0-1. Mount, 41. Min.
Hrikalega slök frammistaða af okkar hálfu í fimmta tapleiknum í röð á Anfield. Engin ákefð, engin trú, engar lausnir. Ég veit ekki hve lengi þetta getur versnað, við komumst líklega að því næsta sunnudag.
Fyrri hálfleikur
Leikurinn fór nokkuð rólega af stað. Lítið gerðist fyrstu 10 mínúturnar eða svo. Mané hefði reyndar líklega fengið víti á 9 mínútu ef hann hefði látið sig falla þegar Cristiansen fór ansi harkalega í hann inn í vítateig þegar Mané var á undan í boltann. Annar leikurinn í röð sem hann gæti auðveldlega náð í víti en verður seint sakaður um að láta sig falla auðveldlega.
Werner fékk svo besta færi leiksins eftir s.a. 15 mínútna leik þegar hann Azpilicueta átti góða sending á Werner inn á markteig, Kabak var að spila hann réttstæðan með því að vera allt of lengi að stíga upp en Werner áttaði sig ekki á tímanum sem hann hafði og átti slakt skot beint á Alisson.
Á 23 mínútu kom Werner Chelsea yfir (að maður hélt), frekar fyrirsjáanlegt svo sem hvernig ”markið” kom. Há lína sem vörnin ræður ekki við. Ziyech var rangstæður en ekki Werner við fyrstu sýn. Alisson kom á móti en Werner komst framhjá honum og skoraði í autt markið. Í endursýningu var öxlin, upphandleggur eða hvað þeir fundu sem spilaði hann rangan og markið dæmt af. Sluppum með skrekkin þarna.
Næst var komið að Liverpool. Salah átti frábæran háan bolta yfir varnarlínu gestanna á Mané sem að hitti boltann afskaplega illa (já eða bara ekki) í dauðafæri.
Það var svo Mount sem að kom gestunum yfir á 41 mínútu. Mount fékk boltann frá Kanté ofarlega á vinstri kanntinum, lék inn á teiginn og skyldi Fabinho eftir og átti frábært skot í fjærhornið, 0-1 í afar döprum hálfleik af okkar hálfu.
Síðari hálfleikur
Liverpool byrjaði fyrstu 10 mínútur síðari hálfleiks af nokkrum krafti og var mun meiri ákefð í leik liðsins en í fyrri hálfleik. Chelsea átti þó fyrsta færi síðari hálfleiks þegar Chillwell skaut fyrst beint á Alisson í þröngu færi en skot gestanna úr frákastinu var bjargað af línu af Andy Robertson.
Það kom áhugaverð skipting á 61 mínútu þegar Salah og Jones fóru útaf en inn komu Jota og Ox. Virkilega ánægjulegt að sjá Jota vera að koma til baka – það sem við höfum saknað hans.
Ég veit ekki alveg hvernig ég á að klára þessar 30 mínútur eða svo. Við áttum ekki færi og það sem meira er við áttum ekki skot á markið fyrr en á 84 mínútu og vorum í raun aldrei að ógna af neinu viti.
Þessi leikur fjaraði því út og 0-1 tap staðreynd í sögulega lélegu gengi á heimavelli. Ég hef áhyggjur og þær eru stærri en að þurfa að sitja fyrir framan skjáinn á fimmtudagskvöldum næsta árið eða svo.
Bestu leikmenn Liverpool
Æji. Nei. Orðið er laust ef ykkur dettur einhver í hug.
Umræðupunktar
- 5. Fyrsta sinn í sögu Liverpool sem að við töpum 5 heimaleikjum í röð. Fimm!
- 7. Liverpool hefur ekki unnið í 7 heimaleikjum í röð. Sjö!
- 10. Það eru nú komnar yfir 10 klukkustundir af fótbolta á Anfield án marks. Tíu!
- Vondir meistarar. Þessi umræða um eflaust halda áfram, eðlilega. Þetta gengi er mikið verra en að það sé hægt að skrifa það eingöngu á meiðsli lykilmanna. Það kemur þessu auðvitað af stað, sjálfstraustið hverfur, jafnvægið í liðinu ekkert og það virðist ekki vera til neitt plan B.
- Klopp. Ótrúlegt en satt þá er pressan að hlaðast upp. Mín fimm cent? Enginn er hafinn yfir gagnrýni, enginn. Hann hefur gert mistök eins og leikmenn liðsins en ég hlæ að allri umræðu sem nær lengra en það, og það nokkuð mikið.
Næsta verkefni
Þetta er langt tímabil, eiginlega of langt. Næsta verkefni er Fulham n.k. sunnudag en þeir hafa verið sjóðheitir undanfarið þrátt fyrir tap fyrr í kvöld.
Það er á tímum sem þessum sem maður þarf að skella highlight myndböndum af síðustu leiktíð í gang. Ég var einfaldlega búinn að gleyma því hvernig er að styðja svona lið eftir virkilega skemmtileg þrjú tímabil.
Horfum á björtu hliðarnar, þetta getur varlað versnað. Og þó.
Þar til næst.
YNWA
Frábært upplegg! Allir í liðinu sýndu mikinn metnað og mikla hugmyndaauðgi í sóknarleiknum! Var bara ekki að detta með okkur.
Jurgen Klopp er svo gjörsamlega búinn á því, að það er ekkert annað en átakanlegt að fylgjast með honum verða liðinu okkar ástkæra og sjálfum sér til háborinnar skammar aftur og aftur. Blessuð sé minning Jurgen Klopp.
Ég veit ekki með þig en vissulega er maður drullusvekktur en að segja að Klopp sé búinn á því og sé liðinu okkar til skammar er eitthvað sem mér finnst skrítið. Við erum búnir að vera með sirka milljón og tvo meiðsladaga á þessu tímabili og fátt dottið með okkur. Ég fullyrði það að ekkert annað lið hefði lifað það og hvað þá verið við toppinn. Ef menn geta ekki tæklað niðurganginn þegar hann kemur að þá er ekki mikið spunnið í menn. Það er mitt mat.
Vel mælt Svavar….. vel mælt!!
