1-0 Salah 70′
2-0 Mané 74′
Eftir afleitt gengi í deild að undanförnu fengu menn tækifæri til að skreppa frá til Ungverjalands í annarri keppni og aðeins að breyta til. Liðið byrjaði leikinn ágætlega og eftir fjórar mínútur var Thiago kominn í álitlega skotstöðu en ákvað að reyna þræða boltann inn á Salah en varnarmaður Leipzig komst fyrir sendinguna og færið varð að engu. Það voru svo Leipzig menn sem fengu fyrsta dauðafæri leiksins á tíundu mínútu þegar Alisson varði frábærlega frá spánverjanum Dani Olmo en mark svona snemma leiks hefði svo sannarlega skotið skellt í bringu okkar manna.
Okkar menn fengu svo ótal færi til að gera út um leikinn í fyrri hálfleiknum en inn vildi boltinn ekki. Salah slapp í gegn en átti að lokum slakt skot á Gulaci í marki Leipzig manna. Salah setti Upamecano undir pressu sem virtist vera að ná að eiga við það áður en hann setti boltan beint á Jota sem setti boltan framhjá markinu. Mané, Trent og Thiago náðu einnig allir að fara illa með ágætis færi í fyrri hálfleiknum og því enn markalaust í hálfleik.
Færanýtingin batnaði ekki í seinni hálfleik þegar Mané kom boltanum á Jota einan gegn markmanni en hann lét verja frá sér, Salah fékk frákastið en setti boltan yfir markið. Í kjölfarið kom í ljós að Jota var rangstæður í byrjun en týpískt fyrir leik okkar manna fram að þessu.
Vakningin kom svo á 65. mínútu leiksins þegar varamaðurinn Kluivert var með fyrirgjöf og boltinn barst á hinn varamanninn Sorloth sem skallaði boltan í þverslánna.
Það var svo loks á 70. mínútu sem stíflan brast þegar fremstu þrír áttu frábært samspil. Mané laumaði boltanum inn á Jota sem renndi boltanum á Salah sem snéri á vinstri fótinn og kláraði í nærhornið. En okkar menn voru ekki hættir því aðeins fjórum mínútum seinna, eftir samspil varamannana Origi og Keita, átti Origi frábæra fyrirgjöf inn á teiginn beint á Mané sem stýrði boltanum í netið.
Bestu menn Liverpool
Leikurinn í dag var nokkuð kaflaskiptur og frammistöður leikmanna í takt við það en Fabinho var frábær á miðsvæðinu og var maður leiksins í dag. Nat Phillips var líka góður í vörninni átti ótal skalla en lennti aðeins í vandræðum með hraða. Strákur sem er gríðarlega góður í því sem hann er góður í en hefur vissulega holur í sínum leik.
Leikurinn í kvöld var sá besti sem við höfum séð frá Wijnaldum í nokkrun tíma. Virtist alltaf vera til staðar og það verður áhugavert að sjá hlaupatölurnar hans í leiknum. Sóknartríóið átti undarlegan leik þeir klúðruðu allir góðum færum en Salah og Mané skoruðu góð mörk og Jota var mikil ógn allan leikinn. Vonandi að seinni hálfleikurinn sé það sem koma skal og þá hverfa markavandamál okkar á methraða.
Vondur dagur
Færanýtingin var ekki góð eins og áður sagði en sóknartríóið náði að svara fyrir það. Það átti í raun engin sérstaklega slakan leik. Robertson fannst mér sýna ákveðin þreytumerki fékk skiptingu en hún kom ekki fyrr en á 89. mínútu svo hvíldin var ekki mikil. Átti í smá basli með að halda línunni varnarlega á tímum en skilaði þó sínu verki ágætlega.
Umræðupunktar
- Fabinho var frábær á miðsvæðinu í dag bæði í því að verja vörnina sem og að snúa vörn í sókn. Þetta gekk upp í dag og sjáum þetta líklega aftur um helgina og vonandi er þetta svarið sem okkur vantaði þó það sé erfitt að segja eftir aðeins einn leik.
- Liðið hefur verið gjörsamlega bensínlaust á sjálfstraust tankinum og besta leiðin til að fylla á hann er að sigra leiki. Höfum þó fengið falskar upprisur undanfarið en ef við náum nú að tengja saman nokkra góða leiki og nokkra sigra förum við brátt að kveðja þetta skelfilega gengi.
- “Heimasigur” á papírnum þó við þurfum enn að kveða niður þessa nýju Anfield grýlu.
