Það er stutt á milli stríða þessa dagana en í hádeginu á morgun, aðeins 62 tímum eftir að síðasta leik lauk, mætum við Crystal Palace á Selhurst Park í London. Okkar gamli knattspyrnu stjóri Roy Hodgson hefur verið að gera fínustu hluti í höfuðborginni, hann hefur hinsvegar ekki náð að vinna gegn Liverpool síðan honum var látinn fara frá félaginu. Palace situr í tólfta sæti með átján stig eftir þrettán leiki en þeir eru ósigraðir í síðustu þremur deildarleikjum sínum.
Palace menn náðu að styrkja sig lítillega í sumar. Þeim tókst að finna peninga með því að selja norðmanninn Alexander Sörloth til Leipzig en hann var á láni í Tyrklandi í fyrra og notuðu þann pening til að sækja Eberechi Eze, ungan spennandi strák frá QPR, sem hefur byrjað ágætlega fyrir þá. Þeir sóttu líka Nathan Ferguson 19 ára hægri bakvörð frá WBA en hann meiddist á þessu stutta undirbúningstímabili og hefur enn ekki komist af stað. Palace fór þá og sótti okkar gamla félaga Nathaniel Clyne.
Palace kemur inn í þennan leik á fínu skriði. Eftir að Zaha snéri tilbaka eftir að hafa fengið Covid eru þeir búnir að spila þrjá leiki, unnu WBA 5-1 og gerðu svo 1-1 jafntefli við Tottenham og West Ham. Benteke kom einnig aftur inn í liðið á sama tíma og hefur skorað þrjú mörk í þessum leikjum en nældi sér svo í rautt spjald gegn West Ham og verður ekki með gegn okkar mönnum.
Palace hefur átt erfitt varnarlega í vetur en þeim hefur ekki tekist að halda hreinu í síðustu tólf leikjum, eða síðan í opnunarleik tímabilsins gegn Southampton. Þeim hefur einnig ekki gengið sérstaklega vel á heimavelli undanfarið en aðeins unnið tvo af síðustu tíu heimaleikjum og verður því áhugavert að sjá hvað gerist á morgun þar sem okkur hefur ekki gegnið sérstaklega vel á útivelli í vetur, sigurlausir í síðustu fimm.
Eftir ótrúlega 3-3 leikinn á Selhurst Park 2014 var búinn til einhver grýla, að Liverpool gengi illa gegn Palace en það á þó ekki við mikið að styðjast. Síðan þá hafa liðin mæst þrettán sinnum og Palace unnið þrjá en Liverpool hina tíu. Liverpool hefur unnið síðustu sex viðureignir liðanna og Sadio Mané skorað í þeim öllum.
Liverpool
Eftir góðan sigur gegn Tottenham sitjum við á toppi deildarinnar og ef þið komumst hjá því að tapa á morgun er ljóst að við verðum á toppnum um jólin! Það með okkar langa meiðslalista en fyrir leikinn á morgun eru Gomez, Van Dijk, Tsimikas, Milner, Thiago, Shaqiri og Jota frá og Joel Matip tæpur nema við fáum aðrar upplýsingar á blaðamannafundi Klopp í hádeginu.
Það verður erfitt að giska á liðið á morgun þar sem við höfum spilað tvo leiki í þessari viku og gert lítið af breytingum og ég er ekki viss hvort Klopp biðji þá um einn leik í viðbót því svo er átta daga frí eftir þennan leik eða hvort við sjáum eitt klassískt undarlegt desemberlið hjá honum. Hinsvegar vegna meiðsla eru ekki miklir möguleikar á bekknum svo það minnkar líkurnar á liði eins og við sáum í 5-2 leiknum gegn Everton í desember í fyrra.
Sjaldan verið jafn óviss um hvernig liðið verður en skaut á tvær breytingar. Jones hefur verið frábær undanfarið og Williams var flottur gegn Tottenham en ástæðan fyrir því að ég býst við að þeir byrji ekki er að hinir leikmenn liðsins eru vanir að spila marga leiki á stuttum tíma á meðan ungu strákarnir eru ekki búnir að fá þá reynslu og gæti því trúað að þeir þurfi að víkja. Spurningin er þó hveru heill Joel Matip er því ég væri mjög óöruggur að sjá Nat Phillips gegn Zaha. Með þetta leikjaálag þó er nánast hvað sem er jafn líklegt, eina spurningin er síðan hvað læknateymið segir.
