Liðið gegn United

Þá er liðið klárt sem gengur út á vígvöllinn gegn United núna kl. 16:30:

Bekkur: Kelleher, Milner, Ox, Jones, Minamino, Origi, Neco, Rhys, Nat

Eins og við óttuðumst þá hefur læknateymið metið það svo að Matip sé ekki klár í slaginn, er ekki einusinni á bekk. Keita er auðvitað hvergi sjáanlegur heldur.

Eins er áhugavert að Shaqiri er í byrjunarliði í fyrsta skipti í ég veit ekki hvað marga leiki.

Nú er að sjá hvort okkar menn nái að hrista af sér áhrifin af áhorfendaleysi, meiðsli varnarmanna, og lélegt form í síðustu leikjum. Núna er bara akkúrat tíminn til að sýna hvað í þeim býr.

KOMA SVO!!!

36 Comments

  1. Shaq að byrja sinn fyrsta leik í deild síðan gegn Watford í desember 2019.

    2
  2. Verðum að ná hagstæðum úrslitum , sigur frábær, jafntefli ok.
    Áfram Liverpool!!!!

    4
  3. Vængbrotnir en ekki sigraðir. Veit ekki hvað ég þoli meira af spennu þennan daginn en ég treysti mínum mönnum til góðra verka.
    YNWA

    1
  4. Úff. Henderson er ekki einu sinni næstum því miðvörður. Hins vegar er hann okkar mikilvægasti miðjumaður.

    Ánægður að sjá Big Shaq.

    Líst ekkert á þetta en vona það besta. Hugarfar leikmanna skiptir ÖLLU.

    Er raunsær og þori varla að vonast eftir sigri. Megum bara alls ekki tapa þessum leik og leyfa United að stinga okkur af.

    Áfram Liverpool!

    3
  5. Hef aldrei hatað mann eins mikið og Pigford núna.

    Ég hef samt bullandi trú og segi vara KOMA SVO LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

    10
  6. Annað. Eru menn með góða linka á leikinn? Treysti ekki hesgoal í svona leikjum.

    • Lang best að kaupa bara IPTV áskrift. Borgar 10USD á mánuði og getur horft á leikina í HD.

      1
  7. Vantar mikið upp á okkar sterkasta byrjunarlið og bekkurinn eftir því sem og engir áhorfendur! Á meðan stilla MU menn sínu sterkasta liði.

    Afsakið mig en ég óttast það versta í dag!

  8. Spái 3-0 fyrir Liverpool. Nú er MU loks að mæta almennilegu liði.

    2
  9. Æðislegt að fá þennan hlutdræga United aðdáanda til að lýsa þessu. Horfi á mute.

    10
  10. Ekki vörnin sem ég hefði viljað sjá en við þurfum bara 11 hermenn inná í þessa baráttu ! Koma svo rauðir ! Rúlla yfir þessa fjendur okkar !

    2
  11. Vantar mikið uppá skilning milli Thiago og framherjana. Ekki mikið spilað saman , utd er nú bara í því að tefja þessar fyrstu mínútur.

    1
  12. hvad er ad fretta tetta med domarann hann laetur utd lidid alltaf klara soknirnar to tad se rangstada og svo flautar hann um leid tegar mane virtist vera rangstaedur og svo flautar hann af tegar liverpool vinnur boltann a midjunni og senda mane einan i gegn hvada bull er tetta. Afsakid ekkert islenskt lyklabord

    9
  13. Hvenær hefur leikur verið flautaður til hálfleiks þegar stungusending kemur og sóknarmaður sloppinn einn í gegn?
    Mu hefur tafið allan leikinn og þetta dauðafæri tekið af um leið og +1er liðin!!

    9
    • 1 mínúta var ekki liðinn þegar hann flaitaði af svo farið sé rétt með 56 sek voru það og samkvæmt minni bestu vitund á dómarinn að klára sóknina en við erum LFC og fáum ekkert þó ekki væri nema smá réttlæti bara smá réttlæti bið ekki um mikið

      1
  14. Leikplan Utd að ganga fullkomlega upp megum passa okkur er líða fer á leikinn og staðan eins.

    3
  15. Afhverju í ósköpunum var flautað af eftir 45.50??? Og hvernig stendur á því að liðið sem er 30% með boltann er með þrisvar sinnum fleiri aukaspyrnu. ??? Ekki það ég ætli að þýða yfir dómgæslu … eða þú veist

    4
    • Þetta er alveg með eindæmum og ef mið er tekið af töfum utd þá var mínúta ansi lítið

      3
  16. Vantar herslumuninn hjá okkar mönnum. Staðan nákvæmlega eins og utd vonaðist eftir, búnir að vera að tefja frá fyrstu mínútu og treysta á skyndisóknir. Finnst rangstöðu dómarnir svolítið þreyttir, virðist ekki mega sleppa því að flauta þó svo við séum komnir með boltann og eigum möguleika á skyndisókn. Sama með lokasókn hálfleiksins sem leit vel út (á reyndar eftir að sjá það aftur) þá er flautað þó svo að uppbótartíminn sé ekki liðinn. Spurning hvað Klopp gerir í seinni eða yfir höfuð hvað er hægt að gera. Núna þurfa menn bara að girða sig í brók og klára þennan leik, við erum margfalt betri en þetta topplið utd sem með ótrúlegri heppni hafa komist þangað. Nú er bara nóg komið af þeirra heppni plís.
    YNWA

    2
  17. Þessi spillti Dómari flautar hálfleik um leið og okkat menn voru komnir í gegn. Dómarinn búinn að vera lèlegasti leikmaður vallarins.

    7
  18. Þetta er nú meiri gönguboltinn. Vantar allt blóð á tennurnar á okkur. Við þurfum bobby og gini útaf fyrir OX og Origi. Ömurlega hægt og fyrirsjáanlegt hjá okkur.

    4
  19. Alltof mikið af einhverjum krúsídúllum hjá okkur. Það vantar bara eitt fast skot fyrir utan teig ! Djöfullinn er það, de gea hefur varla þurft að verja bolta !

    5
  20. zzzzzzzzzzz….hrökk upp þegar lýsandi leiksins missti sig af æsingi yfir tækifæri ManU

    7
  21. Maður hafði á tilfinningunni að Liverpool myndi ekki skora þó að þeir myndu leika í 10 klst.

Tvöfaldur leikdagur – stelpurnar mæta Leicester

Stórmeistarajafntefli 0-0