Liverpool – Leicester 3-0

1-0 Evans (sjálfsmark), 20 min
2-0 Jota, 40 min
3-0 Firmino, 85 min

Liverpool byrjaði nokkuð fjörlega. Á 2 mínútu átti Mané skalla í hliðarnetið þegar hann reyndi að lauma knettinum inn á nærstönginni eftir hornspyrnu vinstra megin.

Örfáum mínútum fékk Liverpool tvö færi. Fyrst átti Jones fínt tækifæri eftir að heimamenn unnu boltann ofarlega á vellinum, Firmino kom boltanum á Keita sem lagði knöttinn innfyrir á Jones en skot hans úr nokkuð þröngu færi var varið á nærstönginni í horn.  Í næstu sókn fékk Jota gott skotfæri á vítateigslínunni en skotið hefði mátt vera betra og Schmeichel varði nokkuð örugglega.

Á 20 mínútu lék lánið við okkar menn. Evans var svo upptekinn af því að dekka og halda í Mané að hann skallaði knöttinn örugglega framhjá þeim danska, 1-0, verðskuldað þó markið hafi verið ljótt! Gestirnir fengu sitt fyrsta færi strax í kjölfarið, og hefðu vel getað jafnað, þegar Vardy lagi boltann út í teig á Barnes en skot hans fór hárfínt framhjá!

Næstu 15-20 mínúturnar gerðist lítið, Liverpool var þó alltaf mun líklegri aðilinn og héldu boltanum virkilega vel án þess kannski að skapa mikið.

Á 38 mínútu vann Milner knöttinn og sendi háan bolta innfyrir á Mané, Fofana komst fyrst í boltann en misreiknaði hann svo úr varð fínasta færi en Evans komst fyrir skot Mané og Schmeichel varði.

Á 40 mínútu tvöfaldaði Liverpool svo forskotið með frábæru marki! Milner sendi boltann þvert yfir völlinn á Robertson, sá skoski lék frábærlega á Albrighton og átti svo líka þessa sendingu á Jota sem skallaði knöttinn framhjá Schmeichel, frábær undirbúningur hjá Robertson og virkilega smekkleg afgreiðsla hjá Jota sem spilar eins og hann hafi verið í þessu liði í 3 ár – þvílík kaup!

Síðari hálfleikur

Rétt eftir leikhlé urðum við fyrir enn einum meiðslunum þegar Keita varð að fara útaf, virtist hafa tognað aftan í læri, og inn kom hinn 19 ára Neco Williams og Milner færði sig inn á miðsvæðið. Hann var ekki búinn að vera þar lengi þegar hann átti frábæra sendingu innfyrir á Mané sem komst einn innfyrir en Schmeichel varði skot hans frábærlega, dauðafæri!

Evans skoraði svo næstum sitt annað sjálfsmark á 55 mínútu eftir að Jota sendi boltann fyrir, Schmeichel sló boltann út í teig en Fofana ætlaði að hreinsa, undir pressu frá Mané, en skallaði boltann í stöngina!

Á 76 mínútu átti Liverpool að klára leikinn. Jota átti sendingu á Firmino sem snéri frábærlega á Evans en skot hans einn gegn Schmeichel fór í stöngina. Albrighton bjargaði á línu (við erum að tala um brota brot úr millimetra!), Mané náði frákastinu en Schmeichel varði – aftur í innanverða stöngina áður en Schmeichel náði að handsama knöttinn undir pressu frá Firmino. Ótrúlegt!

Á 85 mínútu fékk Liverpool tvær hornspyrnur, Evans hreinsaði aftur fyrir eftir þá fyrri. Aftur steig Milner upp en í þetta sinn mætti Firmino á ferðinni, sleit sig frá varnarmanninum og skallaði örugglega í fjærhornið, 3-0, game over!

Bestu menn Liverpool

Liverpool spilaði virkilega vel í kvöld. Ekki frá því að þetta sé besta frammistaða liðsins í deildinni það sem af er tímabilinu, sérstaklega m.t.t. aðstæðna og hve vængbrotnir við fórum inn í þennan leik.

