Mörkin
0-1 Mohamed Salah 67.mín
1-1 James Maddison 80.mín
2-1 Jamie Vardy 81.mín
3-1 Harvey Barnes 85.mín
Leikurinn
Leikurinn byrjaði afar líflega með góðri fyrirgjöf Robertson á fyrstu mínútunni sem var naumlega bjargað og Maddison svaraði fyrir gestina með langskoti af eigin vallarhelming en náði ekki að grípa Alisson í landhelgi. Varnarlína beggja liða var afar hátt uppi og bæði ógnuðu með stungusendingum inn fyrir og sér í lagi var áferðarfalleg utanfótarsending TAA á Mané næstum orðin að dauðafæri.
Rauði herinn pressaði vel fram á við, vann boltann ítrekað og hélt boltanum vel innan sinna raða. Á 9. mínútu sendi Henderson frábæra sendingu inn fyrir á Salah sem var næstum sloppinn einn í gegn en flæktist í eigin fótum og féll við áður en hann náði skoti á markið. Leicester ógnuðu á móti með stungu á Vardy sem reyndi að herma eftir Danny Ings frá síðasta mánuði með því að lyfta yfir Alisson en boltinn fór yfir markið. Örstuttu síðar var ansi tæpt á vítaspyrnu er Salah féll í teignum eftir spark frá varnamanni sem strauk legginn á honum en bæði grasdómari og VAR-dómstóllinn létu sér fátt um finnast.
Eftir korter fór maraþonmaðurinn Milner að haltra og ljóst að hann kæmist ekki í endamarkið í þessum leik. Áður en Milner tókst að framkvæma innáskiptin við Thiago þá féll skoppandi bolti í teignum til Salah sem tók karatespark í knöttinn á lofti en því miður fór skotið vel framhjá. Á 19. mínútu áttu Liverpool leiftrandi skyndisókn sem Mané tókst næstum að tækla inn í markið eftir undirbúning Salah en Amartey gerði vel að bjarga á síðustu stundu.
Okkar menn héldu áfram að vera öflugri og á 25. mínútu endaði gott samspil með þröngu færi hjá Firmino sem Schmeichel varði vel. Stuttu síðar fékk Firmino enn betra færi sem Kasper varði stórkostlega en að öllum líkindum hefði rangstaða verið dæmd ef boltinn hefði þanið netmöskvana.
Eftir hálftíma leik fóru heimamenn að braggast og komust stöku sinnum yfir miðju. Sú bragarbót endaði með ágætu skallafæri Vardy en boltinn fór á mitt markið í fangið á Alisson. Rauði herinn var þó enn með töglin og haldirnar á leiknum og laglegt samspil kom Robertson í skotfæri í teignum en skotið fór af varnarmanni og framhjá. Leicester fengu þó dauðafæri á 41. mínútu er Vardy slapp einn inn fyrir vörnina og hinn sprettharði stræker hamraði boltann í miðja þverslánna. Nokkrum mínútum síðar slapp Vardy aftur inn fyrir en Alisson mætti snöggur út á móti og varði vel af stuttu færi. Líflegum fyrri hálfleik lauk því með markaleysi.
0-0 í hálfleik
Bláliðar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og unnu nokkrar aukaspyrnur á vallarhelming alrauðra og úr einni þeirra skapaðist hætta í teignum en Alisson var með á nótunum í markinu að grípa inní. Robertson átti einnig upphlaup sem endaði með skot en örfættu skotlöppinni brást bogalistin. Á 56. mínútu fengu Liverpool aukaspyrnu eftir að brotið var á Salah um 35 metra frá marki. Trent tók spyrnuna og eftir viðkomu í varnarmanni í veggnum small skotið í slánni rétt við markskeytin með Kasper sigraðan en því miður var það stöngin út en ekki inn. Í kjölfarið náði LFC aftur tökum á leiknum og sóttu mikið en ávallt vantaði nægilega nákvæmni í lokasendingu eða skoti.
En það var ekki skortur á hágæðum á 66. mínútu þegar Liverpool braut loksins ísinn með frábæru marki. TAA átti skot sem fór í varnarmann og náði sjálfur frákastinu og lagði boltann á Firmino í teignum. Brassinn Bobby sýndi samba-takta og sendi boltann bráðskemmtilega með hælspyrnu á Salah sem slúttaði snilldarvel með innanfótarsnuddu í fjærhornið. Geggjað mark og verðskuldað miðað við yfirburðina í leiknum. 0-1 fyrir Liverpool.
Hurð skall nærri hælum á 77.mínútu þegar að Thiago braut á Harvey Barnes rétt við vítateigslínuna og Liverpool rétt slapp við að fá vítaspyrnu dæmda á sig með VAR-dómgæslu. Úr aukaspyrnunni fór boltinn í gegnum þvöguna í teignum og í netið en til að byrja með var rangstaða dæmd en VAR var aftur í aðalhlutverki og dæmdi réttstöðu þannig að markið stóð. Hvernig VAR fær það út að skóstærð Firmino sé nr.80 er umdeilanlegt en við lifum á hátæknilegum tímum. 1-1.
