Liverpool 7(!!!) – Crystal Palace minna (Skýrsla uppfærð)

Staður og stund: Fundarherbergi Liverpool, viðstaddir eru þjálfarateymið og aðalliðið, daginn fyrir leik gegn Crystal Palace.

Klopp: Eitt að lokum. Við fengum hugmynd sem okkur langar að prufa

Hendo: Hvað viljum við próf nýtt þegar við vorum að vinna liðið í öðru sæti og erum á toppi deildarinnar?

Klopp: Prufum bara að skapa fullt af færum… og setjið boltann í netið í hvert sinn sem þið hittið á markið.

Liðið samtímis: Ekki málið.

Í fjarska læðist ónotatilfinning að Roy Hodgson. Honum finnst hann heyra bergmál Víkingaklappsins og hvert sem hann lýtur finnst hann sjá rauðar tölur… tölurnar 7 og 0.

Leikurinn.

Ég veit ekki um einn einasta púllara sem var ekki allavega smá stressaður fyrir þessum leik. Kom í ljós að það var óþarfi svo ekki sé meira sagt. Það var Minamino sem opnaði fyrir flóðgáttirnar. Trent sendi boltann inn á teig fyrir lappirnar á Sadio Mané, sem reyndi að snúa og skjóta en varnarmaðurinn var fyrir. Mané sá að Minamino var frír, sendi á japanan sem tók smá snertingu til að skapa sér pláss og renndi boltanum í fjær hornið! Fyrsta mark hans í deildinni staðreynd og þungi fargi af honum létt.

Næsta mark kom á þrítugustu mínútu. Það verður að segjast að Liverpool voru ekkert sérstaklega góðir þarna á milli, Palace komust aftur og aftur í fínar stöður og við verðum að vera þakklát að sóknarmenn Hodgsons hreinlega gátu ekki fundið hvorn annan með sendingum. Aywe var áberandi skelfilegur og eftir nokkur klúður í röð sá maður á honum að hann var gjörsamlega búinn að tapa hausnum. En þessar þrjátíu eða svo mínútur voru þær einu spennandi í leiknum. Þangað til Mané skoraði algjört Klopp-bolta mark. Keita sendi langan bolta í átt að vítateig Palace. Minamino náði ekki alveg að stjórna honum og Palace leikmaður potaði tuðrunni á samherja. Án þess að hika pressuðu tveir leikmenn Liverpool þann sem fékk boltann. Boltinn skopaði til Firmino sem sendi gullfallega sendingu á Mané sem slúttaði!

Þriðja markið kom svo rétt fyrir hálfleik, engu ófegra en hin. Í þetta sinn unnu Liverpool boltann við eigin teig. Firmino sá að Robbo var laus á vinstri kantinum og sendi á hann og skyndisóknin fór af stað. Robb bar boltann upp völlinn og sendi fyrirgjöf á Bobby sem þakkað pent fyrir sig með utanfótar snuddu! 3-0 í hálfleik.

What a man!

Svo tók við leikurinn „hvað getum við skorað mörg?“ Fjórða markið kom frá miðjumanni. Liverpool í sókn, Keita sendi á Trent á hinum kantinum. Stráknum hefur væntanlega langað að skora á sínum 150. leik en færið var ekki alveg nógu gott svo hann lagði boltann fyrir Jordan Henderson sem þrumaði í fyrsta og kláraði leikinn endanlega.

Svo var stöngin hjá Palace með bévítans dónaskap. Bæði Minamino og Mané komu sér í flott færi en stöngin var á vitlausum stað, sem er ekkert nema ókurteisi af henni, og skotin láku framhjá. Mané var svo tekinn af velli og var allt annað en sáttur með það. Held að engin haldi öðru fram en að hann sé með nóg keppnisskap. Ég hefði viljað vitað hvað dauðþreyttir leikmenn Palace hugsuðu þegar staðan var 0-4 á heimavelli og ferskur Mohammed Salah skokkaði inn á.