Það spiluðu í raun allir vel. Matip og Fabinho voru frábærir í vörninni, sérstaklega sá fyrrnefndi. Vardy sást ekki í 94 mínútur og stigu þeir félagar ekki feilspor í leiknum. Milner, ef menn vilja vita af hverju hann er kallaður mr. Reliable þá geta þeir horft á þennan leik, spilaði lengast af í bakverði og skilaði því hlutverki frábærlega.

Gini var líklega slakastur af miðjumönnunum okkar í fyrri hálfleik, Jones og Keita voru frískir en allir skiluðu sínu hlutverki virkilega vel og átu miðjuna hjá gestunum. Fremstu þrír voru svo ógnandi frá upphafi til enda, Jota og Firmino skoruðu báðir góð mörk en allir þrír hefði líklega getað verið með tvö mörk – sem segir í raun allt sem segja þarf um þennan leik.

Minn maður leiksins er Andy nokkur Robertson. Eftir að hafa spilað framlengingu með Skotlandi og komið þeim á EM þá kemur hann tæpur til baka. Er að lokum leikfær og sá eini sem eftir stendur af varnarlínu Liverpool og skilar þessari frammistöðu!

Umræðan

  • 200. Gini spilaði sinn 200 leik fyrir Liverpool í kvöld. Ég vona svo sannarlega að þeir verði 300, þó það líti ekki út fyrir það í augnablikinu – því miður.
  • 30/31. Liverpool hefur unnið 30 af síðustu 31 leik í deild á Anfield. Þessi eini? Það var jafntefli. Þetta eru 91 stig af 93. 91.
  • 4/4. Diogo Jota er fyrsti leikmaður Liverpool til að skora í fyrstu 4 heimaleikjunum sínum fyrir liðið. Ég er búinn að röfla um það í talsverðan tíma að fá annan leikmann með fremstu þremur – átti satt best að segja ekki von á þessu!
  • 30. Liverpool átti 30 sendingar innan liðsins áður en Jota skoraði. Liðið hefur ekki átt fleiri sendingar í aðdraganda marks í sögu PL.
  • 64. Liverpool setti félagsmet í kvöld, 64 heimaleikir í deild án ósigurs. Það er fáránlegur árangur! 53 sigrar, 11 jafntefi. Til að setja þetta í samhengi. Mané hefur aldrei tapað deildarleik á Anfield. Við keyptum hann 2016.

Næsta verkefni

Rétt eins og síðasta mánuðinn og næstu vikur og mánuði þá eru tvö verkefni í vikunni – Atlanta kemur í heimsókn á miðvikudaginn í leik þar sem við gætum tryggt okkur sæti í 16 liða úrslitum, sem væri virkilega sterkt að geta hvílt lykilleikmenn í miðri viku í síðustu tveimur leikjunum. Síðara verkefnið er svo útileikur gegn Brighton n.k. laugardag.

Virkilega góður dagur á skrifstofunni í dag. Þar til næst.

YNWA

26 Comments

  1. Það sést vel á svona kvöldi hversu langt liðið er komið. Auðvitað verður annar í manni tónninn ef það kemur aftur eitthvað stórslys eins og á móti Villa, en liðið hefur án efa lært af því.

    Í mestu meiðaslakrísu síðustu ára koma inn nýir leikmenn. Strákarnir úr akademíunni spila eins og kóngar. Stóru strákarnir sem ekki eru alltaf í aðalliðinu eða ekki í sinni aðalstöðu spila eins og kóngar.

    Þetta er öðruvísi lið en bestu liðin sem maður hefur séð í gegnum tíðina, hvort sem það er AC Milan fyrir löngu, Real eða Barca upp á sitt besta, Chelsea fyrr á öldinni. Heimspekin hefur sigrað. Ekki orð um það meir.