Örstuttu síðar kom langur stungubolti inn fyrir vörn gestanna og Kabak horfði til himins í von um að hreinsa boltann en Alisson mætti í úthlaup og úr varð slysalegt samstuð sem gaf Vardy mark á silfurfati. 2-1 fyrir Leicester.
Liverpool voru í algjöru losti og í tómu tjóni á þessum mínútum. Til að hámarka hörmungina þá gaf Salah boltann illa frá sér á miðjunni, Kabak var of djúpur í varnarlínunni og Barnes fékk sendingu inn fyrir sem hann lauk með laglegu slútti með grasinu og framhjá Alisson. 3-1 og þriggja marka hryllingur á fimm mínútna kafla. Eftir það fjaraði leikurinn út án merkilegra viðburða og ótrúlegur endakafli gerði út um toppslaginn.
3-1 tap fyrir Leicester staðreynd.
Bestu menn
Margir leikmenn okkar áttu fína frammistöðu framan af leik og var framlínan kraftmikil í pressunni þó að mörkin létu á sér standa mest megnis. Salah var sérstaklega mikið í boltanum í fyrri hálfleik og markið var einstaklega flott slútt út við stöng. Firmino voru mislagðar fætur framan af en stoðsendingin frábæra fer í minningamöppuna. Henderson var fínn í vörninni og með margar flottar leikstjórnanda-langsendingar inn fyrir vörnina. Það var fínn dugnaður í miðjumönnunum öllum og mestmegnis var spilið fínt ásamt öflugri pressu.
Bakverðirnir voru einnig í banastuði á löngum köflum með Robertson óþreytandi fram á við þó að hann mætti fara á skotæfingu til að geta komið sínum sénsum á rammann. Minn maður leiksins er Trent Alexander-Arnold sem átti margar glæsilegar sendingar, sláarskot og flotta sóknarspretti ásamt sínum þætti í markinu.
Vondur dagur
Kabak hafði átt hina ágætustu byrjun í 80 mínútur í sínum upphafsleik en á augabragði varð það að hörmung með samskiptaleysi hans og Alisson í markinu. Ekki það að Tyrkinn eigi meiri sök en Brassinn sem hafði verið að bæta ágætlega fyrir skelfingar frammistöðu sína í síðasta leik en þetta voru einstaklega dýrkeypt mistök sem kostuðu okkur leikinn. Við stöndum samt áfram með okkar mönnum fram í Liverpool-rauðan dauðann.
Tölfræðin
Umræðan
Það verður þungt hljóð í Púlurum allra landa þegar ræða á þriðja tapleikinn í röð í deildinni og þessi ósigur getur reynst okkur ansi dýrkeyptur í því sem er að snúast upp í nauðvörn um að halda Meistaradeildarsæti. Frá því að vera á toppi deildarinnar um jólin eftir 7 marka veislu gegn Palace þá hefur formið á okkar mönnum hrunið og tímabilið á barmi þess að leysast upp í vitleysu. Auðvitað hefur annus horribilis í meiðslamálum ekki hjálpað okkur en það getur ekki verið eina útskýringin á því af hverju mentality monsterin eru svona mistæk þessa dagana.
Þetta var samt ótrúlega skrýtinn leikur eftir á að hyggja og þeirrar sanngirni skal auðvitað gætt að í 80 mínútur vorum við betri aðilinn og á góðri leið með að landa öflugum útisigri sem hefði gert mikið fyrir okkur í deildinni og einnig upp á sjálfstraustið. Hvernig himnarnir hrynja á fimm mínútna kafla er því enn undarlegri og meira svekkjandi þegar leikurinn er gerður upp. Það er eitthvað ólukkuský sem vofir yfir Liverpool þessi dægrin og við þurfum að þrauka til komast í gegnum óveðrið. Því að eftir endalok stormsins þá er gylltur himinn í boði og við gefumst aldrei upp. Áfram gakk!
Skoðið tímasetningarnar þegar Curtis fer útaf í báðum leikjunum City og Leicester návkæmlega 5 mínutum eftir að hann fer útaf skora bæði þessi lið sitthvor 3 mörkin á Liverpool.
Jurgen Klopp er svo ískaldur þessa dagana, að hann er eins og Gullfoss í klakaböndum.
Það er nú bara þannig.
Alveg sama þó liðið yfirspilu andstæðinginn, þeir finna alltaf uppá einhverju til að fokka upp, í þetta sinn með hjálp frá dómurunum….. RIP fótbolti með VAR
Alltaf rangstaða í fyrsta markinu og alltaf brot á Firmino í öðru markinu.
Hæææættu þessu..
Þvílíka gjaldþrotið í þessu liði og hvað er að frétta með Alisson, henda honum á bekkinn takk í næsta leik.
Setja Henderson svo á miðjuna og reyna að fá smá stöðugleika þarna í vörnina, var þetta ekki 17 miðvarðaparið í 22 umferðum.