Frá sextustu mínútu byrjaði leikurinn aðeins að róast. Leikmenn Liverpool léku sér að Palace eins og köttur að mús, héldu boltanum löngum stundum og sköpuðu færi þess á milli. Palace komust yfir miðju með á sjötugustu mínútu, Liverpool unnu hann og fóru í skyndisókn. Salah sendi himneska sendingu á Bobby Firmino sem skoraði sitt annað mark með utanfótar-vippu-úr-þröngu-færi-með-markmanninn-í-sér. Þetta var fáranlegt. Það á ekki að skora svona mörk, það er bara dónalegt.

Áfram tifaði klukkan og þegar aðeins tíu mínútur voru eftir hugsaði Salah „Heyrðu, ég væri alveg til að vera markahæstur í deildinni þegar tímabilið er búið.“ Fyrra mark hans var skalli eftir hornspyrnu. Seinna markið var þetta dæmigerða Salah mark: Hann fékk sendingu við vítateigs línuna, tók eina snertingu til að opna á vinstri fótinn og skrúfaði boltann í fjærhornið! Liverpool í sjöunda himni, Palace ekki svo heppnir.

Maður leiksins

Sko. Einu sem koma til greina er Firmino, Mané, Minamino, Hendo, Gini, Keita, Fabinho, Matip, Trent og Robbo, Salah, Alisson og svo nátturulega Curtis Jones og Chamberlain því ég vil ekki skilja þá útundan. En ef ég þarf að velja einn þá er það Bobby, hann var stórfenglegur.

Umræðupunktar eftir leik.

  • Hin liðin í titilbaráttunni geta ekki brosað yfir þessu. Þrátt fyrir meiðslakrísuna, þrátt fyrir metfjölda VAR-hneyksla, þrátt fyrir að hafa spilað marga af erfiðustu leikjunum á pappír, þrátt fyrir að hafa tapað 7-2, þrátt fyrir allt þetta er Liverpool liðið fært um svona frammistöður og á toppi deildarinnar.
  • Keita mynti mann á afhverju hans er saknað þegar hann meiðist. Eftir erfiðar fyrstu mínútur var hann allt í öllu, pressaði og átti hverja gull sendinguna á fætur annari.
  • Í dag var ár liðið síðan Minamino kom til Liverpool og hann náði að skora sitt fyrsta mark í deildinni. Er hann að vaxa jafn hratt of við viljum? Nei. En hann er að koma til og getur vonandi byggt á leiknum í dag.
  • Fimm markaskorarar í dag og sjö mismunandi leikmenn með stoðsendingar. Þetta er rugl.
  • Fyrsti leikurinn í síðan í apríl 2019 sem hin heilafa þrenning nær öll að skora.
  • Ef það var einhver í vafa um það þá er Firmino komin aftur í sitt besta form.
  • Það er hálf fáranlegt að skora sjö mörk og það var kannski eitt þar sem markmaður Palace gat gert betur. Slúttinn voru stórfengleg í dag.
  • LIVERPOOL VERÐA Á TOPPNUM UM JÓLIN!!! Til að fagna legg ég til að allir spili besta jólalagið, en í dag eru einmitt fjögur ár frá því að það var samið.

Næsti leikur er svo Stóri Sámur og West Brom eftir rúma viku. Gleðileg jól meistarar!

29 Comments

  1. Þvílík frammistaða ! Palace algjörir klaufar að skora ekki eitt eða tvö í fyrri hálfleik. Höldum hreinu líka, magnað !
    Gaman að sjá loksins Uxann !

    6
  2. Jæja…maður er eiginlega orðlaus yfir þessari frammstöðu
    Og stærsti útsigur Liverpool í EPL ? já takk.

    YNWA
    maður leiksins ..ekki hugmynd.

    3
  3. Eftir 3 mín var þetta búið.
    Frábær leikur hjá þeim í dag og vikilega flott að geta nýtt hópinn vel í dag, Minamino og Keita voru bara í betri kantinum í dag og svo skiptu þeir Salah og Mane vel með sér mínutunum í dag. Chamberlain komst loksins á völlinn aftur og svo byrja þeir Thiago og Shaqiri að æfa í næstu viku.
    Það er svo sannarlega bjart yfir þessu hjá okkur og í 3 árið í röð verðum við í 1 sæti yfir jólin.

