Gullkastið – Déjà vu

Það er eins og við séum stanslaust að horfa á sama leikinn þessa dagana, tveir vondir tapleikir í þessari viku og áframhald á ömurlegu gengi. Aðalvandamálið blasir við en eigendur félagsins eru ekki aðeins farnir að fara í taugarnar á stuðningsmönnum liðsins heldur stjóranum líka sem er meira áhyggjuefni. Frank var sparkað hjá Chelsea og framundan eru Mourinho og Moyes með tilheyrandi gleði.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 321

24 Comments

  1. Gott að heyra að Maggi er kominn á vagninn með að setja Hendo í miðvörðinn en færa Fabinho í DM. Held það sé a.m.k. tilraunarinnar virði.

    Að lokum legg ég til að Liverpool kaupi eða fái lánaðan miðvörð núna í janúarglugganum.

    4
  2. Ef það eru ekki til peningar þá er til einföld lausn á því, selja þessa 2 leikmenn.
    Origi, hann hefur lítið sem ekkert fram að færa hvort eð er.
    Oxlade Chamberlain, met þörf á miðverði meira en hans framlag hingað til.

    Kaupum miðvörð
    Hvað mun Liverpool græða mikið ef þeir vinna deildina ?
    Hvað mun Liverpool græða ef þeir vinna meistaradeildina ?
    Hvað mun Liverpool græða á að enda í topp 4 ?

    Sleppum því að kaupa miðvörð
    Hvað tapar Liverpool mikið á að komast ekki í meistaradeildina á næsta ári ?
    Hvað tapar Liverpool mikið á því að enda utan topp 4
    Endum utan topp 4, hvaða leikmenn myndu fara ?
    Hvaða leikmenn myndu ekki vilja koma ?

    Það er algjörlega galið að kaupa ekki inn miðvörð til að reyna að bjarga tímabilinu.

    20
    • Væri líka hægt að hafa með í þessari jöfnu kostnaðinn við það ef samband FSG og Klopp súrnar.

      Ekki að maður áttar sig alveg á að það er ekki svo einfalt að telja bara upp einhverja sem væri gott að selja til að geta keypt í staðin. Neyðin núna er þannig að Liverpool þarf að taka séns og fjármagna kaup á miðverði án þess að vera með tryggt hverja verður hægt að selja í staðin (eða hvenær).

      4
      • Það þarf engin að segja mér það að það muni setja Liverpool á hliðina við það að fá inn betri miðvörð en Rhys Williams eða Nat Phillips.
        Hann þarf ekki einu sinni að vera mjög góður, bara ekki jafnlélegur og þessir 2.

        9
  3. Miðað við umræðuna mætti halda að Liverpool sé á barmi gjaldþrots ef enginn er aurinn til að kaupa sómasamlegan miðvörð til að leysa bráðan vanda okkar ástsæla liðs. Það er ljóst að tekjutapið verður gríðarlegt ef við missum af meistaradeildinni á næsta tímabili en auðvitað er ekki auðvelt að fá inn mann eða menn núna sem geta leyst öll okkar vandamál en það er að mínu mati bráðnauðsynlegt að fá inn í það minnsta einn miðvörð með reynslu af ensku deildinni til að stoppa í lekann og veita miðju og sókn nauðsynlegan stuðning og þá eigum við klárlega eftir að sjá betri tíð með blóm í haga.

    3
  4. Hvers vegna er ekki reynt að fá diego costa út tímabilið?
    Við getum ekki varist almennilega, en fá þá inn alvöru sóknarmann!
    Origi eða Costa inná þegar 15 mín eftir og þurfum að skora 1-2 mörk? Það þarf ekki að svara henni.

    4
  5. barca skuldar okkur 40m.. getum við ekki fengið einhvern varnarmann frá þeim upp í skuldina eða jafnvel coutinho

    4
  6. Nú efast ég ekki um að það er verið að ath með miðaverði.
    En er ekki stóra spurningin hvaða miðaverðir eru lausir núna í janúar?
    Gæti alveg trúað að þetta tímabil sé dæmt dautt og styrkingar komi í sumar.

    1
      • Hahaha svona getur farið þegar maður kommentar á símanum með hálfa sjón 🙂

        3
    • Er þá ekki betra að “redda” því sem reddað verður með því að fá miðvörð, allavega að láni, það eru nú einhverjir sem eru fáanlegir á láni. Vilja eigendurnir hætta á það að detta úr topp 4 sæti sem mun kosta okkur meira í tekjutapi en verð á góðum miðverði. Þetta er bara rugl ! algjört rugl, það þarf ekkert að segja mér að það sé “erfitt” að fá einhvern að láni sem er betri en Rhys eða Nat.

      3
      • Já sammála því með láns miðvörð.
        Held að þeir sem við sjáum orðaða við okkur og teljast sem byrjunarliðs kandidatar séu ekki lausir fyrr en í sumar.

