Uppfært 00:18 – slúður
Allt á fullu í slúðrinu. Farið að leka út að verðlaunaféð dreifist mest á milli liðanna 15 sem munu alltaf eiga greiðan aðgang, þau virðast þó hafa hugsað þannig að ekki sé alveg sama dreifingin sem þau fá fyrir að vera stofnlið þar sem að 7 þeirra (við erum taldir eitt þeirra liða) fá 350 milljónir Evra á ári fyrir þátttöku, það lægsta sem lið fengi væri 150 milljónir Evra.
Það væru svo ekki risaverðlaun fyrir að vinna keppnina, 30 milljónir líklega (í dag þýðir CL sigur víst 130 milljónir Evra í sigurlaun).
Agnelli formaður Juventus átti sæti í tveimur tækninefnum UEFA, hann sagði sig frá þeim nú í morgun. Talið er að Florentino Perez verði formaður deildarinnar og í stjórn verði a.m.k. Kroenke (Arsenal), Glazer (Man United) og…jább… John W. Henry.
FIFA sendi nú rétt áðan frá sér yfirlýsingu þar sem þeir virðast ætla að reyna að verða sáttasemjarar milli risanna og UEFA og leggja áherslu á heiðarleika og opin samtöl (já einmitt það FIFA).
Á nokkrum miðlum hefur verið talað um að Evrópukeppnunum verði slegið á frest enda 6 af 8 liðum sem þar eru enn að spila í þessum hópi og aðrir að þessi lið verði sett í tímabundin leikbönn í sínum heimadeildum. Það eru þó kjaftasögur sem bornar eru reglulega til baka.
Upphaflega fréttin
Nú í dag lak út slúður um að tólf knattspyrnulið í Evrópu væru að hugsa um að segja sig úr UEFA Evrópukeppnunum og stofna sína eigin “Súperdeild Evrópu”.
Nú rétt áðan kom svo staðfesting á opinbera síðu Liverpool FC þar sem félagið staðfestir veru sína í þessum hópi liða.
Liðin 12 eru auk Liverpool þau Arsenal, Tottenham, Chelsea, Manchester City, Manchester United, Barcelona, Real Madrid, Atletico Madrid, Juventus, AC Milan og Internazionale.
Þrjú önnur eru klár en hafa ekki verið tilkynnt og síðan er í hugmyndinni settur fram enn óútskýrður texti um að svo muni fimm lið vinna sér inn sæti í þessari deild hvert vor. Deildin yrði svo leikin í tveimur 10 liða riðlum, miðvikudagskvöld frá ágúst og til mars þegar 8 liða úrslit hefjast og spilað eins og í CL núna.
Skemmst er frá því að segja að allt er orðið vitlaust. Alexander Ceferin formaður UEFA heimtar að heimadeildir liðanna bregðist við og hótar því að leikmönnum sem leika í þessari keppni verði bannað að taka þátt í landsleikjakeppnum. Gary Neville fór mikinn og heimtaði að þessi sex lið verði umsvifalaust rekin úr Úrvalsdeildinni og Jamie Carragher látið okkar lið heyra það á twitter eftir að staðfest varð að Liverpool væri í alvörunni í þessum hópi liða.
Það er ljóst að þetta er umræðan næstu daga, við munum fara betur yfir málið í podcasti og það er klárt mál að í undirbúningi leiksins við Leeds á morgun munu langflestar spurningar snúast um það stóra mál að sexfaldir Evrópumeistarar Liverpool FC eru að skipuleggja endanlega brottför úr keppni meistaraliða álfunnar.
Hvað finnst okkur, er verið að tala um hið endanlega siðleysi íþróttanna eða erum við að horfa bara á næsta skref fótboltans sem á sínum tíma bjó til peningaskrímslið EPL og er drifið áfram af peningunum einum og félögin þessi að treysta sinn grundvöll.
Þetta er ekkert nýtt, hefur verið í deiglunni í mörg ár, líklega ein 20, en þetta gerðist býsna hratt.
Umræða takk…hvað finnst ykkur?
Að vissu leiti skil ég felögin. Þau eru ekki sátt með fjármuni sem þau fá frá sínum heima deildum og að þurfa að deila þeim. Þá eru þau ósatt að komast ekki í meistaradeildina ef þau eiga eitt slæmt tímabil.
