Fyrir viku síðan vöknuðum við Selfyssingar upp við afar vondar fréttir, hræðilegt banaslys hafði átt sér stað rétt fyrir utan bæinn og hinn látni var öðlingurinn Guðjón Ægir Sigurjónsson lögfræðingur, eða Gaui Sigurjóns eins og flest allir kölluðu hann. Daginn áður hafði hann tekið við hamingjuóskum í tilefni af 38. afmælisdegi sínum.
Gaui var án vafa einn af efnilegri mönnum Selfossbæjar, sprenglærður lögfræðingur með öfluga stofu í helmingseigu með æskuvini sínum, hann var mikið innvinklaður á bak við tjöldin í bæjarpólitíkinni og alla tíð öflugur í ýmiskonar félagsstarfi. Aðaláhugamálið á því sviði var fótbolti og hefur hann t.a.m. undanfarin ár setið í stjórn knattspyrnudeildar Selfoss, sem syrgir nú mjög einn af sínum öflugustu mönnum, uppgangurinn hjá þeirri deild hefur verið eftirtektarverður undanfarið og þáttur Guðjóns verður seint metinn að fullu.
Aðrir eru kannski betur til þess fallnir að gera Gaua Sigurjóns betur skil, ástæða þess að ég minnist hans á þessum vettvangi er sú að þar fór alveg grjótharður Púllari. Gaui valdi ungur að halda með Liverpool þrátt fyrir að fólkið í kringum hann hafi haldið með ótrúlegustu liðum og hélt sér að sjálfsögðu við strákana frá bítlaborginni alla tíð.
Nokkrum sinnum náði hann að heimsækja okkar Mekka á Anfield Road og átti þar eftirminnilegar stundir. Síðasta ferðin þanngað var í febrúar sl. þar sem Liverpool reif sig upp af rassgatinu og rúllaði yfir Sunderland 3-0 í góðum leik, síðan þá hefur liðið varla tapað leik svo heitið geti og eru margir, og þá sérstaklega Gaui (og ferðafélagar hans) á því að þarna hafi nýtt gullaldarskeið verið að hefjast hjá Liverpool.
Hápunktur ferðarinnar var engu að síður þegar gamli markvörðurinn hjá yngri (og seinna eldri) flokkum Selfoss fékk að hitta sjálft átrúnaðargoðið sitt, spéfuglinn Bruce Grobbelaar sem fyrir löngu er orðinn goðsögn á Anfield….
Vel fór á með þeim félögum og Grobbelaar sagði Gaua m.a. ítarlega frá vítaspyrnukeppninni í Róm ´84 þar sem Grobbelaar fór algjörlega á kostum. Meðfylgjandi mynd sýnir svo að Gaui var engu minna skrautlegur milli stangana, þarna er hann að verja mark stórliðins Hávarðs Ísfirðings á Evrópumeistarmótinu í mýrarbolta á Ísafirði sl. sumar. En vestfirðingarnir keyptu Gaua í þetta verkefni, líklega fyrir 1-2 Carlsberg ;p
Í þessari sömu ferð til Liverpool-borgar hitti Gaui aðra hetju úr okkar röðum, John Aldridge. Þeir áttu gott spjall þar sem okkar maður gat ekki setið á sér og spurði Aldridge út í úrslitaleikinn við Wimbeldon 1986, sá leikur hefði getað farið öðruvísi hefði Aldridge einmitt nýtt vítaspyrnu í þeim leik, sem Gaui vissi. Írinn tók þessu skoti samt auðvitað létt og kom sér vel út úr þessu
Vorið 2008 fór Guðjón síðan í aðra ferð til Englands, nú til London þar sem hann sá leik sem ég held að hafi ekki einu sinni innihaldið Liverpool og ferðafélagarnir ekki Púllarar. Þetta væri ekki frásögu færandi nema fyrir það að á hótelinu hittu íslendingarnir á sjálfan Greame Souness, en eins og allir sem eru á reiki við Gaua í aldri vita, er þar á ferðinni goðsögn úr okkar herbúðum, sérstaklega leikmaðurinn Souness. Gaui spurði hvort hann væri ekki til í að spjalla örlítið við þá og skotinn tók vel í það, sagðist ætla að skjótast í fimm mínútur upp á herbergi og koma svo aftur.
Fimm mínúturnar breyttust í tíu og svo fimmtán og pressan frá ferðafélögunum fór að aukast um að halda bara áfram, skotinn kæmi ekkert. Gaui tók það ekki í mál, þeir höfðu mælt sér mót og biðin hélt áfram í dágóðan tíma í viðbót þar til skotinn skilað sér aftur og átti gott spjall við íslendingana og var þar klúbbnum til sóma.