Vonandi fara þeir Jota og Fabinho að koma til baka því þetta er gjörsamlega glatað.
Og hvað nú, taka Kabak út úr liðinu og setja N Philips aftur inn (sem hefur staðið sig með ágættum í síðustu leikjum)
Maður er alveg kominn með upp ælu og niðurgang yfir þessum lfc faraldri sem virðist vera skæðari en covid
í City leiknum tekur hann Curtis útaf á 68″ mín 5 mín síðar skeður sama .Mikil pressa frá City skilar marki og þeir skora 3 mörk á 6 mín. núna í leicester leiknum þá tekur hann Curtis útaf á 75″ , 5 mín síðar þá skora þeir 3 mörk á Liverpool á 5 mín.
Dómaraskandall..skita hjá Alisson ..skita hjá Kabak já allt spilar þetta saman við þegar að við verðum manni færri við þessar skiptingar hjá Klopp. Ox er búinn Milner er of hægur og Shaqiri er víst ekki miðjumaður.
Ok hvar á maður að byrja?
Hvort var þetta Kabak eða Alisson að kenna í öðru markinu?
But who cares. Skelfilegt á allan hátt.
Spilamennskan er þannig að maður býst ekki við því að ná CL-sæti í vor. Liðið er því miður bara ekki nógu gott.
Þessi Kabak virðist alls ekki búa yfir miklum gæðum. Virkilega slakur. En maður bjóst ekki við miklu.
Og Alisson virðist vera að breytast í klassískan mistækan Liverpool-markmann. Það er virkilega þungt að horfa upp á – og auðvitað hefur ónýt vörn mikil áhrif á prestinn okkar.
Að missa af CL-sæti er mun mun muuun alvarlegra en ég held að margir geri sér grein fyrir og myndi líklega þýða algjört hrun í leikmanna- og peningamálum.
Ekki í mínum verstu martröðum hafði ég séð eins mikið hrun og hjá þessu liði sem virðist bara vera algjörlega búið.
Eftir sitja risastór spurningamerki í kringum Klopp og stjórn klúbbsins (FSG).
Fínn leikur lengs af, vorum kraftmiklir og með sigurvilja. Eðlilegt að taka Curtis útaf, var orðin týndur eftir annars fínan leik (tölfræðin samt að verða þannig að það má helst ekki skipta honum útaf). Ekkert í kortunum sem benti til þess sem síðan gekk á. Salah með hörmungar sendingu sem í raun gefur mark nr.1. Dómarinn samt viss um víti en vildi varla skoða það þegar Salah fòr niður. Annað markið þá er klár bak hrinding á Mane, en dómarinn sem var í kjörstöðu vildi alls ekki dæma eftir reglunum (dæmdi síðan bakhrindingu á Mane seinna í leiknum sem var töluvert vægari en sú sem hann fékk). Misskilningur milli varnarmanns og markmanns og bang…mark. Þriðja markið skiptir síðan ekki máli í sjálfu sér. Að ætla að hengja Alison er frekar ódýrt og illa gert enda varði hann og greip vel inn í þegar á þurfti að halda. Ég hef ekki mikið verið opinberlega í “dómaravælkórnum” en er það klárlega núna því nánast öll mistök dómarans voru á okkar kostnað og það getur varla verið eðlilegt. En það er víst bara áfram gakk með trú og von.
YNWA
Curtis var ekki týndur ekki það sem ég sá ekki láta einkunagjöf blekkja þig þar sem hann fékk gult spjald engu að síður góður í leiknum.
Hann var svo besti maðurinn á vellinum beggja liða í City leiknum þegar Klopp tók hann útaf þar og eins og ég kom að hér fyrir ofan þá eru 6 mörk fengin á okkur nákvæmlega 5 mín eftir að hann fer útaf staðreynd.
Var nú ekki búin að sjá neina einkunnagjöf og er þar að auki ekki áhugamaður um þær 🙂
Nei enda gefur hún ekki endilega mynd af því sem leikmenn skil það er bara meðað við tölfræði þar en já veit ekki hvað skal segja nema að maður býst við meiru frá Ox og þeim ekki að liðið verði manni færri eftir að þeir komi inná : (
Að öðru er ég algjörlega sammála.
Var nú að meina í restina. Fannst hann mjög góður en greinilega þreyttur þegar hann var tekin útaf. Eðlileg skipting í þessum leik í mínum huga en röng í city leiknum
Sammála. Ég sá fyrstu 40 mín eða svo og við vorum mjög flottir. Nu fara þessar mótbárur að hætta. Við náum jafnvægi fljotlega. Vonandi verður það ekki of seint. Það er viðbjóður að vonast til þess að shitty, með sína ólöglegu starfssemi, vinni sína leiki. Því ekki viljum við að scums vinni neitt. Ég hef fulla trú á því að við förum í gang í meistaradeildinni.
Eg er sorgmædd og mér líður ekki vel.
Eg hef varið Klopp og Liverpool í gegnum súrt og sætt en þetta er einfaldlega ekki boðlegt leik eftir leik lengur.