YNWA
Það er enginn að tala um að vera á toppnum… Topp 4 umræða er meira segja að verða angsótt. Þessi meiðsla afsökun er bara ekki haldbær þegar við erum að tala um jafn vel mannað og reynslu mikið lið og Liverpool er. Klopp er með skítinn upp á hnakka og það sama má segja um alla aðra leikmenn sem spila þessa leiki. Þetta er til skammar, það er bara þannig. Það er eitt að tapa leikjum en liðið er ekki að tapa með sæmd. Stoltið og ástríðan eru farin. Engin svör ekkert plan B bara andleysi og þrot. Það má alveg tala um það að Klopp sé búinn að vera án þess að menn fái fyrir hjartað og það er ekkert minna spunnið í þá stuðningsmenn sem halda því fram enda eru margar vísbendingar sem benda á það.
Ég bara get ekki endalaust tekið þátt í þessu meiðslatali endalaust. Jú, við höfum misst menn í meiðsli en það var ekki eins og við vorum að spila vel með alla leikmennina heila. Við vorum að taka leik hér og þar á heppninni án þess að spila vel. Meiðslin eru bara að koma upp um hópinn og hversu þunnur hann er. Það hefur marg oft komið til tals að bæta við betri mönnum en þverskan (eða níska eigenda) hefur stoppað það.
Við höfum þennan hóp sem við höfum og þurfum að nýta hann. Leikmenn sem borið hafa liðið undanfarin árin eins og Mane, Firmino, Salah, Wijnaldum, Alisson, Trent og Robertson eru algjörlega hættir og er þetta slæmt þar sem liðsheildin virðist bara fuðra upp við smá mótlæti.
Vinnsla liðsins er bara hreint út sagt ekki eins og hún hefur verið nýtt undanfarin árin. Gegenpressan er bara farin og við farnir að spila tiki-taka possession bolta þegar sérgrein Klopp er gegenpressen. Er vantraustið á þeim sem heilir eru algjört? Er Klopp farinn upp á fjöll á miðju sísoni eða er hann að sjá eitthvað sem aðrir sjá ekki? Kannski er þetta Mourinho trick til stjórnarinnar um að fá meiri pening til að kaupa betri leikmenn? Ég allavega skil ekki þetta. Þessi breyting hjálpar vörninni ekkert.
Ef þessi breyting er gerð til fitta Thiago inn þá vil ég bara helst spóla til baka og láta þessi kaup algjörlega eiga sig. Thiago hefur bara alls ekki virkað og Klopp fær algjöra falleinkunn ef þetta er hans “First Aid” aðferð til að lífga hópinn við. Dúkkan sem átti að lífga við hljóp út þrátt fyrir að vera lappalaus og það öskrandi. Gæti fyllt í vörnina svei mér þá!
Á fáeinum covid mánuðum höfum við vikið frá því að vera eitt skemmtilegasta skyndisóknar/pressu lið í það að vera lið sem er meira eins og gleðikona sem gefur öllum frítt inn af því að hún er enn að fagna afmælinu sínu. Liðið var farið að byrja að spila smá svona fyrir öll meiðslin sem er áhyggjuefni líka. Smá uppgjafartónn eða svona þefur af því þegar menn eru orðnir saddir……prumpulykt eflaust.
Sjö skot í kvöld og eitt á rammann. Chelsea með 11 og fimm á kassann en þeir gàtu farið í gegnum okkur eins og þeim sýndist í kvöld. Þessi árátta Klopps að henda Fabinho í vörnina er orðin svo þreytandi. Hann er að treysta Wijnaldum sem klárlega verður ekki hjá okkur á næsta tímabili sem mér finnst einnig sýna sig inn á vellinum. Það ásamt Thiago (og meiðsli! Happy?) hafa skemmt miðjuna þetta árið. Miðjan sem er lykilhlutverk í öllum liðum, sérstaklega okkar, miðað við hvernig við spilum er algjörlega fjarverandi enda backup hópurinn ekki að gera sig.
Það er ekki hægt að breyta miklu þar sem hópurinn er þunnur en ég öskraði á sjónvarpið í kvöld um taktíska breytingu á liðinu. Henda inn auka miðjumanni fyrir einn af framherjunum sem voru úti að kúka eins og undanfarnar vikurnar. Chelsea labbaði í gegnum miðjuna okkar sem átti að veita vörninni skjól. Framherjarnir voru svo auðveldlega lokaðir af og akkúrat ekkert frumkvæði hjá leikmönnum. Firmino tók eitt gott innkast í leiknum en annað man ég ekki eftir. Það að sjá Salah skipt útaf fékk mig til að standa upp og klappa rétt áður en ég slökkti og fór að horfa á vegginn þorna í næsta herbergi.
Þessi leikur var lykilleikur fyrir mig hvað 2.sætið varðaði. Nú er það ljóst að við verðum að rembast við að komast í topp 5-6 þetta árið, með heppni! Það er eins gott að John Henry sé góður í íslensku og lesi þessa síðu. Annars erum við……..youknowhat!
Hræðileg frammistaða. Hreyfing án bolta er engin og pressan í súrefnisvél.
Sadio Mané búinn að vera arfaslakur og hefði ég alltaf tekið hann eða Bobby útaf í stað Salah sem var frískastur af þeim þremur.
Eins gott að við vinnum meistaradeildina til að vera þar á næsta tímabili.
OK (eða ekki):
Hvað er að Mané og Firmino? Mané fær hann í LAPPIRNAR beint fyrir framan markið, kiskar. Firmino með FRÍAN SKALLA beint fyrir framan markið, skallar samsíða markinu.
Robertson – vill ekki skora.
Hvaða ofskynjunarlyf eru það sem valda því að Klopp tekur Salah út af og Jones??? hvað sér hann sem við sjáum ekki og hvað sér hann ekki sem við sjáum?
Hvað er vandamálið með Phillips? Af hverju er hann ekki með í liðinu? Fabinho er ekki betri miðvörður eins og hann lék í dag. Af hverju fáum við hann ekki fyrir FRAMAN vörnina þar sem hann á heima?
Af hverju fáum við ekki VÍTI þegar Kante rekur hana út frá líkamanum og fær boltann BEINT Í HÖNDINA???
æ ég nenni þessu ekki.
Þetta er amk EKKI OK.
Hvað er hægt að segja?