Annað skemmtilegt dæmi um Guðjón átti sér stað 25.05.05 á troðfullu Pakkhúsinu (sem var Players okkar Selfyssinga). Gaui og fjölmargir félagar hans fóru auðvitað þanngað að sjá leik allra leikja, Liverpool – AC Milan í úrslitum meistaradeildarinnar. Þrátt fyrir hræðilega byrjun hélt Gaui alltaf gleðinni og í hálfleik, þegar Liverpool var þremur mörkum undir, kom hann með þá tillögu að þeir félagarnir fengju sér skot við hvert mark hjá Liverpool hér eftir……….svona til að hafa að einhverju að stefna……
Flestir kunna söguna 3 mörk = 3 skot á 6 mín + vítakeppni ofan á allt annað lageröl sem komið var fyrir.
Þetta frábæra miðvikudagskvöld endaði síðan á því að Gaui hjólaði heim í Liverpoolgallanum sínum….eftirminnilega hlykkjótt.
Daginn eftir mætti síðan Gaui í sitt virðulega lögfræðistarf, uppstrílaður í jakkafötum……. en í Liverpoolbúning á kostnað skyrtunnar og bindisins…
.
Síðustu samskipti undirritaðs við Guðjón voru að vanda á alvarlegu nótunum, nýlega höfðu komið fréttir af því að fyrirliðinn okkar sæti í steininum og þar sem Gaui var virtur lögmaður spurði ég hvort það væri nokkuð búið að banna barsmíðar á ABBA spilandi United mönnum……. lögfræðingurinn hélt nú ekki og gekk glottandi í burtu.
Blessuð sé minning Guðjóns Ægis Sigurjónssonar, við þetta tilefni eiga líklega engin orð betur við en You´ll Never Walk Alone.
Jarðarförin verður frá Selfosskirkju föstudaginn 16.janúar kl. 13:30.
F.h. Liverpool bloggsins votta ég fjölskyldu og vinum mína dýpstu samúð…
Einar M. Kristjánsson (Babú)
RIP
Flott grein Babu
YNWA
Votta mína dýpstu samúð til fjölskyldu, ættingja og vina. Sorglegur missir af frábærri persónu…
Falleg minningargrein Einar.
Guðjón var frábær maður, ég votta mína dýpstu samúð til fjölskyldu hans og allra aðra sem þekktu Guðjón.
YNWA.
Kveðja Ingimar Helgi Finnsson
Sendi mínar dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu, ættingja og vina Guðjóns.
Hvíl í friði.
YNWA
Eðalmaður þarna á ferð, af góðri Selfoss-fjölskyldu. Hugur minn er hjá þeim. Maður skilur ekki þetta óréttlæti 🙁
(Flott grein hjá þér Babú.)
Það er mikill missir af Guðjóni, og hans verður án efa lengi minnst.
Falleg grein hjá þér Einar og vel gert að minnast Liverpool-félaga.
RIP
Verulega góð grein
YNWA
samhryggist fjölskyldu, vinum og ættingjum Guðjóns.
Hvíl í friði Guðjón.
Falleg minning um góðan mann, Babú. Votta aðstandendum og fjölskyldu hins látna samúð mína.
Annars er það alveg ótrúlegt hvað maður finnur reglulega fyrir því, bæði hér heima og erlendis, hvað Liverpool-fjölskyldan er samrýmd að vissu leyti. Það er alltaf stutt í stuðninginn hjá mönnum, jafnvel þótt einu tengslin séu þau að menn haldi með Liverpool FC í enska boltanum. Það er mögnuð staðreynd.
Guðjón Ægir hafði allt það til að bera sem prýtt getur eina manneskju. Hugur minn er hjá fjölskyldu hans sem nú syrgir.
Minning um góðan dreng mun ætíð lifa með okkur.
Hvíldu í friði Elsku Guðjón Ægir. YOU’LL NEVER WALK ALONE
Kveðja Elvar Gunnarsson
You´ll Newer Walk Alone
Falleg grein Babú.
Guðjón var frábær maður og hans verður sárt saknað. Ég votta fjölskyldu Guðjóns Ægis og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð.
Hvíldu í friði Guðjón Ægir.