Nú ætla ég að lyggja áfram í fósturstellingunni og vorkenna mér og mínu liði.
Sælir félagar
Einlægur vilji dómarans til að leiðrétta stöðuna þegar Liverpool var komið yfir var magnaður. Það er fallegt að sjá dómara sem dæmir lið en ekki leik hafa árangur sem erfiði. Dómari sem hefur svo fullkominn vilja og þrótt til að framfylgja honum er dásamlegt fyrirbæri í lífríkinu. En hinsvegar á hann ekki að vera dómari heldur á hann að fá að vera í litum síns liðs á pöllunum í öllum LFC leikjum.
Kabak er fullkomin vonbrigði og á fulla sök á öðru markinu þegar hann tekur boltan frá Alisson og leggur hann fyrir Wardy. Ég bið afsökunar á því að hafa heimtað hann og Nat eða Davis í athugasemdum fyrir leik. Hann á auðvitað að vera 4 kostur í miðvarðarstöðunni eftir þessa frammistöðu. Fullkomin skita liðsins í leik eftir leik er ekki eðlileg og verða þeir sem um véla að gera svo vel að gera hreint fyrir sínum dyrum. Annað nenni ég ekki að ræða um þessa skelfingu.
Það er nú þannig
YNWA
Hlustaði nú á viðtal við Klopp og hann sagði nú að hann heyrði ekkert frá alisson í markinu þegar þeir lenda saman svo ekki er rétt að kenna varnarmanni um það hvernig í andskotanum á hann að vita að alisson kemur út ef það heyrist ekki múkk frá markverði
Fyrst svo var þá tek ég gagnrýni mína á Kabak til baka
Hvernig í ósköpunum er hægt að klína þessu klúðri á Kabak?
Hann er allan tímann með augun á boltanum að bíða eftir að boltinn detti, á meðan Allison hefur fullkomið útsýni yfir aðstæður og skítur enn einu sinni upp á bak.
Bara svo það sé á hreinu þá elska ég brassann í markinu og hann átti flottan leik að öðru leiti.
Sorry en þetta mark skrifast 100% á Allison að mínu mati.
hvað er að, einfalt, meiðsli.
það er alltaf einhver sem kemur af bekknum með skituna, núna með nýjann varnarmann sem veit ekkert og lendir í samstuði við alisson, úthlaup sem hann gerir alltaf.
vörnin er veik fyrir enda skiljanlega, með van djik og gomez eða matip og svo með fabinho djúpann á miðjunni þá ná þeir að dekka þessa hluti, núna situr þessi nýji 1 eftir því henderson þarf að fara sjálfur framm á völlinn með boltann til að eitthvað gerist, tiago gerir ekkert, á góðar sendingar en sé hann ekki taka einhvern sprett og þruma á markið eða neitt þannig, hann er ekki fabinho eða henderson.
þannig að í dag þá er ekkert sem liverpool getur gert til að bæta þetta annað en að bíða eftir að menn komi til baka úr meiðslum, má segja að við séum búnir að missa van djik, gomez, matip, henderson og fabinho úr liðinu ásamt jota.
henderson og fabinho í vörn er sama og þeir séu ekki að spila með, menn segja já en það vantar bara þessa 2 í vörnina, við gætum sett mane og salah í vörn og sagt já en það vantar bara van djik og gomez, engar afsakanir.
þetta mun ekki lagast fyrren í vor þegar menn koma til baka, sá kostnaður að þurfa að spila okkar 2 bestu miðjumönnum í vörn er að kosta okkur allt.
Vel mælt.
Alveg sammála þér, þessi meiðsli eru búin að kosta okkur rosalega mikið. Allison treystir ekki mönnunum fyrir framan sig og það er stór ástæða fyrir þessum mistökum eins og í leiknum áðan. Kabak átti jafn mikið í þeim mistökum. Kabak olli vonbrigðum eins og flestir þeir leikmenn sem hafa reynt að fylla í skarð lykilmannanna. Þetta frábæra flæði í liðinu er farið útaf öllum þessum fjandans meiðslum. Fjöldi meiðsla hlýtur að vera rannsóknarefni. Klopp er pirraður sem er að mörgu leyti skiljanlegt.
meðan verið er að drullumalla með okkar beztu miðjumenn í vörn þá verður þetta svona. Það á bara að láta varnarmennina spila sína stöðu og það getur ekki kostað meira en undanfarnir leikir hafa kostað. Svo einfalt er það.
Mikið sammála og það er akkúrat þetta sem er að – okkur er búið að vanta 4 byrjunarliðs leikmenn frá því ca í byrjun nóvember. Tvo miðverði eftir meiðsli Dijk og Gomez og tvo miðjumenn eftir að Henderson og Fabhino fóru yfir í það að plástra vörnina. Af þessu leiðir að sjálfstraustið hjá öllu liðinu er farið að nálgast botninn. Það er eitthvað mikið að þegar allt hrynur á síðasta korterinu í leiknum í dag og á móti City.