    20
  2. Keita meiddist sem er það eina neikvæða í kvöld.
    En ungu strákarnir að koma vel inní liðið og maður treystir Klopp í þessum efnum.

    Frábært statement frá okkar mönnum gegn góðu liði Leicester.
    Maður leiksins erfitt að velja en Jota var frábær fannst mér.

    YNWA !

    8
  3. Sæl og blessuð.

    Ruglflott frammistaða. Hvort er betra að skora þrjú mörk eða að halda hreinu með varavaraskeifur í vörninni og engan fyrirliða á miðjunni? Á móti Vardy, Maddison og co? Sex sigrar í röð hjá refum og nú mæta þeir okkur beinstífir og glaðir? Ég skal ekki segja. Nokkur atriði:

    1. Firmino skoraði eitt kærkomnasta markið á sínum ferli. Ekki það að það hafi skipt sköpum fyrir úrslitin en ef hann hefði ekki náð þessu inn eftir öll færin væri maður farinn að panta gangráð. Ægilegur klaufi fyrir framan markið – en svo skorar hann úr sísta færinu sínu.
    2. Jota er geggjaður. Fabinho er stórbrotinn. Jones átti snilldarleik. Gini var ótrúlegur. Milner steig ekki feilspor. Robbo var mergjaður. Matip fínn og Mané spólandi.
    3. Varaskeifubekkurinn hefur held ég vart verið verri síðan á hinum myrku miðöldum þegar aðrir voru í stjórasætinu.
    4. Þurftum að vinna 10-0 til að komast efst í deildina. Ef dauðafærin hefðu fallið okkur í hag þá hefði leikurinn einfaldlega endað þannig!
    5. Klopp er besti þjálfari á jarðkringlunni.
    6. Og svo þessi auli í lokin: Það er ekki oft sem Liverpool nýtur Evans (rata út…).

    30
  4. Gríðarlega mikilvægur sigur á liði sem maður hefði fyrirfram talið að myndi mæta með meiri mótspyrnu (mmmmm). Maður var jafnvel ekki viss um að taplausa lotan á Anfield héldi áfram, en sem betur fer gerði hún það og gott betur. Og í raun var Liverpool mun nær því að vinna 4-0 eða 5-0 (boltinn sem var 0.207 millimetra frá því að fara yfir línuna, markið sem var dæmt af þegar Schmeichel datt inn í markið, færin sem Mané klúðraði etc.)

    En sem statement sigur fyrir lið sem er án Hendo, Trent, Thiago, Virgil, Gomez etc. etc. þá var þetta geysilega mikilvægt.

    Nú er bara að vona að teymið nái að sjá til þess að endurheimt gangi sem best, og svo væri gaman að sjá einhverja róteringu í leiknum á miðvikudaginn. Ekki of mikla samt, en held ég alveg ljóst að það eru leikmenn þarna sem munu ekki þola að spila 90 mínútur trekk í trekk, á 3ja daga fresti næsta mánuðinn og rúmlega það. Manni fannst Klopp vera heldur seinn með skiptingar 2 og 3 í kvöld, en að vissu leyti skiljanlegt samt að þær bíði þangað til sigurinn var endanlega í höfn með 3ja markinu.

    5
  5. Sælir félagar

    Ég bjóst við að Vardy mundi hnoða einu marki í þessum leik of spáði því 3 – 1. En djöfull voru Matip og Fab góðir – Robbo og reyndar allir leikmenn bezta liðs í heimi góðir. Meira seinna en þetta var yndislegt og ótrúlega flott. Ég elska Klopp.

    Það er nú þannig

    YNWA

    16
    • Hahaha….. góður Sigkarl! Ég elska líka Klopp og alla þessa stráka sem kláruðu þetta meistaralega í kvöld!

