Newcastle 0 – 0 Liverpool

 

Leikurinn

Fátt markvert gerðist fyrstu 10 mínútur leiksins fyrir utan nokkrar hornspyrnur á hvort lið. Heimamenn voru ekkert að fara ódýrustu fótboltataktíkina með rútustæðalagningu heldur pressuðu sæmilega á Englandsmeistarana og byrjuðu með tvo sóknarmenn frammi í klassískum 4-4-2. Virðingarvert af Newcastle að nenna að spila fótbolta enda þekktir fyrir mörg skemmtileg sóknarlið í gegnum tíðina.

Enda uppskáru hinir svarthvítu fyrsta góða færi leiksins er Callum Wilson slapp upp vinstra megin og lét reyna á Alisson úr þröngu færi en skotið varið. Eftir akademískt korter athugaði Milner viðbrögð varamarkvarðarins Karl Darlow með vinstrifótarskoti af löngu færi en auðveldlega varið. Newcastle ógnuðu strax í kjölfarið með upphlaupi hægra megin sem endaði með skoti frá Yedlin og fremur en útaf ógn skotsins þá supu Púlarar hveljur yfir að Andy Robertson lá eftir og stakk við fæti eftir upprisuna.

Liverpool voru meira með boltann og tölfræðin sagði 67% possession um miðjan fyrri hálfleik en heimamenn voru að gera heldur meira með boltann en okkar menn sem voru ekki að ná tökum á kraftinum í mótherjanum. Ró færðist yfir leikinn og fátt fréttnæmt þar til á 32.mín er Andy Robertson átti flotta sendingu á Bobby Firmino en Brassanum brosmilda brást bogalistinn í boltamóttökunni. Mínútu síðar sveiflaði Isaac Hayden skotlöppinni en langskotið fór framhjá marki Alisson.

Á 34.mínútu átti Liverpool að komast yfir er stungusending Henderson fann flott hlaup hjá Salah sem var sloppinn einn á móti markverði en Darlow gerði frábærlega að verja í markinu. Pressan jókst og allt í einu var Liverpool-liðið loks farið að ógna af alvöru. Annað gott færi kom undir lok hálfleiksins er Firmino fékk skallafæri í teignum en við nýttum ekki meðbyrinn og mómentið nógu vel og leikar voru jafnir í miðbikinu.

Núll – núll í hálfleik á St. James‘ Park

Eftir tedrykkjuna í hálfleik hélt sama mynstur áfram. Liverpool ívið sterkari og meira með boltann en heimamenn sprækir og baráttuglaðir. Leikurinn öskraði þó á einhverja viðbótar sköpun til að opna leikinn og öll augu Púlara voru á Thiago á tréverkinu. Á 65.mínútu fékk þó Salah annað opið færi kominn næstum í gegn en skaut framhjá í þetta skiptið. Stuttu síðar fékk Firmino aftur skallafæri og í þetta sinn eftir hornspyrnu en stangaði boltann röngu megin við stöngina.

Loks var biðin búin og á 73. mínútu kom Thiago Alcantara kom inná til að gera lokatilraun í átt til sigurs. Eitthvað lifnaði yfir okkar mönnum en á 79.mínútu þá voru Newcastle nær því að skora er Alisson varði öflugan skalla frá Clark sem hefði endað í markhorninu. Liverpool svaraði með dauðafæri er misheppnuð hreinsun á fyrirgjöf endaði næstum sem marklínugjöf til Mané en varnarmenn hreinsuðu frá á síðustu stundu.

Rauði herinn lagði allt í sölurnar á lokamínútunum og eftir hornspyrnu átti Firmino enn eitt skallafærið en Darlow varði enn og aftur vel í markinu. Sekúndurnar tifuðu og Klopp gaf Shaqiri nokkrar mínútur í uppbótartíma en allt kom fyrir ekki og frústrerandi niðurstaða.

