Liverpool 1-0 Ajax

Mörkin

1-0  Curtis Jones 58.mín

Leikurinn

Það var einhver Scouse-fílingur í loftinu eftir að upphafsliðin voru birt og Curtis Jones stimplaði það hraustlega inn fyrstu fimm mínúturnar með tvö hættulega skot að marki. Hið fyrra með vinstri fæti sem var vel varið af snyrtilega hárklipptum Onana í markinu en hið síðara small í stönginni og hefði átt að vera fyrsta mark leiksins.

Okkar menn voru klárlega sprækari og betur tilbúnir til leiks heldur en í affallinu gegn Atalanta um daginn. Ajax voru þó ekki mættir til að vera leiksoppar í Liverpool-leikriti og Klaassen átti skeinuhætt skallafæri sem Kelleher varði vel í markinu en rangstaða var þó í spilunum.

Kelleher var þakklátur æfingunni því að alvaran beið á 32.mín þegar að þrumufleygur frá Mazraoui var vel varinn af Íranum okkar í markinu. Enn var þó dómadagsdómgæslan undarleg í okkar garð á 42. mín er á Mané virtist vel sloppinn í gegn en Schuurs slapp með gult fyrir að taka Senegalann síkáta niður. Rautt í bókum ritara og enn eitt atvikið í dómgæslubækurnar gegn okkur.

0-0 fyrir Liverpool í hálfleik

Ajax ógnuðu fljótt eftir upphafið með færi hjá Klaassen en okkar maður Curtis ákvað að taka leikinn í sínar hendur á 58.mín þegar að frábær fyrirgjöf frá niðurníddum Neco Williams fann hann á fjærstönginni. Onana hárreytir sig af sínum hárfínu mistökum en Scouser Curtis fullnýtti færið með utanfótarflikki á fjærstönginni. 1-0 fyrir Liverpool.

Salah ógnaði fljótlega eftir markið en innáskiptingar beggja liða höfðu áhrif á flæði leiksins sem róaðist mikið eftir markið. Leikar lifnuðu þó við undir lok leiksins er varamaðurinn Firmino slapp í gegn en Onana varði glæsilega niðri og stuttu síðar komst Salah líka í færi sem fór forgörðum. Vannýtingin þeirra færa bauð van Huntelaar heim í hættulegt færi sem hefði getað gefið okkur verulegan hausverk en okkar menn slúttuðu sigrinum fagmannlega með nokkrum gulum spjöldum.

1-0 Liverpool-sigur með Scouser-marki

Bestu menn

Hinir ungu munu erfa landið, yrkja jörðina, slá grasið á Anfield, klára heimavinnuna, taka til í herberginu sínu og á endanum halda hreinu í markinu, leggja upp og skora mörk fyrir Liverpool FC.

Það er draumurinn og í kvöld rættist það með frábærum frammistöðum hjá uppöldu ungliðunum okkar Caoimhin Kelleher, Neco Williams og match winnernum Curtis Jones. Liðið í heild sinni var mjög traust í sinni frammistöðu í kvöld en ungliðarnir skinu skærast með flottum frammistöðum, markvörslum og stoðsendingum en enginn betri en markaskorarinn Curtis Jones sem var augljós maður leiksins.

Vondur dagur

Liverpool sigraði, ungu strákarnir flottir, enginn meiddist í leiknum og nákvæmlega enginn átti vondan dag. Eina slæma sem má nefna eru tíðindin fyrir leik af meiðslum Alisson en skírnarfulltrúinn sparkvissi verður varla frá lengi…………….eða hvað?

Viðtalið

Okkar maður. Derhúfa. Gleraugu. Misgáfulegar spurningar. Grjóthörð svör. Meistari.