    4
  4. Ég er orðlaus hérna. 8 skot og 7 sungu í netinu.

    Roy greyið var bugaður í sjöunda markinu en svona er boltinn stundum.

    Nú er bara að nýta sér þennan meðbyr,hvíla lúin bein og taka vel á móti Samma Lifesaver og co. í næsta leik

    Gleðileg jól.

    6
  5. Hvenær hugsaði ég að þetta væri komið?? Hmmm… var nokkuð viss eftir mark númer sjö. YNWA!!! 🙂

    3
  6. Það er extra skemmtilegt að sjá Bobby skora, þvílíkur leikmaður

    10
  7. Þegar að Liverpool spilar vel þá finnst manni alltaf nokkrir koma til greina sem maður leiksins. Þetta sýnir hvað liðsheildin er sterk hjá okkar mönnum.

    Þannig var það í dag.. Allt liðið lék frábærlega. En ef ég væri neyddur til að velja einn frekar en annan þá myndi ég í dag gefa nafnbótina til Keita… ekki endilega af því að hann hafi staðið upp úr jafngóðu liði Liverpool heldur af því dag sýndi hann svo sannarlega þau gæði sem maður veit að búa í honum.

    11
  8. Þetta er í annað skipti sem ég man eftir að Salah kemur inn á sem varamaður og gerir 2 mörk.

    Þetta er mjög ánægjulegur leikur fyrir margar sakir.

    Firmino skorar 2 mörk og afgreiðslan var virkilega yfirveguð í bæði skiptin. Mjög ángæjulegt hvað Firmino hefur náð finna netmöskvana mikið undanfarið. Ég hef áður sagt að ef hann næði að nýta færin sýn betur, þá væri hann einn allra besti framherji í veröldinni. Það er það eina sem hefur vantað hjá honum.

    Minamino – tróð ekki sokki heldur öllum skáldsagnabálki Haldórs Laxnes ofan í þvaðuropið á þeim sem hafa gagnrínt hann mest. Hann kom virkilega vel út í þessum leik og vonandi nær hann að láta ljós sitt skína betur í framtíðinni.

    Markið sem Mane skoraði var líka algjörlega heimsklassa, Hann var skjótari en Lukku Láki að skjóta og skuggi Mane var þremur mínutum á eftir honum að snúa sér við. Svo snöggur var hann.

    Keita kom líka rosalega vel út. Ég skildi ekki alveg þessa gagnríni á hann. Finnst hún fyrst og fremst einkennast af pirringi út í það hve gjarn hann er að meiðast. Fyrir mér er hann leikmaður sem á fullt erindi í byrjunarliðið okkar ef hann nær að haldast heill.

    Annars var þetta skrítinn leikur. Palace spilaði alls ekkert illa í fyrri hálfleik og voru óheppnir að jafna ekki en svo er eins og þeir hafi gefist upp þegar þeir áttuðu sig á því að þeir áttu við ofurefli að etja. 7-0 gefur ekki alveg rétta sýn á þessum leik og ég er alveg sannfærður um að ef Palace hefði jafnað, þá hefðu úrslitin orðið allt öðruvísi.

    Frábær leikur hjá okkar mönnunm. Núna erum við búinn að núllstilla markahlutfallið eftir þennan hræðilega 7-2 tapleik gegn Aston Villa.

    11
  9. Frábær sigur.

    Skoruðum strax en svo voru Palace mjög líklegir til að jafna en við náðum ekki að halda bolta né að halda þeim frá því að komast í góðar stöður.
    Svo skorar Mane og þá er eins og það kemur ró á þetta að við völtum yfir þá.

    Gríðarlega mikilvægt fyrir Minamino og Keita að spila 90 mín í deildarleik og eiga líka svona flotta frammistöðu. Firmino farinn að klára og fer hann upp um eitt level í gæðum en kappar eins og Henderson/Andy mega ekki gleymast í svona þar sem þeir voru stórkostlegir.

    Ég man eftir 1-6 sigrinum á Palace og hélt að maður ætti ekki eftir að sjá svoleiðs framistöðu gegn þeim aftur en þessi 0-7 sigur var betri.

