Dregið í 16 liða úrslitum CL

Nú er verið að draga í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Okkar menn fá Leipzig, fara fyrst til Þýskalands og leika svo seinni leikinn á Anfield.

Hvernig líst fólki á?

EDIT: aðrar viðureignir eru:

Borussia Mönchengladback – Manchester City
Lazio – Bayern München
Atletico Madrid – Chelsea
Porto – Juventus
Barcelona – PSG
Sevilla – Dortmund
Real Madrid – Atalanta

9 Comments

  1. RB Leipzig var það. Þeir eru dúndur góðir en sáttur að sleppa við Atletico. Þetta verður veisla og við verðum nú pottþétt ekki eins laskaðir á nýju ári. Jurgen ábyggilega helsáttur að fá að kíkja aðeins heim.

    5
  2. Mér líst ekki vel á þetta, mér leist heldur ekki vel á að mæta Bayern og svo Barca :). Segjum samt að það hefði verið verra að mæta Atlitico. Væri samt til í að mæta þeim aftur.

    1
  3. Sæmilega sáttur, mikilvægast að forðast AM. Skemmtileg tilviljun samt að City fái alltaf óskamótherjana.

    • Óskamótherja ?
      Þeir eru í 8 sæti í þýsku deildinni á meðan Man city eru í 9 sæti í ensku deildinni 🙂

      En annars er ég bara sáttur með þennan drátt sem og aðra og hef trú á að við klárum þetta verkefni.

      2
      • Já Leipzig eru í 2. til 3. Sæti með jafnmörg stig og Bayern. Mun sterkari mótherji en Gladbach.

        3
  4. Þetta verður gríðarlega erfitt fyrir Leipzig.

    Ef við spilum okkar frábæra leik og með mannskapinn heilan þá getum við unnið allt og alla.

    3
  5. Hefði getað verið verra, og líka betra. Ég hef samt fulla trú á að við getum unnið þá þýsku. Við verðum búnir að fá nokkra leikmenn tilbaka úr meiðslum sem er gott.

    1
  6. Mér líst bara vel á þetta, það voru alveg erfiðari andstæðingar í pottinum, við förum áfram ekki spurning.

  7. Hefði viljað Barca,en þetta verður áhugaverð viðureign. Spurning hvort að Nagelsmann verði eins góður með sig eins og þegar hann mætti með Hoffenheim – en þetta verða tár,bros og takkaskór.

    2

Gerard Houllier látinn!

Gullkastið – Gérard Houllier