Þakka fyrir frábæra minningagrein um stórkostlegan mann. Ég varð þeirra gæfu aðnjótnadi að kynnast Guðjóni ungur þegar ég hóf að æfa fótbolta á Selfossi. Erfitt var fyrir mig strandadrenginn að koma inn í samfélagið en Gaui var sá fyrsti sem bauð mig velkominn og átti ég alltaf öruggt og gott skjól hjá honum og fjölskyldunni í Stekkholti. Áttum við margar góðar stundir þar, fyrir og eftir æfingar. Samband okkar hélst fram á síðasta dag og var Gaui alltaf reiðubúinn að veita mér svör og ráðleggingar þegar ég leitaði til hans. Gaui átti enga óvini, óeigingjarn, félagslyndur, léttlyndur og heill í gegn. Ég gæti haldið endalaust áfram og talið upp hans mannkosti. Eftir stendur minning um góðan dreng. Ég vil votta Þórdísi og börnunum mína dýpstu samúð, sem og öllum aðstandendum
Hvíl í friði Gaui
YNWA
Þinn vinur
Sigurjón Birgisson
Verulega falleg grein Babú. Ég vil votta fjölskyldu Guðjóns og vinum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Söngur okkar Liverpool manna á aldrei betur við en þegar eitthvað svona hræðilegt gerist.
SSteinn
blessuð sé minning hans:/
Góð grein Einar. Vonandi svífur andi Gauja yfir Anfield þegar Liverpool verður meistari í vor. Hvíldu í friði Guðjón. YNWA!
Fallega gert af þér Babu, að heiðra minningu þessa drengs með þessum hætti.
Ég votta ástvinum Guðjóns samúð mina, og vona að þau finni styrk á þessum erfiðu tímum.
YNWA…Birkir Ólafsson.
YNWA Robert Fragapane
Votta vinum og vandamönnum samúð mína, flott grein Einar
Ég var þess heiðurs aðnjótandi að vera með þessum höfðingja í hans síðustu ferð á Anfield og get staðfest það sem Babu segir.
Guðjón átti gott spjall við bæði Grobba og Aldo, og það fór virkilega vel á með þeim. Það sást vel að að þarna fór mikil heiðursmaður og ég mun heiðra minningu hans þegar að ég fer til Mekka/Anfield í maí á síðasta leik tímabilsins á móti Tottenham.
Ég sendi öllum aðstandendum mínar innilegustu samúðarkveðjur, megi guð vera með ykkur, YNWA!!
Blessuð sé minning Guðjóns. Frábær maður í alla staði.
Glæsileg grein Einar. Fallega gert.
Þegar fregnirnar komu varð manni hugsað til þess að einmitt núna þarf landið okkar á mönnum eins og Guðjóni að halda.
Maður þekkti Gauja af góðu einu og eins og Kristján Atli sagði þá er magnað hvað “rauði þráðurinn” er sterkur.
Sendi fjölskyldu og vinum Guðjóns innilegar samúðarkveðjur. Ég þekkti manninn ekki neitt en miðað við skrifin hér að ofan fór þarna gull af manni.
You´ll never walk alone
ÓB
Blessuð sé minning Guðjóns. Eðal maður í alla staði
Stórgóð grein Einar. Fallega gert.
You’ll Never Walk Alone
Kv. Fannar
Votta öllum aðstandendum mína dýpstu samúðarkveðju
YNWA
Votta samúð mína innilega.
YNWA!
Mjög falleg grein.
Sendi fjölskyldu hans og vinum, mína dýpstu samúð.
Ég sendi aðstandendum Guðjóns mínar innilegar samúðarkveðjur.
Megi Guð vera með þeim á þessari erfiðu stundu.
You´ll Never Walk Alone.
Kær kveðja til ykkar allra, minning um góðan dreng lifir.
Magnús Ólafsson sannur Púllari eins og Guðjón.
Mínar dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina Guðjóns.
Bestu þakkir fyrir flotta grein!
You´ll never walk alone!
Hann var góður drengur og ég var einmitt með honum við borð í pakkhúsinu að horfa á úrslitaleikinn í Istanbul 2005 sem varð alveg ógleymanlegt kvöld. Sendi aðstandendum og vinum Guðjóns mínar dýpstu samúðarkveðjur.
YNWA
Genginn er drengur góður og sannur púllari. Pakkhúskvöldið er alveg ógleymanlegt og Gaui var ekki einn um að hjóla hlykkjótt heim eftir leikinn.
Votta öllum aðstandendum mína dýpstu samúð.
YNWA!
Mjög góð grein um vin minn Guðjón og einstaklega vel valinn orð í garð Guðjóns hjá Elvari Gunnars hann hafði allt og hans er sárt saknað meðal þeirra sem hann þekktu.
