Liðið gegn WBA

Þá eru Klopp og Lijnders búnir að meta hvaða leikmenn komu best undan kappátinu um jólin. Svona verður stillt upp á Anfield á eftir:

Bekkur: Kelleher, N.Williams, R.Williams, Phillips, Milner, Oxlade-Chamberlain, Shaqiri, Minamino, Origi

Semsagt: bæði Milner og Shaqiri komnir til baka, og eru báðir á bekk. Þetta var svosem viðbúið. Þá er Keita hvergi sjáanlegur eftir að hafa spilað ágætlega í síðasta leik, og það er svosem í takt við hvernig hlutirnir hafa gengið hjá honum blessuðum. Því miður. Reyndar er það svo að núna vantar “bara” VVD, Gomez, Tsimikas, Jota og Thiago.

Við biðjum ekki um mikið, bara 3 stig og að allir komi ómeiddir út úr þessum leik.

KOMA SVO!!!

35 Comments

  1. Erum að fara úr 3 heilum miðjumönnum í wijnaldum Jones og Hendersonn ( tel fabinho miðvörð tvi hann verður þar út seasonid sennilega enda einn besti miðvörður heims bara kom ovart í ljós ofan í að hann væri einn besti varnarsinnadi miðjumaður heims )

    En að fá Keita, milner, Chamberlain, Shaq og Thiago þá erum við ekki með 3 heldur 8 miðjumenn. Vonandi að þeir haldist Heikir eitthvað þessir gaurar eins og Shaq og Chamberlain svo verður gaman að sjá thiago meira.

    4
  2. Það eru fjórir leikmenn sem geta spilað á miðju í hópnum, Champerlain, Shaqiri, Minamino, Milner og getur verið að ástæða þess að Keita er ekki í hóp út af því að breiddin er orðin svona mikil frekar en að hann er meiddur ? Finnst oft hópurinn stafa af framistöðu leikmanna á æfingum og það kæmi mér ekkert á óvart að leikmenn eins og Shaqiri og Minamino hafi verið að brillera á nýja æfingarsvæðinu.

    3
    • Keita er meiddur.

      Hvernig í veröldinni færðu þá hugmynd um að heill Keita komist ekki á 9 manna varamannabekk eftir frammistöðuna gegn Palace?

      Hans er sárt saknað af miðjunni í þessum leik, enda manna snjallastur í að brjóta upp svona múr eins og WBA stilla upp í dag.

      Þessi meiðslasaga hans er að verða illa pirrandi.

      2
  3. Sælir félagar

    Keita eitthvað hnjaskaður sagði Klopp. Hver er hissa?

    Það er nú þannig

    YNWA

    2
    • West Brom er aldrei að fara að skora í þessum leik miðað við fyrstu 10 mín. Spila 6-4-0 og liggja inná eigin teyg. Sam Allardyce er svo sannarlega mættur aftur. Spái 4-0.

      1
      • Jesús, tek þetta á mig. Ömurlegur leikur hjá Liverpool í dag, hörmulegur.

        1
  4. Glæsilegt mark, Matip sá hlaupið hjá illa völduðum Mane og þá þarf ekki að spyrja að leikslokum. Nokkrum andartökum fyrr var ég að furða mig á hve aftarlega allt WBA liðið lá og þá komast okkar menn mjög framarlega án þess að vera pressaðir. Megi þetta halda svona áfram.

    2
  5. Gaman að sjá Fabinho loksins spila á miðjunni í dag.
    Vonandi verða þeir ruthless í dag og sigla yfir þetta lið.

    6
  6. Þetta er of tæpt þurfum að bæta við marki strax í byrjun s-hálfleiks

    2
  7. Þetta mark sem Mane skoraði var 100% heimsklassa. Það er vonlaust fyrir varnarmenn að verjast svona hraðri afgreiðslu.

    Spilamennskan hefur verið hreinasta unun að horfa á köflum en það hefur vantað herslumuninn. Eitthvað extra til að klára leikinn alveg. T.d mann á réttum stað í teignum eða örlitla heppni. Leikur Liverpool gengur dálítið út á það að búa til sína heppni, pressa endalaust á andstæðinginn þar til hann gerir einhvern óskundan af sér. Í Raun hefur VBA spilað vel sé horft til þess að Liverpool er ekki búið að valta yfir þá.

    Hef ekki miklar áhyggjur af síðari hálfleik ef allt heldur áfram eftir sama flæði og hefur verið. Leikmenn þurfa samt á vera á tánum og gera sér grein fyrir því að þetta er fjarri því búið og það þarf ekki nema eitt óhapp til þess að svona leikur snarbreytist. Það má ekki gerast. Við erum að spila of vel til þess að eiga það skilið.

    2
  8. Chamberlain inn fyrir Jones eða Winjaldum, þá fáum við meiri ógn fyrir utan teig.

    3
  9. Sæl og blessuð.

    Það er þolinmæðisverk að spila gegn svona liði. Tíminn vinnur bæði með okkur og á móti. Þeir þreytast mjög standandi á hælunum nánast allan leikinn – en um leið væri það grátlegra en tárum taki (svo) ef þeir smygluðu inn marki gegn gangi leiksins. Fyrir vikið þyrftum við bæta við marki.

    Dæmigerður leikur þar sem liðið á að heita úthvílt. Þá er eins og tempóið hægist – þeir hafa fengið nokkur tækifæri á að sækja án þess að wba hafi komið sér fyrir í vörninni en allt einhvern veginn runnið út í sandinn.

    Ægilegt að Matip skyldi meiðast.

    Annars verður að segja Sámi það til hróss að andlitsgríman fer honum bara hreint ekki illa…

    (rata út)

    3
  10. 1000 sendingar 80% með boltan skiptir engu máli þarf að gera eitthvað til dæmis skjóta á markið.

    4
  11. Ekki oft sem ég verð verulega fúll út í liðið okkar en þetta er bara ömurleg frammistaða!!! Halda menn að leikir vinnast á því að vera í tilgangslausum sendingaleik. Andskotans einbeitingar- og getuleysi.

    4
  12. Þvílíka skitan hjá Liverpool geta ekki gírað sig upp í þessa leiki.
    þetta eru töpuð stig og gæti reynst mjög dýrkeypt.

    4
  13. Einhvernveginn bjóst maður við þessu eftir að leið á seinni hálfleik, slæm nýting hjá okkar mönnum og slakar sendingar að verða okkur að falli.

    4
  14. Stundum er bara gott halda 1-0 þegar 10 mín eftir. Klopp átti setja philips og milner til þétta miðju og vörn.
    Henda origi inná i restina.

    3
  15. Afhverju var klopp ekki búinn að skipta curtis jones út af þegar allir fyrir framan imbann voru búnir að gráta um skiptingu því að það lá heldur betur á okkur um miðjan seinni hálfleik sæll hvað ég er pirrrrrrrr

    4

Stóri Sam kemur í heimsókn

Liverpool 1 – WBA 1