Til “gamans” má geta að Leipzig var að hvíla sínu sterkustu menn fyrir leikinn á móti Liverpool á þriðjudaginn – miðverðina sína, kapteininn og sinn helsta striker svo fátt eitt sé nefnt. Hvað náðum við að hvíla í dag af okkur mönnum?! Hvernig leit bekkurinn út hjá okkar mönnum í dag?!
Þetta er ekki flóknara.
Ef þú heldur að Virgil og Gomez verði mættir í vor og í leikformi þá vantar eitthvað upp á skilning þinn á þeirra meiðslum og endurhæfingu.
Reikna með þeim í fyrsta lagi í haust og þá á eftir að koma í ljós hvort gæðin og krafturinn sé enn til staðar. Gæti tekið langan tíma að ná upp fyrra formi.
Þess vegna tel ég það mikið glapræði hjá Klopp og stjórn klúbbsins að styrkja ekki vörnina almennilega um leið og leikmannaglugginn opnaði 2. janúar.
Hvernig þjálfari og stjórn eru búnir að höndla mótlæti tímabilsins er bara engan veginn boðlegt.
Liverpool var miklu betra lið í þessum leik en eins og í svo mörgum leikjum að undanförnu fellur ekkert með liðinu. Þeir eru rúnir öllu sjálfstrausti einkum þegar mest á reynir eins og í lok þessa leiks. Auðvitað hafa ósanngjarnir dómar áhrif á liðið. Á haustmánuðum fengum við fjöldan allan af VAR dómum þar sem mörk voru dæmd af okkur við svipaðar aðstæður og í dag. Handarkriki/axlir Firmino og Mane nægðu til að dæma af okkur mörk. Nú snýst þetta við. VAR dómurum tókst á einhvern ótrúlegan hátt gera markið löglegt. Handarkrikarnir/axlirnar hjá Leicester leikmönnum sem skora greinilega rangstæðar. Þá er allt í einu fótur Firmino orðinn aðalmálið sem snertir ekki boltan. Þvílíkt bull. Ég stend með mínum mönnum. Klopp verður að nota sína töfra og koma liðinu aftur á sigurbraut. Ég hef fulla trú á því að honum takist það. Áfram Liverpool
Var síðasta tímabil bara æðislegur draumur?
Síðasta tímabil og tímabilið þar áður voru stórkostleg!
Unnum meistaradeild, heimsmeistarakeppni félagsliða og sjálfan enska titilinn!
Nú er krafturinn búinn í bili en við megum ekki vera svona ósanngjörn. Þessir strákar eru búnir að gefa bókstaflega allt sem þeir eiga. Ég ætla að vera sólarmegin í lífinu og þakka fyrir allar gjafirnar. Núna er Covid, peningamálin í uppnámi, engir áhorfendur, allir leikmenn orðnir tveimur árum eldri og nýliðunin hefur ekki heppnast að öllu leyti..
…en þetta verður allt í lagi, við þurfum bara að sýna smá biðlund og hlýju.
#YNWA
Mentality monsters bara höfuðlausir hræddir kjúklingar eftir allt saman.
Verulega ósáttur og með ólíkindum að við höfum tapað þessum leik. Við dómineruðum og þetta fyrsta mark hjá Leicester var verulega tæpt. En það afsakar ekki það sem á eftir kom og drap leikinn.
Eigendur og stjórnendur Liverpool verða að fara í verulega naflaskoðun, ef við missum af meistaradeildarsæti þá gæti það kostað langtum meira heldur en að eyða í almennilega leikmenn, sérstaklega núna í janúar glugganum þegar það var svo augljós þörf. Kabak og Davies kaupin lita ekki vel út eins og stendur og þetta gætu reynst afar afar dýr mistök, kannski bara priceless.
Eftir á að hyggja þá er þetta mark hjá Leicester einfaldlega rangstaða, á einhvern óskiljanlegan máta þá miða þeir línuna ekki við hnéið á Leicester manninum. Ekki í fyrsta skipti sem svona ákvarðanir falla á móti okkur á þessu tímabili.
Ég þori eiginlega að fullyrða að þetta momentum sem við vorum með í byrjun tímabils var að vissu leyti eyðinlagt með lélegum ákvörðunum dómara og VAR, t.d. Everton og Brighton leikirnir. Það getur samt ekki verið afsökun þannig séð og afsakar ekki sumar frammistöður seinustu vikna en samt sem áður var byrjunin á þessu slæma gengi. Þó það sé kannski ekki besta myndlíkingin, og það að handbolti og fótbolti séu ólíkar íþróttir þá geta 2 mín oft gert of mikið fyrir það momentum sem liðin eru á. Hversu oft höfum við séð það í handbolta og ég bakka ekki frá því að slæmar dómara ákvarðanir voru byrjunin á þessu slæma gengi Liverpool. Hvað finnst ykkur, er ég alveg úti á túni?
Ég horfði á sirka 2 mínútur af þessum leik (svo mikill var áhuginn) og ég sá Salah leggja upp þriðja markið fyrir Leicester sem var ótrúlegt. Þetta virkar á mig sem áhugaleysi/einbeitingarleysi eða jafnvel leikmenn að vorkenna sjálfum sér í staðinn fyrir að girða sig í brók og halda áfram.