Það er alveg hægt að skilja þessa hliðar. Að því sögðu þa væri miklu skemmtilegra að horfa á stór liðin mætast í hverri viku í staðan fyrir Lfc vs Rauða Stjaran eða álíka. Áhuginn og áhorfið yrði miklu meira í þannig keppni.
PL hefur áhyggjur að þetta sé að rugga batnum of mikið og þessi lið muni fara fram a stærri sneið af kökunni en hin liðin, sem væri skiljanlegt miða við stærð þeirra.
Sjáum hvað gerist , Uefa mun klárlega koma að samningaborðinu á morgun
Hvort sem af þessu verður og hvað manni á að finnast um það þá eru viðbrögð fa, fífa og uefa það sem mér finnst mest sjokkerandi en ekki reyndar óvænt. Þessi sambönd hafa lengi ekki hugsað um annað en peninga og þá helst þá sem lenda í vösum stjórnarmanna og ef ég skil rétt þá stendur meira að segja til að fjölga leikjum meistaradeildinnar enn frekar. Nú hóta þessi sömu aðilar að banna leikmönnum að keppa með landsliðum sínu ef af þessu verður.
Við aðdáendur Liverpool höfum oft haft orð á því hvað olíu pakkið er að eyðileggja fótboltann. Núna allavega vitum við fyrir víst að okkar menn eru bara nákvæmlega jafn slæmir.
Við vitum þá allavega okkar stöðu.
Mér þykir þetta út í hött og ég hef engan skilning á eigendum þessara félaga. Eina sem þeir hugsa um er meira fjármagn og meiri gróði. Ég er stuðningsmaður LFC en ekki FSG. Til fjandans með FSG ef þetta er að fara að gerast. Eigendur þessara liða eru að breyta þessu í svipað umhverfi og er í bandarískum íþróttum þar sem talað er um franchise en ekki íþróttalið.
Ég hef ekki mikla trú að það verði af þessu miðað við hótanir UEFA og FIFA t.d. varðandi að meina liðunum þátttöku í úrvaldsdeildinni eða meina leikmönnum þessara liða þátttöku í landsliðsverkefnum ef það er lagalegur grundvöllur fyrir þeim hótunum. Líklega gæti þetta verið samningsbrot gagnvart samningsbundnum leikmönnum og starfsmönnum.
Segjum sem svo að það verði af þessari 20 liða ofurdeild. Alltaf sömu 15 liðin. Hvað ef nokkur þessara liða staðna gríðarlega og verða langt í frá samkeppnishæf? Það er mjög heilbrigt að lélegustu lið falla í næsta stig knattspyrnunnar og önnur lið komast upp.
Ég skammast mín að Liverpool sé upphafsfélag að þessum fáranlega umræðu. Ég er reyndar skíthræddur að Klopp segi upp ef þetta gerist enda var viðtal við hann fyrir um tveimur árum þar sem hann talaði ekki vel um þessa mögulegu deild. Hann væri sá þjálfari sem hefði mest bein í nefinu til að mótmæla þessu að mínu mati.
Ég er skíthræddur að ég og fleiri stuðningsmenn Liverpool muni líta á Liverpool FC framtíðarinnar sömu augum og stuðningsmenn Wimbledon líta á MK Dons.
Leikurinn við Leeds skiptir þá engu máli – né nokkur annar leikur til vors – úr því Liverpool ætlar ekki að vera með í Meistaradeildinni í haust. Ef ég væri að reima á mig takkaskó annað kvöld með Liverpool, myndi ég skokka út á völl og setjast svo bara niður. Enginn tilgangur með þessu lengur.
Og eins og ég sagði í kommenti við upphitunarpistilinn: Klopp er ábyggilega að skrifa uppsagnarbréfið núna.
Þetta gæti samt verið í síðasta skipti sem Liverpool mætir Leeds- svo ég ætla að horfa?
Geggjað Liverpool tryggir framtíð sína með þessu sem eitt af stóru liðunum. Betra að vera með en ekki.
Vandamálið er að það hefur gengið mjög ílla að endurskoða fyrirkomulag meistaradeildarinnar. Sama á við um ensku úrvalsdeildina. Líklega áhættulaust útspil hjá þessum liðum – annað hvort fá þau sína súperdeild í gegn eða betra fyrirkomulag á meistaradeildinni og heimadeildum.