Ömurlegt 0-0 jafntefli

Bestu menn

Fátt um fína drætti og margir af okkar öflugustu leikmönnum tókst ekki sýna sín gæði til að skora mörk. Salah og Firmino fóru illa með sín færi og á skárri degi þá hefðu þeir sett nokkur mörk. Það er helst að Fabinho sýndi karakter og kraft bæði varnarlega og með boltann ásamt ágætum vörslum Alisson. Fabinho fær mitt atkvæði sem maður leiksins í kvöld fyrir sitt framlag.

Vondur dagur

Enginn leikmaður átti alslæman dag þó að margir havei verið undir meðallagi í kvöld. Það er helst að meistari Klopp hafi átt annan slæman leik í röð þar sem fátt var um nýjungar í sóknarnálgun liðsins, skiptingar komu seint og ein sérlega undarleg í uppbótartíma. Við ætlumst til meira af okkar manni og vonandi kemur það í næstu leikjum.

Umræðan

Það sýður á pirringnum hjá flestum Púlurum eftir síðustu tvo leiki þar sem enn og aftur töpum við dýrmætum stigum gegn liðum í neðri helmingi deildarinnar. Við höfum átt marga flotta leiki gegn betri liðum deildarinnar á tímabilinu en þetta fer að vera hlægilega lélegt gegn Newcastle, WBA, Brighton og Fulham.

Ástæðan fyrir einstæðum yfirburðum Englandsmeistaranna á síðasta tímabili var einmitt það að klára leiki eins og þessa annað hvort með auðveldum yfirburðum eða sigurmarki á síðustu mínútum leikja. Tækifærið hefur verið algerlega til staðar að byggja upp ríflegt forskot á toppnum með mörg liðin í toppbaráttunni að tapa stigum en við hermum eftir þeim og opnum á að hleypa öðrum í toppsætið með svona skussaskap. Þetta gengur ekki lengur og við heimtum betra á nýju ári.

Gleðilega hátíð og farsælt komandi Liverpool-ár!

YNWA

55 Comments

  1. Slakasti leikmaður tímabils so far: Trent

    Hef ekkert meira að segja.

    13
    • Sammála þér varðandi Trent og vil bæta við þar sem skýrsluhöfundur segir að enginn leikmaður hafi átt alslæman dag get ég nefnt meðal annars Trent og Curtis áttu að mínu mata verulega slæman dag nema ég hafi verið að horfa á einhvern annan leik.

      YNWA.

      4
  2. Rosalega eru menn orðnir daprir í að klára þessi minni lið sem við eigum að klára.
    Salah, Mane og Firmino alls ekki að nýta færin og það er að verða ansi dýrt.
    United eiga góðan séns á að jafna okkur að stigum.
    Eina sem er jákvætt er að töframaðurinn Thiago er mættur aftur til leiks.

    1
  3. Skita, þennan leik átti Liverpool að vinna. Ekkert Polly Önnu kjaftæði. Það var bara skít lélegt að vinna þennan leik. Andleysi og máttleysi. Sama saga og á móti WBA og Fulham. Klopp verður að brydda eitthvað upp á hlutina. Þetta er ekki boðlegt.

    8
  4. Sæl og blessuð.

    Hvað getur maður sagt? Var að blúsast yfir miðjunni en svo komu dauðafærin hvert af öðru og sóknin klikkaði. Salah, Firmino, Gini… Thiago kemur inn eins og hljómsveitarstjóri og áfram raða þeir inn færunum. Þvílíka skítanýtingin! Létu varamarkmann Hnjúkaselsins líta út eins og Neuer. Bjakk.

    Höfum vissulega oft séð tríóið okkar fara illa með færin en þeir hafa alltaf bætt það upp með ódrepandi seiglu og einbeitingu sem hefur skilað inn marki um síðir.

    Það gerðist ekki í kvöld og ekki í fyrrakvöld heldur. Búum okkur undir strangan vetur og langan.

    7
  5. Þessir Jólaleikir Liverpool sýna okkur svo þreytt lið, að ,, litlu liðin ,, líta út fyrir að vera stórlið.

