Mörkin
1-0 Salah (26. mín)
1-1 Son (33. mín)
2-1 Firmino (90. mín)
Gangur leiksins
Liðið sem kom inná Anfield var aaaaaaallt annað en liðið gegn Fulham um helgina. Samt nánast sömu leikmenn og þá (Rhys inn fyrir Matip), en hugarfarið greinilega í lagi.
Fyrsti hálftíminn og rúmlega það var í eigu Liverpool, og þrátt fyrir að fyrsta markið kæmi ekki fyrr en um miðjan hálfleik hefðu okkar menn með aðeins betri slúttum getað verið komnir tveimur eða þremur mörkum yfir. Hugo Lloris stóð fyrir sínu í markinu og tók a.m.k. 2 mjög góð færi, en að vísu voru hinir rauðklæddu óþarflega mikið að skjóta beint á hann. En markið kom eftir gott upphlaup frá Curtis Jones og Firmino sem endaði á því að Jones var kominn inn í vítateig með varnarmenn í kringum sig, renndi boltanum á Salah sem átti hnitmiðað skot í nærhornið niðri, og boltinn fór að sjálfsögðu í fjærhornið uppi eftir að hafa átt viðkomu í varnarmanni eða tveim.
Á þessum tímapunkti var Liverpool einfaldlega eina liðið á vellinum, og 5-6 mínútum síðar átti liðið sókn sem endaði með bakfallsspyrnu hjá Mané, skotið fór (surprise, surprise) beint á Lloris. Á meðan það var verið að endursýna sóknina fóru Spurs í sókn, og skyndilega var Son aleinn með boltann við hægra vítateigshornið frá Alisson séð. Son gerði engin mistök og skaut örugglega í nærhornið. Við endursýningar kom í ljós að það var mjög tæpt að hann væri rangstæður. VAR teymið tók sér auðvitað góðar 3-4 mínútur í að skoða atv…. eða nei, þeir afgreiddu þetta á svona 5 sekúndum og skyndilega fékk sóknarmaðurinn að njóta vafans. Kemur það á óvart að misræmi í dómum sé Liverpool í óhag? Nei eiginlega alls ekki. Þetta leit a.m.k. út fyrir að vera meiri rangstaða heldur en Mané gegn Everton, hvað þá Salah gegn Brighton (sem var aldrei rangstaða. Kærið mig.) Eitthvað virtist fyrirliðinn hafa verið ósáttur með frammistöðu Rhys í varnarvinnunni í markinu, en það var þá alltaf mjög tæpt.
1-1 í hálfleik, ekki sanngjarnt þegar litið var á tölfræði yfir “posession”, en það vill samt þannig til að ekkert lið hefur unnið leiki eingöngu út á það að hafa verið mikið með boltann. Það kom svosem fáum ef nokkrum á óvart að lið sem Mourinho stýrir skuli liggja aftarlega og beita skyndisóknum.
Lið Tottenham sem kom inn á í síðari hálfleik var hins vegar talsvert beittara, og eftir 27 sekúndur var einn þeirra manna sloppinn í gegn en skaut naumlega framhjá. Þar fyrir utan áttu þeir a.m.k. 2 góð færi til að skora, skot í stöng eftir að hafa sloppið einir í gegn, og svo átti Kane skalla í jörðina og yfir eftir hornspyrnu. Með örlítið betri skalla hefði boltinn líklega sungið í netinu, en Fowler sé lof fyrir að ‘arry skuli ekki hafa verið á skotskónum á þessu augnabliki.
Engu að síður náði lið Tottenham ekki að vera með boltann nema tuttuguogeitthvað prósent í síðari hálfleik, það náði a.m.k. ekki 30%. Þrátt fyrir það gekk okkar mönnum mjög illa að skapa sér afgerandi færi, og þau færi sem þríeykið rauðklædda fékk enduðu yfirleitt beint á Lloris.
Nema á 90. mínútu.
Robertson tók hornspyrnu, sendi boltann milli markteigs og vítapunkts, og þar kom Firmino á ferðinni og stangaði boltann svo harkalega í netið að það söng í. Fagnaðarlætin urðu feykileg, og Bobby tók sprettinn í áttina að Kop stúkunni til að fagna verðskuldað með stuðningsmönnum. Smá Reina-bragur eins og þegar N’gog skoraði um árið.