 

Umræðan

Rauði herinn hefur tekið við miklum áföllum, áverkum og andskotans átökum síðustu vikur. Það VAR kærkomið að fá agnarögn af andrými og andans upplyftingu með einum ofurléttum 1-0 sigri inn á milli. Ajax er ofurveldi í Evrópu og það er ekkert gefins gegn þeim þannig sigur kvöldsins er ekkert uppfyllingar léttmeti í Covid-dauðyfli fótboltadagskrárinnar. Þetta var alvöru sigur, gegn alvöru liði og engin ástæða til þess að fagna ekki almennilega.

Liverpool eru komnir áfram í 16-úrslit Meistaradeildarinnar!

YNWA

38 Comments

  1. Komnir áfram og það er frábært.
    Klopp gæti í raun sent U-23 til Danmerkur ef hann vill og ég myndi ekki ljá honum það meðað við meiðsli og leikjaálag þannig að sá leikur er bara lúxus vandamál núna.

    Frábær seinni hálfleikur Liverpool voru mikið grimmari og það skilaði sér.
    Maður/menn leiksins Jones og Kelleher
    YNWA !

    12
  2. Sæl og blessuð.

    Kreppa er tækifæri segja kínverjar víst og það á nú heldur betur við. Erum að sjá grimmdarhæfileika í Jones og Williams var bara mjög traustur. Fabinho og Matip – já fullt af góðum töktum – en maður minn, hvað þeir misstu oft Ajaxmenn framhjá sér! Fríir skallar og sendingar. Robbo og Gini eins og duracell kanínur á sterum. Orkan í þessum mönnum. Hendo gæti róað brimið við Eiðsgranda á stórstreymi og norðanbáli.

    Pirrandi að horfa á hetjurnar okkar, Mané og Salah. Sá fyrrnefndi bersýnilega dauðþreyttur en hann var ekki að heilla. Salah eins og byrjandi einn á móti marki. Firmino kom inn á eins og frelsandi engill – vann bolta, gaf gullsendingar og var hársbreidd frá því að skora! Ekki í fyrsta skiptið.

    En mmmmmaðurinn var auðvitað Kallagher. Takk fyrir.

    17
  3. FRÁBÆR SIGUR og loksins “viku frí”

    Kheller
    Neco Rhys Billy Tsmikias
    Clarkson Cain Dixon-Bonner
    Minamino Origi Miller

    Ég var að stilla upp liðinu fyrir Midtjylland leikinn Klopp. Gerðu það.

    12
  4. 3 stig og 1.sæti í riðlunum komið í hús. Svo að vonandi hvílum við marga lykilmenn í danmörku í næstu viku.
    Þetta var galopinn leikur og má segja að það var pínu óþægilegt því að liðin voru að skiptast á að fá færi og Ajax alveg eins líklegir.
    Fyrirhálfleikur var pínu vesen þar sem við fengum alveg nokkur fínar stöður til að gera eitthvað úr en við nýttum ekki en á sama tíma vorum við ekki með stjórn á miðsvæðinu.

    Síðari háflleikur var skárri þar sem við héldum áfram að skapa fullt af færum og náðum að halda boltanum betur en þeir héldu áfram að fá sín færi.

    Kelleher var frábær í markinu. Hann er gerði þetta ekki flókið og var oftar en ekki með langar sendingar fram(engin óþarfa áhætta), var ekki að fara að sweepa mikið(eins og Alisson) og varði nokkrum sinnum mjög vel.

    C.Jones virkar eins og 30 ára reynslubolti á miðjuni og finnst manni að við séum að fá þarna næstu ungu stjörnu liðsins.

    Neco átti bara fínan leik í hægri bakverði og var eiginlega allt annað að sjá hann í þessum leik en undanförnum leikjum. Náði að nýta sókarhæfileikana og var líka solid í vörn.

    Gini ekki gleyma þessum orkubolta. Hann var á fullu og stóð sig eins og hetja á miðsvæðinu.

    Það er svo sem ekkert slæmt að segja um þennan sigur nema að maður hefði viljað sjá sóknartríóið okkar ná að gera betur úr þessum stöðum sem við vorum að fá en á góðum degi hefði þetta getað verið 3-0 eða 4-0 sigur.