    7
  6. Sælir félagar

    Skipting á nítugustu og annari mínútu segir allt sem segja þarf um plan B hjá Klopp. Milner í byrjunarliði ásamt farþeganum Jones. Fyrsta skipting eftir 65 mín. Uppleggið skelfilegt og ekkert gerist í raun fyrstu 40 mín leiksins. Aðeins 8 stig töpuð gegn lélegustu liðum deildarinnar. Frábær frammistaða ekki satt. Það er boðlegt hvernig liðið mætir svona skítaliðum eins og Newcastle, WBA, Fulham og S. United.

    Þó liðið hafi fengið nokkur hálf-færi og svo 3 dauðafæri virðist það ekki duga til þegar leikmenn hafa enga trú á því sem verið er að gera. Hvað með mótiveringu á liðinu. Hvað, ég endurtek hvað á það að þýða að vera með Milner og Jones í byrjunarliði í leik sem verður að vinnast. Ég bara spyr.

    Það er nú þannig

    YNWA

    6
  7. Hvar á maður að byrja eftir svona leik.

    Er ekki bara fínt að tala um það slæma en við fengum bara 1 stig úr þessum leik og er það eftir 1 stig gegn WBA og verður þetta að teljast skelfileg niðurstaða í stigasöfnun.

    Bestu fréttirnar eru samt að við sáum Thiago inná vellinum og það sjá það allir sem vilja að hann er í algjörum heimsklassa og á eftir að reynast okkur frábær.

    Það er eiginlega ótrúlegt að við höfum ekki náð að skora í þessum leik. Salah fékk nokkur dauðafæri sem hann fór illa með, Firmino átti að skora, Mane fékk færi og meiri segja kappi eins og Andy átti að gera betur í fyrrihálfleik en fyrsta snerting sveik hann eins og svo marga í þessum leik.

    Af því að við fengum bara 1 stig þá verða allir pirraðir og vilja helst láta hausa fjúka en það sem var okkur að falli í þessum leik var ekki baráttu og andleysi eins og gegn Fulham/WBA heldur var að nýtta ekki helvítis færin og ná ekki heldur að nýta stöður þegar við hefðum átt að geta komið okkur í dauðafæri sendingar frá Trent, Andy og Gini á ögurstundu klikkuðu á dauðafría samherja inn í teig.

    Maður hélt að við værum að fara að nýtta okkur það að lið í kringum okkur hafa verið dugleg að tapa stigum en nei, við dettum bara í sama pakkan(og getum verið fegin að þau hafa líka verið að tapa stigum).

    YNWA – Gleðilegt nýtt ár en næsti leikur verður gegn Southampton 4.jan og vill maður sjá Thiago byrja þann leik og vonandi nýjan miðvörð mættan á svæðið.

    p.s Dómarinn réði ekki úrslitum í þessum leik en guð minn almátugur sem hann leyfði þeim að tefja leikinn og draga úr öllum hraðanum. Fyrir utan að það lá maður hjá þeim í tvær og hálfa mín og svo voru slatti af skiptingum en það var bætt við 4 mín. Þegar maður hefði haldið að 5-6 væru málið.

    7
  8. Alger hörmung … sorry … en þýðir ekki að byrja að spila fótbolta á móti arfaslöku liði síðustu 20 mín. og því miður Curtis týndur í síðustu tveimur leikjunum …

    4
  9. Maður bara á ekki orð yfir þessum aumingjaskap.

    Salah, Firmino og Mané virðast hafa klárað kvótann sinn í leiknum á móti Crystal Palace.

    Alexander Arnold. Hann verður að fara að stíga upp.

    Markmaður Newcastle góður en þessi færanýting er samt ekki fokking boðleg.

    Þvílík helvítis skita þessir síðustu tveir leikir og SEX fokking jafntefli staðreynd. Gæti reynst rándýrt þegar fram líður.

    Nú reynir á Klopp að gera breytingar og við þurfum enga stórsigra. Það þarf greddu og gæði í sókninni og klára færin. Mikið sem ég sakna Diogo Jota!

    6
  10. Síðustu mínútuna nýttu þeir til að spila upp á jafnteflið. Segir margt.

    3
  11. Ali: góður

    Trent: verið dapur þetta tímabil, en aldrei daprari en í kvöld.

    Fab: stóð fyrir sínu.