Þarna voru 3 mínútur eftir af uppbótartíma, og þrátt fyrir að Spurs hafi fengið horn, aukaspyrnu og sitthvað fleira, þá náðu okkar menn að sigla þessu örugglega í höfn.
Djöfulli voru þetta sæt og verðskulduð 3 stig!
Bestu/verstu menn
Það væri verulega ósanngjarnt að taka einhvern leikmanna Liverpool fyrir sem versta mann. Allt liðið var að berjast og reyna að finna rifur á klæðningunni á rútunni sem var parkerað fyrir framan markið. Nei í alvöru, Spurs vildu helst hafa alla sína leikmenn milli bolta og marks. Rhys gerði einhver mistök, bara eins og við er að búast hjá leikmanni sem er að spila sinn fyrsta úrvalsdeildarleik. Mögulega hefði hann átt að gera betur í markinu, og það komu 1 eða 2 önnur augnablik þar sem reyndari leikmaður hefði líklega staðið sig betur. En svo komu líka fullt af augnablikum þar sem hann var að vinna hættulega skallabolta, grípa vel inn í sendingar, nú og eiga sjálfur sendingar fram á völlinn. Þarna er virkilega spennandi leikmaður sem Liverpool á, og mun klárlega koma meira við sögu í deildinni í vetur.
Það að velja mann/menn leiksins er líka ekki alveg auðvelt, en ég vil tilnefna Curtis Jones og Bobby Firmino. Það væri þó vel hægt að nefna Fabinho, Henderson, og svo auðvitað Salah sem skoraði flott mark (vissulega með smá heppnisstimpli), en það að Salah standi sig vel er einfaldlega eitthvað sem við erum stundum farin að taka sem sjálfgefnum hlut (það er það alls ekki).
Umræðan eftir leik
- Liverpool er núna efst í deildinni, með 3ja stiga forystu á næsta lið. Þrátt fyrir einhverja verstu meiðslahrinu sem Liverpool hefur átt – og líklega þó við tækjum allflest önnur úrvalsdeildarliðin með í þá jöfnu.
- Ef einhver fer að efast um að Liverpool sé svo illa statt varðandi meiðsli og menn hafa haldið fram (**hóst**Mourinho**hóst**), þá má benda á að í kvöld spiluðu tveir 19 ára akademíuleikmenn allar 93 mínúturnar, og Klopp notaði enga innáskiptingu. Enga. Það var einfaldlega ekki um auðugan garð að gresja á bekknum. Keita hefði e.t.v. komið inn á ef uppbótartíminn hefði verið ögn lengri, en það var enginn þeirra sem var á bekknum að fara að koma inn og bæta liðið (Ég fullyrði þetta blákalt. Kærið mig.)
- Talandi um þessa 19 ára pjakka: mikið megum við þakka fyrir akademíuna. Curtis, Neco, Rhys, Kelleher og Nat hafa allir spilað sitt hlutverk í því að koma liðinu á toppinn í deildinni sem og að vinna riðilinn í Meistaradeildinni og inn í 16 liða úrslitin. Ef við ættum að vera extra picky þá myndi maður óska þess að akademían ætti einhvern efnilegan sóknarmann til reiðu, nú þegar næstu menn inn í framlínuna eru Origi og Minamino. Ég er ekki að biðja um mikið, bara eins og næsta Fowler.
- Svo skulum við ekkert vera að ræða bullið sem streymir upp úr Mourinho eftir leik. En mikið svakalega er nú sætt þegar Klopp vinnur Mourinho, að ég tali nú ekki um með marki á 90. mínútu. Það bara verður ekki sætara.
- Liverpool hefur nú leikið 66 leiki á Anfield í deildinni án þess að tapa.
- Eigum við ekki að segja að þessi sigur sé tileinkaður Houllier?