Næsta verkefni
Næst mætum við Úlfunum sem hafa verið á sæmilegu skriði undanfarið. Leikurinn er á mánudaginn á útivelli en eftir þann leik er svo langt frí þar sem verður spilað í bikarnum og landsleikir þannig það verður síðasti Liverpool leikur marsmánaðar.
Ahhhhhh allt annað að sjá liðið í þessum leik ? að hafa fabino á miðjunni að verja vörnina allt annað Jota flottur og vonandi fer Mane að skora sig í gang vörnin var mjög góð í þessum leik á móti góðum mótherja en tókuð þið eftir því hvað þessi leikur var vel dæmdur snilld út í eitt meira svona takk ?
Til hamingju með að vera komnir áfram í næstu umfer kæru þjáningar bræður og systur.
Nat Phillips og Fabinho mínir menn leiksins.
Vonandi fer að birta til hjá okkur í deildinni svo maður geti aðeins bitið frá sér og lækað rostann í bölvuðum monthönunum í man utd.
YNWA.
Ertu að meina þá sem unnu deildina um daginn og töpuðu svo heima á móti Sheffield? ?
Frábært og maður leiksins Fabinho
Sama byrjunarlið í næsta leik takk, Fabinho geggjaður í kvöld og sömuleiðis Nat Philips sem er ekkert ósvipaður Carragher, mjög takmarkaður fótboltalega en veit sín takmörk og er fastur fyrir.
Salah, Jota og Mane finnst mér bjóða upp á mun hættulegri sóknarlínu en þegar Firmino er að spila og geta svissað mun betur um hlutverk.
Miðjan með Fabinho, Thiago og Winjaldum er klárlega það besta sem við höfum eins og er, og Keita er ekki slæmur kostur sem næsti maður inn.
Nú er bara að vona að þessi varnarlína geti spilað þessa leiki sem eftir eru eða þangað til að Van Dijk kemur til baka, sem er vonandi á þessu tímabili.
Byggjum á þessu og förum að koma okkur upp í meistaradeildarsæti.
Algjörlega frábær leikur hjá Liverpool.
RBL átti sín færi en við vorum mun betri og hefðum sennilega átt að skora amk 4-5 mörk í þessum leik. Það var sérstaklega aðdáunarvert að Liverpool átti mun betri færin mv að RBL var liðið sem þurfti að skora, en kannski ekki að ástæðulausu, svona fótbolti hentar okkur, þeas þar sem mótherjinn pakkar ekki í vörn.
Hvað um það, miðjan var það sem skóp sigurinn í kvöld, algjörlega frábær. Fabinho var hrikalega góður en það má ekki gleyma Thiago, hann var mjög góður með Fabinho bakvið sig. Wijnaldum, hvað getur maður sagt, hann er búinn að spila svo marga leiki að maður er eiginlega farinn að venjast hans gæðum, en málið er að hann spilar ALDREI illa.
Hvað um það frábær sigur sem að mínum viti kom frá miðjunni, en við verðum að nýta færin betur!
Mikið hrikalega held ég að þetta hafi verið mikilvægt fyrir sjálfstraustið, sérstaklega hjá mönnum eins og Mané.
Klopp On Fabinho: “I asked him afterwards: ‘You like the position No6 more than the other one and he said ‘Yes!’. He could not have been more clear.”
Fabinho geggjaður og Gini mjög góður. Einnig fannst mér þetta besta frammistaða Thiago hingað til. Trent sömuleiðis góður. Maður var næstum búin að gleyma hvað þetta er gott fótboltalið.
Sæl og blessuð.
Hversu hversu kærkomið?
Rugl ársins að setja miðjumenn í miðvarðarstöðu. Allt annað flæði í liðinu og allir einhvern veginn ,,komnir heim”.
Vona að CL haldi áfram að gefa okkur feita sigra. En tökum tvo leiki í einu og sjáum hvað þeir draga upp úr kúlunni handa okkur.
Það var ekkert rugl að segja miðjumenn í vörnina þegar það var bókstaflega ekkert annað í stöðunni. Ruglið var að koma sér í þá stöðu, meiðsli hjá Gomez og Matip voru svipað fyrirsjáanleg og hjá Harry Kewell og Daniel Sturridge. Þetta kostaði okkur tímabilið.
Vissulega nauðsynleg aðgerð að setja miðjumenn í vörnina á nokkrum tímapunktum og vel skiljanlegt að Rhys Willams og Nat Phillips hafi ekki verið spilað saman fyrr en allir aðrir möguleikar voru útilokaðir.
