Kvennaliðið fær Blackburn í heimsókn

Það er komið að 17. leik kvennaliðsins í deildinni, og núna fá þær Blackburn í heimsókn.

Rifjum aðeins upp stöðuna í deildinni:

Fyrr í dag gerðu Durham og Sheffield jafntefli, og því gæti Liverpool komist í seilingarfæri við 2. sætið með sigri í dag, auk þess sem liðið þyrfti svo að vinna leikinn sem það á til góða. Þetta eru hins vegar tvö stór ef, nú og þar fyrir utan þá sýnist mér á öllu að möguleikinn á fyrsta sætinu sé tölfræðilega úr sögunni. Það að ná 2. sætinu á lokasprettinum gæti orðið smá sárabót, en auðvitað var markmiðið alltaf að komast aftur upp í efstu deild.

Liðið virðist sem betur fer vera komið á smá “run”, og hefur núna unnið 3 leiki í röð, þann síðasta 5-0 (sjá t.d. hér).

Jæja, nóg um það í bili, við fjöllum nánar um stöðu kvennaliðsins í sérstökum pistli fljótlega.

En liðið sem byrjar leikinn á eftir lítur svona út:

Foster

Roberts – Fahey – Moore – Hinds

Holland – Bailey

Jane – Kearns – Lawley

Furness

Bekkur: Heeps, Robe, Thestrup, Hodson, Rodgers, Linnett, Parry

Rachel Laws er óleikfær vegna vöðvameiðsla, og því fær Rylee Foster sénsinn í markinu, fyrsti deildarleikurinn sem hún fær en hún stóð sig vel í bikarnum, t.d. á móti Man United. Enn er Rinsola Babajide fjarverandi, og því líkur á að við sjáum hana ekkert aftur í Liverpool treyjunni.

Leikurinn verður sýndur beint á öllum helstu platformum Liverpool (Facebook, Twitter, og YouTube), og hefst núna kl. 17:30 að íslenskum tíma.

2 Comments

  1. Hvernig fór leikurinn, Daníel? Erfitt að finna fréttir af enskum kvennabolta í næst-efstu deild…

    • Þetta endaði 1-1, Bo Kearns (eða á maður að fara að tala um Bo Salah?) með markið fyrir okkar konur í fyrri hálfleik, en Blackburn jöfnuðu í seinni hálfleik eftir hornspyrnu þar sem vörnin okkar var ekki nógu ákveðin í að hreinsa.

      Lewes eftir viku, og svo ansi stór baráttuleikur gegn Sheffield helgina þar á eftir, þar sem við eigum eftir að mæta Fran Kitching, Courtney Sweetman-Kirk og fleiri góðkunningjum…

      3

Hvernig þróast Liverpool liðið?

Slúður – Ibrahima Konate frá Leipzig?