Næsti leikur er á útivelli gegn Palace á hádegi á laugardaginn. Það vill til að þeir voru að spila á sama tíma núna í kvöld svo liðin fá jafn mikinn tíma til að hvíla fyrir þann leik. Þá fannst góðkunningja okkar, Christian Benteke, eitthvað atriði að næla sér í rautt spjald í kvöld og spilar því tæpast á laugardaginn. Ég er enn að velta fyrir mér hvort það sé gott eða vont. Núna þarf semsagt bara að pakka mönnum í bómull (eða ok, senda þá í köld böð og hvaðeina sem læknateymið gerir til að ná sem bestri endurheimt eftir leik). Hvaða lið eigum við eftir að sjá spila þann leik? Líklegast mjög svipað lið, ef Matip verður orðinn leikfær kæmi nú ekkert á óvart þó hann myndi byrja. Mögulega í stað Fabinho? Látum það koma í ljós. En svo fær liðið viku frí þangað til 27. desember (það verður víst leikið í deildarbikarnum í millitíðinni), en það verður einn af fyrstu leikjunum sem Sam Allardyce mun stýra eftir smá pásu.
Verum þakklát fyrir liðið okkar lömbin mín, það er svo allt annað en sjálfsagt að eiga lið sem getur veitt okkur gleðistundir eins og í kvöld.
OptaJoe @OptaJoe · 5m
3 – Roberto Firmino’s header was only the third 90th minute winning goal v Jose Mourinho in the Premier League, after Mark Viduka for Middlesbrough in August 2006 and Oussama Assaidi in December 2013 for Stoke City. Drama.
Shit hvað þetta var satisfying gegn þessu rútufyrirtæki hans Móra. Þetta var stórt! YNWA!
Ókay ég spáði 3-0 en mörkin urðu 3 í leiknum. Þetta var eitthvað, ákefð, barátta og menn hlupu fyrir hvern annann alltaf lausir menn já maður leiksins gino en blóða langar til að velja Bobby og mun beygja mig fyrir meirihlutanum ef svo verður en þetta var mega leikur eina núna er að mér fannst Alison standa og gleitt þegar hann fékk á sig þetta rangstöðumark en hvað veit ég um fótstöðu markmanna sem gamall handboltamarkmaður svo sem ekki neitt. takk fyrir leikinnþetta var eitthvað.
Djísus hvað það var sætt að sjá Firmino stanga hann inn á nítugustu mínútu! Si señor!!!
Og hversu vinnusamir voru piltarnir á miðjunni: Curtis Jones, Wijnaldum og Henderson? Algjör mulningsvél!
Ok, ég var frekar svartsýnn fyrir leik og spáði jafntefli. En okkar menn með yfirburði, sanngjarn sigur og gaman að skoða stigatöfluna! Klopp vill 5 skiptingar en notaði ekki eina einustu í dag.
ps Sigkarl og Svavar Station, góða skemmtun í 30 þús fetum – ég er sprækur hér jarðtengdur! :0)
Það verður líka að hrósa Rhys Williams. Hann átti skínandi leik í miðverðinum í dag.
Þessir drengir sem Klopp er að gefa traustið að þakka vel fyrir sig.
Svo sætt og verðskuldað! 76% possession og 12 færi. Þeir lögðust aftur og á fjórar fætur, eins og mótorkjaftinum er einum lagið. Spurs eru góðir en hann má endilega halda áfram með þá svona. Núna þurfa menn að drekka lýsi og fá mannskapinn til baka því 9 meiddir að meðaltali er óþolandi ástand.
Mikið rosalega var þetta fallegur sigur! Við á toppnum og með nánast heilt byrjunarlið skaddað!
Guð hvað ég ELSKA BOBBY ! Við verðum bara að læra að slátra þessum rútuliðum. Annars frábær frammistaða hjá ÖLLU liðinu í kvöld, 77% með boltann ! á móti liðinu sem er NEI var í toppsætinu. Móri/Skröggur sagði að besta liðið hefði tapað , hahahahahahahhahaa. Hann er fyndinn. Nú er bara að hvíla og vefja Matip í einangrunarplast, annars fannst mér Rhys frábær í kvöld. LIÐIÐ ALLT VANN ÞENNAN LEIK, FRÁBÆRT ! og sanngjarnt
Sssssssæl og blessuð.
Þetta var svo stórbrotið – ægilegt harðlífi mestallan leikinn, 15-20 skot á rammann, hvað veit maður? en svo kom þessi líka unaðsskalli.