Ég held samt að það hafi sýnt sig í gær að Kabak, Phillips og Rhys Williams væri meiri greiði gerður með að hafa Fabinho fyrir framan sig í heldur en við hlið sér í vörninni.
Ég man að í desember spilaði Hendó mjög aftarlega að því er virtist átti hann að vernda Phillips(sem spilaði við hlið Fab) . Fab hefði alltaf leyst það hlutverk betur, þó það hefði kostað að Hendó yrði í miðverði.
8.1
“Ruglið var að koma sér í þá stöðu, meiðsli hjá Gomez og Matip voru svipað fyrirsjáanleg og hjá Harry Kewell og Daniel Sturridge. Þetta kostaði okkur tímabilið”
Vissulega rétt þó þetta hafi farið eins illa og mögulegt var, sérstaklega út frá VVD.
Ég er hins vegar ekki búinn að fyrirgefa FSG fyrir að hafa ekki brugðist við og verið tilbúnir með frambærilegan miðvörð 1. jan. og ekkert aðhafst fyrr en ljóst væri að Matip yrði frá út leiktíðina.
Semsagt ætluðu FSG í janúar að halda áfram að stóla á Matip út leiktíðna og þó Svavari Sation hafi fundst FSG sokka gagnrýnisraddir með 500 þúsund punda panikkaupum kaupum á Ben Davies og láninu á Kabak þá hef ég ekki enn fyrirgefið þeim (er samt ekki að kalla FSG out)
Þetta var nauðsynlegt, dásamlegt að sjá glitta í okkar leik og vonandi verður framhald á þessari frammistöðu.
Það er eins og herra Klopp hafi lesið athugasemd mína eftir Fulham leikinn. Varnarlínan ekki eins há og í undanförnum lekjum með Fabinho fyrir framan eins og klettur i stórsjó sem sóknir Leipzig brotnuðu á. Hann var yfitburðarmaður í liðinu i
í kvöld. Þessi óreynda háa varnarlína er búin vera veiki hlekkur liðsins í undanförnum leikjum. Varnarmennirnir litu miklu betur út aftar á vellinum með Fabinho fyrir framan vörnina. Að auki hefur Klopp vanmetið mikilvægi Fabinho (og Henderson ) í sóknar uppbyggingunni eins og sást svo vel í leiknum í kvöld. Miklu betra jafnvægi og flæði frsá vörn til sóknar og það var eftirtektarvert hversu oft það var Fabinio sem byrjaði sóknarleikinn. Mikið var ég ánægður að sjá gleðina hjá Klopp og leikmönnum i lok leiks. Þessi sigur getur vel verið viðsnúningurinn sem við höfum beðið eftir. Liðið er nú til alls líklegt i Meistaradeildinni. Ekki skortir reynsluna þar á bæ. Áfram Liverpool.
Sælir félagar
Mér fannst allir góðir í kvöld og eftir 10 mín til korter hafði ég engar áhyggjur af leiknum. Vörnin með Fab fyrir framan sig steig varla feilspor og ef það gerðist þá tók Alisson rest. Þeir sem mér fannst standa uppúr voru Fab og Gini sem ásamt Tiago voru magnaðir. Tiago gat varla staðið í lappirnar þegar honum var skipt útaf og Salah maður lifandi. Það verður gaman að sjá hlaupatölurnar hjá Gini en það verður líka áhugavert að sjá hvað Salah hljóp. Hann var bókstaflega á fullu um allan völl.
Vonandi verður þetta til að gefa Mané sjálfstraustið að einhverju leyti aftur og ef það gerist og hann fer að skila því sem í honum býr þá mega varnir andstæðinga vorra fara að vara sig. Jota kom vel inn í leikinn og samspil hans við hina tvo fremstu var oft á tíðum frábært en vantaði aðeins að slútta betur. Bakverðirnir á pari svona að mestu en Robbo er greinilega farinn að þreytast og hefði mátt hvíla hann fyrr. Keita er orðinn valkostur á miðjunni sem er gott.
Heilt yfir var LIverpool liðið betra liðið allan leikinn en RBL átti sín móment og þegar eitthvað gerðist Alisson megin á vellinum þá tók hann til sinna ráða. Gaman að sjá þennan afburðaleikmann spila eins og hann getur bezt. En sem sagt; þegar Klopp lætur varnarmenn spila vörnina og sóknarmenn sóknina þá spilar liðið eitthvað í áttina að því sem við þekkjum að það getur
Það er nú þannig
YNWA
Engar áhyggjur eftir 10 mín? Ég var með hjartað í buxunum þar til við skoruðum mark! ?
