Þriðji leikmaður Liverpool til að greinast með Covid-19 á skömmum tíma.
Swiss FA announce that Xherdan Shaqiri has tested positive for COVID #LFC
— James Pearce (@JamesPearceLFC) October 6, 2020
Það er erfitt að skilja hvernig liðið er ekki komið í sóttkví núna og ennþá erfiðara að átta sig á því hvernig þeim var leyft að fljúga út um allan heim til að taka þátt í landsliðsverkefnum og hitta þar aðra allsstaðar að úr heiminum.
Talað um að hann hafi verið kominn með veiruna áður en hann fór það segir manni að mögulega eru enn fleiri smitaðir þetta er hrikalegt ef rétt reynist.
Spurning hvort liðið þurfi ekki að fara í 2 vikna sótthví og spurning hvort leikurinn gegn Everton verði það kemur í ljós á næstu dögum ef fleiri smitast þá er voðin vís.
Ég get ekki ímyndað mér að nokkurt lið vilji spila við Liverpool við þessar aðstæður. Jafnvel þó að Liverpool lofi að virða 2 metra regluna eins og menn voru greinilega að æfa sig með í síðasta leik.
Stórfurðulegt að halda þessum landsleikjum til streitu við aðstæður þar sem menn vita af áhættunni. Himin og jörð farast ekki þó landsleikjum verði frestað um hálft ár eða svo. Nei, það er mörg vitleysan í heiminum.
Þetta covid áhorfendalausa ástand á fótboltanum mun jafna deildina tímabundið, meira um óvænt úrslit og óvissu. Kannski það sem deildin þurfti. Bara leiðinlegt það þurfi að gerast akkúrat þegar Liverpool er með frábært lið.
Vonandi er þetta ekki byrjunin að einhverju stærra. Ef fram fer sem horfir, þá má alveg búast við að keppnir víðsvegar í evrópu verðar settar á hold. Með ólíkindum að það skuli vera spila landslandsleiki við núverandi aðstæður.
Held að það væri best að fresta öllum keppnum í fjórar vikur eða svo svo hægt sé að núllstilla málin.
Fresta deildinni þangað til Alison kemur aftur, tel það henta best
Er ekki hægt að nappa Butland af Stoke? Er ekki opið ennþá fyrir innanlands transfer þangað til 15 okt? Af hverju finnst mér eins og ég sá það einhversstaðar.
til 16. okt eða það má einungis kaupa kaupa og selja á milli deilda, en fari svo að Butland yrði keyptur verður hann ekki gjaldgengur í meistaradeildina fyrr en eftir áramót.