Van Dijk líklega frá út tímabilið

Meiðsli hjá Virgil van Dijk hefur oft verið eitthvað sem við tölum um sem worst case scenario fyrir þetta Liverpool lið, sérstaklega núna þegar það var fækkað miðvörðunum um einn fyrir þetta tímabil.

Þetta er niðurstaðan eftir árás Jordan fokkings Pickford í gær, skaddað krossband í hné og aðgerð:

Þetta er vægast sagt rosalegur skellur og að manni finnst svo ósanngjarn og óþarfur. Pickford fer fáránlega út í þetta úthlaup á van Dijk og það er í alvörunni rannsóknarefni hvernig vanvitinn í VAR herberginu sá ekki ástæðu til að láta vísa honum af velli fyrir. Sama á við um Michael Oliver dómara leiksins sem sá þetta atvik nokkuð vel sjálfur.

Ekki bara er tímabilið væntanlega búið hjá Van Dijk heldur er ekkert víst hverng hann kemur til baka úr þessum meiðslum. Það er ekkert víst að við fáum aftur að sjá van Dijk 100% eins og hann hefur verið hjá okkur síðan hann kom. Menn sérfróðari um krossbandsmeiðsli geta svosem betur sagt til um slíkar hugsanir.

Tímabilið er ekki búið hjá Liverpool en þetta er rosalegt högg og sú staða ásamt markmanni sem við máttum alls ekki við meiðslum. Alisson er btw líka meiddur!

Hún er ekkert að minnka reiðin eftir leikinn í gær við þetta.

22 Comments

  1. Auðvitað er tímabilið ekki búið en við munum finna mikið fyrir þessu og ég stórlega efast um að við séum að fara verja titilinn með svona crucial lykilmenn meidda þá sérstaklega VVD í langan tíma. Eh vikur er hægt að redda ..ekki allt tímabilið ekki þá nema Matip og Gomez haldist heilir út sem við vitum að er ekki að fara gerast en hey höfum mögulega Fab til að fara aftast ef við erum í krísu en andskotinn hafi það bara.

    5
  2. Djö fokking fokk…ef Pig..ford kemur til landsins þá fær hann takkana frá mér í lappirnar og þarf ekki rangstöðu til…ggrrrr.

    5
  3. Vona að Virgil komi heill aftur og fljótt. Hræðilegt fyrir þennan leikmann að tapa hugsanlega ferlinum fyrir eitthvað sem hefði verið ákært sem líkamsárás ef hefði gerst í Liverpool utan vallar.

    Fyrir LFC er þetta eins og að missa tímaverkið í klukku. Öll tannhjólin eru mikilvæg, og orkan sem kemur úr spenntum Henderson. En án þess að hafa grunnsláttinn sem tryggir að gangverkið slagi á réttum tíma þá verður klukkan aldrei rétt. Háa pressan, skiptingin þar sem sexan kemur niður þegar bakverðirnir fara fram, samtalið við markmanninn. Virðingin sem andstæðingarnir sýna öðrum hluta vítateigs — það er allt horfið og einhver þarf að stíga í það skarð. Hvorki Matip né Gomez geta það og hvorugur hefur spilað vinstra megin sem hafsent í hundrað ár.

    Þó mér sé einstaklega illa við Pickford og óski honum einskis góðs það sem eftir er á hans fótboltaferli, þá vona ég að Everton útvegi honum lífvörð. Hvatvísari menn en ég gætu sannarlega gert honum skaða búandi í Liverpool.

    In Klopp we Trust

    3
  4. Hroki Liverpool að hafa ekki keypt miðvörð að koma í bakið á okkur núna.
    Skelfilegt

    2
  5. Andsk………!! Og hugsa til þess að Pickford var og er bara stikkfrí og fær ekki einu sinni gult spjald! Sendir Dijk afsökunarbeiðni……. æææ þetta var bara óvart – djö…. er maður fúll!

    En spurning hvort okkar menn séu orðnir þunnskipaðir þarna aftast og breiddin ekki nógu mikil? Matip með sína meiðslasögu að fara spila heilt tímabil án þess að meiðast? Fabino eða Hendo í miðvörðinn? Klopp að versla í janúar?

    Sáum hvernig það fór með City á síðasta tímabili með meiðslavandræði í vörninni.

    Púff…… þetta er svakalegt!

    3
  6. Þetta er svo ótrúlega mikill skellur, sennilega sá leikmaður ásamt Alisson sem engin er til að leysa af hólmi. Við vitum að Matip og Gomez spila ekki meira en nokkra leiki í röð án þess að meiðast, við verðum þá að treysta á Fabinho.
    En ok þá bara setja kassann út og setja í fluggírinn sóknarlega og skora meira en andstæðingurinn.

    5
  7. Sæl og blessuð.

    Afleitar fréttir. Nú er bara að vona að Gomez og Matip sýni að þeir hafa verið í masterclass tímum hjá stóra manninum í þessa vetur – sá tími reddaði okkur glæsilegum titlum.

    Væntanlega verður þetta tímabil titlalaust en mikilvægt verður að reyna að byggja upp á þeim grunni sem við höfum og svo í janúarglugganum að kippa inn einum voldugum varnartrukki.

    Nú eru krísutímar hjá okkar ástsæla félagi. Þá reynir sannarlega á leiðtogana innan vallar og utan.

