Byrjunarliðið gegn West Ham: Origi og Shaqiri byrja.

Eftir tæpan klukkutíma hefjast leikar á Ólympíuleikvanginum í Lundúnum, þar sem lærisveinar David Moyes freista þess að taka fjórða sætið af okkar mönnum. Það er vantar ekki róteringarnar hjá okkur:

 

Ég er reyndar ekki alveg viss með uppstillinguna þarna fremst. Við höfum áður séð Salah upp á topp, ef svo væri verður Shaqiri væntanlega hægra megin og Origi í Mané stöðunni.

Hvernig lýst mönnum á? Þrjú stig hér væru einfaldlega risastór!

51 Comments

    • Las vitlausa línu á This is Anfield! En samt, af hverju spilar hann aldrei?

      2
  1. Salah væntanlega fremstur og Shaqiri hægra megin og Origi hægra megin.
    Skelfilegt að missa Mane í meiðsli en vonandi verða þeir félagar öflugir frammi því þessi varnarlína er mjög líklega ekki að fara að halda hreinu.
    Sigur í dag myndi skella okkur í 3 sætið.

    YNWA

    • Er Salah þá vinstra megin ?;-) Þetta verður áhugavert og yrði frábært að taka 3 stig !

  2. Ógeðslega mikilvægt að vinna þetta í dag. Allir eru að vinna alla og deildin er mjög opin. Ég hef fulla trú á okkur liði!

    2
  3. Líklega mest ósannfærandi byrjunarlið liverpool síðan Klopp tók við ?

    6
  4. Ég spyr eins og fleiri; hvað með Minamino. Origi í byrjunarliðið segir meira en margt annað um ástandið á æleikmannahópi Liverpool. Vonandi yreður Origi sokk upp í mig en ég hefi minni trú á þeim letihaug en öllum öðrum leikmönnum LFC

    4
    • Hvenær skoraði Origi síðast mark fyrir Liverpool ? 2019 ? nei heyrðu hann skoraði þarna í sigrinum 7-2 gegn Licoln í september.

      2
  5. Sæl og blessuð.

    Ekki er nú mannvalið beysið og ég tek undir með ofanskrifurum. Var Minamino að abbast upp á spúsu Klopps? marbaraspyr…

    Ekki halda mig vera á Origi-vagninum en kauði sýndi þó smá lífsmark þennan hálfleik sem hann fékk gegn Burnley. Ægilegt að skora ekki einn á móti markmanni en hann hefur greinilega verið sprækur á æfingum fyrst hann fær þetta tækifæri.

    Vonum allt það besta en það er óhætt að segja að maður óttist það versta.

    2
  6. Einstefna fyrstu 20 mín en við erum ekki að ná að skapa mikið. Wh þarf örugglega ekki mörg færi til þess að skora.

  7. Origi kæmist ekki í liðið hjá U23. Ef hann byrjar síðari hálfleik verð ég mjög leiður.

    4
  8. Ömurlegt að við séum alltaf að snúa við þegar við höfum tækifæri á að sækja hratt.

    3
  9. Phillips með góða takta ekki hægt að neita því.
    Þá er það seinni það þarf að verjast þessum hættulegu skyndisóknum sem þeir nota og auðvitað föstu leikatriði.

    Firmino og Curtis gætu hrist eh upp í þessu ..svo er Minamino líka á bekknum spurning hvort hann geri breytingar snemma eða hvað.

    Thiago og Phillips bestir í fyrri hálfleik.

    4
  10. Pínlegt að sjá hvað Origi er hægur í öllum sínum aðgerðum! Hann nennir bókstaflega ekki að setja neinn kraft í sín hlaup! Er hann að spara sig fyrir kvöldið?!

    3
  11. Sælir félagar

    Nat P. minn maður fyrri hálfleiks. Nú vil ég fá Firmino inná í stað Saq eða Origi líklega er bezt að Origi fari eða hvað?

    4
  12. Varðandi þennan hálfleik, þá er margt í lagi. T.d er liðið í lagi varnarlega og það sjást alveg rispur hjá Thiago. Það sem mér finnst aðallega vanta er þessi sóknarbroddur sem einkennir liðið á sínum bestu dögum. Mér finnst alveg gæði í Shaqiri og Origi en spurningin er hvort það þurfi ekki að beita þeim öðruvísi svo gæði þeirra nýtast betur. Fyrir mér er Origi hreinræktaður framherji og Shaqiri meira vængmaður/miðjumaður.
    Það eru tromp á bekknum. t.d Firmino, Champerlain og jafnvel minamino.

    Annað hvort þarf að gera einhverjar örlitlar taktískarbreytingar eða fá leikmann eins og firmino inn á.

    Hef trú á því að við getum sigrað þennan leik með eilitlum breytingum.

    3
  13. burt séð frá frammistöðu Origi þá hentar hann engan veginn leikstíl liðsins.

    6
  14. Firmino inn fyrir Origi sem allra fyrst, strákurinn er bara ekki með gæðin til að spila í þessu liði.
    Nat Philips er búinn að vera mjög öflugur.

    6
  15. Já það er eins og þeim sé bannað að sækja fyrr en allir hinir eru komnir í vörn

    3
  16. Nokkuð augljóst hvað FSG eru að hugsa á kontornum. “virðist ekki sem verstur þessi Philips”. “er þá nokkur ástæða til að hlusta á þetta væl um nýjan varnarmann?”

    3
  17. Þetta átti að vera svar við að Liverpool snúa alltaf við þó þeir geti sótt hratt

    2
  18. Mér er spurn hvers vegna Phillips hefur ekki verið meira notaður. Hann stendur alltaf fyrir sínu þegar hann fær sénsinn. Hann var góður á móti Tottenham og líka gegn Newcastle í des. Hann átti frábæran leik á móti Brighton í nóvember. Einkennilegt, sérstaklega þar sem það hefur komið of mikið niður á liðinu að draga Fabinho niður í miðvörð.

    6
  19. Góð tilfinning að við séum aftur farin að skora eftir hornspyrnur!!

    3
  20. Jesús Kristur þvílíkt mark sendingin frá TAA á nákvæmlega réttum stað shaqiri með fyrirgjöf í fyrstu snertingu og móttakan hjá Salah þvílíkt meistaraverk

    4
  21. Fínt að gefa stoðsendingu og vera tekinn strax og horfa svo á Origi vera afram inná.

  22. Þvílík gargandi snilldarsending í fyrsta! Shaqiri’s wand of a left foot…

    2
  23. Nú þarf bara hamra þetta það sem efttir er tímabils.
    Frábær leikur og Moss bara ok ekkert hægt að væla mikið yfir honum.

    YNWA.

Hamraheimsókn

Liverpool 3 – West Ham 1 (Skýrsla uppfærð)