Algert gjaldþrot hjá liðinu. Svakalega lítið sjálfstraust og tilviljunarkenndur sóknarleikur. Veit ekki hvað er hægt að segja meira um þetta.
Erum að leita að jöfnunarmarki og þá ákveður Klopp að taka Salah út af, laaaaaangbesta sóknarmanninn okkar???!!!!
Breyttist ansi hratt úr titilbaráttu í baráttu um Meistaradeildarsæti. Meistaradeildin á næsta ári er svo að verða fjarlægur draumur. Spurning hvort klúbburinn ráði við tekjutapið sem fylgir því að missa af Evrópu ofan á allt hitt.
Sælir félagar
Enn og aftur setur Klopp miðjumann í vörnina í stað þess að setja einn bezta varnatengilið í heimi á miðjuna. Einnig ákveður hann að taka sinn bezta sóknarmann og líklega bezta leikmann liðsins útaf en heldur Mané inná, sem hefur ekki getað blautann skit í allan vetur. Chelsea betra liðið meiri hluta leiksins en frammistaða Liverpool leikmönnum og stjóra til skammar. Hvað sendi Robbo marga bolta til baka og hvað marga frammávið. Hann átti ein fyrirgjöf og tvær sendingar framávið. Það er dæmi um hverslags sóknarbolta liðið lék í leiknum ásamt því að eiga bara eitt skot á rammann.
Þessar frammistöður liðs og starfsliðs, uppsetning leikjanna á Anfield eru með eindæmum eins og sannast af því að þetta er lengsta “rönn” tapleikja á heimavelli frá upphafi liðsins 1892. Maður er farinn að skammast sín fyrir liðið og leik þess og er farinn að átta sig á að líklega var meistartitillinn í fyrra heppni first og fremst. Ég á ekki til nein lýsingarorð yfir vonbrigði mín með Liverpool, “mentality monsters” var það ekki heitið sem Klopp gaf þeim. Liðið er eymdin og uppgjafarsvipurinn uppmálaður. Þetta er bara í einu orði sagt HRÆÐILEGT.
Það er nú þannig
YNWA
Sorry þetta lið er ekki að fara vinna neitt á þessari leiktíð og satt best að segja held ég að dagar Klopp séu liðnir hjá Liverpool, og hugsanlega klárar hann þessa leiktíð og dettur út úr meistaradeildinni og liðið endar í 10 sæti eða neðar og hann mun svo segja sjáfur upp sem stjóri hjá Liverpool í vor.
Tottenham og Aston Villa þurfa núna bara að ná stigum í þeim leikjum sem þeir eiga til góða og verður þá 9. sætið raunin.
Nú er bara að leggja alla áherslu á að lenda í 6. sæti eða neðar.
Það er klárlega farið að hitna aðeins undir Klopp. Hélt ég ætti ekki eftir að segja þetta. Hann hefur samt sem áður ennþá minn stuðning.
Hversu marga leiki eiga menn að fá að vera áskrifandi af byrjunarliðinu í sókninni?. Að lána Minamino og spila ekkert Ox neitt og þrjóskast við hugmyndasnauðri sókn og taka svo Salah af velli en ekki Mane sem er alveg ömurlegur í öllum aðgerðum finnst mér stórundarlegt. Er það einhver furða að maður sé búinn að missa trúna á Klopp síðustu misseri, að hann er algjörlega ófær um að breyta til og taka erfiðar ákvarðanir. Heldur bara áfram að sulla í sama drullupollinum og vælir svo útaf vörninni þegar það er sóknin sem er gjörsamlega hrunin. Haldið þið að þeir sem sitja á bekknum horfandi á þessa hörmung trekk í trekk án þess að fá möguleika á að stíga inn í byrjunarliðið séu vel mótíveraðir og tilbúnir í 100% framlag bara fyrir 20-30 mínútur en ekki meir? Þetta er alveg galið hvernig Klopp getur verið besti þjálfari í heimi en koðnað svona svakalega niður við mótlæti og geta ekki tekist á við það af festu og þorað að henda mönnum úr liðinu. Er hann kannski of mikill good guy og of mikill vinur leikmanna að þeir á endandum hætta að virða hann?
Er ég eini sem er orðinn helvíti þreyttur á Firmino?
Insanity is doing the same thing over and over again and expect different results..
Helvítis andskotans djöfulsins fucking fokk !!! ??
Úff…Við erum í 7unda sæti og eins og staðan er núna eru 22 stig í topp og 20 í fall en þar er einmitt Fulham sem við mætum næst. Þetta er staðan eins og hún er núna. Man ekki eftir að hafa séð jafn áhugalausa leikmenn í liði Liv síðan Woy stjórnaði okkur, þetta var Chelsea það hefði att að kveikja í mönnum. Chelsea voru mun betri og það eina sem við náðum var skalli frá Gini beint á markmann. Úff
Við erum að fá í hausinn gríðarleg mistök í innkaupamálum. Að hafa ekki endurnýjað fleiri leikmenn sl. sumar var afleitt og tekur nokkra innkaupaglugga að leiðrétta. Bekkurinn býður ekki upp á neitt. Það að 34 ára Milner sé í raun góður kostur er fáránlegt. Ef liðið verður ekki endurnýjað í sumar eru tímarnir framundan ekki bjartir. Það eru allir leikmenn orðnir kraftlausir og geta ekki tekið varnarmenn á. Það vantar fljótan heimsklassa framherja því það er lítil ógn frá Firmino í dag því miður og meistaradeildarsæti væntanlega einungis óraunhæfur draumur.
Björtu hliðarnar eru þær að við erum ekki að fara að missa neina leikmenn frá liðinu í sumar.
Svörtu eru þær að við erum kannski ekki að fara að fá neina leikmenn sem bæta byrjunarliðið.
Ef að okkar leikmenn fá ekki góða hvíld í sumar er ég ansi hræddur um að næsta tímabil gæti orðið okkur erfiðara en það sem komið er á seinni hlutann.