Þessi meiðsli sem er að hrjá Liverpool hefur ekkert með það að gera að leikmenn geta ekki sent boltann 2-3 metra og ekki heldur hvort þeir geri ekki hlaupin sem þeir eiga að gera. Þurrkið þessa afsökun út og það strax! Ég fagna aldrei meiðslum hjá Liverpool en meiðsli Milner gætu kannski komið Hendo aftur á miðjuna til að laga varnarholurnar sem þar eru með Thiago þar. Um leið og Fabinho og Hendo mæta á miðjuna til að gera vinnuna og hafa Thiago til að spila upp leikmenn þá býttar minna máli hvejir verða í miðri vörninni. Miðjan verður ekki eins og ostur eins og hún er í dag.
Þrjú stig á Klopp aftur. Hann hlýtur að vakna.
Ef að menn hér eru farnir að setja spurningarmerki við Klopp þá er eitthvað mikið að þeim. Liverpool liðið er í mikilli lægð núna, aðallega meiðslum að kenna.
Hvernig væri að standa bara með liðinu ? Menn eru bara orðnir of góðu vanir ! Þakkið þið bara við að þið séuð ekki stuðningsmenn WBA !
Áfram Liverpool ! Næst er það meistaradeildin !
Þvílíkt bull.
Sammála þér Höddi. Menn eiga að standa með liðinu í gegnum súrt og sætt og aldrei mikilvægara en þegar á móti blæs. Þú þekkir það með þína menn fyrir norðan að það gekk upp og niður en það þýddi ekkert að hengja haus og fara að grenja og væla eins og smákrakki heldur snúa bökum saman og berjast einmitt sem mest þegar brekkan var hvað bröttust. Núna er deildin í hægagangi hjá Liverpool og efast ég ekki augnablik að Klopp og hans lið getur snúið því til baka. Vissulega virðist lukkan ekki vera okkur hliðholl núna, þegar einn snýr til baka úr meiðslum þá meiðist einhver annar eða jafnvel tveir. Milner núna síðast en hans barátta inná vellinum er til fyrirmyndar og var hann allur að koma til eftir þarsíðustu meiðsli um jólin. Uxinn er bara ekki alveg kominn í stand en það kemur. Nýir menn þurfa tíma og geta þessir tveir varnarmenn spjarðað sig þokkalega þó þeir séu ekki heimsklassamenn. Það hefur ekki verið vaninn í kaupstefnu liðsins að kaupa eitthvað út í loftið. Eins og þú segir þá er meistaradeildin eftir og það er ennþá hægt að vinna þann stóra og myndi ég ekki afskrifa það fyrr en i fulla hnefana.
If you can’t support us when we lose or draw, don’t support us when we win
Bill Shankly
Núna verðum við að styðja City og United og vona að þau vinni liðin sem eru að berjast við okkur, þ.e. Leicester, Tottenham, Chelsea og Everton. Það eru döpur hlutskipti.
Það dettur ekkert fyrir okkur.
Hvernig nennir Liverpool að spila alltaf eins , kantarnir og svo gefa fyrir trekk í trekk og ekkert kemur útúr því. Meira með boltann alla leiki en ekkert mark. Liverpool þarf framherja eins og td Torres, Suares, Fermino er ekki framherji.
https://www.dv.is/433/2021/2/13/sjadu-atvikid-martrod-alisson-heldur-afram-hitti-ekki-boltann/
Augljós bakhrinding í öðru markinu. “Pushed in the back by Evans” segir enski þulurinn réttilega í myndbandinu með fréttinni.
Fyrsta markið var svo alltaf rangstaða.
Þetta fór með leikinn hvað sem menn segja.
Svona domar jafnast út… NOT!
Sæl öll
Enn og aftur vil ég benda á að það eru ekki sjálf meiðsli leikmanna sem er að eyðileggja titilvörnina og líklegast topp fjóra. Heldur er það breiddin sem er allt, allt of lítil! Það er galið getubilið á leikmönnum sem koma inn eftir firstu 13-15. Hægt er að keyra á litlim hópi í 2-3 tímabil en núna er partýið búið, hópurinn er sprunginn á “limminu”, Svo má bara hver sem er kalla mig það sem sá vill, ég bakka ekki með það, að það er óhugnalegt hvað dómgæslan hallar á Liverpool. Það eina sem ég fer fram á er samræmi í dómgæslu, annað ekki.
Klopp tekur til í hópnum í sumar.
Höddi B – Comment 18:
Það,er eitt sem ég algjörlega hata og það,er þegar menn geta aldrei séð neitt nema sitt lið. Gagnrýni er þörf alveg eins og stuðningur við liðið sitt. Ef þú hefur ekki gagnrýni þá endar þetta með því að leikmenn taka öllu sem sjálfsögðum hlut.