Það er a.m.k. sprenghlægilegt að sjá vandlætinguna og heilaga reiði manna yfir þessu, en sömu aðliar (t.d. Neville systirin) hafa ekki haft miklar áhyggjur af dæmalausu svindli liða á borð við Man. City, PSG og Real Madrid.
Væri fróðlegt að fá svör frá ykkur sem eru á móti þessu, hvort væruð til meira til í að horfa á okkar menn spila á móti Inter og Atletico eða Burnley og WBA?
Þarna virðast menn reyndar ekkert vera að spá í því að keppnin verði skemmtileg. Þarna eru menn að reyna að fá sem mestan pening út úr keppninni. Sbr það að velja stærstu nöfnin í keppnina, en ekki endilega bestu liðin. Þarna snýst allt um að verða ríkari.
Þeir ætla ekki einu sinni að bjóða stórt verðlaunafé. Því jú, keppnin sjálf er ekki málið. Það er betra að skipta peningnum bara á milli sýn.
Meiðsli leikmanna eru meiri þegar góð lið spila við lakari lið og höfum við þurft að súpa seiðið af því í vetur. Fótbolti er það skemmtilegasta sem ég horfi á í tv. en skemmtunin hverfur þegar lið pakka í vörn tveggja hæða strædó og ná einu stigi út úr leiknum. UEFA eða hvað sem þessi sambönd heita eru gjörspilt og ef þau ætla að meina leikmönnum þessara liða að spila fyrir Landsliðin þá mun súper deildin ekki raða upp sínum leikjum með tillit til Landsleikja. Hvort haldið þið að fengi meira áhorf Ísland- Holland eða Barcelona- Mansester júnæted.
EN ég verð alltaf stuðningsmaður Liverpool hvernig sem þetta fer. Y.N.W.A.
Ég mun ekki stíga fæti inná völl hjá neinu þessara liða ef þau halda þessu áfram, ég mun hætta að styðja öll þau lið sem taka þátt í þessu rugli, ég mun ekki eyða krónu sem fer til þessara liða ef af þessu verður og ég mun ekki horfa á einn leik í þessari deild!!!
Þetta er ekkert nema græðgi af verstu sort, ef af verður myndi þetta eyðileggja alla grasrót í knattspyrnunni, minni liðin myndu leysast upp og hvar ætla þessi “stóru” lið þá að fá leikmenn?
Best að fara að slá rykið af bókunum því ef þetta verður eitthvað þá er ég hættur að horfa á fotbolta.
þú getur farið að undirbúa það, liðin eru búin að skrá sig úr UEFA.
Ég ætla að anda með nefinu, en þetta gæti orðið til þess að ég endurheimti nokkra klukkutíma á viku sem ég sóa í boltagláp.
En ef af þessu verður mun ég aldrei kaupa neinn LFC varning framar.
Mikið er ég þakklátur Klopp að hafa náð í Englandsmeistaratitilinn sem ég beið eftir í 30 ár.
Thats all
Þetta er bara ömurlegt í alla staði. Flest lið í deildunum berjast í bökkum og þá ætla stóru liðin að kljúfa sig frá.Væri ekki nær fyrir öll lið og stjórnvöld í viðkomandi löndum að taka á UEFA og FIFA.
Ekki fallega hugsað hjá okkar mönnum og ég trúi því að stuðningsmenn okkar mótmæli þessu harðlega.
Klopp er ekki hrifin og að vera að kasta þessu fram núna er alveg út í hött þar sem tíambylið er á fullu og þetta fer að sjálfsögðu í hausin á mönnum. GRRRRRRR ég skrifa ekki oft en nú varð ég þar sem ég held að þetta hjálpi ekki neinum og verði frekar til þess að okkar maður fari til Bæjara eða taki við Þ-landsliðinu.
Ofurdeild Evrópu með liðum eins og Ac milan, tottenham, Arsenal og Atletico Madrid gerir þessa deild meira að miðlungs deild Evrópu. Er ekki bara Marseille og Aston villa næst inn! Þvílíkur farsi
bara Real Madrid sem hefur oftar orðið Evrópumeistari en AC Milan þannig að ég get skilið að AC sé með þrátt fyrir að AC hafi verið í bullinu síðustu ár.