Spá
Held að við fáum undarlegan leik. Crystal Palace menn liðar eru óvanir því að spila þrjá leiki í viku og okkar menn eru of vanir því síðustu vikurnar og verður leikurinn því líklegast hægur og vinnst á einbeitingu og góðum leikköflum, erum ekki að fara horfa á okkar menn hlaupa yfir Palace í þessum leik. Ætla að spá 2-1 sigri Liverpool þar sem Salah og Mané skora sitthvort markið og Zaha setur mark Palace.
Sælir félagar
Það er bara eins og það er, laugardags hádegisleikur eftir erfiðan(?!?) toppbaráttuleik. Eftir þann sigurleik sitjum við einir á toppnum eins og vera ber, meistarar og allt. Nú þurfum við að vinna C. Palace og leggja allt í það því góð hvíld er framundan fyrir þreyttan og meiðslum hrjáðan hópinn. Ég vona að “Matip meiddi” geti spilað þennan leik, því þó hann hafi meiðslsögu sem nálgast heimsmet, er hann mjög góður varnarlega og mikil ógn í vítateig andstæðinganna í föstum leikatriðum, þegar hann getur spilað. Það er aftur á móti lítið gagn í Matip meidda þegar hann getur ekki spilað (skrítið)sem er því miður oftar en hitt.
Það er ekkert fast í hendi í ensku deildinni nú um stundir. Allir virðast geta unnið alla og enginn getur bókað sigur í einum einasta leik. Það sást í leik MU og SU í gær þar sem engu munaði að MU tapaði leiknum á móti liðinu sem situr grafið í botn deildarinnar með 1 stig eftir 13 umferðir. Það er þó trúa mín að Liverpool fari að geta bókað sigra þegar allir þeir sem eru á meiðslalistanum núna koma til leiks. Þá á ég við alla nema VvD og JG og býst við að við fáum varnartröll strax í byrjun jan og svo framvegis. En fyrir leikinn í kvöld spái ég 1 – 3 Salah, Mané og Matip með mörkin okkar.
Það er nú þannig
YNWA
Sæl og blessuð.
Jólaandinn er sannarlega ósvikinn í Wolverhampton:
https://www.mbl.is/sport/enski/2020/12/18/framherji_liverpool_a_oskalista_ulfanna/
Vonandi fer Origi kallinn. Ég spái því að við fáum 12 milljónir punda fyrir hann, ef af verður.
Þessi leikur er á pappír uppskrift að eins miklu basli og hægt er að hafa það. Woy er seigur að núlla út skapandi fótbolta og Palace er með leikmenn sem geta verið með vesen. Þetta er solid jafntefli þar sem Stockley Park verður i einhverju hlutverki. 1-1 fyrir mig.
Núll áhyggjur þó Matip nái ekki þessum leik þar sem Philips mun gera það sama og aðrir ungir hafa verið að gera og stíga upp. Sýndi það líka fyrr í vetur að hann er traustsins verður.
Spái 0-3 fyrir okkar mönnum þó leikurinn verði erfiðari en tölurnar gefa til kynna. Jafnvel að Philips stangi inn einu!
Þetta verður áhugaverður og jafnframt erfiður leikur. Bæði lið fá jafnstuttan tíma í recovery, þannig að ég geri ráð fyrir lítt breyttu Liverpool liði. Vona að Mane stigi upp í þessu leik, enda hann á mikið inni. Vonandi þróast leikurinn allavega þannig að VAR verði ekki aðal umræðuefni leiksins.
Pistlahöfundur nefnir réttilega leikjaálag og gerir þá ráð fyrir að tveir yngstu mennirnir verði hvíldir. Ég geri ráð fyrir óbreyttu liðu frá miðvikudegi, nema hvað Matip verði með ef hann er heill.
spái að Matip, Keita og Minamino komi inn fyrir Williams, Jones og Salah.
Úff , bæði Keita og Minamino í byrjunarliðinu :-/