    Gleðileg jól kæru stuðningsmenn og mæli ég með að menn skoði stöðuna í deildinni oft um jólin.

    YNWA

    11
  10. Sæl og blessuð.

    Nokkur atriði:

    1. Hafði ég rétt fyrir mér með Minamino og Keita? Nei
    2. Var það góð ákvörðun að segja Roy Hodgson upp? Já
    3. Er Salah besti framherji samtímans? Já
    4. Er Jurgen Klopp besti þjálfari … ever? Já
    5. Erum við efst í deildinni þrátt fyrir katastrófal meiðsli? Já
    6. Er Lúðvík kátur í dag …?

    ynwa
    LS

    18
    • Lúðvík réð ekki við þessa gleði sem var á laugardaginn… Þannig ég segi Stórt Já!

      1
  11. Sjö mismunandi leikmenn með stoðsendingu. Gæti trúað að það væri met.

    11
  12. Liverpool er besta lið heims. Klopp er heimsins besti framkvæmdastjóri. Langar bara að undirstrika þetta því mótlætið að undanförnu virðist bara styrkja okkur og það er akveðin list. Það er fátt betra en að svona rúst og að vonast til að hin liðin klikki.

    9
  13. Þau hafa nú ekki verið mörg mörkin sem liðið hefur skorað með skotum fyrir utan teig í deildinni á þessari leiktíð. Gini á móti Úlfunum, og ef einhver man eftir fleirum þá má endilega rifja það upp.

    Í dag komu tvö slík: Hendo með eitt og Salah með eitt.

    8
  14. Stórkostleg jólagjöf frá strákunum okkar! 0-7, við með flest stig og búnir að laga markatöluna. Vonandi tapa smurfs stigum á móti Brendan og félögum á morgum. Með þessu áframhaldi fer taflan að líta rétt út.

    Mig langar bara að árétta það að mér fannst fullmikil neikvæðni í garð Klopp og liðsins okkar eftir síðustu viku. Ef það eru einhverjir stuðningsmenn sem getað leyft sér að treysta sínum framkvæmdarstjóra 100% þá erum það við.

    Happy Christmas, allir saman!

    9
  15. Maður er hálforðlaus, ekkert út á að setja, erfitt að tjá sig.

    Virðast allir vera að jappla á sokkaparinu sem Minamino og Keita buðu uppá í dag. Ég ætla að horfa á þetta aftur og tjá mig frekar á morgun.

    YNWA

    3
  16. Sælir félagar

    Allir leikmenn voru flottir í dag og enginn þar undan skilinn. Firmino samt fremstur meðal jafningja og Mané sýndi hvað það er sem gerir hann að afburðaleikmanni. Keita sýndi hvað hann er góður þegar hann er heill og það sama má segja um Matip. Minamino síógnandi og hlaupin hans mörg frábær og vel hugsuð. Allir leikmenn sýndu margt gott og sumir ýmislegt frábært sem hlýtur að vera því ekkert lið í efstu deild vinnur annað lið í þeirri sömu deildmeð 7 marka mun án þess að spila frábærlega

    Hvað sem sagt hefur verið um menn eins og Minmino og Keita fyrir þennan leik er jafn gott og rétt og það var á sínum tíma. Hitt er svo annað að í leiknum við C. Palace voru þeir flottir og það er mjög gott. Ekki veitir okkur af að breiddin í liðinu aukist svo leikmenn fái einhverja hvíld. Ox kom inná og Tiago Alcantara farinn að æfa og guð veit hvað. Liverpool er komið á sinn eðlilega stað í töflunni og gaman væri ef Vardy og félagar reittu stig af Móra á morgun.