Er með allveg svakalega vondan sting í Liverpool hjartanu og get varla meira af þessu eigum við ekki að trúa því núna að lukkan fari koma með hækkandi sól og vor í lofti það er ekkert annað hægt. En svona til að bara segja eitthvað skoðið endilega hendi sem dæmd var á Fulham í dag þegar þeir skoruðu mark og berið það saman við augljóst víti sem við áttum að fá frá Anakin Arkinson hreinræktuðum aumingja eins og þessir dómarar allir eru í þessari blessuðu deild sem er að verða eins og Franska olíudeildin bara 1 stk olílið sem dómerar yfir öllu svíkja og pretta og komast upp með það.
YNWA.
Einmitt.
Ég hélt að ég myndi aldrei segja þetta, en ég held því miður að Klopp sé kominn á leiðarenda með þetta lið. Það er á svona tímum sem maður sér hvað er spunnið í menn og augljóslega er Klopp ekki með neinar lausnir. Hann reynir ekki einu sinni aðrar lausnir. Engar taktískar breytingar og ekkert motivation.
“The definition of insanity is doing the same thing over and over again and expecting different results”
Liverpool vann deildina í fyrsta skipti í 30 ár á síðasta tímabili undir stjórn Jurgen Klopp
Liverpool vann meistaradeildina í 6. skiptið tímabilið þar á undan undir stjórn Jurgen Klopp
Liverpool var hársbreidd frá því að vinna deildina það árið undir stjórn Jurgen Klopp
Tímabilið í ár er ekki eðlilegt tímabil vegna augljósra ástæðna. Að dæma Jurgen Klopp og hans lið út frá því er ekki sanngjarnt. Höldum áfram að trúa og styðja liðið í gegnum þetta.
Strax eftir tapleiki er maður reiður, pirraður og þá er gott að tjá sig strax um liðið sitt.
Allt í einu er Klopp með heit sæti, Mane getur ekki blautan skít í vetur, hugmyndasnaut lið, Minamino allt í einu orðið einhvern sem við söknum.
Förum aðeins yfir þetta tímabil. Já í mörgum leikjum höfum við ekki náð að standa okkur en þar er margt að spila inn í.
1. Meiðslinn – í sögulegu hámarki. Að vera að nota 19 varnarparið sitt er áskrif á ömurlegt tímabil. Þetta er ekki tölvuleikur heldur alvöru líf og þar villtu hafa stöðuleika í miðvörðunum þínum maður hefur aldrei séð annað eins ástand(p.s Phillips sem samkvæmt slúðri átti að byrja leikinn í kvöld var veikur, þess vegna komst Fabinho ekki á miðsvæðið)
2. Engir áhorfendur á Anfield – Ég held að það eru mjög fá lið sem sakna sína stuðningsmanna eins mikið og Liverpool. Ég er 100% viss um að við værum ekki að tapa leik númer 5 í röð á Anfield ef við hefðum troðfullan völl með Kop stúkkuna soga inn mörk.
3. Dauðsföll – Ég held að fólk gerir sér ekki grein fyrir áhrif á lið þegar tveir stórir persónuleikar(Klopp og Alisson) missa foreldri og áhrif þess á þéttan hóp getur haft.
4. FSG – Þeir gera margt gott fyrir Liverpool en net eyðslan er auðvita hlægileg og að þeir hafi ekki sett meira í þetta til að hjálpa Klopp er fáranlegt. Menn tala alltaf um Van Dijk og Alisson kaupinn en viti menn liðið hafði meira en nó efni á því eftir söluna á Coutinho ásamt öðrum minni spámönnum á góðan penning.
Klopp fyrir mér fær á þessu tímabili alveg fríí passa frá mér. Hann fór með okkar lið upp í hæðstur hæðir og núna er kominn smá þreytta, mikið af meiðslum og bætum við móðir missir. Ég hef mikla trú á þessum kappa og að hann mun rífa okkur aftur í gang.
Menn gleyma því líka að Mane fór mjög vel af stað á þessu tímabili og var að leika varnari andstæðinga mjög grátt. Það var Salah sem var oftar en ekki týndu en það sem Salah gerði var að skora mark eða mörk(stundum úr vítum) og þeir sem horfa kannski ekki á alla leikina fannst það auðvita miklu merkilegra en kannski 90 mín af hágæða leik. Svo að núna er vinsælt að skjóta á Mane þótt að kappar eins og Trent, Alisson og Firmino sem eru allir flokkaðir sem lykilmenn hefur manni fundist vera verri en Mane á þessu tímabili(en hafa allir átt jó jó tímabi s.s góða kafla og lélega).
Menn tala um hugmyndarsnauðan leik hjá Liverpool en taka ekki eftir því þegar við erum að breytta um taktík og upplegg á milli leikja og stundum nokkrum sinnum í hverjum leik. Menn sjá bara 4-3-3 en taka ekki eftir því að allt í einu eru Mane/Firmino báðir komnir upp á topp með Andy og Salah þá alveg uppi eða skilja ekki að setja Milner inn á þarf ekki að vera varnarskipting því að með því var kominn meiri vinnsla á miðsvæðið sem leyfði fremstu mönnum að halda áfram að pressa hátt.
Það væri hægt að taka mörg dæmi um allskonar svona hreyfingar og tilraunir í leikjum Liverpool en Liverpool og Klopp eru að reyna mikið en þetta hefur bara ekki verið að falla.
Menn að tala um afhverju við létum Minamino fara? Af því að hann var ekki að geta neitt með Liverpool. Alltof veikur líkamlega og var ekki að virka í þröngu spili. Bíddu en hann er að standa sig hjá Southampton? Já því að þar er hann að spila í liði sem liggur oft vel til baka og nær að keyra upp gegnum liðum sem eru ekki að pakka í vörn og þá fær hann pláss til að gera það sem hann er bestur í. Hann fær ekki þetta pláss hjá liverpool.
Þetta tímabil er lélegt en það má samt eiginlega segja að þetta sé lélegt hjá öllum liðum í vetur.
Man City eru langbestir en ef þeir myndu vinna restina þá ná þeir ekki stigafjölda Liverpool(sem voru komnir í hlutlausan gír þegar 6 leikir voru eftir á síðasta tímabili).
Man utd eru aðeins 8 stigum fyrir ofan okkur og þeir hafa varla lent í alvarlegum meiðslum lykilmanna í allan vetur.
Leicester eru að standa sig vel en væru líklega ekki í baráttu um meistaradeildarsæti á venjulega tímabili.