Sama hér, var algerlega sannfærður um að við myndum lenda undir í leiknum algerlega gegn gangi leiksins. Og þegar lið misnota þetta mörg dauðafæri þá er það oftast ávísun á refsingu.
🙂 🙂 🙂
Liverpool fór að vinna titla þegar Fabinho kom og fyllti loksins hlutverk alvöru varnartengiliðs, svona leikir eru mjög gott sýnidæmi um afhverju þeir eru svona mikilvægir og bæta leik allra í kringum sig umtalsvert. Fabinho í fullu formi er líka frábær aftast, hann er bara of mikilvægur á miðjunni.
Elsku Klopp. Notaðu Phillips í öllum mögulegum leikjum og hafðu Fabinho á miðjunni.
Kær kveðja. Station.
Ég ætla að vera þessi á bremsunni í fagnaðalátunum. Flottur sigur og hjálpar sjálfstraustinu en liðin í úrvalsdeildinni spila allt öðruvísi gegn okkur. “Læpsig” voru að mínu mati slakir í báðum þessum leikjum gegn okkur og voru opnari en kjaftur á hesti í afmæli. En móralskur sigur sem lemur vonandi sjálfstrausti í leikmenn og ekki síst Klopp. Þjálfarinn þarf að hafa traust á leikmönnum til að geta spilað þær stöður sem þeir eru keyptir í. Fabinho er miðjunaður. Já, hann getur spilað vörn flott. Mane gæti alveg spilað hægri bakvörð……..
Ég vil þetta 4ða sæti.
Takk fyrir þetta. Veit ekki með ykkur en sjaldan hef ég verið jafnviss um sigur og fyrir þennan leik. Það lá bara einhvernveginn í loftinu. Síðan hefur það gerst oftar en einu sinni og jafnvel tvisvar að okkar lið gerir góða hluti í Evrópu þó hálfgerð skita sé í deildinni. Allt annað yfirbragð með Fabhino á miðjunni enda kannski okkar eini hreinræktaði afturliggjandi miðjumaður. Talandi um að menn eigi að spila í sínum stöðum sem margoft hefur verið rætt hér á síðunni. Því þarf hafa í hópnum tvo leikmenn í hverja stöðu svo einhver meiðsli, að vísu hjá okkar liði yfir öllum eðlilegum mörkum, riðli ekki öllu skipulaginu.
Að lokum er það spurning um dráttinn og miðað við heppnina sem fylgir okkur í þeim efnum þá kemur Bayern, PSG eða MC upp úr hattinum. Best væri að fá Porto, að ég held, eða Dortmund, jafnvel RM. Vill fá MC í úrslitaleikinn þar sem okkar lið …… …. .-.
Hér sannaðist hið fornkveðna, miðjumenn eiga að vera á sínum stað, þvílík breyting á einu liði þegar Fab spilar í sinni réttu stöðu og Thiago sýndi svo um munaði að hann er fínn fótboltamaður í það minnsta á þessu leveli en kannski er rétt sem flestir þeir sem koma inn í ensku deildina segja, það tekur í það minnsta heilt season að komast inn í hraðann og gæði leikmanna þar séu talsert meiri en þeir eiga að venjast, ég sé Thiago fyrir mér á næsta ári verða einn albesta leikmann deildarinnar. Munum að það tók Fabinho tíma að aðlagast en tökum ekkert af okkar ástsæla liði, leikurinn var taktíst frábærlega settur upp og allt frá aftasta til fremstu manna var varla hnökra að finna, færanýtinginuna má að sjálfsögðu bæta hjá öllum þeim þremur fremstu og Jota er að komast í sitt “gamla” form og unun að sjá hvað hann virðist ná vel saman við Mane og Salah , virðist vera límið á milli þeirra. Nú er bara að halda sama formi í deildinni og gera allt sem hægt er til að landa CL sæti fyrir næsta tímabil sem verður allt annað en auðvelt.
Eitthvað segir mér að Origi eigi eftir að koma meira við sögu í vetur á leiðinni að sjöunda evrópumeisyaratitlinum.Þið lásuð það fyrst hér.
Skrá þetta Liverpool lið í þýsku deildina strax. Heimaleikir í Búdapest.
Sælir félagar
Hvernig má það vera að eftir sigurleik komi 25 aular eins og ég og tjá sig um liðið og ánægjuna með það en eftir tapleik koma yfir 60 sófaspekingar til að hrauna yfir það sem þeim finnst vanta uppá leik liðsins, Klopp og aðra starfsmenn og eigendur. Er ekki ástæða til að styðja liðið og hrósa því í því sem vel er gert eins og að bölva öllu og öllum þegar illa gengur? Nei ég bara spyr.