    Það er nú þannig

    YNWA

    6
  17. Gaman að lesa svona metnaðarfulla leikskýrslu eftir frábæran leik, takk

    3
  18. Nú er gaman að vera Liverpoolaðdáandi. Vel gengur þessa stundina og gott að gleðjast yfir þessu. Staðan í deildinni er farin að minna svolítið á miðjan níunda áratug síðustu aldar þegar nokkur tímabil í röð voru sömu lið á toppnum, Liverpool og Everton.
    Nokkrir punktar..
    …þó vel gangi er ekkert komið í hús
    …hættum að væla um þessi meiðsli sem eru hjá mörgum öðrum liðum bara álíka mikil. Það eru öll lið í deildinni að glíma við meiðsli, eftirköst covid og/eða mikið leikjaálag
    …Keita er enn í herbúðum Liverpool og alls ekki ónýtur, gleðilegt
    …styttist í sterka leikmenn
    …fyrir minn smekk er fullstutt í MC
    …ungu drengirnir áfram frábærir
    …Hendo og Robertson að blómstra eins og á síðasta tímabili
    …Trent að koma til eftir erfiða byrjun á tímabilinu, amk miðað við hans getu.
    …Fabhino er frábær miðvörður
    …Gleðileg jól

    11
  19. Maður þurfti að gagnrýna my man Bobby hérna á opinberum vettvangi svo hann færi að setja tuðruna í netið. Stundum virkar að röfla hehe.

    Sammála Hendo að þeir voru sloppy á köflum og heppnir að palace jafnaði ekki og þá kannski hefði þetta orðið annar leikur en þvílíka veislan sem manni var boðið uppá. Frábær frammistaða og Fab er orðinn monster þarna í vörninni.

    2
  20. Er að horfa á Tottenham – Leicester, hef nú ekki horft mikið á liðin í vetur. Tottenham varla búnir að koma við boltann eftir 30 min. á heimavelli. Pakka bara í vörn. Spila Tottenham alltaf svona? …held að Móri ætti nú bara að skella sér í MLS deildina.

  21. Þráðrán!
    Jörgen Klopp var á dögunum kosinn þjálfari ársins, fyrir mér var þetta rökrétt, og ætla ekki einu sinni að réttlæta þá skoðun mína hér, ástæðan er of augljós. Hins vegar finnst mér einkennilegur ágreiningur hafa komið upp varðandi kjör hans. Heimir Guðjónsson þjáfari Vals talar t.d. um skandal, að Hans Dieter Flick hafi ekki verið kosinn. Hver er HDF? Hefur hann komið vonlausum liðum sem hann hefur tekið við í hæstu hæðir? Who in a hell is that guy? Ok hann gerði BM að meisturum, great. Með alla þessa snillinga innanborðs, þ.á.m. okkar Tiago. Evrópumeistara, já líka, en allt þetta með sama mannskap og fyrirrennari hans hafði. Hann var þar áður aðstoðamaður Löw hjá þýska landsliðinu. Pointið hjá mér er ekki að draga niður HDF, sem kannski, mögulega er svona frábær, hver veit. En er ekki fullsnemmt að bera hann saman við Klopp?

    YNWA

    9
  22. Manchester VARunited okkar helstu keppinautar ásamt city.
    Auðvitað væri utd ekki svona ofarlega án aðstoðarinnar, og við værum líklega stungnir af nú þegar, ef VAR væru ekki að mestu á móti okkur. Frá þessum sjónarhóli skilur maður þessa undarlegu VAR dóma, er deildin að reyna að stjórna því að hafa spennu? Mér finnst þetta full augljóst.
    Tottenham eru að því ég held að afskrifa sig í titibaráttunni, öll lið hafa áttað sig á að móri hefur ekkert breyst, stuðningsmönnum tottenham til ama, að hans leikstíll er enn af gamla skólanum “verjast og beita skyndisóknum “. Smá hugleiðingar.
    Væri ekki upplagt að fá kútinn tilbaka? Flottar varaskeifur, kúturinn og D.jota!! Hversu geðveikt væri það! Og einn glimrandi miðvörð! Kannski Dele Alli einnig!?! Hver myndi stöðva okkur?
    (Ef þið hafið ekkert gott eða málefnanlegt um það að segja sem ég skrifa, þegiði þá! Hundleiður á skítkasti hérna í minn garð.)

    1

Byrjunarliðið gegn Palace komið, Keita byrjar

Helgaruppgjör á Fotbolti.net