Chelsea eru einfaldlega með geggjað gott lið en Frank Lampard lét okkur bara ekki sjá þá.
Everton/West Ham eru að gera það gott í vetur sem segir allt sem segja þarf um gæði deildarinar.
Liverpool – þrátt fyrir allt sem hefur gengið á og spilamennskuna í vetur þá erum við aðeins 4 stigum frá meistaradeildarsæti sem er algjörlega galið.
YNWA – Ég væri til í að hraðspóla yfir þetta tímabil hjá okkur og byrja nýja með Van Dijk/Gomez/Matip mæta aftur til leiks, með Jota heilan og Fabinho/Henderson á miðsvæðinu en þetta virkar ekki þannig. þangað til þarf maður sem sannur stuðningsmaður að komast í gegnum þetta og þótt að maður er ósáttur við margt þá styður maður strákana þegar illa gengur og ætla að passa sig að detta ekki í algjört skítkast á leikmenn sem hafa veit manni mikla gleði undanfarinn ár.
Sammála þér Sigurður Einar um allt ofangreint en þó sérstaklega um lið númer 2. Engir áhorfendur á Anfield! Það er algjörlega galið að hafa þetta virki okkar galtómt leik eftir leik. Fullyrði hér og nú að ef allt eðlilegt þá í mesta lagi einn tapleikur á Anfield!
Og fyrir þá sem undrast á skiptingunni á Salah….
Salah not happy at being fd his head as walked to bench. But 5 mins ago Klopp was screaming at him to track back & help out defensively, he was a long way off. Bit of a half hearted jog. Klopp turned to Ljinders almost straight away & they discussed replacing him
Salah not happy at being taken off and shaking his head as walked to bench. But 5 mins ago Klopp was screaming at him to track back & help out defensively, he was a long way off. Bit of a half hearted jog. Klopp turned to Ljinders almost straight away & they discussed replacing him
Sammála. Ég er tilbúinn að gefa Klopp og liðinu okkar frítt spil á þessu tímabili. Einfaldlega því þetta er algjörlega absúrt tímabil og allt er í ákveðnum hönki. Meiðsli og önnur áföll eru að leika okkur grátt auk þess að áhorfendaleysið er svaðalega vont. Við værum aldrei búnir að tapa svona mörgum heimaleikjum með áhorfendum. Við fundum bersýnilega fyrir því þegar 2000 manns máttu mæta eða hversu margir þeir voru. Við eigum bestu stuðingsmenn heimsins og við söknum þeirra alveg gríðarlega. Við erum að tala um annað sport án áhorfenda, það er klárt en maður vill samt sjá strákana okkar ná betri úrslitum. Öll þessi töp eru dýr og vonandi fer þetta nú að lagast með Jota, Milner, Keita og Fabinho. Svo fer nú að styttast í vorið og vonandi fáum við einhverjar jákvæðar fréttir af Gomez og Virgil. Þetta ástand er óþolandi og ég er einn af þeim sem væri til í að setja fótboltann á pásu í 2-3 mánuði einfaldlega vegna þess að þetta er ekki sú íþrótt sem maður þekkir.
Sigurður Einar það er alveg sama hvernig þú reynir að setja pllýönnu á þetta, þessi leikur var skelfilegur hjá okkar mönnum. Hvernig sem þúr reynir að finna eitthvert vit í frammistöðu liðsins í kvöld þá bara gengur það ekki. Ég ætla ekki að deila við þig um knattspyrnufræði en hitt er ljóst að liðið er að standa sig skelfilega undanfarnar vikur. Eftir W. Ham og T’ham leikina er ekkert sem gleður augað hjá liðinu.
Frammistaða Mané er skelfileg í þessum leik sem og mörgum öðrum. Það þýðir ekki að hann sé ónýtur sem fótboltamaður en hitt er ljóst að hann er í svakalegri lægð. Það breytir engu þó reynt sé að tala Salah niður, hann er búinn að vera margfalt betri en Mané og það þarf að skora úr vítunum líka. Ég er sammála þér um Klopp. Þeir sem vilja afskrifa hann eru ekki í lagi. En hitt er ljóst að þetta lið gerir engar rósir undir hans stjórn né nokkurra annarra.
Eftir þennan leik er kristaltært að það þarf að endurnýa stóran hluta liðsins. Það þarf að hafa alveg tvöfaldan hóp jafngóðra manna svo hægt sé að rótera liðinu án þess að veikja það. Þess er ekki kostur í dag. Menn eins og Ox, Origi, Saq og Milner og reyndar fleiri eiga ekki heima í meistarhópi. Kaupin á miðvörðunum í lok jan voru mánuði of seint og fleira mætti telja. En eins og þetta er í dag þá bara gengur þetta ekki lengur.
Það er nú þannig
YNWA
Vandamálið er miðjan
Þið sem voruð að undrast á skiptingunni á Salah…….
Salah not happy at being taken off. Shaking his head as walked to bench. But 5 minutes ago Klopp was screaming at him to track back & help out defensively, he was a long way off. Bit of a half hearted jog. Klopp turned to Ljinders almost straight away & they discussed replacing him.
Ég vil sjá Klopp gera breytingar í næsta leik.
Alisson í markinu.
Trent og Robbo í bakvörðunum.
Kabak og Philips í miðverðinum.
Fabinho, Winjaldum og Jones á miðjunni
Shaqiri , Salah og Jota frammi
Það er alveg kominn tími á að taka Thiago og Firmino úr liðinu og gefa Mane smá hvíld
Hárrétt! Og jafnvel prófa ný leikkerfi, þétta miðjuna eða hvað eina sem mönnum dettur í hug! Get ekki ímyndað mér að úrslitin yrðu verri fyrir vikið!
Ég er bara helsáttur við margt í þessum leik, þótt margt hafi líka verið að. En það styttist í gott run, ég er handviss um það. 3.sæti í PL og sigur í CL
YNWA
Enn og aftur þarf maður að tjá sig um einstaka leikmenn.
1. Alisson. Hann er bara nokkuð fínn markvörður en ekkert meira. Enn eitt heimskulega úthlaupið þar sem við hefðum átt að fá á okkur mark en VAR var loksins okkur hliðholl. Við hefðum séð einhverja markverki verja þetta skot frá Mount. Enn ein vikan að líða þar sem hann er ekki match winner.