    Phillips: þokkalegur, en hægur og mikið drop í gæðum. Margir málsmetandi menn eru þó á því að enginn miðvörður verði keyptur í janúar.

    Robbo: góður, á öðru leveli en félagar sínir í kvöld þó sendingarnar hafi oft verið hættulegri.

    Hendo: virtist þreyttur frá 1. mín. Einn slakasti leikur hans á þessu ári. Óvenju andlaus.

    Jones: Eins hrokafullur og mér fannst hann gegn WBA, þá fannst mér í fyrsta skipti eins og hann skorti sjálfstraust. Áhugalítill og andlaus. Átti að fara af velli í hálfleik.

    Milner: slakur heilt yfir, mögulega ögn skárri en félagar sínir á miðjunni. Virtist amk áhugasamari en Curtis.

    Salah: farinn að hugsa um Madrid?

    Besti framherji í heimi: alltaf góður, eða svo er mér sagt. Kórónaði frábært 2020. 7 mörk í 50 leikjum eða eitthvað nálægt því.

    Mané: okkar hættulegasti maður, en talsvert frá sínu besta.

    3
    • Hendó þurfti stanslaust að dekka fyrir Nat Philips. Í raun var hann í tveimur vinnum í kvöld. Og það sást.

      5
      • dekka? í föstum leikatriðum?

        Góð leikgreining, líklega þurftum við auka mann í aftar gegn þessari ógurlegu Newcastle sókn.

        Mögulega ástæða þess að Newcastle höfðu yfirhöndina á miðjunni framan af, vegna þess að Hendó var í aukavinnu við að dekka fyrir Nat P.

        2
      • Ég skrifaði dekka FYRIR Philips. Dekka svæðið hans. Wilson, besti maður Newcastle sótti mjög á Philips, sem er langt frá því að vera í efsta gæðaflokki. Annars máttu bara vera eins fúll og þú vilt – en það sjá það allir sem vilja að shaky miðverðir kosta miðjuna talsvert meiri vinnu en ella.

        5
  12. Tvö stig á móti risaeðlunum, wba og newcastle. Því miður munum við ekki verja enska titilinn. Þessi 4 töpuðu stig munu kosta okkur þann titil. Ég finn þetta komment í maí og set upp hérna fyrir ykkur sem trúið mér ekki. Klopp er ekki með plan á móti svona 6-4 liðum. Bara Leeds.

    • Höddi B það eru 8 stig töpuð í fjórum leikjum sem LFC átti að vinna.

      4
      • Já rétt sigkarl. Ég tala samt bara um wba og þennan leik. Við virkum bara eins og miðlungs lið, ég hefði miklu frekar viljað sjö 1-0 sigra. Þetta 0-7 dæmi á móti Roy er bara löngu búið að núllast út. Klopp hefur alltaf átt í vandræðum með svona varnarblokkir og það að byrja með þessa miðju inná er bara stórslys.

        5
    • Ertu búinn að gefast upp? Sem betur fer ert Klopp ekki með hugarfarið þitt 😉

      1
  13. Það versta er að Man Utd. Með B. Fernandes í fararbroddi eru líklegastir til þess að taka titilinn eins og staðan er í dag

    2
  14. Annar arfaslakur leikur hjá okkar mönnum. Engin ógn fram á við. Hversu oft sá maður Robertson/Trent taka sprettinn upp kantinn en aldrei kom sendingin, frekar á næsta mann 5 metrum frá. Salah slakur, Mane slakur, Firmino arfaslakur. Miðjan ofboðslega passív og leiðinleg. Eina jákvæða við þennan leik var að Thiago kom inná.

    3
  15. Svona aðeins til að hoppa beint á grátvagninn… “ ‘Ay, here we are with problems at the top of the league.’ ”

    Væla minna, gera meira!

    3
    • Þú vilt væntanlega meðalmennsku, til hamingju með það, og sáttur með svona leik ?? heldur þú með wba ?