Sá vondi sjálfur, óvinur hinnar fögru íþróttar, neyðarreddingin sjálf var að láta þetta ganga allt according to plan, jú, hefði getað rænt okkur réttmætum sigri en sem betur fór gerðist það ekki. Og svo kemur þessi líka … já unaðsskalli.
Liðið allt var frábært. Auðvitað jaðrar það við réttindi verkafólks að láta þá spila á þessu tempói allan tímann – ein skipting í blálokin. Þetta er náttúrulega rosalegt. En það voru þeir hvítklæddu sem voru með tóman tankinn. Þeir voru augljóslega farnir að sjá blikkandi depla úr blóðstorknum augum – hef sjaldan séð jafn dauðuppgefið lið.
Takk fyrir þetta kæra Liverpool.
Það var ekki hægt að heiðra minningu Houlliers á fallegri hátt.
Sökkva rútunni hans Mourinhos og ná þriggja stiga forskoti á toppnum.
#YNWA
Unnum þennam leik fyrir Houllier
Frábær leikur og frábær úrslit. Ungu mennirnir okkar fá fá aldeilis dýrmæta reynslu þessa dagana. Varðandi skiptingar þá er ég guðs lifandi feginn að engar breytingar voru gerðar en skil samt alveg hvað Klopp er að fara. Þá er bara hádegis leikur à laugardegi næst á dagskrá og vonandi gengur hann ljómandi vel…….meiddist annars nokkur 🙂
YNWA
Sigur fyrir Liverpool. Sigur fyrir Houllier. Sigur fyrir fótboltann.
Það léku allir vel í dag.
Mané síógnandi þó hann hafi verið talsvert frá sínu besta.
Vinnslan í Salah var betri en nokkru sinni. Sjaldan séð hann vinna jafn vel til baka.
Miðjan valtaði yfir Tottenham, Jones mjög góður og Hendó mögulega maður leiksins.
Williams var mjög góður. Einhverjir vilja klína sökinni á rangstöðumarkinu á hann, en mér þykir það harður dómur.
Var að sjá viðtal við Mourinho. Þetta er nú meiri vælukjóinn og auminginn.Betra tæmi um sjálfhverfan rugludall er vart hægt að finna á vorri jarðkringlu. Hann sagði að betra liðið hafi tapað og Tottenham hafi stjórnað leiknum. Er það virkilega ? Tottenham fékk vissulega sín færi og sum þeirra dauðafæri en 11 skot á mark gegn 2, segir nú ýmislegt um staðreyndir þessa leiks.
LIverpool er einfaldlega miklu betra lið en Tottenham, Við erum með aragrúa af lykilmönnum í meiðslum en dómenerum samt yfir þeim og þessi sigur var mjög verðskuldaður, bæði sigur fyrir augað og sigur fyrir staðreyndir.
Ég væri til í að bera meiri virðingu fyrir honum, því vissulega nær hann oft árangri en þegar hann talar af slíkri öfund og sárindum út í okkar lið á hann ekkert betra skilið en verað kallaður réttum nöfnum. Ef það væru 11 framkvæmdarstjórar eins og Mourinho væri enska deildin sú leiðinlegasta í öllum heiminum en ef það væru 11 framkvæmdarstjórar eins og Klopp væri deildin sú skemmtilegasta.
Staðreyndir tala bara sínu máli.
Risa risa sigur 🙂
10 leikmenn meiddir.
Þetta lið ósigraðir á Anfield í 67 leikjum og 32 sigrar í síðustu 33 leikjum.
Curtis Jones og er hann Scouser er alvöru leikmaður ef þessi 19 ára gutti heldur áfram að þróast sem leikmaður þá verður hann mörg ár í LFC.
Heilagur focking Bobby Firmino var geggjaður í kvöld.
Búúúm efstir í deildinni 28 stig.
Nú meiga jólin koma fyrir mér.
Með miðjumann og kjúkling í miðri vörninni en tökum þetta samt segir ýmislegt um hugarfarið sem Klopp hefur innstillt í menn fyrir leik. Aðeins betri nýting og LFC hefðu tekið þetta Greyhound bus lið hans Móri 6-2 en ég tek 2-1 og Firmino átti þetta mark svo sannarlega skilið.