Þetta er nu ekki óþekkt að dömu lið spili alltaf á móti hvor öðrum. Þetta er notað i NBA, NFL og i raun öllum hópíþróttum USA. Það eru almennt allir sattir við þetta þar. Eg held að ahorfið verði það sama en það mun taka einhver ár ef af þessu verður. Munurinn er samt sá að þessi lið koma fra fleirri löndum og það er hefð fyrir að aðdaendur fylgja sínum felögum ólíkt því sem er í USA.
Einmitt, ágætt að benda á keppnir í USA. Væri þá ekki ágætt að fara meira að dæmi þeirra, launaþak, nýliðaval ofl þar sem eitthvað er gert í því að jafna deildirnar td NBA. Í Evrópu er það orðið svoleiðis í dag að lið utan stóru deildanna fimm eiga varla möguleika. Fyrir 20-40 árum komust langt lið eins og Porto, PSV, Ajax og Rauða Stjarnan. Gerist það í dag?
Þetta er einfaldlega fjárkúgun! Forráðamenn þessara félaga vilja fá stærri hluta af kökunni og vita að þeir munu fá það í gegn með þessum aðgerðum. Þessum liðum verður aldrei vísað úr deildarkeppnum sinna landa eða refsað með öðrum hætti þar sem þetta eru aðal mjólkurkýrnar þegar kemur að sjónvarpssamningum í hverju landi. Þvert á móti munu deildirnar gera allt sem þær geta til að halda þessum félögum góðum. Sama gildir um meistaradeildina, hún er hvorki fugl né fiskur ef þessi lið hverfa þaðan. Þannig að þetta mun virka og þessi félög fá sínu framgengt og græða meiri peninga.
Það er nokkuð ljóst að deildirnar eru varla að fara að refsa þessum liðum með að meina þeim þátttöku í deildarkeppni, það væri þeirra sjálfsmorð.
En aðrar refsingar gætu verið yfirvofandi.
Mér líst ekkert á þetta.
Þetta eru svik við okkur stuðningsmenn
Er ekki tilvalið að anda aðeins með nefinu og sjá hvað þetta í rauninni þýðir? Fékk kjánahroll þegar ég sá þessa þrumuræðu hjá Neville á Sky í gær.
Eins og ég skil þetta, (og Nota Bene það þarf ekkert að vera að ég sé að skilja þetta 100% rétt, og nokkuð ljóst að mikið af smáatriðum og útfærsluhugmyndum eru ekki komnar fram ennþá) þá er verið að tala um að þessi lið haldi áfram að keppa í deildunum sínum eins og áður. Það breytist ekkert. en í stað þess að UEFA stjórni evrópudeildunum, þá búa þessi 12/15 lið til deild sem þau kjósa frekar að spila í en Champions league og Europa league. UEFA er skiljanlega brjálað því þarna er verið að kippa mjólkurkúnni undan nefinu á þeim. Ef að UEFA og jafnvel FIFA eru að hóta að banna þessi lið úr heimadeildunum og jafnvel leikmönnum að taka þátt í landsliðsstórmótum finnst mér það svakalega ómerkilegar hótanir sem berskjalda hvað þessi samtök eru hrædd um að missa stjórnina.
Er etta svo dramatískt að það þurfi að tala um að hætta að halda með liðinu sínu eða hunsa fótbolta eins og hann leggur sig? Ég sé ekki hvernig þetta eigi að drepa fótboltann, grasrótina og söguna þó svo að margir hafi stokkið upp og fullyrt það í fárinu í gær.
Eins og meistaradeildin er sett upp í dag, er hún frekar leiðinleg að mínu mati þangað til í svona febrúar/mars… tala nú ekki um Evrópudeildina ef maður er svo óheppinn að liðið sitt sé í henni. Kannski er þetta bara hið besta mál.
Ég ætla allavega að anda rólega, fylgjast með hvernig útfærsluhugmyndirnar verða settar fram (hvernig veljast þessi 5 aukalið á hverju tímabili til dæmis?) og mynda mér skoðun eftir það.
En næst er það Leeds í kvöld, og ég stend harður með mínum mönnum ennþá.