2. Milner. Alltof gamall og að hann hafi verið kostur af bekknum segir allt sem segja þarf. Hann er ekki match winner og hefur aldrei verið.
3. Mané vs Salah. Þvílika rusl frammistaðan sem Mané er að sýna okkur leik eftir leik. Að hann skuli hafa það í sér að vera pirraður yfir Salah þegar hann fær ekki einstakar sendingar. Byrjaðu á að geta tekið við boltanum Mané, áður en þú drullar yfir liðsfélaga þína.
4. Gini. Gini er farinn. Hættu að spila honum. Clarkson er betri kostur en Gini sem er ALLS ekki að spila sig fyrir nýjan samning. Búin að vera hræðilegur.
5. Bobby bobby bobby, í alvöru það eina sem hann þarf að gera svo öllum líði vel er að dúndra helvítis boltanum í netið. Sem er í alvöru bara frekar auðvelt. Sérstaklega þegar þú færð 3-4-5 tækifæri í leik til að gera það. Það segir bara alla söguna þegar þú stendur fyrir framan markið og kiksar boltanum trekk í trekk. Bobby er að spila ömurlega og er klárlega senter í versta liði ársins.
KLOPP. Þvílika þrjóskan sem kallinn er að sýna. Það sást frá 1.min að við vorum ekki að fara skora. Salah tekinn útaf sem var eini með lífsmarki af fremstu þrem. Línan alltof hátt uppi.
Það voru svo augljós taktísk vandræði. Ég bara átta mig ekki á hvað er að gerast með Klopp.
Við endum eitthvað neðarlega í deild og ég er ekki viss um að við vinnum Leipzig. Ég er ekki einu sinni bjartur á næsta timabil.
Ég elska Klopp en ég held að hans timi se buin og ef það fer svo vona ég að Gerrard taki við.
ynwa
Ég er ekki duglegur að lesa kommentin, en mér finnst verða að taka með í reikninginn að Liverpool er búið vinna nánast alla leiki í 2-3 tímabil. Tvisvar í úrslit meistaradeildar og einn titill, ásamt deildartitili (hefðu átt að vera tveir ef City væri ekki að stunda sitt vafasama starf).
Það er einhver þreyta í gangi núna. Andleg og kannski líkamleg líka. Gleymdist að koma með vítamínsprautu í liðið síðasta haust, eins og Alex Ferguon talaði gjarnan um að meistaralið þyrftu að gera.
Ég vona að skútunni verði snúið við, en mér leiðist að sjá fólk tala um Klopp eins og einhvern hálfvita um leið og það kemur babb í bátinn. Eftir að hafa loksins skilað Englandsmeistaratitli í hús, fyrir utan allt hitt, er maðurinn ósnertanlegur að mínu mati – skiptir ekki þó liðið endi tímabilið í tíunda sæti.
Hins vegar þarf að hrista upp í hlutunum í sumar. Ég held til dæmis að það eigi ekki að reyna að sannfæra Salah um að eyða öllum sínum bestu árum hjá Liverpool. Hann er slíkt menningarlegt fyrirbæri að ég skil hann vel að vilja prófa eitthvað nýtt. Hann er búinn að gera allt hjá Liverpool. Núna er rétti tíminn til að fá sem mest fyrir hann og fjárfesta upp á nýtt.
P.S. Ég er 36 ára og hélt raunverulega að ég myndi aldrei sjá Liverpool vinna úrvalsdeildina. Ég hélt ég myndi fyrr deyja. Mér finnst eiginlega rannsóknarefni hvað sigurvíman rann fljótt af fólki. Kannski má rekja það til hlésins sem var gert á mótinu og áhorfendaleysisins. Pínulítið eins og þetta hafi ekki skeð.
þú er allavega það gamall að þú notar orðið “skeð” sem er svolítið magnað.
YMWA
Það kom “babb í bátinn” í lok Des og fram í Jan.
En núna er báturinn sokkinn og öll áhöfnin með.
Þó að menn séu að gagnrýna Klopp (sem virðist fara mikið fyrir brjóstið á mönnum) þá eru menn ekkert að segja að hann sé einhver hálfviti
Ég get sagt ykkur það.
Ég hreinlega veit ekki hvort sé slakari árangur liðsins inná vellinum eða stuðningsmanna hérna inni þessi comment hérna inni mörg hver eru svo óliverpool leg.
Þetta er fyrsta niðursveifla núverandi liðs allt frá leikmönnum og starfsliði.
Hún er búinn að reyna á og vera löng en eigum við ekki að leyfa þeim að klára sumarið og fara yfir vandamálið áður en við tökum chelsea aðferðina á þetta? Við erum Liverpool this means more og allt þetta er það bara í gildi þegar allt er í blóma?
Klárum þetta tímabil eins vel og hægt er .
Og treystum Klopp og liðinu til að koma sterkir til baka 21/22 tímabilið sé engann betri eins og er
Ég er gamall stuðningsmaður Liverpool. Ég viðurkenni fúslega að mér liður bölvanlega þessa daganna yfir gengi Liverpool og það er í raun ráðgáta að fótboltalið í Englandi skuli geta stjórnað sálarlífi mínu á þennan hátt. Ég hef í gegnum árin lagt í vana minn að fylgjast með þessari stuðningsmanna síðu Liverpool. Það er svo sárt að að lesa sumar athugasemdir stuðningsmanna Liverpool um okkar ástkæra lið og einkum stjóra sem hefur á sl. 5 árum byggt eitt skemmtilegasta og besta Liverpool lið allra tíma. Í mótlæti reynir virkilega á samstöðu leikmanna og þjálfa og ekki síst stuðningsmanna. Málefnaleg gagnrýni er gagnleg og til góðs en niðurrifsstarfsemi hjálpar ekki. Góðir félagar stöndum saman og og leggjum ekki árar í bát. Áfram Liverpool. Áfram Klopp.
Þetta upplegg sem er engan veginn að virka skrifast að öllu leyti á Klopp sem setur upp sömu uppstillingu leik eftir leik og nú eru töpin heima orðin 5 i röð.