      YNWA

      9
  6. Þegar ég sá byrjunarliðið leyst mér ekkert á blikuna, þá sérstaklega bekkinn.
    “Clarkson, Ha hver er það?”
    Þarna var enginn Champerlain, Thiago, Henderson, Shaqiri, Salah, Gomez, Van Dijk, Trent Alxesander, heldur tveir akademíukjúklingar, skógarferðarmarkmaður, óáræðanlegur framherji, ofvirkur japani og varaskífa vinnstri bakvarðar.

    Annar af allt mulig mönnunum okkar var í bakverðinum en hinn í miðverðinum og Jones á miðjunni auk Wijnaldum og Keita. Þetta virkaði ágætlega sterkt lið á blaði, ekkert mikið meira en það.

    Strax er leikurinn var flautaður á. hætti stressið. Mér fannst Liverpool töluvert sterkari aðilinn og í hreinskilni sagt fanst mér við alltaf líklegri aðilinn, þó Leicsester hafi átt fínar rispur, sértaklega í síðari hálfleik.

    Fyrsta markið kom eftir varnarmistök hjá Leicester. Mín skoðun er sú að johnny Evans hefði átt að fá á sig víti ef hann hefði ekki skorað þetta stórglæsilega sjálfsmark. Augnablik ruglaði hann amerískri blautbolaglímu saman við fótbolta í rimmu sinni við Mane og skoraði þetta gráglettna hnakka-skalla-sjálfsmark.

    Eftir markinn hresstist Leicester nákvæmlega ekkert neitt og héldu áfram að vera jafn opnir. Bakverðir þeirra áttu ekki roð í okkar hröðu vængmenn og yfirburðirnir voru enn Liverpool meginn. Til að gæta allrar sanngirni fengu þeir þó eitt dauðafæri að hætti Jose Mourihnoliða en ólíkt Jose Morinhio liðum, nýttu þeir það ekki.

    Í síðari hálfleik fór Leicester að taka áhættur og pressa Liverpool framar. Mér fanst það ekki skila neinu, nema kannski einni aukaspyrnu sem “JIMMIE VARDI IS HAVING TERREBLE PARTY” skoraði ekki úr.

    Naby keita sem hafði verið hreint út sagt frábær skráði sig á meiðslalistan og inn kom Neco Williams og “the mighty” Milner, enska járnmúsin, var færð yfir í miðjuna.
    Keita má alveg fara hætta því að meiðast svona, því ég sá berlega í þessum leik í mikið af gæðum, sem gætu komið honum inn í byrjunarliðið.

    Robertson eða einhver annar Liverpool maður á vellinum sagði við, Firmino eftir enn eitt klúðrið “hei, þú átt að skjóta stönginn inn en ekki stöngin út”
    “Aaaaa Knowlidge” Svaraði Firmino spekingslega og tók til sinna ráða.
    Næst þegar hann fékk færi áhvað hann að fara að ráðum Robertseon og skalla boltanum innan rammans og aldrei þessu vant skoraði hann stórglæsilegt skallamark. Ef Firmino hefði skotfót Suarez, væri hann okkar Mezzi eða Ronaldo. Þetta er það eina sem hann skortir til að komast alveg á hæsta topp fótboltans. Fyrir mér er þetta furðulegasti framherji allra tíma. Algjör lykilmaður, einn besti framherji í heimi en skorar ekki nema brota brot af þeim færum sem fær í hverjum leik og því mjög vanmetinn.

    Annars frábær leikur og klárlega ágætis merki um að titilvon er gott betur en raunhæf. Að sigra sterkt Leicester lið í einhverri mestu meiðslaplágu í sögu Liverpool segir mér að við höfum fullt erindi í toppbaráttuna. Áhyggjur af hraðaskorti miðvarða var óþörf, því þeir eru báðir mjög klókir í að lesa leikin og skiluðu sínu verki vel, sem og allt liðið í heild sinni. Allt frá Jones til Jota og allt þar á milli. Tólf skot á mark gegn þremur, átta mörk utan rammans gegn fimm, tíu hornspyrnur gegn þremur og fimmtíu og átta prósent með boltan, segir allt sem segja þarf um yfirburði Liverpool gegn liði sem er í 4 sæti deildarinnar.