Ég er Tottenham maður en segi samt Guðjón You’ll Never Walk Alone.
Þórdís, Hörtur, Harpa, fjölskylda, vinir og Liverpoolfjölskylda hugur minn er hjá ykkur á þessum efiðu tímum.
Kveðja Maggi Denna.
Votta aðstandendum samúð í þeirra miklu sorg.
You’ll never walk alone!
Vottta aðstendum mína samúð og meigi minning hans lifa að að elífu og meigi hann kvíla í friði
YNWA
Blessuð sé minning þín.
Þú arkar aldrei einn!
YNWA
Ég átti því láni að fagna að kynnast Guðjóni Ægi en saman fórum við ásamt föður hans tengdaföður og vinum og horfðum á Liverpool vinna Tottenham á White Hart Lane 11 maí 2008. Hann hlýtur að vera öllum ógleymanlegur sem honum kynntust.
YNWA
Ég vil með nokkrum fátæklegum orðum heiðra minningu Guðjóns. Okkur skorti aldrei umræðuefnin þegar við hittumst á förnum vegi. Það var annaðhvort gengi Liverpool eða Selfoss. En nú er hugur minn hjá fjölskyldu hans og sendi ég henni mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Minning um góðan dreng mun lifa.
kv.
Ársæll Ársælsson
Ég var í pakkhúsinu umrætt skipti og margir fóru heim í hálfleik ,á ekki að fara heim sagði Guðjón við mig ? nei svaraði ég ef þeir geta skorað 3 mörk í hálfleik þá getum við það líka og ég vil ekki missa af því ef eitthvað sögulegt gerist .Það er andinn svarði Guðjón !!!! ,svona eiga poolara að vera ,Við vottum fjölskyldu ,ættingjum og vinum okkar innulegustu samúðarkveðjur ,og biðum guð að veita þeim styrk .
YNWA.
Guðjón ,Dee og fjölskylda.
Votta fjölskyldu hans mínar dýpstu samúðarkveðjur. Maður þarf ekki annað en að lesa þessa grein til að sjá að þarna hefur verið á ferðinni frábær náungi. Ég bið guð um að veita fjölskyldu hans styrk á þessum erfiðu tímum og hjálpi henni að komast í gegnum þessa tíma.
Falleg grein um góðan dreng.
Kaera fjolskylda og vinir Gaua, innilegar samudarkvedjur til ykkar.Eg hugsa til ykkar allra og bid fyrir ykkur.
Maður á vart orð til að lýsa því hversu ósanngjarnt þetta líf getur verið. Fréttirnar af andláti Gauja Sigurjóns eru ein af þessum fréttum sem maður vill aldrei heyra og getur illa sætt sig við vegna hinnar gríðarlegu ósanngirni sem manni finnst svona hræðilegir atburðir séu. Ég var þess heiðurs aðnjótandi að kynnast Gauja á mínum yngri árum Þar fór drengur góður sem alltaf var tilbúinn að gera allt fyrir náungan sem hann mögulega gat.
Ég vil votta fjölskyldu hans og vinum öllum mína dýpstu samúð og bið góðan Guð að veita ykkur styrk á þessum erfiðu stundum. Minning um góðan dreng lifir. Ykkur félögum vil ég þakka fyrir einstaka hlýju og samhug. Frábær grein Babú. Hvíl í friði elsku vinur, Guðjón Ægir Sigurjónsson. You´ll never walk alone.
Vina og samúðarkveðja
Lárus Ingi Magnússon
Blessuð sé minning Guðjóns Ægis Sigurjónssonar
Guðjón var borinn til grafar í gær við mjög fallega athöfn í Selfosskirkju, það kemur þeim sem hann þekktu líklega lítið á óvart að þetta var að öllum líkindum einhver fjölmennasta jarðarför sem verið hefur í sýslunni.
Það var mjög við hæfi að kistan var borin út undir kunnulegum tónum, You´ll Never Walk Alone og ég fullyrði að útgáfa Páls Rósinkranz af þessu lagi okkar er einhver sú flottasta sem ég hef heyrt fyrir utan Anfield Road, fékk hörðustu United menn til að fella tár.
Falleg grein hjá þér Einar um frábæran mann.
Ég votta fjölskyldu og vinum Guðjóns mínar dýpstu samúðarkveðjur.
YNWA!
Ég votta fjölskyldu og vinum Guðjóns mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Guðbjartur Ástþórsson
Liverpoolmaður
YNWA