Byrjunarliðið gegn Brighton

Í þessu mikla leikjaálagi sem er þessa dagana er erfitt að skjóta á hvernig Klopp nær að stilla upp sínu byrjunarliði en í dag er nokkuð óvænt en Mané er á bekk og Matip ekki í hóp en á hinn boginn er Henderson kominn aftur í hóp og byrjar á bekknum í dag en byrjunarliðið er svona

Bekkur: Adrian, R. Williams, Tsimikas, Henderson, Jones, Mane og Origi

Góðu fréttirnar eru þær að slúðrið segir að Matip er ekki meiddur heldur aðeins verið að fara varlega með hann. Verður áhugavert að sjá hvernig Minamino kemur inn í þessa fremstu fjóra og hvernig það virkar að spila án Mane.

Minnum á umræður á facebook síðu kop.is og á twitter endilega verið með okkur þar!

33 Comments

  1. Ég er ekki frá því að alisson sé okkar besti varnarmaður. Ef við ættum alvöru varamarkvörð, þá væri tilvalið að skella alisson í miðvörðin hehe.

    5
  2. er ekki kominn tími til að liverpool fari að sýna þessi gæði í sóknarlínunni og fari að valta yfir þetta lið.

    3
  3. Magnað hvað þeir voru ekkert að reikna ermina á varnarmanninum, sem mér sýndist vera aftar en löppin á honum… Er það bara gert við sóknarmenn?

    4
    • Nei nei, það er líka gert við varnarmenn, nema þegar þeir spila gegn Liverpool

      2
  4. Miðjan hjá okkur hefur sjaldan verið verri.

    Hugsa að Taki komi ekki aftur út á völl í seinni. Spurning hvort það verði Jones eða Henderson sem komi inn.

    Og já, enskir VAR-dómarar eru búnir að gjör eyðileggja leikinn. Óhæfir athyglissjúkir andskotar.

    5
  5. VAR er búið að eyðileggja þessa íþrótt fyrir mér. Man tímana þegar maður gat fagnað vel og innilega þegar það var skorað það er liðin tíð maður situr núna kjurr og bíður eftir að VAR staðfesti af eða á og er svo ekki hissa þegar þeir fara teikna línu uppá eh millimetra.
    Búið að taka sálina úr knattspyrnuni með innkomu VAR.

    15
    • Svo innilega sammála þér RH!! Ég ætla ekki að minnast á Everton leikinn þegar Henderson skoraði “sigurmarkið” í uppbótartíma!

      4
    • Ég fagna bara eins og brjálæðingur no matter what og díla svo bara við það ef illa fer 🙂

      6
  6. Liverpool eru einfaldlega að spila illa, engin miðja og þar af leiðandi engin sóknarleikur. Fá Mane og Henderson strax inn og taka Minamino og Neco Williams út
    Hefur verið hálfgeldur sóknarleikur eftir að Trent meiddist.

    4
  7. Það fer að styttast í það að maður hætti að nenna horfa á boltann þegar VAR eyðileggur heilu og hálfu leikina með smásmugulegri dómgæslu þar sem horft er í einhverja millimetra eða líkamsstöðu leikmanns! Þetta er að gerast hjá öllum liðum.

    Hver var upprunalega pælingin um rangstöðu leikmanns?? Jaaaa þegar stórt er spurt!

    5
  8. Varúð, VAR rant.
    VAR er bara ekki fótbolti, þetta er bara hreinlega ekki framför, skemmir leikinn meira en það lagfærir. Það er búið að taka það af sóknarmanninum að fá að vera samsíða varnarmanninum, það er í eðli bestu sóknarmanna að lúra á milli varnarmanna, samsíða, millimeter fyrir innan er samsíða sama hvað VAR segir. Menn hlaupa samsíða varnarmanninum og það er maður sem teiknar línu á skjá sem segir millimeter fyrir innan þetta er ólöglegt, það er enginn að svindla með millimeter það er ekki hægt. Þetta er ekki fullkominn leikur en það var það sem skapaði umræðurnar, það var það sem gerði þetta skemmtilegt. Ég tek alltaf ófullkominn leik fram yfir tækniteiknarana í Stockley Park, tek alltaf þessi fáu stóru móment þar sem mannleg mistök verða hjá dómara fram yfir millimetra, millimetrar eru ekki leikurinn. Það þarf að setja inn breiðari línu í VAR það eru skekkjumörk, menn eru að teikna þetta eftir auganu á tölvuskjá frá einu sjónarhorni. Skekkjumörk myndu gefa sóknarmanninum það til baka að fá að vera samsíða varnarmanninum. Var það ekki Shankly sem talaði um fine margins ? Það voru ekki millimetrar sem hann var að tala um. Þetta er ekki sami leikur. Ef þetta er full dramatískt rant þá er það bara vegna þess að óbragðið verður bara meira og verra með hverjum leiknum sem maður horfir á, þetta er eins og að fá covid og fá þetta skítabragð í munninn sem að margir sem það hafa fengið lýsa nema hvað, skítabragðið eykst bara og eykst og fer aldrei. Þegar VAR kom fyrst inn var maður bara svo vitlaus að halda það að leikurinn myndi ekki fara að snúast um VAR.

    16
  9. Hvenær á maður að fagna. Skreppa á salernið meðan maður bíður eftir VAR. Meira ruglið.

    3
  10. Fagnaði einsog brjálæðingur, líður einsog hálfvita…fokking VAR.

    3
  11. Hvað sem segja má um var þá áttum við ekki mikið meira skilið úr þessum leik

  12. Þó hann hafi vissulega snert Welbeck, þá held ég að það hefði aldrei verið dæmt aukaspyrna á þetta úti á velli…

    6
  13. Okkar menn þreyttir. Ekkert við rangatöðumörkunum að gera – þar virkaði VAR. Vítið væntanlega rétt skv strangasta skilningi laganna – þó það sé grátbölvað. Ég geri þá kröfu að við fáum víti með sama hætti í öðrum leikjum. Ég hef meiri áhyggjur af komandi leikjum og því hvort við náum í lið – amk í vörnina.

    1
  14. Mistök leiksins að taka Shala útaf og halda Minamino inná vá hvað það var átakanlegt að horfa á hann þarna inná.

    YNWA.

    9
  15. Ekkert við dómanna að athuga … allt rétt … frammistaðan ekki góð .. skil Klopp alls ekki með Salah skiptingunni því Minamino var verri en enginn í þessum leik því miður … en svona et þetta og úrslitin sanngjörn …

    3

Brighton á morgun (12:30) – Upphitun

Brigton 1 – 1 Liverpool