Það er nú þannig
YNWA
Þetta er trend sem við höfum séð lengi. Ég held að þetta hafi með Besserwissera genið í okkur að gera: ef hlutirnir eru ekki að ganga þá langar okkur að stíga fram og segja hvað sé að og hvað þurfi að laga.
Bara tilgáta og gæti vel verið tómt bull, ég er a.m.k. nokkuð viss um að ef þetta er bull mun koma fullt af svörum sem leiðrétta bullið 🙂
Já, hversu mikið talið þið um sjónvarpið ykkar þegar það er í lagi?
Það koma ekkert fleiri manns, heldur fleiri komment.
Ekki myndi ég treysta ykkur fyrir því að sjá um áhöfn á skipi t.a.m.
Hrós eru mikilvæg, gagnrýni (rýna til gagns) er einnig mikilvægt.
Ég trúi því nú varla að þið festist við komment eins og ” djöfulsins aumingjar”?
Allavega að leiknum og liðinu , vendipunktur sóknarinnar uppá við var í þessum leik, mané og salah brostu af klúðruðu dauðafæri og fögnuðu svo saman þegar skorað var, þeir hafa slíðrað sverðin!
Mig hlakkar til næsta leiks.
Umræður hér á síðunni almennt fjörlegar og sammála um að margir mega vera prúðari eftir tapleiki og beita fyrir sig uppbyggilegri gagnrýni. Veturinn er mér ekkert minni vonbrigði frekar en öðrum Liverpoolaðáendum enda búinn að fylgja þeim lengur en flestir. Sé þó enga ástæða til að bölsótast yfir því, lífið er bara upp og niður. Samantekt…..
…sigur í deildinni farið
…4. sæti í deildinni enn möguleiki
…5.-7. sæti í deildinni líkleg niðurstaða, enginn heimsendir
…FA bikarinn farinn
…Deildarbikarinn farinn
…CL enn möguleiki á sigri
…auðvitað getur niðurstaðan orðið sú að liðið spili ekki í Evrópukeppni næsta vetur og þá verður bara að taka því.
Góðar stundir
Það mætti vera ,,2-0” í fontstærð 56 á þessari grein. Verðum að njóta sigrana vel og innilega þegar þeir koma.
Alveg er þetta magnað með þetta VAR, Everton ættu að vera búnir að fá á sig 2 víti fyrir hendi í teignum en ekkert dæmt. Í báðum tilvikum þá eru hendur útí loftið og ættu að vera pjúra víti.
Já, einmitt. Við erum búnir að missa af mörgum stigum út af þessu VAR-dóti en það var ánægjulegt að sjá Pigford fara meiddan út af. Vonandi verður hann frá í marga mánuði.
Hvenær hefur það verið Liverpool stuðningsmanni til hrós að fagna meislum annara?
Svona komment eru ljót, barnaleg og mjög heimskuleg.
Það að þetta komment þitt fái þumal er ennþá verra að það séu til fleiri í sama gír og þú.
Þrátt fyrir vandamál á vellinum, þá ættum við sem stuðningsmenn að vera betri en allir hinir stuðningsmennirnir, því það er það sem við allir segjumst vera. Bestu stuðningsmenn i heimi.
Þú og þumlarnir þínir eru ekki bestir.
Sem stuðningsmaður þá skammast ég mín fyrir hönd liðs míns og minna stuðningsmanna útaf þessu kommenti.
Áfram liverpool og áfram fullorðin og þroskuð hugsun.
Ég var tvístígandi með að skrifa þetta en þessi markmaður hjá everton skapar sitt mannorð og álit annarra, á sér, með hegðun sinni. Ég veit að það eru ófáir sem hugsa honum þegjandi þörfina að hafa ráðist, með fullum þunga, á Virgil og tekið hann út heilt tímabil. Ég skammast mín ekkert fyrir að segja þetta (upphátt) og ef þú þolir ekki að lesa það þá er þér bara þín skoðun. Þetta er mín skoðun og ég er ekkert sá eini um hana, því get ég lofað. Því miður komast sumir óheiðarlegir leikmenn upp með ýmislegt og er það miður. Pigford er einn þeirra og ég ítreka það að ég óska honum ekkert góðs enda er þarna á ferðinni óheiðarlegur og truflaður leikmaður. Ég þoli ekki óheiðarleika og ekki er þöggunin betri. Ef þú þolir ekki að heyra skoðanir annarra þá ættir þú kannski ekkert að vera á umræðuvefum og tala niður skoðanir annarra. Áfram Liverpool.