        2
      • Hvaða miðverði er hægt að fá á láni á miðju tímabili. Eru það þá ekki leikmenn á svipuðu kaliberi og ungu guttarnir okkar sem eru ekki alveg tilbúnir. Leikmenn í Matip/Comez klassa eru væntanlega að spila á fullu sama hvar þeir eru.

        2
    • Hvernig eru miðaverðirnir að standa sig í vörninni?
      (Varð að fá að taka þátt í gríninu…)

  7. Sælir félagar

    Góðar umræður um miðverði/vörð/verð. Marktækir menn eins og til dæmis Maggi (kop-ari) og svo ómarktækir menn eins og t. d. ég (Sigkarl) höfum sagt anzi lengi að það muni kosta okkur leiktíðina sem slíka (engir titlar/meistaradeild/Evrópudeild) ef vörnin yrði ekki styrkt. Það er jafnvel okkur sófaspekingunum ljóst að það muni kosta LFC/FSG meira ef liðið dettur svona niður en verð á mjög góðum miðverði jafnvel í janúar.

    Það er augljóst að það kostar gríðarlegar upphæðir peningalega en orðsporið getur líka laskast verulega bæði á þjálfara og klúbbnum. Það með verður mun erfiðara að fá leikmenn til að styrkja liðið þar sem það þarfnast raunverulegrar styrkingar sem er á öllum þriðjungum vallarins. Við þurfum að selja leikmenn sem ekki standa undir því að vera Liverpool leikmenn af ýmsum ástæðum (meiðslasaga/getuleysi). Við þurfum að fá menn inn fyrir Matip meidda, Ox óstöðuga, Keita krókloppna, Origi ofmetna og ef til vill Gomes greyið. Matip og Gomes eru mjög góðir leikmenn inni á vellinum en notast ekkert utan hans þar sem amk. Matip dvelur alltaf stærstan hluta leiktíðar og Gomes stundum.

    Það er nú þannig

    PS. Verst að FSG skilja ekki Íslensku

    YNWA

    6
  8. Margt vitlausara en að sækja Diego Costa eins og einhver nefndi hér að ofan. Sjáum bara hvað Cavani kom með inn í þetta Utd lið. Þegar Jota er frá er nákvæmlega ekkert á bekknum sem getur frískað upp á framlínuna.

    Það að fá ekki miðvörð er svo galið að það er ótrúlegt að við séum ennþá að ræða þetta.

    7
  9. Hefði viljað kalla Harvey Elliott til baka úr láni. Myndi fylla inn í skarð Jota.

    3
    • Ég fíla Elliott en hann er ekki nálægt Jota í gæðum en skal viðurkenna það ég myndi vilja sjá hann frekar koma inná heldur en Origi það er fullreynt fyrir löngu síðan.

      3
  10. Maður tjékkar á echo af og til og þar er ekki minnst á varnarmenn. Aðallega verið að tala um Mbappe.

    Það er semsagt gúrkutíð hjá klúbbnum….það er bara þannig.

    2
  11. En af hverju ekki að setja Origi í miðvörð? Hefur hæð, er fljótur, með tækni og hefur reynslu þó það sé ekki í þessari stöðu. Væri ekki alveg hægt að gefa þessu séns? 🙂

    Taka nokkur session á æfingasvæðinu og drilla kallinn í þessa stöðu. Hann og Matip í miðvörðum með Fabinhio fyrir framan þá.

    3
    • Hefur einhver einhverntímann séð Origi tækla? Ekki ég… Þarf hann ekki að kunna það í miðverði?

      2
    • Hahahaha….. þetta er hugmynd en….. er hausinn á honum í lagi fyrir varnarvinnu? Mér finnst hann á köflum, eiginlega alltaf…. svo latur að ég myndi ekki treysta honum þarna aftast.

      2
    • Ég vona að menn séu að grínast með að setja Origi í miðvörðinn 🙂 – Hann er líklega einn af síðustu sem maður myndi láta í miðvörðin. Því að leikskilningur, varnarhæfileikar 1 á 1 , grimmd, hraði og tækni væru æskilegir kostir.

      Þegar Origi var að skora hvað mest hérna fyrir okkur þá var hann klár í að vera rétti maður á réttum stað og fyrir það er maður þakklátur en þegar hann spilar þá finnst manni tækni, hraði, halda bolta, skalla og leikskilingur ekki alveg hans styrkleiki og skilur maður eiginlega ekki að maðurinn er en þá með hlutverk hjá okkur.

      Myndi alltaf láta t.d Milner, Gini, Henderson, Williams, Phillips, Fabinho á undan Origi í miðvörðin sem eihverja neyð.

      3

United 3 – 2 Liverpool

Útileikur við Spurs annað kvöld