      4
      • Rólegur Höddi það kemur fram í nafninu hjá honum hvaða liði hann heldur með Blackburn hlítur að vera 🙂 en annars allveg samála ef menn hafa ekki þolinnmóð að lesa það sem menn hafa að segja hér inni þá endilega vera úti ekki inni og Leifa okkur hinum að tjá okkur í friði þetta er síða sem er gerð til að menn geti tjáð sig og skiptir engu hvernig menn gera það og ég tek grátur og væl fram fyrir meðalmennsku allan daginn.

        YNWA.

        4
  16. Ef Jota hefði ekki spilað þennan tilgangslausa leik í DK værum við með 9 stiga forskot. Staðfest.

    5
      • Ætlaði alls ekki að þumla þig. Ef hann hefði ekki byrjað á móti ful, wba og new hefði hann mögulega gert gæfumuninn af bekknum, annars startað og gert gæfumuninn. Er samt ekki í ef og hefði leiknum. Bara enn og aftur að benda á þessa skitu hjá klopp í dk.

        2
      • jú vissulega, höfum saknað Jota sárt í síðustu tveimur leikjum.

        1
  17. Nibb, enga meðalmennsku. Við fengum nokkur góð færi sem duttu ekki fyrir okkur í dag. Það hendir og Klopp þarf að finna betri lausnir gegn svona spilamennsku, held reyndar að það sé Thiago.

    Ég bara nenni ekki að detta í þunglyndi og raus yfir þessu, sem á öðrum degi hefði fallið með okkur.

    Ekkert sáttur með niðurstöðuna, og svo máttu bara troða þessu WBA kommenti þangað sem það á heima.

    3
  18. Því miður hefur liðið sigið hægt og rólega niður brekkuna árið 2020. Hefðum alltaf kæárað þennan leik fyrir ári síðan…
    Þýðir ekki að kenna fjarveru VVD um því hann var að baka okkur allskonar vandræði í fyrstu umferðunum.

    3
  19. Horfum framávið.
    Villa tekur Utd og svo tekur við mánaðar frost vegna covid.
    Verðum fyrstir upp úr blokkunum þegar þetta byrjar aftur.
    Sjáumst í feb.
    YNWA

    2
    • Deildin verður staðfest ekki fryst. Væri langsniðugast að að halda Covid liðspartý þegar einhver greinist smitaður í liði, þannig eru 10-14 dagar út hjá liði og síðan getur það spilað áhyggjulaust út tímabilið.

  20. Auðvitað eru meiðslin að hafa áhrif gengi liðsins. Það væri rugl að segja annað. Svo hafa nokkrir lykilmenn verið slakir í vetur. Þar er fyrst að nefna Trent sem er bara allt annar og verri leikmaður en á síðasta tímabili. Mane er búinn að vera slakur eftir að hann fékk Covid. Firmino fyrir utan 2 til 3 leiki. Robertson virkar þreyttur.
    Ég hef engar áhyggjur af United.,þeir verða aldrei meistarar. Ef Klopp kaupir ekki miðvörð þá er eitthvað að

    5
    • Þvi miður held eg að united se það lið sem er i baráttunni við okkur og þeir eru þvi miður með besta leikmann deildarinnar i Bruno.
      Seinustu tveir leikir hja okkur hefur ekkert aukið bjartsýnina hja manni

      2
  21. Auðvitað erum við öll ósátt og það eigum við að vera. Ég efast ekkert um að enginn er minna ósáttur en Klopp. Eigum við að kalla þetta krísu eða slæma periodu?

    Það er stórkostlegt að sjá hvað Thiago býður upp á inni á vellinum. Við erum á toppnum og búnir að vera án hånd og 6-7 annarra sterkra leikmanna. Ég er þess alveg viss að við munum koma sterkir tilbaka í janúar. Er algjörlega viss um það!