Móri í viðtali eftir leik eitt það mest kjánalegasta cover- up sem ég hef séð frá honum og á hann nú margar hveljurnar í gegnum tíðina og Klopp hefur hann í vasanum,sem endranær.
C u saturday….
Hélt að fátt myndi toppa sveittan Bobby-skalla á lokamínútunni en svo kemur Moaning-Ho í viðtal og fer að grenja. Fullkomið kvöld
Þetta kallar maður sætan sigur og gaman þegar spádómar mans um 2-1 sigur detta líka í hús 🙂
Annars var þetta nákvæmlega eins leikur og maður átti von á. Tottenham að reyna sömu taktík og gegn Man City nema að okkar strákar virkuðu líklegri en City að brjóta þennan varnarmúr tilbaka.
Við stjórnuðum þessum leik frá A til Ö og þótt að það er ekkert sem heitið að eiga eitthvað skilið í fótbolta þá er engin nema Móri sem geta sagt að þetta hafi verið ósangjarn sigur(hann gerði það eftir leik).
Alisson 7 – Var nokkuð öruggur en maður hefði viljað sjá hann staðsetja sig aðeins betur í markinu. Annað hvort að koma meira út á móti eða loka nærhorninu miklu betur(það var galopið)
Tren 7 – Átti góðan leik þótt að maður settur smá spurningarmerki við hann í varnarleiknum í markinu.
R.Williams 8 – Já hann gaf þeim dauðafæri í byrjun síðari en heilt yfir átti hann mjög góðan leik gegn einu heittasta sóknarpari deildarinar.
Fabinho 9 – Hann er ekki bara einn besti varnarmiðjumaður deildarinar heldur líka einn besti miðvörður deildarinar( Er Fabinho/Van Dijk ekki helvíti sexy miðvarðapar)
Andy 9 – Átti frábæran leik. Dugnaður í vörn og sókn. Besti vinstri bak í heimi.
Gini 8 – Farið að semja við hann og það strax. Virkilega góður að vinna boltan í kvöld.
Henderson 9 – Fyrirliðinn átti einn af sínum betri leikjum á tímabilinu. Alveg grjótharður í kvöld.
Jones 8 – Menn þurfa ekkert að bíða eftir að Ox eða Keita fari að komast í gang. Þessi strákur á byrjunarliðsætið með svona framistöðu. Hann virkar á mann eins og sá leikmaður sem Keita átti að vera.
Salah 7 – Skoraði og var ógnandi en maður var orðinn helvíti þreyttur á þessum löngu sendingum hjá honum á fjær sem ekkert varð úr.
Mane 8 – Okkar mesta ógn sóknarlega. Var að taka menn á og keyra á vörnina allan leikinn. Hefur stundum geta gert betur í sumum stöðum en Tottenham voru í vandræðum með hann og þá sérstaklega í síðari.
Firmino 10 – Já, ég ætla bara að skella á hann 10 fyrir þetta sigurmark sem gerði alla Liverpool aðdáendur í heiminum glaða í kvöld(morgun, dag eða nótt fer eftir hvar þú átt heima)
Sitjum á toppnum eftir allt sem á undan hefur gengið(meiðsli og VAR) er eiginlega vel yfir pari miða.
YNWA – Næst er það Palace og viljum við fá að vera á toppnum þegar við borðum jólamatinn 🙂
Roberto Firmino fær 10, reyndar flestir í liðinu.
Erfitt að nefna einhvern bestann í kvöld, liðið spilaði óaðfinnanlega.
Besta lið í heimi.
YNWA
Skýrslan er komin inn. Spurning hvort hún hefði átt að vera beittari?
Ræðið.
Fyrirtak!
Takk fyrir frábæra skýrslu
Sælir félagar
Takk fyrir skýrsluna Daníel og já það hefði verið í lagi að hafa hana beittari (les. hrauna meira yfir Móra og dómarann) en hún var samt að mínu mati fín. Það minnist enginn á vítið sem var sleppt þegar Dier hélt Salah og stöðvaði boltann með handleggnum. Nánast nákvæmlega sama og á sínum tíma þegar T’ham fékk vítið gegn M. City og jafnaði leikinn á síðustu leiktíð. Alltaf víti í mínum huga. Svo má minnast á dómgæsluna. Mér finnst að dómarinn hafi verið að dæma lið en ekki leik og það ekki óhlutdrægt.