Ef Klopp er hafður yfir alla gagnrýni eftir að hafa unnið deildina og CL þá getum við bara sætt okkur við það sem er að gerast. Ég styð mitt lið en hef gaman að ræða um fótbolta yfir höfuð og helst við fólk sem sér bæði sjónarhornin. Róum okkur aðeins. Við þurfum ekkert plan B á þetta.
Við vorum að domera þenna leik og áttum í raun að vera bunir eða þá að klára leikinn það sem eftir var. Fimm mínútna kafli , rangstæða, samskiptaleysi og lélegur varnarleikur er ekki Klopp að kenna. Ég get alveg séð önnur lið og hef ítrekað gagnrýnt FSG fyrir að kaupa ekki klassa miðvörð í byrjun janúar. Hverju breytir það núna ? ENGU ! Við sófasérfræðingarnir þurfum að sætta okkur við hópinn sem við höfum fram á sumar, styðja liðið áfram eins og ég hef nú gert í tæp 50 ár.
Þetta lið er sært, lítið sjálfstraust og mikil meiðsli en þeir munu koma tilbaka og hrista þetta af sér. Ég trúi að það muni verða í meistaradeildinni. Klopp er sá besti til þess að laga það sem hefur farið úrskeiðis undanfarið, viltu kannski bara rekann ???
Óttalegt tuð er þetta. Það var margt jákvætt í leik okkar eins og alltaf. Það er fullt af ástæðum fyrir þvi að það gengur ekki allt upp í augnablikinu, en come on stöndum saman. Ætla menn að kvaka Klopp out í vor þegar við vinnum CL??
Vandamál Liverpool er auðvitað að hálft liðið meitt eða að spila útúr stöðu en svo er það líka að Liverpool er ekki með sóknarmann. Bobby er svo löngu búinn að það hálfa væri nóg. Geggjaðan sóknarmann með Salah og Mane og þá má vörnin vera vesen.
Við hverju bjuggust menn við af Kabab, maður sem kemur ur liði sem var buið að fa 49 mörk a sig i 19 leikjum ! Maður sem var hluti af þeirri vörn, skil bara ekki tilhvers við vorum að ná i hann, hann er hræðilegur
Set þetta líka hér:D
Eftir á að hyggja þá er þetta mark hjá Leicester einfaldlega rangstaða, á einhvern óskiljanlegan máta þá miða þeir línuna ekki við hnéið á Leicester manninum. Ekki í fyrsta skipti sem svona ákvarðanir falla á móti okkur á þessu tímabili.
Ég þori eiginlega að fullyrða að þetta momentum sem við vorum með í byrjun tímabils var að vissu leyti eyðinlagt með lélegum ákvörðunum dómara og VAR, t.d. Everton og Brighton leikirnir. Það getur samt ekki verið afsökun þannig séð og afsakar ekki sumar frammistöður seinustu vikna en samt sem áður var byrjunin á þessu slæma gengi. Þó það sé kannski ekki besta myndlíkingin, og það að handbolti og fótbolti séu ólíkar íþróttir þá geta 2 mín oft gert of mikið fyrir það momentum sem liðin eru á. Hversu oft höfum við séð það í handbolta og ég bakka ekki frá því að slæmar dómara ákvarðanir voru byrjunin á þessu slæma gengi Liverpool. Hvað finnst ykkur, er ég alveg úti á túni?
Ég vil taka það fram að ég er ekki að kommenta á meiðsli innan herbúða Liverpool, sem spila líka inní þetta slæma gengi, heldur aðallega external factors. Mér fannst það vera byrjunin á þessu öllu og því að Liverpool menn fóru að missa sjálfstraust
Thetta er ömurlegt undanfarið já liklega allir sammála því……en dettur virkilega einhverjum i hug að Klopp verði að fara?? Djö…eru menn hliðhollir þegar vel gengur, og evróputitill, englandsmeistarar, heimsmeistarar var þá bara sjálfsagt eða? Þetta er skita i augnablikinu en vá við megum lenda i 10.sæti án þess að ég fari að grenja Klopp út!
Held að sé enginn alvöru stuðningsmaður sem vill Klopp í burtu þótt ástandið sé vont. Við þurfum að klára dæmin okkar. Erum oft að spila fínan bolta en fátt fellur með okkur.
Og já, meiðslalistinn er kominn upp í 10 manns núna. Held að það sé met.
Menn eru að meiðast sí og æ á æfingum. Ætli sé eitthvað að undirlaginu á nýja æfingasvæðinu?
Ég held að enginn alvöru stuðningsmaður vilji Klopo burtu… ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja…reynum að fara aftur á máefnalegan grundvoll
Þetta eilífa meiðsla tal er orðið þreytandi.Varnarlínan meiddist í fyrra !!!Athugið það.
Lpool hafði nægan tíma til að kaupa menn en einhver tregða réði tíkjum og menn ættu að ræða það frekar en meiðslin.
Af hverju hefur Lpool ekki efni á að kaupa menn, en önnur lið spreða í leikmenn hægri vinstri?
Þetta væl um meiðsli og dómara er orðið vel þreytt !!
