja margt um menn eins og þig en læt það vera og bið þig aðeins um að vinsamlegast tjá þig um málefnið en ekki aðra kommentara hérna. Vil endilega heyra þína skoðun á leiknum og leikmönnum liðsins.

      9
  10. nei hvaða rugl er þetta?

    Þarna verður Adrian ekki kennt um…

    Svo sem ekkert við þessu marki að gera en hrikalegt var að hleypa þessum tveimur í gegnum vörnina. Vörnin lætur gatasigti líta vel út.

    Nú þurfa karlmenn að stíga fram.

    2
  11. Nú væri ég til í hreint lak/skjal næstu 10 leikina takk. Kvótinn búinn. Ég vil fá gömlu Liverpool vörnina aftur.

    3
  12. Hvaða helvítis bull er þetta alltaf ef einhver dirfist að gagnrýna liðið þá eru það sólskins stuðningsmenn og eiga bara að halda með öðrum liðum og annað bull þetta er bara arfa slök frammistaða hjá liðinu og þá eiga menn bara skilið að fá gagnrýni og það sér það hver sem vill að þetta er skelfilegt 4-1 og menn eiga bara að vera í sólskinsskapi og vera jolly glaðir

    17
  13. Hvaða rugl er þetta…hlakkaði í manni áðan í ManU leiknum..maður átti að halda kjafti. Vörnin hauslaus.

    13
    • Svo byrja menn seinni hálfleik bara í rólegheitum og láta Barkley skora 5-1 og menn eru bara ennþá algjörlega á afturfótunum myndi vilja fá firminho útaf núna hann gerir meiri skaða en gagn eins og hann spilar í dag

      2
  14. Þetta verður svakalegar þungur róður hjá okkar mönnum í seinni hálfleik.

    Vörnin er í tómu rugli og þá er botninn eiginlega farinn úr þessu. Hún var kjölfestan í sigurgöngu síðasta tímabils. AV geta núna legið í vörn og haldið áfram að sækja á þessa brauðtertu sem varnarlínan okkar er.

    Hvað eigum við á bekknum?

    Origi? Nei, en mögulega gæti Minamino komið inn fyrir einhvern.

    2
  15. Mér finnst varnarleikurinn hjá mínum mönnum í haust búinn að vera arfaslakur, einkennast af miklum hroka og ofmati á eigin getu!!!

    Ef þeir laga hann ekki fer mjög illa fyrir Liverpool í vetur!!

    11
  16. Þetta er s.s. svona dagur….maður leifði sér aðeins að glotta yfir utd leiknum og þá fær maður bara einn á kjammann. Greinilega dagurinn þar sem ekkert gengur upp, höfum átt færi og áttum tilkall til vítaspyrnu. En nei ekki í dag. Þessir leikmenn eiga samt ekki skilið að vera kallaðir aumingjar.

    6
  17. Það hefði kannski verið rökrétt að henda pening í svo sem einn haffsent,bara pæling.

    3
  18. Finnst því miður þetta keita dæmi ekki vera að ganga upp og nú er ég ekkert að kenna honum um neitt í þessum leik nema það að hlutirnir ganga bara ekki upp hjá honum og ef það er einhver spilari sem ég kalla eftir að finna sitt gamla form þá er það firminho hrikalegt að horfa uppá hvað hann missir mikið af boltum og feilsendingar

    4
  19. Úff hvað þetta er léleg frammistaða hjá öllu liðinu.
    Adrian gjörsamlega að drulla upp á bak.
    Ég vil sjá Gomez útaf og Fabinho í miðvörðin og Minamino fyrir aftan Firmino.
    En ok það eru 45 mín eftir og við getum alveg skorað 3-4 mörk í seinni.

    4
  20. Það getur verið dýrt að hafa fremsta mann sem fer svona illa með færin. En maður er svosem hættur við að búast við að hann nýti þau.

    Vinnigshlutfallið eð VVD sem fyrirliða er ekkert sérstakt.

    Vona að Hendó komi inn í hálfleik og rífi menn í gang.

    Jöfnum þetta 4-4

    3
  21. Söknum Mane og Henderson! Keita týndur á miðjunni…….. óþægileg tilfinning í upphafi leiks að Adrian í markinu. Já… einn af þessum dögum!