    Jæja góður sigur og ef Kelleher heldur áfram að spila svona(þegar Alisson er meiddur) þá held ég að Adrian megi bara að fara að pakka en hann er að detta í að vera 3 markvörður liðsins.

    YNWA

    p.s Það er gott að halda hreinu með AJAX og á móti Ajax 😉 – svo lélegur að hann endar að vera góður.

    13
    • lúmst frammistaða hjá Gini,, ekki mest áberandi en vinnslan var frábær hjá honum,

      6
  5. Flottur leikur hjá ungu strákunum, Kelleher, Williams og Jones, frábær sigur gegn spræku Ajax liði.

    7
  6. Það vantaði allt Malt í Mane og Mó, aðrir stóðu sig vel.
    YNWA

    3
  7. Gaman að sjá Kelleher standa sig og sýna hvað í honum býr. Hann virkaði mjög öruggur í leiknum ;-). Jones heldur áfram að standa sig og sýna betur hvað í honum býr og Neco stóð fyrir sínu. Mane og Salah verða að líta í spegil og skoða sjálfa sig….þeir eru ekki að vinna saman…….þeir VERÐA að brjóta odd af oflæti sínu og breyta hugafari sínu og markagræðgi og spila saman eins og menn. (Mega endilega vera markagráðurgir en vinna saman). Þríeykið í framlínunni þurfa á sálfræðingi að halda…..Firmino á í vadræðum með að skora einn á móti markmanni…….

    3
    • Sammála með þá félaga eru náttúrulega frábærir fótboltamenn en finnst stundum þeir ekki vilja gefa á hvorn annan þegar þeir nálgast markið já eða bara einhvern ef út í það er farið. Skiptir kannski ekki máli ef þeir eru að skora helling en manni finnst þetta greinilegt þegar maður er horfa á þá félaga.

  8. Er einhver meistari hérna með Meistaradeildarhóp Liverpool ? Staðan er þannig að Liverpool sendu annað hvort 23 eða 25 manna hóp sem að tekur þátt í Meistaradeildinni og þeir leikmenn sem eru ekki á þeim lista meiga ekki spila á móti Midtjylland.

    Nathanel Philips er t.a.m. ekki í þessum Meistaradeildarhóp og það er ástæðan fyrir því að hann hefur ekki verið að spila þessa leiki. Því velti ég fyrir mér hversu marga heila leikmenn við verðum með og hvort að hann þurfi að spila á einhverjum leikmönnum sem að eru í lykilhlutverki hjá liðinu. En þessi leikur mun ekki skipta neinu máli og ég er alveg eins til í að sjá Adrian spila sem útispilari ef þess þarf bara til þess að hvíla okkar lykilleikmenn.
    En flottur sigur í kvöld.

    YNWA

    5
      • Þetta er miklu stærri listi heldur en ég bjóst við, ótrúlegt hvernig að Nathanel Philips komst ekki inn.

        4
      • Í raun er aðal vandamálið núna hver spilar hægri bakvörðinn eftir viku, helst vill maður að það sé ekki verið að hætta á að Neco meiðist í þeim leik. Vissulega er Trent að koma til baka, en nú vill maður bara enga áhættu taka:

        Adrian (eða Jaros)

        Larouci – R.Williams – Koumetio – Tsimikas

        Cain – Clarkson – Dixon-Bonner

        Millar – Origi – Minamino

        Svosem efast um að Klopp fari í svona ýkt lið, en held það sé samt alveg ljóst að hann noti tækifærið til að hvíla menn sem hafa ekki fengið breik í talsverðan tíma eins og Mané, Wijnaldum, Fab, Robbo o.fl.

        7
      • Kúl að Harvey Elliot sé í hóp. Hefur hann nokkuð betra að gera í miðri næstu viku?