Það er eitthvað karakterleysi i liðinu sem maður hefur ekki séð undanfarin ár.
Endalaus pirringur og neikvæðni hefur umlukið liðið undanfarnar vikur og að minu mati er það tilkomið vegna klopp.
Endalaust væl sem smitar inní liðið.
Það er allur neisti farinn ur liðinu, mane og salah virðast bara vera að standa i þessu utaf þeir þurfa þess
Og til að bæta inní þetta að hvernig eiga varnarmennirnir okkar sem spila i dag að vera með sjálfstraust þegar það er bara talað um þa sem geta ekki spilað, ótrulegt helvíti
Tent maður leiksins. Ekki amalegt.
https://www.visir.is/g/20212073263d/trent-baetti-o-heppi-legt-met-i-thridja-skipti-a-thessari-leik-tid
Restina af tímabilinu mun ég horfa á hvern leik sem stakan viðburð. Pæli ekkert í stöðu liðsins í stærra samhengi.
Ég einbeiti mér bara að upplifuninni 90+ og svo er sú stund nánast gleymd og grafin.
Þannig verður það þangað til Anfield fær að fyllast af áhorfendum.
Get ekki farið fram á breytingar á VAR líka, því rotnandi dæmi því þá þyrfti ég að hætta að horfa á fótbolta ef ég legði það undir.
Þetta tvennt geldir svo leikinn að manni verður nánast sama.
Það rofar samt til næsta tímabil.
YNWA
Er að horfa á Southampton-Wolves. Minamino var að fara útaf eftir klukkutíma leik. Hann virðist furðu einangraður á vellinum. Er mest í því að hlaupa í allar áttir. Tekst stundum að pressa einn og einn leikmann, en virðist allsekki vera hluti af samspilinu hjá Southampton. Boltinn er aldrei gefinn á hann. M.ö.o. mjög svipað og var hjá Liverpool og lítil útkoma.
Er enn að velta því fyrir mér hvort hann sé algerlega mállaus, þ.e. skilji ekki og tali ekki ensku. Það er eitthvað skrýtið við það hvað hann virðist úti á þekju.
Henda þessu út strax
Ætli sé ekki nóg sagt um þennan leik og gengið almennt þessar vikurnar. Auðvitað var ekki forsvaranlegt hvernig spilið hrundi við mótlætið. Og margir hér eru orðnir þreyttir á að við kennum meiðslum, vafasamri dómgæslu og slíku um. Staðreyndir tala þó auðvitað sínu máli í vetur. Meiðslin liggja í augum uppi. Og nær öll vafaatriði í dómgæslu og VAR-ákvörðunum hafa fallið gegn okkur. Eins og til dæmis í þessum Leicester-leik. Maður var hissa að Mané hafi ekki fengið brot á góðum aukaspyrnustað fyrir utan teig Leicester en í stað þess hafi Leicester fengið að skora gilt mark sem virtist vera rangstaða. Þetta var auðvitað lykilmóment í leiknum. En hvað veit maður. Eins og okkar menn spiluðu síðasta korterið hefðu þeir kannski bara tapað samt.
Þetta er auðvitað allt saman hundleiðinlegt. Leiðinlegt að sjá okkar skemmtilega þjálfara vera orðinn grumpy og ekki alveg jafnkúl og hann á að sér. Leiðinlegt að sjá liðið okkar yfirspila andstæðinginn á löngum köflum leikja en nýta ekki færin sín og halda svo ekki einbeitingu til að klára dæmið og bæta í; gefast þess í stað nánast upp. Þetta er svo langt frá því að vera Liverpool-liðið sem við eigum að venjast. Það verður bara að koma í ljós í vor hvort við náum topp fjórum. Það mun að sjálfsögðu ekki gerast ef þetta heldur svona áfram. Ef við komumst á smá rönn og menn taka sig saman verður allt annar tónn í öllum. Þetta er ekki búið ennþá. Dapurt er það vissulega og útlitið dökkt. En þetta er ekki búið ennþá.
Sammála, þetta er svo langt frá því að vera búið. Með því að vinna 3-4 leiki í röð þá getur allt farið á annan veg. Ég hef hins vegar gríðarlegar áhyggjur af endalausum meiðslum liðsins. Við virðumst vera í algjörum ,,sérflokki” hjá toppliðunum hvað þetta varðar. Mikið hlakka ég til þegar við finnum taktinn aftur og missum ekki leikina svona niður því langoftast erum við að gera flotta hluti sbr. síðasta leik. Þetta hefði verið solid sigur í fyrra. Núna, hins vegar, virðast ótrúlegustu mistök dúkka upp og óþörf. Má þar nefna rándýr mistök hjá markmanninum okkar en hann hefur alveg sýnt okkur það að hann getur stigið upp eftir slæman kafla.
Núna skiptir gríðarlega miklu máli að halda haus og komast á skrið á nýjan leik því við erum í viðkvæmri stöðu.
Yndislegt að sjá neverton tapa moti fulham og að scums gerðu bara jafntefli. Við þurfum bara að kpma okkur í gang til að ná öðru sætinu.