YNWA
Ef þú ætlar aðeins að horfa á þetta frá sjónarhóli Liverpool stuðningsmannsins þá hljómar þetta líklegast ekkert rosalega illa. Þú færð að spila í ofurdeild gegn sterkustu liðum Evrópu á hverju ári, sama hvernig þú stendur þig heima fyrir ásamt því að keppa í þinni deild, gefið að deildin þín samþykki þetta fyrirkomulag.
Ef þú hinsvegar horfir á þetta út frá fótboltanum sem íþrótt í heild sinni þá mun þetta líklegast jarða önnur lið og þau geta næstum svo gott sem skráð sig úr öllum keppnum er tengjast þessum 12-15 liðum. Peningurinn verður væntanlega mun minni í öðrum evrópukeppnum því hann er að stærstum hluta kominn í þessa ofurdeild svo af hverju að reyna keppa við þau? Á meðan það er ekki launaþak eða financial fairplay virkar ekki fara allir leikmenn sem eitthvað geta þangað á einhver ofurlaun.
Bilið milli þessara 12-15 liða vs öll önnur lið myndi líklegast auka svo svaðallega að við getum alveg eins skipt þessu í tvær íþróttir.
Persónulega finnst mér þetta alveg galið og styð engan veginn þátttöku Liverpool í þessari deild. Ég elska fótbolta sem íþrótt og enska deildin er frábær vegna þess að öll lið geta unnið alla. Ein stærsta ástæða þess er sú að peningurinn skiptist mjög jafnt þar vs það sem til dæmis er að gerast á Spáni.
Persónulega hef ég frekar verið stuðningsmaður þess að þrýsta liðum í að reyna ala upp góða leikmenn! Reyna setja smá metnað í akademíur en ekki verða eins og PSG eða City sem hreinlega kaupa sér sína titla! Liverpool er á leið í sömu áttina ef þetta verður að veruleika. Þeir sleppa því að sækja pening í olíusjóði en sækja frekar peninginn til annarra liða sem hefðu í staðin fengið hluta af kökunni.
Að horfa á nafn FSG sett saman við Glazer og Stan Kroenke segir allt sem segja þarf um þetta!
Sammála siðasta ræðumanni,býðum róleg öll kurl ekki komin til grafar.Þetta er ný tilkomið og margt eftir að koma fram með útfærslur á þessari deild.
Annað hvort stefnir í uppgjör áhangenda við peningaöflin eða peningaöflin bakka út úr þessu.
Hvað sem verður, þá hefur nú þegar ný gjósandi sprunga opnast milli áhangenda og eigenda.
Eigendur er þó rangyrði, áhangendur eru eigendur, fjármagnsöflin eru með klúbbana að láni.
Ég sný mér að Tranmere ef þessu verður haldið til streitu.
Og já, ég vil frekar horfa á Burnley og WBA láta okkur finna til tevatnsins í deildinni en horfa á prímadonnur spila auglýsinga sýningarleiki sem hafa ekkert gildi.
YNWA
Ja, hérna. Það eru aldeilis fréttirnar. Ekki bara að veiran sé komin á fullt og ekki bara að búið sé að reka Móra. Nei, þá kemur þessi fíflagangur og það okkar lið sem tekur þátt í því. Ef af þessu verður, sem verður sennilega ekki miðað við viðbrögðin, þá eru dagarnir taldir sem ég styð liðið. Ég vill líka að þessum liðum sé vísað úr keppnum strax og allur árangur vetrarins strikaður út. Þeir sem vilja ekki vera með í keppnum með öðrum liðum Evrópu geta þá bara verið sér. Blæs svo líka á þvæluna um að sleppa við að spila við Rauðu Stjörnuna og lið að svipuðum styrkleika. Það er ekkert nema vanvirðing að hugsa svoleiðis enda einmitt það sem gerir Evrópukeppni skemmtilegar er að geta lent á móti miðlungs sterkum liðum héðan og þaðan. Núverandi fyrirkomulag kemur hvort sem er í veg fyrir að slökustu liðin, eins og td þau íslensku, komist í riðlakeppnina og spili við þau sterkustu. Nei, það er ekki að spyrja að því, peningarnir ætla að eyðileggja þessa fögru íþrótt endanlega. Nóg er nú með leikmennina sem hlaupa eftir aurunum út og suður og félagahollusta er hverfandi fyrirbrigði.
