Í síðustu viku kláraðist langur og mikilvægur kafli í sögu fótboltaliðsins Liverpool. Æfingasvæðinu á Melwood var lokað í síðasta sinn. Frá 1950 til 2020 æfði aðaliðið á Melwood, kynslóð eftir kynslóð af Scouserum stóð á ruslatunnum við veggi svæðisins til að sjá hetjurnar sínar og 15 aðalþjálfarar Liverpool skipulögðu leiki og hristu saman lið sín á grasinu þar.
Upphaf Melwood.
Fyrstu áratugi Liverpool FC var ekki verið að hafa fyrir að æfa á sér svæði. Æfingarnar voru haldnar á Anfield. Undir lok fimmta áratugarins var orðið ljóst að völlurinn þoldi ekki bæði æfingar og leiki. Þá hóf liðið að æfa á þrem sparkvöllum í steinssnars fjarlægð frá Anfield. Svæðið hafði í raun verið keypt á millistríðsárunum en engin hafði haft fyrir að halda því við og væntanlega hafa menn ekki nennt að breyta því sem virkaði, nefnilega að æfa á Anfield.
Vellirnir hétu Melwood, skýrðir í höfuðið á tveimur prestum sem kenndu fótbolta á grasinu þar. Þeir voru Faðir Melling og Faðir Woodlock. Þeim tveimur hefur líklega ekki órað fyrir að komast á þennan hátt í sögubækurnar. Svæðið var í grunninn krikket svæði, nógu stórt fyrir þrjá fótboltavelli í fullri stærð. Þegar fram liðu stundir var einn sparkvallanna nefndur Wembley, en þar æfði liðið bara fyrir stærstu leikina.
Liðið byrjaði að æfa þarna um það bil 1950 en saga svæðisins hefst fyrir alvöru 1959. Þá tók auðvitað Bill Shankly við aðalliðinu. Hann mætti á æfingarsvæðið og var vægast sagt ekki hrifinn. Í sjálfsævisögu sinni lýsir hann svæðinu sem aumkunarverði auðn. Þegar hann gekk framhjá tveimur gígum á grasinu á hann að hafa spurt: „Komu þjóðverjarnir við hérna?“ Þetta er auðvitað bara eftirstríðbrandari en það er vert að segja að það er alveg möguleiki að þarna hafi verið gígar úr stríðinu sem engin hafði lagað fimmtán árum eftir stríðslok. Blaðamaðurinn Tony Evans fæddist 1977 og hann hefur lýst að hann gat fundið sprengjugíga og ónýtar verksmiðjur í borginni þegar að hann lék sér sem barn, tuttugu árum seinna.
Svæðið hafði fengið að drabast niður í ruslflokk. . Tré uxu hér og þar, grasið var ójafnt. Inn í krikket skúrnum var lítið lóðasvæði þar sem menn gátu lyft á steypugólfi, máling var að flagna af. Shankly hófst handa.
Húsið var rifið í tætlur og nýtt byggt. Vallarverðirnir frá Anfield voru kallaðir til og þeir látnir vinna í grasinu á Melwood þangað til það var Shankly að skapi. Þetta var kannski ekki það mest áberandi sem Shankly gerði, en þetta skipti hann og leikmennina miklu máli. Hann trúði að Melwood væri annað heimili leikmanna og ætti að vera hreint, skipulagt og til fyrirmyndir.
Frá nútímaaugum er ein ákvörðun sem var tekin þarna pínu skrýtin. Shankly vildi ekki að það væru heit böð á Melwood, né staður til að borða. Hugsunin var sú að leikmenn þyrftu tíma til að kæla sig niður eftir æfingu, ef þeir færu beint af æfingu í sturtu myndi þeir „svitna allan daginn,“ eins og Shankly orðaði það. Þetta er ástæða þess að allt til ársins 2000 tóku leikmenn rútu til og frá Anfield fyrir æfingu. Eftir æfingu var matur á heimavellinum og svo fóru þeir af stað út í lífið.