    15
  22. Það er náttúrulega fáránlegt að þegar staðan er svona:

    * Liverpool á toppi deildarinnar, og verður það þrátt fyrir að lið vinni leiki sem þau eiga inni (nema í því tilfelli að United vinni sinn leik með 10 marka mun, gef mér að það sé ólíklegt)
    * Liverpool með flest mörk skoruð í deildinni
    * Liverpool með besta markahlutfallið
    * Mo Salah markahæstur (í augnablikinu, DCL og Son eiga vissulega báðir leik inni)

    að þá erum við samt drulluóánægð. Og megum reyndar alveg vera það. Liðið hefur ekki sýnt þann fótbolta sem við vitum að það getur sýnt: menn að klúðra góðum marktækifærum, burðarásar í liðinu ekki að finna sig (t.d. Trent síðustu vikur, Hendo og Salah í kvöld), “possession” þýðir einna helst að öftustu menn eru að spila boltanum á milli sín en virðast ekki vera að finna menn í opnum svæðum framar á vellinum.

    Þessir leikir gegn Newcastle, WBA, Fulham og Brighton hafa verið rosalega mikið stöngin út, á meðan að á fyrri hluta síðasta tímabils voru þessir leikir nánast alltaf stöngin inn.

    Nú reynir á Klopp og Lijnders að rífa menn upp andlega. Því ég held að þetta sé svo sannarlega ekki spurning um skort á líkamlegri getu, heldur andlega þreytu eða mögulega er komið eitthvað óöryggi. Ég er ekki viss um að þetta óöryggi sé tilkomið af því að það vanti VVD, liðið er jú ekki búið að tapa deildarleik frá því að hann meiddist. Held það sé dýpra á þessu, og í reynd finnst mér liðið hafa verið óstöðugt allt árið 2020.

    En svo á hinn bóginn er ekki eins og nokkurt hinna liðanna hafi verið að sýna eitthvað afgerandi meiri stöðugleika. Mér finnst allt eins líklegt að þetta sé bara eitthvað sem öll lið eru að glíma við.

    Breytir því ekki að ég held að okkur langi öll til að liðið fari að spila af þeirri getu sem við vitum að er þarna til staðar.

    21
    • Góð greining á þessu. Post covid hefur ekki verið neinn stöðugleiki. Ein pæling í þessu er að það vantar X factor í sóknina. Jota kom mjög sterkur inn. 7-0 var minamino frammi með bob og mane. Palace vissi ekki í hvorn fótinn átti sð stíga svo mikil var hreyfing á tríóinu. Svo wba, new auk ful áður með fantastic three og þetta er bara steingelt. Sammála, þsð þarf að mixa þessu upp. Skil stundum ekki af hverju salah og mane svissa ekki köntum ef ekkert gengur fyrstu 20-30min.

      3
  23. Gengið í síðustu leikjum minnir um margt á tímabilið 18/19 – vorum með ágæta forystu öðru hvoru megin við hátíðarnar, það kom þreyta í liðið, jafnteflisleikir, City saxaði á forskotið og enduðu á að vinna titilinn með minnsta mun. Tímabilin þar á undan að missa stig á móti minni liðum sem var að kosta okkur toppbaráttuna. Er það að gerast núna?

    Sáu þið muninn á að fá Thiago inn á miðjuna? Skyndilega komu snilldar sendingar og stórhættulegar á meðan Milner og Curtis í klappi og hliðar saman hliðar í 60 mínútur! Fremstu þrír missa að sjálfsögðu “tötsið” og sjálfstraustið með í svoleiðis dansi. Hendo náttúrulega meira að bakka upp vörnina með óstyrkan Philips í miðverðinum.

    Segi það aftur, Curtis er ungur og safnar í reynslubankann en nú er þetta komið gott hjá honum í bili, hvíla hann og eða nota í FA þegar þar að kemur. Það er kominn tími á Minamino, Shaq, Uxann og Thiago inn á miðjuna – Keita líka ef hann helst einhvern tímann heill. Þeir allir koma með meiri ógn en Curtis nokkurn tímann – mitt mat!

    Mér er svo skítsama hvernig fer hjá MU og Aston Villa um helgina, við verðum alltaf á toppnum hvernig svo sem sá leikur fer. Þetta Manchester lið er á smá heppnis “rönni” núna en það endist ekki lengi og kemur að því að þeir missi út lykilmenn. Þá um leið setur MU áhangendur hljóða sem nú koma skríðandi úr öllum holum og halda að þeir séu að verða meistarar!