    Ég hlakka til næstu leikja, sjá menn komast úr meiðslum, t.d Thiago og Henderson og vonandi slær Matip met í að meiðast ekki og er meðhöndlaður notaður svona eins og heldri manna tebolli þess á milli sem hann er ekki að spila.

    9
  7. Hlustaði á viðtal við Klopp eftir leikinn og hef nú aldrei séð svona reiðann stjóra í viðtali eftir svona flottan folboltaleik og það eina sem hann talaði um var hvaða vitleysa væri í gangi með leikjaalag og afhverju í andskotanum væri verið að setja lið sem er að spila meistaradeildar leik á miðvikudegi á hadegisleik á laugardegi og hann hálfpartinn hótaði að nánast gefa leikinn á laugardag og taka bara krakka í þann leik á móti Brighton.

    8
    • Er svo sammála Klopp! Það er verið að rústa liðunum með þessu rugli.

      3
  8. Maður átti alveg von á að við myndum sigra en þessi framistaða var eiginlega betri en maður þorði að vona eftir landsleikjahlé með hálft liðið í sjúkraþjálfun.

    Leicester voru mjög lélegir og var það blanda af frábæru Liverpool liði og að Brendan virtist bara vera sáttur við að tapa leiknum(held að hann heldur enþá með Liverpool).

    Ömurlegt sam að Keita meiddist en eina ferðina en fram að því var hann búinn að vera frábær.

    Ég er samála því að Andy hafi spilað manna best og það dugar í 99,9% skipta til að vera leikmaður leiksins en mér langar að velja Curtis Jones fyrir að koma bara inn í liðið eins og að hann hafi spilað þarna í 10 ár og leika sér að miðjumönnum Leicester sem hafa fengið mikið hrós í vetur.

    3 stig góð framistaða og þá er maður sáttur

    YNWA – Ég vill(ath ég stjórna þessu ekki) að Klopp róteri mikið í meistaradeildinni. Langar að gefa Gini, Fabinho og Andy hvíld

    9
  9. Curtis Jones lofaði góðu í kvöld. Með þessu áframhaldi (og hjá Klopp) get ég vel séð hann fyrir mér taka við kafteinstigninni af Henderson einn góðan veðurdag.

    1
    • Hann verður að fara í röðina… TAA er sennilega næstur þegar Jordan hættir eftir 4 ár.

      1
  10. Sannarlega glæsilegur sigur gegn sterkum andstæðingum. Hópurinn hjá okkar mönnum styrkist og styrkist og margir ungliðar lofa svo sannarlega góðu. Ef ætti að velja í lið á næstunni og allir væru heilir þá er ég ekki viss að mennirnir sem eiga að vera fyrstu 11 væru allir öruggir inn. Þetta hlýtur að vera jákvæður höfuðverkur fyrir Klopp þegar, ef það verður einhverntímann, leikmannahópurinn helst meira og minna heill. Annars finnst mér það vera það jákvæðasta af öllu, eftir að meiðslahrinan byrjaði, hve leikmenn hafa stigið upp og það hressilega. Færir líka enn betur sönnur á að lið er ekki bara 11 menn heldur 20-25 manna öflug liðsheild þar sem menn geta leyst hvern annan af vegna meiðsla eða leikjaálags. Stutt er í næstu leiki og er ég hræddur um álag á fámennan hóp en ljósið fyrir enda ganganna er að birtast með endurkomu lykilmanna.

    3
  11. Kannski er ég bara einn um það en mér finnst spilið á 3 fremstu fljóta mun betur með þeim þremur sem byrjuðu leikinn í gær heldur en með hinu hefðbundnu þrenningu en ekki misskilja mig, Salah er alltaf að vera fyrsti kostur þegar hann er heill en það er gott að sjá að það getur verið líf eftir Salah ef hann skyldi vilja skipta yfir til spánar sem mér myndi að sjálfsögðu finnast arfavitlaus ákvörðun að fara úr einu besta liði heims til miðlungsliða á spáni (Real eða Barca) Nei ég bara segi svona. En herr Klopp hefur í það minnsta úr heimsklassamönnum að velja þarna í fremstu röð. Robertsson allan daginn MOTM í gær þó að Járnkallinn Milner hefði ekki verið mikið slakari. Næsta lið takk !