  9. Sælir félagar

    Frábær vinnusigur liðsheildarinnar þar sem kjúllarnir Jones, Williams og ekki síst Kelleher standa uppúr. Það er greinilegt að það .þarf að hvíla Mané því hann virðist drulluþreyttur og á erfitt með að tengja í leikjum undanfarið. Greinilega er Svarti Gullmolinn yfir sig þreyttur og þarf á hvíld að halda. Salah er að koma sér í hálffæri og færi og vantar bara að slútta betur og það kemur er ég viss um. Nú er bara að senda unglingaliðið til Baunalandsins og hvíla allt byrjunarliðið í þeim leik.

    Það er nú þannig

    YNWA

    11
  10. Næstu 5 leikir LFC
    6. des Wolves (H)
    9. des Midtjylland (Ú UCL)
    13. des Fulham (Ú)
    16. des Spurs (H)
    19. des Palace (Ú)

    Það eru 5 leikir, þar af 3 útileikir (tveir í London og í Aarhus). Á 14 dögum. Og leikurinn á móti Palace er úti innan við 72 klst eftir Spurs á Anfield.

    Liðið sem spilar í Danmörku er hver sem er á UCL listanum og ekki að fara að spila næstu 3 leiki eftir. Síðasti leikur Origi t.d.

    5
  11. Leikskýrsla komin í hús.

    Til hamingju með sigurinn meistarar!

    Beardsley

    16
  12. Sælir
    Skora á ykkur að horfa á þessa samantekt af Kelleher https://youtu.be/D6ohxqMRRPo

    Hann virðist eiga afskaplega auðvelt með að senda boltann frá sér og er jafnvígur á hægri fót og vinstri. Það er ekki sjálfgefið.

    Þá er hann fyrirhafnarlítið að senda boltann frá markteig sínum yfir allan völlinn.

    5
  13. Algjörlega frábær frammistöða hjá ungu strákunum, sérstaklega Curtis og Caoimhín.

    Og Gini sem er aldrei betri en þegar Henderson er með honum á miðjunni.
    Verður mikil eftirsjá af þessum frábæra hollenska leikmanni þegar hann kveður okkur á næsta ári – en hann mun gera það sem algjört legend.

    Áfram Liverpool!

    6
    • Verð að vera sammála þessu. Gini Wijnaldum er að mínu áliti búinn að vera okkar besti maður á þessu tímabili. Ótrúlega vinna sem hann vinnur og nær oft að snúa sig úr erfiðum stöðum og koma boltanum í leik . Hann er maðurinn sem oftar en ekki leysir úr miðjuflækjunni og byrjar nýtt uppspil. Það má alls ekki selja hann, það gæti verið byrjuninn á endinum fyrir þetta Liverpool lið.

      6
  14. Frábær frammistaða hjá liðinu í gærkvöldi, nákvæmlega eins og á að svara fyrir sig. Ég ætla rétt að vona að þeir sem stjórna hjá okkar ástsæla liði átti sig á því að það þarf að gera allt sem hægt er til að halda í Gini. Kannski er hann sjálfur tilbúinn að segja þetta gott, svo til búinn að vinna allt sem hægt er að vinna með liðinu og langar í nýjar áskoranir og Thiago ætti að geta tekið við EF hann helst heill
    Annars bara næsta leik takk.

    3
  15. Fyrirgefið en ég bara verð. Er að sjá að fred hjá manhúdd er að sleppa við rautt spjall fyrir að stanga í andlit fransmanns. Ég spyr, hversu mörg hlutabréf á þessi klúbbur í VAR-konseptinu? Það virðist allt einhvern veginn falla með þeim en ekkert á móti. Jújú, auðvitað er þetta kryddað en verknaðurinn er 100% til staðar og ef VAR sér ekki að þetta er rautt þá til hvers er verið að nota þetta? Það er megn skítafýla af þessu, meira að segja norskir þulir eru mér sammála.