Mesta svekkelsið er samt að lið verkafólks og almúgans skuli taka þátt í svona fíflagangi.
Ef eigendur LFC fara með liðið í þessa deild þá mun ég hætta að styðja LFC enda verður félagið þá hætt að snúast um söguna og fótboltann og áhangendur og nær umhverfið. En ég mun alltaf styðja Liverpool sem var til þess dags.
Trúi samt ekki að af þessu verði. Í raun vilja eigendur þessara örfáu liða taka allan peninginn sem fótboltinn í heiminum skapar og slá eign sinni á hann. Þetta myndi einfaldlega stroka út UEFA og FIFA hefði litla getu til að stýra nokkru. Þau apparöt eru glötuð — en þau eru samt hreyfiafl fótboltans í flestum löndum og gera margt/flest sem heldur honum við. Sé ekki hvernig grasrót fótboltans myndi lifa þetta af nema með ölmusu þessara klúbba — því til einhvers tíma munu auglýsendur og sjónvarpsstöðvar vera mjög glaðar að borga þessum klúbbum svo mikið fyrir þessa leiki að lítið verður eftir fyrir annað. Það eru fáir í heiminum sem hafa tíma fyrir að horfa á nema ca. 1 leik á viku.
Ég þekki mjög vel til íþrótta í Bandaríkjunum og módelið þar er andhverfa fótboltans. Atvinnumannadeildirnar gera ekkert fyrir uppbyggingu íþróttanna og öll áherslan er á afþreyingu sófastéttarinnar. Reglum amerískra íþrótta er breytt af hentisemi eigendanna til að auka auglýsingamagn og til að auka sölu á drasli á leikvellinum. Spennó eftir 5-10 ár þegar “Just Do it. Nike sponsored water break” verður orðið staðlað. Og 5 manna skiptingar og stærri mörk. Og auðvitað “Coaches VAR challenge” sponsored by Adidas (tekur tíma þar sem hægt er að setja inn auglýsingu). Ef einhver trúir að ESL myndi ekki gera svona af því að “það myndi skemma fótboltann” þá er ég tilbúinn að selja þeim norðurljósin og saltið í sjónum.
Átta menn sig ekki á því að þeir eru að horfa á milljónamæringa spila fótbolta – einhvernveginn þarf peninga til að geta borgað þessum mönnum og halda klúbbnum á þessu leveli.
Er ekkert endilega sáttur með þetta og lið eins og Barca og Real sem eru á hvínandi kúpunni eru pottþétt aðalöflin á bakvið þetta til að geta viðhaldið sínum strúktúr án áhyggja um ókomin ár.
Ég mun halda áfram að styðja mitt lið,vitandi það fullvel að til að geta haldið í við olíufélögin þá þarf fjármagn til að vera þarna uppi – annars er bara um að gera að fara að halda með Everton sem vinnur aldrei neitt.
Bteyttir tímar í vændum allavega – þeir geta ekki bakkað úr þessu og kannski eru menn að reyna minnka áhrif FIFA og UEFA sem eru gerspillt samtök og rotin í gegn en ekki eru menn að æsa sig yfir því þó þar komi upp spilling reglulega.
Það er engin rómantík ì þessu lengur – bara árangur og fjármagn upp og niður stigann.
Sæl og blessuð.
Ég sé mér ekki annað fært en að kalla til blaðamannafundar síðar í dag.
Fylgist með.
ynwa
LS
Jæja
Þessi samtök UEFA og FIFA eru sjálfsagt vaðandi í rugli og sukki án þess að ég þekki það sérstaklega.
Það er hinsvegar bara þessi hugmynd sem ég sætti mig ekki við, og ég fyrirlít lið eins og PSG, Man City o.fl. og er alveg sama þó að þau kaupi sér tilta ár eftir ár með svindli og svínaríi…. mun aldrei halda með þeim.
Liverpool hefur hins vegar sýnt að hægt er að sigra á grundvelli knattspyrnunnar og ég hef alltaf frekar viljað fara þá leið en hina, þó að titlaleysi sé erfitt. En stuðningi mínum lýkur verði af þessu.