    4
  12. Sælir aftur félagar

    Ég hafði ekki tíma í gær til að tjá mig til fulls um leik bezta liðs í heimi. Það er auðvitað hægt að skrifa 100 síðna ritgerð um liðið, Klopp og alla þá sem að því standa. Sú ritgerð gæti nverið eintóm hrósyrði án þess að maður þyrfti að endirtaka sig einu sinn hvað þá tvisvar. Já og meðan ég man takk fyrir skýrsluna Eyþór, hún er góð. Ég þarf samt að leiðrétta skýrslu höfund í einu tilviki. Milner er ekki járnmús – hann er STÁLMÚS svo því sé til skila haldið.

    Hvað á maður að segja um þá sem léku þennan leik? Hvar á að byrja? OK byrjum bara fremst:

    Mané skelfir allra varna dró til sín og skapaði stöðuga ógn sem gerði varnarmenn óstyrka og vanmáttuga. 8

    Firmino sem endalaust skapar og býr til stöður og – skorar. Minn uppáhalds í mörg ár. 8

    Jota sem kemur eins og eins manns herdeild inn í framlínuna og skorar og skorar. 8

    Jones sem spilar eins og hann hafi verið byrjunarliðsmaður misserum saman. 7

    Keita sem spilaði einn sinn bezta leik í þessu liði – en meiddist því miður. 7

    Gini sem vinnur og vinnur og er óþreytandi, endalaust. 7

    Milner, stálmúsin Milner, Milnervélin, Milner hinn áreiðanlegi 8

    Williams hinn magnaði staðgengill. 7

    Matip hinn meiddi, ómeiddur og spilar eins og sá snillingur sem hann er. 8

    Fabinho maður sem getur gert allt á fóboltavelli og í öllum stöðum á vellinum. 8

    Robbo hinn óþreytandi, hinn ódrepandi, hinn fagri, hinn sterki, hinn fljóti og hinn magnaði. 9

    Alisson hinn öruggi, hinn sterki og hraði (sáuði sprettinn sem hann tók út til hægri út að hliðarlínunni undir lokin og lagði boltan á samherja af fullkominni mýkt). 9

    Svo eigum við menn eins og Salah, TAA, Tiago, Virgilinn, Gomes allt menn sem oftast spila uppá 7 til 9, Uxann, Saq sem eru stöðugar sjöur jafnvel áttur. Þessi hópur ásamt þeim sem ekki hafa verið nefndir hér en eru alltaf utan á bezta hópum og eru allir mjög efnilegir og lofandi. Með þennan hóp og Klopp og alla sem í kringum þetta lið eru er allir vegir færir 🙂

    Það er nú þannig

    YNWA

    9
    • Áhugavert að gefa Allison 9 sem kom við boltann tvisvar í leiknum. Var bjórinn góður?

  13. Það hefur sannast í þessum leikjum að maður kemur í manns stað. Einhvern vegin verða þessir varamenn að fá að sanna sig og hafa gert það með stæl. Liðið sigraði Leicester án Salah, VVD Trent, Gomes, Hendo o.fl. Það er eins gott að þeir sem meiddir eru geti haldið sínum föstu stöðum…..Geggjað.

    4
  14. Ungu strákarnir hafa heillað mann og stigið upp og Milner er ótrúlegur sannar enn og aftur hversu mikilvægur hann er þessu liði.
    Jota eru bestu kaup þetta tímabil af öllum liðum svo einfalt er það gæða leikmaður í gæða liði.

    2

Liðið gegn Leicester

Gullkastið – Bakkað yfir Leicester