    2
  22. Já bind vonir við að Henderson sé klár í slaginn. Við þurfum leiðtoga í seinnihálfleik. Koma svo grimmir og jafna þessa skitu við vitum alveg hvað liðið okkar getur..
    YNWA

    1
  23. Ok krakkar.

    Þá er það planið f. seinni hálfleik:

    4-4-2

    Gomez út og Fab. fer í haffann.
    Minamino inn
    úff og svo …
    Origi og Jones?

    Ég veit ekki.

    Fyrst og fremst þarf %&/$ nian okkar að fara að mæta til leiks og skora!!!

    2
  24. Nú viljum við fá seinni hálfleik sem við munum rifja upp í vor þegar deildin er búin.

    1
  25. Erum með 75% possession og sex færi, eins og Villa. Við eigum helling inni!

    2
  26. Hef það á tilfinningunni að Keita hafi endanlega verið að stimpla sig út sem sá miðjumaður sem Klopp og co. héldu að hann væri. En í þessum leik er ekki við neinn einn að sakast.

    Sjáum hvað gerist. Ekki er öll nótt úti enn!!! 😀

    4
  27. Þetta er auðvitað fáránlegt. ÞRJÚ mörk þar sem boltinn breytir um stefnu á okkar mömnum….

    4
  28. ööööö Firmino – nían sjálf – tekinn út af í leik þar sem við þyrftum helst að skora fjögur mork OK og Milner gamli mættur – game changerinn sjálfur! Mögulega er hann að leita að LEIÐTOGA þarna inni á vellinum. En þetta jafngildir því að kasta þvottapokanum inn í hringinn.

    Virgillinn sá klettur sem hann var er alls ekki sá fyrirliiði sem við héldum.

    4
  29. Jæja nú er komið nóg af þessum leik Aston villa eru búnir að gera sama hlutinn allan leikinn og rústa rangstödunni hjá okkar mönnum og okkar menn breyta bara engu heldur halda áfram bara í sama ruglinu og núna er 7-2

    4
  30. Skammarlegt ! Það á engin að fá borgað fyrir svona frammistöðu !

    5
  31. Hrikalega getur þetta farið illa í mann. Maður er ekki vanur þessu. Ótrúlegar tölur.

    6
  32. Ótrúlegur leikur. Algjörlega fjarstæðukennt.

    Þrjú mörk þar sem boltinn breytir um stefnu, Adrian gefur mark og við fengum ekki 100% víti í upphafi leiks. Ekki það að það sé afsakanlegt að skíttapa samt.

    3
  33. Ég hef aldrei séð aðra eins niðurlægingu í þau 22 ár sem ég hef stutt og fylgst með Liverpool. Hef farið 8 sinnum á leik og alltaf staðið fast á bakvið bakið á okkar mönnum en þessi frammistaða er gjörsamlega óásættanleg. En þekkjandi Klopp þá er ég fullvissaður um það að við munum koma til baka úr landsleikjahléinu og gjörsamlega keyra yfir litla liðið í Liverpool borg. En þangað til þarf ég að finna mér einhverja leið til að losna við þá reiði sem fylgir þessum úrslitum.

    3
    • Ég hef haldið með Liverpool í 49 ár og mér líður alls ekki eins illa í kvöld og mér leið á Hodgson tímabilinu. There’s a golden sky…

      4
      • Sammála. Tapið á móti stoke var mun verra enda liðið okkar fimmtán sinnum betra núna og við vitum að þetta var ,,slys” eða eitthvað absúrt dæmi í kvöld. Vonandi höldum við áfram að rétta úr kútnum eftir tapleiki og sýnum klærnar í kjölfarið.

        2
      • Við skulum ekki gleyma því að Bretland er í logandi eldhafi smita, veikinda og útgöngubanns. Það eru tveir Liverpool leikmenn komnir með Covid-19 og slíkt hefur örugglega andleg áhrif á hópinn. Taugatitringurinn hefur síðan ekki minnkað þegar varð ljóst að Adrian yrði í markinu – og það jafnvel fram í nóvember.

  34. jæja sem betur fer skiptir það ekki öllu máli hvernig leikurinn tapaðist. Það sem skiptir mestu máli er hvernig bregst liðið við tapinu.

    Oft hafa slæm töp orðið til þess að menn hafi rifið sig upp af rassgatinu.

    Það verður ekkert gefið eftir gegn Everton í næsta leik.

Heimsókn til Aston Villa á sunnudag

Leik lokið: Villa 7, Liverpool 2 (Uppfærð)