Þetta útspil mun þá bara spara mér stórfé á komandi árum, þar sem maður verður þá ekki að kaupa varning og áskriftir að sportrásum. Ætli maður skelli sér ekki bara í golf eða skíði í staðinn, líklega betra fyrir mann til lengri tíma litið.
Sælir félagar
Ég varð alveg trylltur í gær þegar ég sá þessar fréttir um að Ofurdeildin sé nánast staðreynd og Liverpool af öllum liðum sé þar einn aðalþáttakandinn undir stjórn FSG. Ég er öllu rólegri núna en viðhorfið er það sama. Ég held að ég nenni ekki að horfa á leikinn í kvöld eftir þetta útspil FSG. Ég er algerlega í rusli eftir þessar fréttir og finn bara til sorgar. Enginn sannur stuðningmaður Liverpool og þess sem það hefur staðið fyrir er sáttur við þetta.
Hvað framtíðin ber í skautti sér er svo eitthvað sem verður að koma í ljós. Ég hefi verið stuðningmaður Liverpool, Dortmund, Juventus og Real Madrid. Stuðningi mínum við Real lauk í fyrra, juventus er á sama báti og Liverpool. Dortmund verður áfram mitt lið. Svo hefi ég haldið með B&HA svona til vara undanfarin ár til að hafa meira gaman af deildinni á Englandi. Ætli maður snúi sér ekki bara að þeim alfarið.
Það er nú þannig
Yndi Neitt Weitir Andanum
Samála þér.
Maður er svektur og reiður með þessar fréttir. Þegar ég hugsa um Liverpool þá hugsa ég um fjölskyldu, stuðningsmenn, söguna, hefðina, titlana, sigrana og töpum en að vera í þessari rússibanaferð með liðinu af ástríðu gerir þetta að miklu meira en einhverju áhugamáli.
Núna finnst manni eigendur segja skilið við fjölskylduna og stuðningsmenn liðsins. Þeir eru að gera þetta í andstæðu við það sem stuðningsmenn,leikmenn og þjálfaralið liverpool vilja og eru bara númer 1,2 og 3 að gera þetta til að græða seðla en á kostnað hvers?
Þeir eru að búa til Ameríska deild( s.s ekki berjast um neitt sæti nema 1.sæti, ekkert fall og peningarnar koma alltaf inn) til að græða seðla. Peningar skipta alltaf meira og meira máli í fótbolta en manni finnst þetta vera að fara yfir strikið.
Við erum að tala um milljónamæringa inn á vellinum að spila fyrir billjónamæringa upp í stúku sem vilja fá meiri seðla af því að þeim finnst þeir eiga það skilið.
Ég held að ég mun aldrei hætta að styðja Liverpool en þetta er í fyrsta skipti sem sú hugsun kom upp í hugan.
YNWA…….. eða kannski mega þessir helvítis eigendur bara gagna einir.
Það er stundum betra að anda með nefinu og bíða eftir stóru myndinni.
Gæti þetta útspil haft eitthvað með þær breytingar sem UEFA var að kynna í dag? Gæti verið mikið ósætti vegna peningaúthlutunar og aukins leikjaálags? Eru liðin sem um ræðir koma með útspil í samningaviðræður til þess að fá betri niðurstöðu?
Eftir að hafa lesið þessar breytingar sem kynntar voru í dag þá lýst mér ekkert á þær heldur. Svo eru eflaust einhverjar meiriháttar breytingar á peningagreiðslum sem fylgja þessum breytingum ef ég þekki UEFA rétt.
Ég ætla ekki að verja þessa svokallað ofurdeild en það er eitthvað sem segir mér að þetta mál sé langt frá því að vera lokið.
Þetta er ákvörðun eigenda, eigendur koma og fara.
Eigendurnir eru ekki klúbburinn, klúbburinn erum við, stuðningsmennirnir.
Án okkar væri enginn klúbbur.
Nú þurfum við stuðningsmenn að rísa upp og fá klúbbinn okkar aftur!!
Skil ekki hvernig fólk getur varið þetta. Með þessu hverfur allur metnaður úr klúbbnum, það verður enginn hvati til að ná árangri því liðið fær nánast sama pening fyrir að vinna og skíttapa. Eigendur geta því sogið allan pening út úr klúbbnum sama hvernig gengur.
