Gullkastið – Real Madríd á leiðinni til Istanbul

Ljót þrjú stig gegn Úlfunum og annar sigur á RB Leipzig léttu aðeins andann fyrir langt þriggja vikna hlé. Real Madríd kom upp úr pottinum í Meistaradeildinni og Liverpool á sannarlega harma að hefna gegn þeim. Óvenjulegt landsleikjahlé nýtist Klopp svo vonandi vel fyrir lokakafla tímabilsins.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 327

11 Comments

  1. Bara svo ég sé með þetta á hreinu: eruð þið í titlinum að spá því að Real Madrid séu á leiðinni til Istanbul?

    2
  2. Sælir félagar

    Það skildist betur ef fyrirsögnin væri “RM í leiðinni til Istanbul” 🙂 Annars þakka ég góðan þátt og fínar umræður. Þó fannst mér Steini vera óvenju daufur í gærkvöld og ekki síst eftir að M. City var búið að snýta helv . . . NeVARton liðinu sem hefði átt að gleðja hans rauða hjarta. Veit einhver á kop-inu hvernig ber að skilja hvað er að gerast í peningamálum FSG og hvernig beri að túlka það til framtíðar. Ég átta mig ekki alveg á þessu dæmi og umtali um 5 – 600 m punda innkomu eða hvað? Peningamál eru ekki mín sterkasta hlið svo að það sé sagt 🙂

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
    • Er eiginlega depit og kredit Sigkarl. Segjum 500 mills innkomu en 300 mills útkomu þíðir 200 mills til ráðstöfunar. Hvað þíðir það, einn fyrsta flokks miðvörð, einn fyrsta flokks miðjumann og einn fyrsta flokks framherja, síðan 2-3 vonabí. Eigendur mega svo hirða afganginn.

      YNWA

      3
  3. Þessi peningainnspýting að mínu mati er til að fá til baka þessar £300m sem þeir keyptu klúbbinn á og restin er eitthvað sem þeir telja gróða.

    Ég veit að slúður er slúður en skv því erum við að sniffa utan í öllum free agent leikmönnum sem flestir eru ekki af þeim gæðum sem við þurfum. Svo verður peningurinn sem þeir ná að safna inn með neyðarsölum nýttur í að kaupa “næsta” hinn og “næsta” þennan og í enda sumars verðum við á sirka £20-30m eyðslu (sem fer alveg eftir hverja við seljum því við gætum komið í plús ef við seljum td Salah eða Mane).

    Svona er þetta bara nema annað breytist. Afhverju ættu þeir að splassa pening td nuna þegar sénsinn var síðasta timabil þegar allir vildu koma?

    Veit ekki.

    4
    • Ef liðið kemst ekki í meistaradeildina þá hugsa ég að skilaboðin verði selja til að kaupa með mögulega örlitlu svigrúmi ef tekst að losa Chamberlain, Firmino, Keita eða aðra hálaunaða.

      Liðið borgaði 5 milljon pund út í Jota og Thiago og afborganir af þeim munu tikka inn í heildardæmið i sumar. Með sölunni á Brewster komu meiri peningar inn í klúbbinn síðasta sumar en lagt var út fyrir leikmönnum. Þrátt fyrir að heildardæmið hafi verið 80m keypt, 45 selt.

      1
  4. Nú eldgos og jarðskjálftar taugarnar trekkja
    og kuldaboli vill á okkur klekkja.
    Svo gerir oss kóvítið voða fúl.
    En verst er þó gengi Liverpool!

    Mundu, ef viltu leysa vanda,
    vekja og styrkja lífsins anda
    og komast á tilverunnar topp:
    Að trúa á Guð og treysta Klopp!

    4

Real í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar

Hvernig þróast Liverpool liðið?