Það þarf að prófa nýjar leiðir og hætta með miðjumann í vörn og koma honum á sinn stað.
Þetta er hörmung og ef það à að stilla liðinu upp eina ferðina enn eins gegn Fulham þá verða töpin orðin 6 í röð.
Martröðin heldur áfram.
Ábyrgðin liggur hjá leikmönnum. Skiptir engu máli hvaða leikkerfi eða upplegg er notað, á meðan leikmenn skila ekki sínu þá verður enginn árangur. Meiðslavesen og lítil breidd kemur í veg fyrir að hægt sé að bekkja þá sem ekki eru að standa sig.
Nú er líka að koma í ljós að innkaupastefna FSG er misráðin ef við ætlumst til að vera að keppa við peningaliðin. Kaupin í síðasta glugga eru að mínu mati alveg galin og ekki vænleg til árangurs. Þú færð ekki 20 ára strák til að bera uppi vörnina við þessar aðstæður, hvað þá leikmann úr 1. deild sem virðist einfaldlega ekki vera nógu góður.
Klopp ber vissulega sína ábyrgð á þessu en allt tal um að reka hann er rugl.
Að lenda fyrir utan topp 4 er veruleiki sem ég held að við séum að horfast í augu við, sem er vont, en stundum er ágætt að fá smá spark í rassinn eftir nokkur tímabil þar sem flest hefur gengið upp. Nú reynir á menn hjá félaginu, nú kemur í ljós hvernig í menn er spunnið, nú kemur í ljós hverjir eru kjúklingar og hverjir eru karlmenn. Eins og bandarískur liðsfélagi minn úr körfunni sagði við álíka aðstæður: “When the food is on the table, real men come to dinner.”
Bendi á frábært viðtal við Andy Robertsson á Sky eftir leikinn í gær, hann virðist einn af fáum sem er að halda haus í gegnum þetta.
Áfram Liverpool. YNWA
Kæru aðdáendur. Ég er jafn svekktur og þið en það hefur ekkert upp á sig að hrauna yfir líðið fram og til baka. Vissulega er eitthvað að umfram meiðslin margumtöluðu. En nú þarf liðið stuðning sem aldrei fyrr og líta á jákvæðu teiknin…
…menn eru að koma til baka úr meiðslum
…liðið fellur ekki úr þessu, sama hvað
…CL eða Evrópudeildin er enn möguleiki á næsta ári
…enn er hægt að gera flotta hluti í CL þetta tímabilið
…ungir leikmenn hafa fengið mikla leikreynslu að undanförnu
…það sést fyrst úr hverju menn eru gerður þegar á móti blæs. Of mikil velgengni getur gert menn kærulausa.
Ég held enn meira með liðinu heldur en síðasta vetur svo áfram Liverpool.
Er ekki liverpool eina liðið sem hefur verið a toppnum yfir aramot og ekki unnið deildina og það tvisvar með þessu timabili.
Eru alveg snillingar i að safna að ser metum þetta arið
Það er nu þannig
Lang stærsti meiðsalisti í mínutum í PM, 1200m hjá LFC, sem dæmi MU undir 500m
20 miðvarðapör þetta season
Miðjumenn spila miðvarðastöður
Covid á TAA, Salah og Mane
Mane og Thiago hafa ekki fundið taktinn þetta season
Endalaus meiðsli í hópnum
Álag á þá sem heilir er endalust andlegt sem líkamlegt
Þjálfarinn missir móður sína, Allison missir pabba sinn
PSG bakkaði Klopp ekki með miðvarðakaup nema á loka klst leikmannagluggans
Anfield hefur alltaf verið gryfja og einn erfiðasti heimavöllur i Evrópu að heimsækja án áhangenda er þetta bara venjulegur fótboltavöllur.
Þetta var bara spurning hvenær höggið kæmi á hópinn, að hafa hangið þarna í topp 4 framað þessu verður að teljast gott.
Þetta season er búið, liðið kemur sterkari til baka þegar meiðslin þurrkast upp
Klopp kaupir og styrkir hópinn fyrir næsta tímabil
Að halda að Klopp sé búinn að missa það og biðja um nýjan þjálfara er galin hugsun, vill fólk virkilega fá nýjan þjálfara með nýjar hugmyndir og byggja upp býjan hóp sem tekur nokkur ár svo er ekkert víst að það gangi upp?
Muniði hvernig tímabiiið á milli Benitez og Klopp þjálfaraskipti og rugl.
Hafið þið tekð eftir hvað Arsenal, Chelsea MU hafa verið að gera síðustu ár, menn töluðu um að Pep Guardiola væri búinn að missa það síðasta tímabil.
Klopp er ekki hafin yfir gagnrýni sannarlega ekki, við skulum ekki gleyma því að allt þetta að ofantöldu hefur heldur betur tekið toll á andlegan styrk,hann er tilfinningaríkur og ber það utaná sér, hver saknar ekki eftir sigurleiki þegar hann hljóp og Kop stúkunni með hnefann að lofti, hann er búinn að gera okkur aftur að stórveldi og öll lið í heiminum síðustu 3 ár voru með skituna yfir að þurfa að koma á Anfield.
Það styttir uppað lokum, við verðum að styðja leikmenn og þjálfara þegar erfiðleikar og ólgusjór, því við erum Liverpool.
In Klopp we trust
Og öll þessi meiðsli er engin óheppni.
Það er ástæða fyrir þvi að lið seu að lenda i miklu minni meiðslum en við, við fengum meira að segja mun lengra pre season en Man utd.
Þessi meiðsli skrifast af stórum hluta a klopp
Mér finnst furðulega lítil umræða um hendina á Kante, sem mér fannst eins augljóst víti og hugsast getur. Það skiptir engu máli að hann hafi ekki haft tíma til að bregðast við, hann er ekki handbolta markvörður og staðan á hendinni var alls ekki “eðlileg”. Þetta hefði getað haft veruleg áhrif á leikinn og svona móment skipta virkilegu máli.
Miðað við umræðuna sem Utd – Chelsea leikurinn fékk, varðandi hendina á Hudson-Odoi, þá skil ég ekki af hverju þetta er ekki meira rætt. Ég held að menn hafi bara gefist upp, af því svona ákvarðanir falla á móti okkur í nánast hverjum einasta leik. Rangstaðan sem var dæmd á Chelsea kom eiginlega bara virkilega á óvart, því nánast allir dómar hafa fallið á móti okkur.
