Liverpool leikur við Leipzig í Búdapest

Í dag var það staðfest sem við flest vissum.

Viðureign LFC og RB Leipzig ræðst alfarið í þeirri gullfallegu borg, Búdapest. Vegna reglna um ferðalög til og frá Englandi þá fer það svo að Anfield verður ekki vettvangur seinni leiksins.

Auðvitað telja ennþá heima- og útivallarreglur og við ætlumst til þess að okkar menn klári verkefnið utan alvöru heimavallar en það er alltaf að verða stærri og feitari stjarna við þetta keppnistímabil í fótboltanum. Miðað við það sem maður les frá Englandi eru þessar reglur ekkert endilega að fara að breytast og stöðugt fleiri lönd að detta á bannvagninn.

Svo líklega verður sami háttur á í 8 liða úrslitum ef okkar menn ljúka sínu verkefni í næstu viku með sæmd.

Ein athugasemd

  1. Hvað kemur það Liverpool við þótt þýska ríkið vilji setja þýska liðið í sóttkví við heimkomu frá Englandi? Mér finnst í raun bara asnalegt að þurfa að spila báða leikina á hlutlausum velli

    2

Lærisveinar Tuchel mæta á Anfield

Liðið gegn Chelsea – Jota og Fabinho með