    Ég neita að trúa því að það sé ekki verið að vinna á bakvið tjöldin að finna í það minnsta miðvörð til að styrkja vörnina og hópinn! Hvernig lítur dæmið út ef við missum Fabinho í meiðsli?!

    Verið svo viss, Newcastle steinliggur fyrir Leicester í næsta leik!

    YNWA

    9
    • Já, Thiago er með rosalegt auga fyrir samherjum. Með hann erum við miklu meira skapandi.

      3
  24. 1) Já, það er fokking pirringur yfir því að hafa ekki unnið síðustu tvo leiki, sem sannarlega “áttu” að vinnast.
    2) Já, við erum á toppnum, þrátt fyrir misstig í síðari hluta desember. Við höfum töluvert betri markatölu en ManU og ekkert annað lið getur náð okkur að stigum miðað við 16 leiki.
    3) Það er slömp og dömp hjá okkur, en ég vil trúa því að horfi til betri vegar. Þetta er jójó tímabil. Við byrjuðum illa eða ekkert alltof vel, svo kom flottur kafli, svo er smá hikst … svo kemur flottur kafli í janúar 😉 Af hverju ætti maður að trúa öðru, bara út af því að þetta voru töpuð stig? City á að heita með ansi sterkan hóp … þeir hafa tapað einu stigi meira en við. Hafa Villa menn frábæran hóp … sömu töpuðu stig og City? Einnig Everton.
    4) Ég ætla ekki að fullyrða um titilvörn eða titilmissi. Ég hef trúna, en þetta verður miklu þéttari pakki en yfirburðatímabilið í fyrra.
    5) Með allan hópinn heilan, hvaða lið ætti að stoppa Liverpool?
    6) Verðmæti Liverpool liðsins er hið mesta í deildinni … rétt. En dýrasta liðið er City og United í 2. sæti … töluvert dýrara en Liverpool. Newcastle er vel rúmlega helmingi ódýrara en Liverpool … þessar tölur segja ekki neitt um væntanlegt gengi eða hvernig gengið hefur verið í sextán umferðir … punkturinn fyrir mér er einfaldur: hópurinn okkar er nógu þéttur og góður til að vinna deildina. En aðrir eiga möguleika.
    7) Það eru nú 24 klst. og 8 mínútur eftir af þessu ári. Þessu fokking 2020. Þessu fokking 2020 sem færði okkur fyrsta Englandsmeistaratitilinn í 30 ár. 2021 verð ég fimmtugur … í maí … kannski verður afmælisgjöf félagsins til mín annar titill … hver veit?

    7
  25. Eina sem ég hef áhyggjur af er að það sé þreyta og pirringur í Klopp. Hann hefur dottið aðeins í pirrings- og þrjóskugír undanfarið a.m.k. Stjórar eru furðuleg eintök og stundum þráast þeir við að gera breytingar sem okkur sófasérfræðingunum þykja augljós. Mér fannst miðjan í dag afleit, en það læðist að mér sá grunur að Klopp hafi þráast við að halda Jones til að freista þess að troða sokk í pressuna, eftir dapra frammistöðu Jones gegn WBA. Það gerðist því miður ekki í dag. Mér fannst miðjan stórbatna við skiptingarnar, enda er Thiago fáránlega góður, en breytingarnar komu of seint. Það er enginn stjóri fullkominn, en okkar maður er sá sem kemst næst því. Vonandi hvílist hann vel fram að næsta leik. Gleymum því ekki að við erum á toppnum. Gleðilegt ár.

    3
  26. Það er ekki hægt að verja liðið/afsaka með umræðu um þreytu. Liðið hefur ekkert spilað meira en aðrir síðustu viku nema síður sé. Viku pása og ekkert lagaðist. Skiptingar Klopp eru glataðar hvað varða tímasetningar. Annars er maður bara ORÐLAUS !!! Jú, ótrúlegt að Klopp hafi enga lausn á varnamúrum þessara liða vitandi að þeir setja upp KÍNAMÚRINN. Eigum engan sem getur skotið á og hitt markið utan vítateigs.