Mark Son var alltaf rangstaða og ef Liverpool leikmaður hefði verið í sömu stöðu þá hefði hann alltaf verið dæmdur rangstæður. Dómarinn vildi að T’ham ynni þennan leik en gat ekki skorað fyrir þá svo hann kaus að láta rangstöðumark standa. Þegar dómarar eru farnir að dæma lið en ekki leiki eiga þeir að taka pokann sinn.
Annars beið ég anzi lengi eftir Svavari í 30 000 fetunum og hann kom aldrei. Ég gafst því upp og fór að skrifa þennan status enda helv . . . kalt í háloftunum.
Það er nú þannig
YNWA
Er á leiðinni!
Hvernig nennirðu þessu væli…. Ertu 5 ára?
Þurft að hrauna meira yfir dómarann og Morinho… Til hvers?
Son var ekki rangstæður…. Hefði þetta verið Liverpool leikmaður…. Þá hefðiru talað um að þetta væri aldrei rangstæða…. Taka niður gleraugun
Ekki væla yfir því ef þér finnst annar vera að væla 😉
Vertu samt velkominn á Kop.is spjallið
RIP Houllier, takk takk fyrir frábæru þrennuna 2001. Það má þakka honum fyrir að draga klúbbinn aðeins inn í nútímann á sínum tíma. Vorum aðeins of mikið að lifa á forni frægð þegar hann kom inn.
Nokkrir punktar:
1. Hvar var þetta lið í Fulham leiknum? Vanmat og átti að bara að taka með einari?
2. Geggjuð frammistaða. Ekki séns að Spurs verði fyrir ofan okkur aftur.
3. Eins og brósi benti á yfir leiknum. Hvað var málið með dómarann? Var hann að reyna að vera fyrir og trufla spilið hjá okkar mönnum. Hann var alltaf fyrir!
4. Fokking rangstæða á Son! Í fyrstu endursýningu er hann fyrir innan en svo er tekið skáskot teikning og allt í einu er hann samsíða og kviss kvass búmm búið að skoða þetta og mark! WTF!!
5. Elska að vera Poolari. Fokk off Móri!
Og já, ef einhverjir púlarar sáu ekki einkar smekklegt, fallegt og látlaust myndband sem félagið birti til að heiðra minningu Gérard Houllier, er það hér: https://twitter.com/LFC/status/1338597518167470082
Vel að verki staðið hjá félaginu. Ég mundi svo vel eftir McAllister aukaspyrnunni, var gaman að sjá hana þarna! En hvíl í friði, Houllier. Þvílíkur toppmaður.
Þetta var sætasti sigurinn á annars heilt yfir mjög pirrandi tímabili. Viðbrögð Jose sýna vel hversu helvíti illa þetta sveið og djöfull er unaðslegt hvað Klopp fer í taugarnar á honum. Hann er ekkert að taka athyglina af liðinu með þessum stælum eftir leik, hann er í alvörunni svona tapsár og hefur alltaf verið.
Þetta var auðvitað sex stiga leikur m.v. stöðuna í deildinni en ekki síst í ljósi þess að eftir því sem fleiri meiðast er meira og meira krúsíal að ná a.m.k. fram í janúar án þess að tapa mótinu. Ef Liverpool heldur áfram svona með þetta marga meidda er erfitt að sjá hver á að stoppa liðið þegar menn fara að skila sér aftur úr meiðslum eða hópurinn verður styrktur.
Curtis Jones er núna fjórði kostur á miðjunni, hann er á undan Keita, Milner og Ox myndi ég halda og haldi hann áfram undir stjórn Klopp er hann ekki nálægt sínu þaki sem leikmaður, hann er 19 ára!
Rhys Williams 19 ára spilaði sinn fyrsta leik með Fabinho sem var ekki einu sinni talinn með sem miðvörður fyrir tímabilið. Það er sturlað að komast klakklaust frá því. Hann gerði alveg smá feila en heilt yfir stóð hann sig mjög vel og Liverpool vann. Þvílíkt tímabil sem þetta er að verða hjá honum.
