Sem betur fer fara landsleikjahléin hjá körlunum og konunum ekki alltaf saman, og því eru okkar konur að spila í dag kl. 14:00. Andstæðingarnir eru Blackburn, og leikurinn fer fram á þeirra heimavelli.
Rifjum aðeins upp stöðuna í deildinni:
Það er semsagt hart barist á toppnum, og ekkert gefið í þessari deild.
Liðið sem mætir út á völl lítur svona út:
Jane – Fahey – Robe – Hinds
Roberts – Hodson
Babajide – Furness – Lawley
Clarke
Bekkur: Foster, Heeps, Thestrup, Moore, Kearns, Ross, Parry
Semsagt, svipað lið og verið hefur upp á síðkastið, nema að Jess Clarke byrjar á meðan Amalie Thestrup sest á bekkinn. Þá er Jade Bailey frá enda varð hún fyrir meiðslum í síðasta leik, ekki er vitað hversu umfangsmikil þau meiðsli eru. Það verður hlutverk Ashley Hodson að taka við hennar hlutverki, en hún virðist vera Milner kvennaliðsins, hafandi spilað í hlutverki framherja, hægri bakvarðar, og svo núna sem varnarsinnaður miðjumaður.
Leikurinn er ekki sýndur á The FA Player, en klúbburinn ætlar hins vegar að sýna leikinn á opinberri YouTube síðu klúbbsins, sem og á Facebook og Twitter.
Við uppfærum svo færsluna með úrslitum síðar í dag.
Leik lokið með 0-0 jafntefli, en jesús minn hvað Liverpool stelpurnar hefðu átt að skora. Thestrup byrjaði í stað Clarke eftir að byrjunarliðinu var breytt skömmu áður en leikurinn hófst, og hún átti a.m.k. 2 dauða færi í fyrri hálfleik, ásamt því að Ashley Hodson skaut í stöng. Svo fékk Babajide 2 dauðafæri í seinni hálfleik, og hefði átt að renna boltanum á Hodson í því seinna, en inn vildi boltinn ekki.
Það er svo leikur gegn Everton í bikarnum á miðvikudaginn, og vonandi verður hann sýndur sömuleiðis.
Það eru 4,6 þ. að horfa á kvennaleikinn sem er bara harla gott:)