Hjólum í stutta upphitun fyrir stórleikinn í hádeginu á morgun laugardag. Liverpool mætir sterku liði Brendan Rodgers og félaga sem hafa verið í fínu formi undanfarnar vikur öfugt við okkar menn sem hafa tapað tveimur leikjum í röð og allt of mörgum undanfarnar vikur.
Ef að Liverpool er núna búið að ljúka leik í baráttunni um titilinn og fókusinn kominn á Meistaradeildarsæti er ljóst að þetta er einn af stærri leikjunum sem eftur eru af þessu tímabili. Leicester liðið er ekkert að fara úr baráttunni.
“Gleðifréttirnar” halda reyndar áfram úr herbúðum Liverpool, Fabinho er með smávægileg vöðvameiðsli (aftur) og verður ekki með í þessum leik og líklega ekki þeim næsta. Eitthvað hefur verið slúðrað um að Thiago hafi ekki æft í þessari viku ek Klopp kom svosem ekki inn á það á blaðamannafundi í dag. Vandamálið er að slúður um möguleg meiðsli í herbúðum Liverpool eru ALLTAF rétt.
Diogo Jota er ekki væntanlegur fyrr en í byrjun mars líklega en Naby Keita er mun nær (enn eina ferðina) en ekki klár í þennan leik og líklega ekki heldur gegn sínum gömlu félögum í Leipzig.
Eins fréttum við af því í þessari viku að Jurgen Klopp hefði misst móður sína í lok síðasta mánaðar og í ofanálag getur hann ekki verið viðstaddur útför hennar vegna mjög strangra Covid reglna í Þýskalandi. Þannig að það er ekki bara álagið tengt Liverpool sem hvílir á okkar manni þessa dagana.
Það er því fátt annað í stöðunni en að gefa a.m.k. öðrum ef ekki báðum nýju miðvörðum Liverpool séns í byrjunarliðinu gegn Vardy og félögum.
Kabak er talin líklegri til að byrja en báðir ættu þeir alveg að vera í leikæfingu þó þeir þekki ekki nógu vel inn á leikstíl Liverpool, hvað þá leikstíl þessarar útgáfu af Liverpool. Þetta sem við höfum verið að horfa á í vetur er ekkert Liverpool liðið sem hefur verið svo frábært undanfarin ár. Það eru alltaf 4-6 lykilmenn frá vegna meiðsla.
Byrjunarliðið tippa ég á með takmarkaðri sannfæringu á að verði svona:
Trent – Kabak – Henderson – Robertson
Jones – Thiago – Wijnaldum
Salah – Firmino – Mané
Ef að Thiago er frá er spurning hvort Ben Davies komi í vörnina eða þá hvort Ox/Shaqiri taki hans stöðu á miðjunni. Ótrúlegt að vera í þessari stöðu
Leicester varð reyndar fyrir áfalli fyrir þennan leik þar sem það kom í ljós að vinstri bakvörðurinn frábæri James Justin er meiddur út tímabilið. Þeir áttu leik í bikar í miðri viku en hvíldi mikið af lykilmönnum í þeim leik.
Liverpool vann fyrri leikinn með Milner í hægri bakverði með Matip og Fabinho í vörninni. Þetta var fyrsti leikurinn eftir að komið var í ljós að Joe Gomez væri líka frá út mótið. Á miðjunni vorum við með Keita – Wijnaldum og Jones. Varamenn sem komu inná voru Minamino, Origi og Neco Williams. Salah var ekki með í þessum leik en Jota var vissulega heill. Þannig að Liverpool hefur alveg unnið Leicester áður með vængbrotið lið.
Spá:
Bara vinna takk, sagði 0-2 minnir mig í Gullkasti og held mig við það.
Það er greinilega mikill áhugi á leiknum?
Bara fulla ferð, vinnum þennan leik.
YNWA
Þetta er dagurinn.
Sælir félagar
Takk fyrir upphitunina Einar. Það er ekki miklu við hana að bæta og ég vil að það verði settir miðverðir í miðvarastöðurnar og miðjumenn á miðjuna. Það verður að fara að hætta þessu bralli og nota þá miðjumenn sem eiga að vera á miðjunni og varnarmenn í varnarstöður. Að því fengnu vinnum við 1 – 3
Það er nú þannig
YNWA