Það er líka hægt að týna til litla hluti sem Shankly gerði. Í mörgum gömlum myndböndum sjást leikmennirnir sparka í vegg . Þessi veggur var ekki bylting, en hann var til marks um breytingarnar í þjálfunarfræði. Það var ekki fyrr en á þessum tíma (60-70) sem boltatækni var orðin að mikilvægum þætti í þjálfun liða. Það er líka á þessum tíma sem reitarbolti fór að vera hluti af æfingum liðsins Á þessum árum þróaði Shankly stíl liðsins á æfingasvæðinu og uppúr því hófst gullöld liðsins.
Næsta bylting.
Það er bæði til marks um snilli Shankly og íhaldsemi liðsins að næsta meiriháttar breyting á æfingavæðinu var fjörtíu árum seinna. Eða kannski bara að það eru takmörk fyrir hvað er hægt að bæta grasvöll mikið. 1998 var Akademían sett upp í Kirkby og unglingaliðin æfa þar en þann dag í dag. Leikmenn eins og Trent hafa lýst því í viðtölum að öll yngri árin dreymdi hann um að „komast á Melwood.“ Kirkby var svo tekið ég gegn í stjóratíða Benitez
Árið 2001 lét Houllier byggja nýtt hús við æfingarsvæðið sem dró staðinn inn í 21. öldina. Þar með hættu rútuferðirnar á milli Melwood og Anfield. Í nýja húsinu voru hlutir eins og nútíma rækt, matsalur og svo framvegis.
En Melwood var ekki gallalaust svæði. Hundruðir scousera hafa lýst því að þegar þeir voru krakkar fóru þeir niður til Melwood og fylgdust með liðinu æfa. Ef krakkar geta fylgst með æfingum geta fullorðnir líka gert það. Þegar framliðu stundir fór að bera á því að andstæðingar vissu meira en þeir áttu að vita um byrjnarlið og önnur leyndarmál liðsins. Brendan Rogers lét reisa ögn kómísk tjöld allt í kringum svæðið til að koma í veg fyrir þessa leka.
En bygging Kirkby og koma Klopp markaði upphafið af endinum fyrir Melwood. Í nútímafótbolta á efsta stigi eru sífellt meiri kröfur til æfingasvæðana. Endurheimt virðist ætla að verða ein af stóru byltingunum í íþróttum, svo ekki sé talað um greindingar deildirnar sem stækka ár frá ári, yngri liðin og svo framvegis. Melwood, sem þjónaði svo vel í svo mörg ár, var einfaldlega ekki nógu stórt. Strax frá fyrsta degi var Jurgen Klopp pirraður yfir að þurfa að keyra nokkra kílómetra til að sjá yngri liðin spila.
Þannig að svæðið var selt og mun breytast í íbúðarhverfi og aðallið Liverpool mun flytja á nýtt svæði í Kirkby. Þetta mun líklega verða varanlegastu áhrif Jurgen Klopp á liðið. Svona ákvarðanir eru ekki teknar á hverjum áratug og leikmenn yngri liða Liverpool horfa yfir grasið næstu ár og láta sig dreyma um að komast á svæðið þarna hinum megin, þar sem hetjurnar þeirra æfa.
Ný spyr maður: Þið útvöldu sem heimsóttuð staðinn á ýmsum tímum síðustu áratugi, hvernig kom Melwood ykkur fyrir sjónir?
Myndir:
Frábært, hvernig endar þetta.
https://www.mbl.is/sport/enski/2020/11/15/meidslamartrod_liverpool_heldur_afram/
Þetta er Cilla Black sem fylgist með Shankly.
Hendo meiddur líka líklega vöðvameiðsli ekki komið neitt solid hvað það er
Alisson, mané og fabinho hljóta að meiðast líka
(Ég veit, hrikalega kaldhæðni og ljótur brandari)
Ekkert kemur á óvart lengur
Það er rétt tæplega mánuður síðan David Coote var eftirminnilega í VAR herberginu í Everton-Liverpool.
Hvað gerir PL? Þeir setja bara David Coote aftur í VAR í herbergið nema núna í Liverpool – Leicester.
Maður á ekki orð.
https://www.premierleague.com/news/1897446?sf240032475=1
Þetta er ótrúlegt
Líka nokkuð magnað að Coote er aðaldómari í Manu leiknum í næstu umferð.
Hélt að hann væri annálaðu Manu maður.