Fabinho er uppáhalds leikmaður minn í liðinu og mögulega sá besti. Fyrir utan Van Dijk veit ég ekki um mikið betri miðvörð, hann er það góður. Samt er hann ennþá betri sem miðjumaður. Vanmetið hversu ógeðslega góður hann er.
Salah er eins, hann var að jafna markaskorum John Barnes fyrir Liverpool en hefur spilað 235 leikjum færra. Það er ennþá mjög vanmetið hvað hann er fáránlega góður.
Það er svo orðið með ólíkindum hvernig nánast allir VAR dómar falla bara ekki með Liverpool, ef að Son var ekki rangstæður og tæknin það solid að ekki þurfti að segja þetta upp í paint í 4-5 mínútur til að hreinlega búa til rangstöðu, flott mál. Sóknin ætti einmitt ef eitthvað er að njóta vafans. Ekki gera það þá þegar verið er að reyna búa til rangstöðu á Liverpool. Það hafa nú þegar tapast stig út af slíku í vetur og þessi ákvörðun var sannarlega ekkert greinilegri en Mané var gegn Everton sem dæmi. Taylor var annars heilt yfir afleitur í þessum leik.
Ofboðslega sætur sigur gegn hroðalega leiðinlegu uppleggi Móra.
Fabby Longlegs er búinn að vera stórgóður í miðvarðarstöðunni, margir eru klárlega að vanmeta það. Hann hefur komið mér skemmtilega á óvart, kappinn er einfaldlega að spila á heimsklassaleveli í stöðu sem hann er ekki vanur.
Táningarnir hafa meira en staðið fyrir sínu og frábært að þeir séu að fá leikreynslu í Klopp boltanum, þó það komi ekki til af góðu. Curtis Jones virkar eins og fullorðinn miðjumaður og er klárlega búinn að færast upp í goggunarröðinni og Rhys Williams er prýðilegt backup í hjarta varnarinnar.
Jafnvel þótt meiðslalistinn styttist hratt og örugglega (sem við vonum vitaskuld) mun liðið græða á reynslunni sem þessir ungu menn hafa fengið snemma vetrar, það er alveg klárt.
Sammála, þetta átti að vera rangstæða miðað við línuna. Það á greinilega að reyna allt til að LFC vinni ekki deildina aftur!
Alls ekki á því að það sé eitthvað samsæri gegn Liverpool per se þó vissulega hafi okkar menn verið fáránlega óheppnir þegar kemur að VAR í vetur og nánast allir vafadómar fallið á móti liðinu sem við sjáum svo fara nákvæmlega á hinn vegin í öðrum leik skömmu seinna. Viðhorf einhverja dómara hefur vafalaust áhrif af og til en það er ekki eins og það séu samantekin ráð um þetta.
Ósamræmið og það hvað þetta er alltaf ósannfærandi og óskýrt er að drepa þetta. Já og svo er pirrandi að skora svona sigurmark á 90.mín og maður er smeykur við að fagna því strax af fullri hörku.
Ef að Son var ekki rangstæður og það þarf ekki að teikna þetta í korter með tilheyrandi línudansi er eins gott að það eigi alltaf við, líka þegar Liverpool gæti hagnast á því. Töpuðum stigum gegn Brighton og Everton á atvikum sem voru minna vafamál en þetta hjá Son.
Ég verð að minnast á fyrirliðann okkar Hendo, hann er búinn að vera frábær eftir að hann hristi af sér meiðslin. Vinnusemin og báráttugleðin á heimsmælikvarða.
Til hamingju með þennan sigur Liverpoolaðdáendur nær og fjær. Spurs liðið spilar þannig bolta að erfitt er fyrir lið að koma boltanum í netið hjá þeim svo okkar menn stóðust prófið með glans. Ungu mennirnir stóðu sig vel svo framtíðin er glæsileg. Má segja að meiðslahrinan í haust hafi leitt fram á sjónarsviðið unga bráðefnilega leikmenn sem hægt er að binda miklar vonir við. Eins hefur það leitt í ljós að leikmenn sem voru fyrstu varamenn í upphafi tímabilsins eru sumir ekki með hausinn rétt skrúfaðan á.