    Góðu fréttirnar eru þær að Klopp er enn með liðið.

    3
    • „Góðu fréttirnar eru þær að Klopp er enn með liðið.”

      Takk!

      13
  8. Til að toppa þetta þá er Thiago kominn á meiðslalistann og mun missa af Ajax leiknum og mögulega Sheff Utd líka.

    takk Everton

    1
  9. Nokkuð ljóst að Fab er að fara spila miðvörð þetta tímabilið, Matip er ekki að fara spila nema max 30% af þeim leikjum sem eru framundan. Með brotthvarfi Fab af miðjunni veikist sú staða jafnframt. Verð bara að játa að maður er sleginn yfir þessu og ekki minnkar hatur manns á þessu Everton liði við þetta. Ár eftir ár mætir lið til leiks með það að markmiði að meiða sem flesta í liði rauðklæddra í stað þess að reyna spila fótbolta. Því miður virðast dómarar ekki vera undir þetta búnir og vernda leikmenn.

    6
  10. Maður myndi nú ætla að Liverpool verði án auka miðvarðar í tvo mánuði, ekki allt tímabilið. Þeir einfaldlega verða að styrkja liðið í janúar.

    Auðvitað meiðist van Dijk svona nokkrum dögum eftir að glugganum á Englandi lokar

    3
  11. Sem betur fer er enginn ykkar hér að ofan í þjálfara eða eigenda hópi Liverpool…….

    4
    • Sorry Börkur ef menn eru ósáttir og eru áhyggjufullir þegar besti varnarmaður heims sem er í okkar liði meiðist út tímabilið. Og fyrir utan það þá virðist kvikindið ætla sleppa við refsingu fyrir þessa árás á hann.
      Nei veistu hvað ég ætla leyfa mér að vera MJÖG ósáttur við gang mála.

      2
  12. Verðum að halda Hendo heilum, hann skiptir aldrei jafn miklu mali og nuna.
    Við eigum að geta leyst þetta, menn verða að stiga upp. Þu ert leikmaður lfc eitt af bestu liðum i evropu, það koma aföll!

    Auðvitað er maður stressaður og eg vil td að Hendo spili ekki FA cup leiki. Hitt skiptir meira mali.

    YNWA

    2
  13. Svo sem auðvellt að vera gáfaður eftir á, en nú hefði verið gott að hafa fjórða valkost í miðverðinum. Skildi aldrei afhverju þeir fjárfestu ekki í fjórða miðverðinum.

    2
    • Eigum einn hávaxinn sem fékk sénsinn um daginn og stóð sig virkilega vel, Rhys Williams. Vantar kannski smá kjöt á hann en ég held að hann verði mjög góður. Akkúrat núna held ég að það verði Matip-Fabinho og svo Gomes sem leysir þá af.

  14. Svakalegt áfall! Algjör martröð að bæði Allison og Van Djik séu meiddir. Vonandi ná menn að stíga upp og standa saman. Ef það er einhver þjálfari sem nær að vinna út úr svona þá er það besti þjálfari heims, okkar Klopp.

    Það verður að fylgja þessu máli eftir!

    4
  15. Hund helvíti fúlt en leggjum ekki árar í bát Klopp og co finna lausn á þessu, en hvað er málið með Aston Villa ætla þeir að fara vera með eitthvað Öskubusku dæmi í ár ?

    YNWA.

    3
    • Sammála. Hörkulið hjá þeim og flott hugarfar. Gaman líka að spurs klúðruðu þriggja marka forystu.

      2
  16. Sælir félagar

    Þetta eru skelfileg tíðindi og þó er verst að Pig-ford er ef til vill að enda feril VvD. Ég ætla ekki að orða óskir mínar Pigford til handa en honum mun aldrei líða vel á fótboltavelli framar ef ákvæði mín fá nokkru um það ráðið. Það er ljóst að Klopp verður að fjárfesta í alvöru miðverði í janúar – og það verður dýrt. Janúarglugginn er alltaf dýrari og staða Liverðool án VvD verður sú að það verður enn meiru smurt á þann sem Klopp vill fá. Að kaupa engan í sumar mun því koma í bakið á okkur núna og í janúar.

    Það er nú (því miður) þannig

    YNWA

    1
  17. Úff, þetta er svakalega slæmt, erfitt að líta á björtu hliðarnar. Líka ferlegt vegna þess að Matip er meiddur annan hvern leik og Gomez tekur alltaf sín meisli líka, ég hugsa að Fabinho spili jafnmarga ef ekki fleiri leiki sem miðvörður það sem eftir er af tímabilinu, bjargar því að hann er góður í því.
    Hefur einhver heyrt eitthvað meira um Thiago, væri svakalegt ef hann er eitthvað frá líka út af þessu helvítis fautaliði. Hef einhvern veginn aldrei pælt sérstaklega í Everton af því að þeir eru svo mikið litla liðið en ég held hreinlega að það sé ekkert lið í Englandi sem ég þoli minna eftir þennan leik og vekur minningar af því þegar þeir eyðilögðu feril Origi (ef og hefði og allt það en hann hefur aldrei verið betri en leikina áður en Funes Mori réðst á hann).
    Það sýður á manni, og það er eiginlega bara að versna eftir því sem líður frá leiknum..

    2

Everton 2 – 2 Liverpool

Ajax – Total Football