    3
  27. Þið eruð nú ljótu anskotans vælukjóarnir við áttum fult af góðum færum í leiknum.
    Ég hélt augnablik að við værum að berjast við falldrauginn en ekki á toppnum með aðeins eitt skíta tap og nokkur svekkjandi jafntefli á bakinu.
    (Hvernig haldið þið að aðdáendum Arsenal líði)
    Á hverju í anskotanum áttuð þið von með nánast hálft liðið meiðslum.
    En þess fyrir utan þá segi ég gleðileg nýtt ár og takk fyrir það gamla.
    YNWA.

    7
  28. Það vantar alveg langskot utan af teig, Milner tók eitt með vinstri sem markmaðurinn varði, annars er alltaf það sama, sókn af köntum og gefið fyrir í þvöguna og lítið gengur að koma boltanum inn. Mótherjar þekkja þetta orðið. Klopp á að vera farin að kunna að bregðast við er mótherjjar leggja rútunni fyrir markið.

    2
  29. Nokkuð einfalt. Ef hin liðin sem við spilum við eru tilbúin í vinnuna, tilbúin að hlaupa meir en við, þá náum við ekki að vinna þannig lið.

    Planið hjá bæði Newcastle og West Brom um daginn voru einföld, ef maður er mættur frá LFC með eða án bolta, þá mætir leikmaður á svæðið og lokar.

    Spurningin er þá einfaldlega sú, hvort liðið hefur meiri vilja til að vinna vinnuna.

    3
  30. Ástæðan fyrir þvi að liðið er að klúðra þessum færum er útaf ALLT liðið er orðið svakalegt þungt !
    Hvernig heldur klopp að mane, firmino og salah geti spilað nánast hverja einustu mínútu eins og þeir hafa nánast gert þegar þeir eru heilir ?!
    Það er ekkert skrítið að menn seu þreyttir og að klúðra færum

    3
  31. Sammala Siggi b að hopurinn er hættulega þunnur til að verja efsta sætið. I ljosi mikilla affalla i hopnum VERÐUR þvi að gera viðeigandi raðstafanir i Januarglugganum, annars fer illa.

    3
  32. https://m.fotbolti.net/news/31-12-2020/owen-hissa-a-ad-mane-let-sig-ekki-falla
    Má markmaður halda utan um skotfót sóknarmanns sem er að fara ýta boltanum yfir línuna??? Aldrei skoðar VAR meintar vítaspyrnur til Liverpool en tekur 2 mm mörk af Liverpool og gefur Brighton víti á síðustu sekúndu. Þarf enginn að segja mér að þetta sé tilviljun. En burt séð frá því að Liverpool ætti líklega að vera með a.m.k. 6 stigum meira út af VAR þá er spilamennskan oft á tíðum hörmung. Nefni ég helst Salah, Trent, Mané, Bobby sem slaka og skástir eru Alisson, Gini, Jota og Andy. Megi nýja árið boða nýjan miðaverð og betri spilamennsku. YNWA

    2
  33. Sælir félagar
    Við sem höfum fylgt Liverpool í nokkra áratugi í gegnum súrt og sætt vitum að þetta lið sem við höfum núna er það besta og skemmtilegast sem við höfum átt, en menn eiga misjafna leiki og það er eðlilegt, hættum með þennan hroka og þetta væl, styðjum okkar menn, áfram LFC YNWA.
    Og Kop-verjar takk fyrir þessa frábæru síðu og ykkar geggjuðu podcastþætti. Og allir Liverpool stuðnings menn og konur gleðilegt ár 2021.
    Áfram Liverpool.

    6
  34. Þetta verður barningur þetta season og kannski endum við bara á að reyna að tryggja topp 4 en ef svo verður þá bara gerist það.

    En þetta er ekkert búið. Að sjá það sem thiago bauð uppá í gær bara í tæpan hálftíma segir mér að við getum unnið hvern sem er og lið sem pakka svona þessi gaur er með auga fyrir öllu það sést langar leiðir. Ógeðslega spennandi það er bara tannig.

    1

Byrjunarliðin á St. James’ Park í síðasta Liverpool-leik 2020

Gleðilegt ár frá Kop.is!