Við verðum nýja Arsenal, eða Newcastle.
Núna er heldur ekkert sem stoppar að flytja liðið annað. Kannski fer liðið til Boston?
Ég sé allavega það aldrei gerast að liðin verði hent útúr deildinni því hver myndi nenna að horfa á ensku úrvalsdeildina án stóru sex liðanna.
Einnig yrði þessi keppni enn meira spennandi en meistaradeildin þar sem eru Mikka mús lið í hverjum riðli og riðlakeppnin oftast bara djók þar sem allir vita hvaða tvo lið klára riðla sína.
En að liðin þurfi ekki að vinna sér inn sæti er eitthvað sem er ekki heillandi
Margt sem hefur komið fram í dag. Þessi breyting hjá UEFA er klárlega hluti af þessum pólitíska leik og “stóru” liða eigendurnir ekkert hrifnir af þeirri breytingu.
Hver sem niðurstaðan verður þá fékk ég smá ælu í hálsinn þegar ég las einhvers staðar að eigendur væru að hugsa um framtíðar áhorfendur en ekki þessa gömlu góðu legacy áhorfendur.
Á þá að búa til enn einn heilalausa global afþreyingariðnaðinn þar sem allt snýst um show-ið?
Djöfull er heimurinn þá orðinn þunnur þrettándi.
YNWA
Alltaf upplifað okkar lið með sterkar rætur við borgina og þátttöku almennings og í góðum tengslum við umhverfið og fólkið í Liverpool. Áhangengdur og stuðningsmenn LFC hafa hrifist í gegnum tíðina með þessum anda og baráttu liðs sem býr við ákveðin gildi sem þeir geta samsamað sig við. Bæði Shankley og Paisley komu frá fjölskyldum verkamanna. Finnst þetta útspil ansi dapurt miðað við sögu og rætur LFC og þau gildi sem ég hef alltaf talið félagið standa fyrir. Eflaust getur fólk talið sé trú um að það sé í lagi að spila út þessum spilum til að halda í við þróun leiks eða önnur lið með “stærri” eigendur. Teningunum er hisnvegar kastað og það segir ansi mikið um það sem er að eiga sér stað í klúbbnum okkar í dag. Úff maður veitt ekki hvað skal segja, maður er hálf ringlaður yfir þessu. Í mínum huga er þetta í besta falli PR harakiri hjá okkar ástkæra liði.
Hef lúmskan grun um að eigendur Bayern standi hálf hlæjandi við tætarann núna þurrkandi ennið yfir að hafa ekki tekið þátt í þessari ákvörðun.
Fylgi Liverpool ekki inn í ofurdeildina.
Persónulega finnst mér ekkert varið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en elska að horfa á 16 liðaúrslit. Ég stið þetta skref að ofurdeild þar sem maður fær að sjá spilaðan alvöru fótbolta.
Á endanum þá verður það eina sem skiptir máli hvar bestu knattspyrnu mennirnir spila, stuðningur og áhorf sogast alltaf í þá átt sama hvað við tautum og raulum. Betra að vera inni en úti í deild þeirra bestu er mitt mat.
Ég held að menn verða aðeins að staldra við og horfa á stóra samhengið í þessu…. það hefur lengi verið vitað að UEFA og FIFA eru að stórgræða á því að halda keppnir fyrir félagslið í evrópu, og þessir peningar skila sér illa til félagsliða og leikmanna. þjóðakeppnirnar skila sér í gríðalegu álagi fyrir leikmenn sem kemur sér verulega illa fyrir félagsliðin. Allir vita hversu ógeðslega spillt og rotin þessi bæði sambönd eru. er ekki bara komið þannig að eigendur sem hafa verulegra hagsmuna að gæta eru bara loksins búnir að fá nóg?? vissulega kemur þetta hálf kjánalega út núna þegar þessu er öllu snúið þannig að eigendurnir eru að gera þetta af græðgi… en hvað í helvítinu hafa þessi tvö sambönd gert undafarin ár annað en að hámarka gróðann í sinn vasa á kostnað liðanna, tek það fram að ég er ekki búinn að mynda mér skoðun á þessari deild en ég held að málin séu ekki svona svört og hvít eins og margir halda.
YNWA