    7
    • Var bara nokkuð ánægður með dómarann þarna. Hefði kannski átt að gefa báðum gult. En Fred “skallaði” engann, ýtti aðeins til baka eftir að psg gaurinn setti ennið á sér í hann.

      1
      • Kannski er ég svona litaður en mér fannst fred stanga í andlitið svo Frakkinn skaust niður sem skítinn væri. Hann var heppinn að fá að spila fram á 69min. ?
        Annað VAR-dæmi er mark PSG sem lyktaði af rangstöðu. Sérstaklega miðað vill öll þessi mörk sem hafa verið tekin af okkur.
        En, manhjudd tapaði og það er alltaf gaman að sjá.

        3
    • Það er rétt að í 99% af tilfellum sem maður sér þetta þá er gefið rautt fyrir violent conduct þó að snerting sé lítil sem engin þá er það í raun verknaðurinn sem er verið að gefa rautt fyrir en þetta vitið þið.
      Þetta var í fyrsta sinn sem ég sé gult spjald fyrir eh leikmann sem virðist vera að skalla í annan að ásettu ráði.
      En engu að síður þá lét leikmaður PSG sig detta með tilþrifum og spurning hvort ætti ekki að spjalda fyrir það líka hann er bara að reyna fiska rautt á Fred þarna.

      4
  16. Hann fauk nú út af samt, fyrir rest. Náði sér leikandi í annað gult spjald. Og Óli var ansi fýldur á hliðarlínunni, enda tapaðist leikurinn 1-3 á heimavelli.

    7
    • Já, hann fauk loksins út af og ekki var það klókt hjá óla að hafa hann inn á svona lengi á sínu appelsínugula spjaldi.

      Frábærar fréttir að TAA er að skríða saman og vonandi fáum við fleiri til baka úr meiðslum núna! Þetta ástand er óþolandi.

      1
      • Spái því að stjórastóllinn verði glóandi heitur undir Óla á þriðjudaginn kemur. Það verður lokaleikur upp á líf og dauða við RB Leipzig á útivelli.

        1
      • Ég verð að játa að ég er ekkert viss um að ég vilji að United missi af því að komast í 16 liða úrslitin. Tel engar líkur á að þeir komist þaðan og í 8 liða úrslitin, hvað þá lengra, en ef þeir lenda í 3. sæti í riðlinum fara þeir í Evrópudeildina og þeir gætu alveg grísast á að ná langt þar.

        1
      • Já og svo á Óli að vera þarna sem lengst að mínu viti ManU aðdáendur sem ég þekki eru bara ánægðir með hann og það er frábært að þeir séu að komir niður á það plan að sætta sig við meðalmennsku þjálfara sem veit oftast ekkert hvað hann er að gera.

        YNWA.

        1
  17. Virkilega jákvætt og núna er hægt að henda fermingardrengjum í leikinn gegn Mydjylland. Leikurinn gegn Ajax sýndi að ekki skal gráta Björn bónda heldur safna liði sem var gert með því að ná í þriðja markvörð sem spilaði óaðfinnanlega. Sennilega eru dagar Adrians taldir með félaginu nema eitthvað meiriháttar komi til. Leiðinlegt hvernig farið hefur fyrir nokkrum markvörðum Liverpool nú og síðustu árin, Mignolet, Karius og nú Adrian sem leit vel út eftir sína fyrstu leiki. Eins var með hina, ef ég man rétt, amk Mignolet sem einhvernveginn kvoðnaði svo niður. Auðvitað er ekki auðvelt að vera markvörður í besta liði veraldar og vona ég svo sannarlega að Allisson fari ekki að leggjast í meiðsli sem geta skemmt annars glæsilegan feril. Munum að einhverjar mestu goðsagnir félagsins eru markmenn og þá helst Ray Clemence og Bruce Groobelaar. Vonandi fer Allisson í þann flokk innan fárra ára.

    4

Byrjunarliðin á Anfield gegn Ajax

Hvað veistu um fótbolta?