Þessi meiðsli gætu verið að gefa okkur heimsklassa stjörnu í Curtis Jones sem var aldrei að fara fá þennan spilatíma í vetur ef Thiago, Keita, Ox og Milner væru allir heilir. Ekkert víst að hann hefði náð í gegn hjá Liverpool en nokkuð öruggt að svo verði úr þessu. Minnir á hvernig Trent kom inn á skömmum tíma fyrir Clyne og Gomez og eignaði sér stöðuna sem þeir höfðu leyst fram að því.
Eins gætum við verið að eignast nógu góðar varaskeifur næstu árin í Kelleher og Neco Williams sem eiga helling inni ennþá.
Þessir þrír allir í einu er gríðarleg inntaka á skömmum tíma.
Þar fyrir utan er Harvey Elliott sem er langefnilegastur af þeim öllum og svo strákar eins og Rhys Williams sem hefur líka verið að taka sína sénsa.
Haha Tim Sherwood
https://twitter.com/FootballMares/status/1339330590005452800
: D LOL
Bobby að skora gegn Móra á 90.min er það besta sem gat gerst haha…nú þarf FSG bara að taka upp veskið og borga Gini það sem hann vill. Hvort sem það er 4 ára samningur eða 200k á viku. Ekki hægt að missa höfðingjann.
Ég er sammála þessu Gini er algjör Rolls þarna á miðsvæðinu og vinnuseminn er svakaleg minnir mann á Milner í þeim efnum.
Hann er gæða leikmaður sem ég vill alls ekki missa í jan eða í sumar bara alls ekki hann á nóg eftir og hver er búinn að vera einn mest consistant miðjumaður Liverpool á þessu tímabili ? jú mikið rétt akkurat hann.
No brainer fyrir okkar menn að endursemja!
YNWA
Algjörlega sammála.
Gini var áberandi bestur í gær… eins og reyndar 10 aðrir.
Það verður skelfilegt að missa Gini, ætli Thiago sé ekki ætlaður í staðin fyrir hann. Hann gjörsamlega átti miðjuna í gær ásamt Hendo, hann er svo góður á boltanum að það er næstum því bara svindl. Það er líka alveg yndislegt að sjá hvað Rhys og Jones eru að koma sterkir inní liðið, þessir guttar eru alveg að sýna hvað er mikið spunnið í þá. Klopp veit 100% hvað hann er að gera í þeim málum. Kannski þurfum við ekki að versla miðvörð í janúar ?
Besta jólagjöfin í ár yrði samt að gera nýjan samning við GINI, PLEASE !
Ég er á því að svona á að að tækla rangstöðuna í VAR. Meta samsíðuna og ef er vafi þá á sóknarmaðurinn að njóta hans. Þessar línuteikningar í 3 til 5 mínútur í leit að rangstöðu er alveg hrikalega kjánalegt og nú vil ég sjá þessa ákvörðun og aðferð gefa fordæmi fyrir aðra dómara.
Held að það séu flestir sammála því, stuðningsmenn Liverpool sem og aðrir. Vandamálið er að maður hefur nákvæmlega enga trú á að svo verði raunin og skaðinn er þegar skeður. Það hefur t.a.m. ekki verið gefið út einhverja nýja línu í þessum málum og því erfitt að skilja afhverju þetta er svona núna en alls ekki í atvikum Mané og Salah. Svo er alls ekki eins og Liverpool sé eina liðið sem hefur tapað stigum á þessari fáránlegu teiknileikni í leit að rangstöðu.
Frábært að sjá Thiago Alcantara aftur á æfingarsvæðinu.
https://www.liverpoolfc.com/news/first-team/420539-photos-thiago-alcantara-continues-recovery-with-fitness-session
Svo held ég að það eigi að losa okkur við Shaqiri, Origi Keita og Uxann, þessir menn eru annaðhvort meiddir eða ekki með gæðin til að spila með Liverpool.
Treysta á ungu strákana Rhys Williams, Neco Williams, Curtis Jones og svo hin mjög svo unga Harvey Elliot.
https://www.youtube.com/watch?v=Lomcvr3p1hU&ab_channel=442oons