Sælir félagar
Þar sem ég tel að þessu tímabili sé lokið nema hvað varðar efstu 3 til 4 sætin ætla ég að tiltaka nokkur atriði sem verða að vera á hreinu fyrir næsta/næstu tímabil:
1. Klopp verður áfram amk. út samning sinn og þetta er lykilatriði ég vil reyndar að Klopp verði eins lengi og hann vill sjálfur
.
2. FSG verður að bakka Klopp upp með kaupum á amk. 4 – 6 topp leikmönnum
3. Það verður að taka til í hópnum og selja þá sem ná ekki máli og þeir eru amk. 6 ef ekki fleiri.
5. Kalla til baka þá leikmenn sem virðast vera að sanna sig í öðrum liðum svo sem Elliot og Grujic tilað breikka hópinn og hafa ekki bara kjúklinga til uppfyllingar á bekknum.
6. Kalla Gerrard til (aðstoðarþjálfari) ári áður en Klopp vill hætta svo samfella verði í þróun liðsins og svo tekur Gerrard við og leggur sínar eigin áherslur í leik og leikmannakaupum (minn blauti draumur).
7. Mistökin sem gerð voru í leikmannamálum í janúar mega aldrei endurtaka sig. Komi svipuð staða upp aftur verður að taka á henni af festu og nógu tímanlega til að ekki fari í svipað óefni og gerðist í vetur. Breikka verður hópinn svo hægt verði að rúlla á fleiri leikmönnum af svipuðum gæðum á álagstímum. Það er skelfileg tilhugsun að þurfa að skipta mönnum eins og Origi inn á þega hvíla þarf menn eða þeir meiðast. Það er ljóst held ég að Klopp setti lítinn þrýsting á innkaup í janúar fyrr en undir lokin. Ábyrgðin er því líka hans. Klopp verður að axla ábyrgð á því með eigendunum.
8. Ég tel að öllu þessu sögðu og meiru sem ég og fleiri hafa sagt að enginn sé betur til þess fallinn að rífa Liverpool upp aftur og koma því á þann stall sem það á að vera að okkar mati. Til þess þarf peninga og þrek sem þrjóskupúkinn Klopp hefur nóg af og getur miðlað til leikmanna sinna. Það er ekki marktækt núna þegar allur hópurinn, leikmenn og staff, virðist vera gersamlega búnir á því andlega og líkamlega. Nú er bara að vona að Liverpool nái 3 – til 4. sætinu og svo verður að horfa til framtíða í leikmannamálum og fleiru.
Það er nú þannig
YNWA
Ég get vel tekið undir þessa punkta hjá þér. Megum samt ekki gleyma því að við eigum séns á að fara lengra í CL, annað eins hefur nú gerst.
Varðandi það að Gerrard taki við eftir þrjú ár eða svo er fögur hugsun en hvort hún sé rétt veit ég ekki um. Er kannski styttri og öruggari leið að Pep Lindjers taki við þegar Klopp hættir árið 2024 þar sem hann hefur starfað með honum í nokkur ár. En hvað veit ég?
Annars er ég alveg á þessari línu líka með að Klopp og FSG þurfi að finna leiðir til að fyrirbyggja slíkar hörmungar aftur. Ef þetta ár er fórnarkostnaður eftir ævintýranlegan árangur á undanförnum árum þá er ég alveg sáttur við það, eins vont og það er. Það venst aldrei að tapa leikjum.
Getur verið að plan B hafi einmitt horfið með “heilanum “?
Er klopp ekki þjálfarinn sem talað hefur verið um ávallt, án heilans?
Var heilinn svona mikivægur þegar vandræðin byrjuðu?
jæja Ozan Kabak lítillega meiddur og missir líklega af næsta leik. Góðu fréttirnar eru þær að Ben Davies verður líklega leikfær og mögulega Nat Phillips líka.
Þetta er orðið stórundarlegt.
Þetta er fyrir löngu orðið miklu meira en fyndið. Þetta er komið í hring og orðið að ,,eðlilegu ástandi”. Auðvitað er Kabak meiddur líka enda miðvörður.
Þegar Klopp gerir tvöföldu skiptinguna, þá er hún augljóslega gerð í einhverjum pirringi. Takið eftir því þegar aðstoðarmaður Klopp er að fara yfir málinn með Ox og Jota rétt áður en þeir fara inná. Þetta var ekki skipting með einhverri djúpri pælingu, heldur eitthvað annað. Augljóslega ekki mikill taktík hugsun bak við hana.
Ég er enn að klóra mér í hausnum, af hverju tók Klopp okkar bestu miðjumenn og setti þá í miðvörðinn. Síðan þá hefur allt gengið á afturfótunum. Ef Alison meiðist, þá fer varamarkmaður í markið, ekki miðjumaður.
YNWA
2x ETHEREUM: Wanna Double Your BTC to the Moon?
A section of the Moon ETHEREUM Live website shows the scheme’s promise to double your ETHEREUM in 24 hours.
Click to : https://ether2x.net
Hættum að tala um fokking meiðsli sem einhverja helvítis afsökun !
Við vorum búnir að vinna deildina i febog hefðum getað róterað að vild, en nei sömu menn spiluðu alla leikina !
Við fengum mun lengra pre season en Man utd t.d, en samt eru þeir i miklu minni meiðslum með sama álag.
Þessi meiðsli skrifast bara a klopp, þvi hann er buinn að keyra liðinu út.
Fremstu þrír eru oftast heilir, en þeir virka útbrunnir, serstaklega mane og firmino
Búinn að fylgjast með Liverpool síðan 1976 og þetta er það lélegasta sem ég hef upplifað. Ótrúlegt að lesa það sumir eru að skrifa hérna og halda áfram að dásama þetta lið og Klopp – þetta er bara skelfileg frammistaða og Klopp til skammar. Eins og staðan er í dag er Liverpool versta liðið ú Úrvaldsdeildinni.
Síðan er menn að tala um Roy Hodgson tímann – þetta er bara miklu verra.