Leeds United 1-1 Liverpool

Mörkin

0-1  Sadio Mané 31. mín
1-1  Diego Llorent 87. mín

Leikurinn

Í skugga reiðiöldu víðast um fótboltaheiminn þá hófst leikur Liverpool gegn Leeds í Jórvíkurskíri. Okkar menn voru einbeittir frá byrjun og virkuðu mótiveraðir þrátt fyrir mótlætið utan vallar. Gott tempó var á báðum liðum og gestunum gekk vel að láta boltann ganga innan liðsins og skapa góð upphlaup með bakvörðunum upp vængina. Jota var líflegur og á 18. mínútu keyrði hann frá vinstri vængnum og kom sér í skotstöðu en Llorente tókst að tækla áður en skotið reið af.

Heimamenn voru þó hættulegir og um miðbik fyrri hálfleiksins vann Phillips boltann á miðjunni og sendi gegnumsendingu á Bamford sem var sloppinn einn á markvörð. Alisson kom vel út á móti og truflaði skotið en að lokum skaust boltinn af Fabinho og rétt framhjá rammanum.

Rauði herinn opnaði markareikning sinn á kvöldinu eftir hálftíma leik það var glæsilegt samspil sem skóp gott liðsmark. Kabak bar boltann upp úr vörninni og lagði boltann á Jota sem sendi langa og djúpa sendingu inn fyrir vörnina á frábært hlaup Trent Alexander sem lagði boltann Mané sem skoraði í opið markið. 0-1 fyrir Liverpool.

Á 39. mínútu voru Liverpool nálægt því að tvöfalda forystuna þegar að góð sending Thiago startaði skyndisókn og hinn sókndjarfi TAA reyndi að finna Jota en markvörðurinn Meslier tókst að bjarga því að sá portúgalski gæti lyft boltanum í markið.

0-1 fyrir Liverpool í hálfleik.

Firmino byrjaði seinni hálfleikinn með skoti á markið eftir að fyrirgjöf Jota var skölluð til hans en Meslier varði ágætlega aftur fyrir endamörk. Úr hornspyrnunni fékk Jota dauðafæri er hann fékk skallafæri einn og óvaldaður fyrir miðju marki og hefði átt að þenja netmöskvana með öflugum þrumuskalla en setti boltann yfir.

Okkar menn héldu áfram að gera sig líklega til markaskorunar og Milner fór upp hægra megin og sendi hættulegan bolta á nærstöngina en Meslier bjargaði vel með því að vera á undan Mané. Hvítliðar svöruðu með nokkrum sóknarlotum þar sem fyrirgjafir og hornspyrnu fóru hættulega í gegnum vítateiginn.

Ein slík fyrirgjöf strauk hendina á TAA í teignum en VAR komst að þeirri skynsömu niðurstöðu að handleggurinn hafi verið í eðlilegri stöðu og engin vítaspyrna dæmd. Úr horninu sem fylgdi ógnuðu Leeds aftur er Costa var í færi á fjærstönginni en enn sluppu Liverpool með skrekkinn og héldu naumu forskoti áfram.

Leeds héldu áfram að þjarma að okkur og á 69.mín dansaði Roberts inn í teiginn og lagði á Harrison sem var kominn einn á móti markverði en Alisson varði glæsilega með fótunum og bjargaði marki. Klopp hafði fengið nóg og gerði breytingar með skiptingu á Mo Salah fyrir markaskorarann Mané.

Leeds-mark lá í loftinu og á 74.mínútu leit út fyrir að það væri komið er Ayling fann Bamford í dauðafæri en sá enski lyfti boltanum yfir markvörðinn og beint í þverslánna. Örstuttu síðar bjó Poveda til dauðafæri fyrir Roberts sem hamraði boltann með þrumuskoti beint í bringuna á Alisson sem stóð sína plikt í markinu.

Eftir þessa stanslausu orrahríð fengu Liverpool allt einu nokkra sénsa á færibandi eftir skyndisókn, mistök Meslier og hættulega hornspyrnu en hvorki Salah né Jota tókst að koma boltanum í markið til að tvöfalda forystuna. Salah fékk gott færi á 84.mín eftir flotta sendingu Thiago inn fyrir vörnina en sá egypski skaut framhjá fjærstönginni.

Sú vannýting átti eftir að brenna okkur illþyrmilega þar sem að stuttu síðar fengu Leeds hornspyrnu og Llorente náði að skalla góða hornspyrnu Harrison framhjá Alisson af stuttu færi. Leikar jafnir 1-1 og stutt til leiksloka. Varamaðurinn Oxlade-Chamberlain fékk hálffæri í uppbótartíma en náði ekki að koma boltanum fyrir sig og fleiri mörk voru ekki skoruð þetta kvöldið.

1-1 jafntefli hjá Leeds og Liverpool.

Tölfræðin

Viðtölin

Klopp tjáði sig fyrir leik um Ofurdeildina:

James Milner eftir leik:

Bestu menn

Rauði herinn leit vel út í fyrri hálfleik með líflega framlínu og þar var Jota mjög áberandi á vinstri vængnum, Firmino duglegur að tengja spilið og Mané með sitt fyrsta mark í 10 deildarleikjum. Trent var öflugur upp hægri vænginn með stoðsendingu og Robertson einnig í góðu formi hinu megin. Miðjan var að ná vel saman og hafsentaparið ágætt framan af leik en mistækir inn á milli.

Minn maður leiksins er Alisson sem stóð stór í markinu og hélt hreinu lengi vel með góðum markvörslum. Gat lítið gert við eina markinu en bjargaði því að Liverpool fékk ekki á sig fleiri mörk og hefði hugsanlega tapað leiknum.

Vondur leikur

Leikmenn voru flestir á pari eða betra miðað við aðstæður en frammistöðurnar döluðu eftir því sem leið á leikinn. Það er helst að Fenway Sports Group hafi spilað slæman afleik á síðasta sólarhring og enginn eigendanna hefur haft hugrekki til þess að svara fyrir þeirra eigin ákvörðun. Í staðinn láta þeir Klopp og leikmenn mæta í mótmælin innan vallar sem utan og sem skotspæni fyrir framan myndavélarnar í viðtölum. Fyrir þá frammistöðu fá FSG beint rautt spjald.

Umræðan

Þessi mikilvægi leikur hinna fornu stórvelda Leeds og Liverpool féll að miklu leyti í skuggann af Ofurdeildar-umræðunni. Engu síður var um mjög líflega leik að ræða og hefðu mörkin auðveldlega geta verið fleiri en á endanum voru úrslitin sanngjörn miðað við að sitt hvort liðið hafði yfirburði í hvorum hálfleik fyrir sig.

Liverpool misstu þó af tveimur mikilvægum stigum í baráttunni um að vera í efstu 4 sætunum til að komast í Meistaradeildina á næsta tímabili. Írónían er þó sú að framtíðin er í mikilli óvissu varðandi það hvort að Liverpool ásamt ESL-hópnum verði hent út úr Meistaradeildinni og sexmenningunum hent út úr ensku úrvalsdeildinni.

Þá myndi litlu máli skipta hvar Liverpool lendir í deildinni á þessu hörmungartímabili Covid, meiðsla og núna græðgisvæðingu eigendanna. En við skulum vona að skynsemin ráði og það takist að slíðra sverðin á næstunni þannig að eðlilegu ástandi verði komið á sem fyrst.

YNWA

42 Comments

  1. Sýnist Liverpool hvorki hafa mannskap né þjálfara til að spila í einhverri Ofurdeild.

    11
  2. Sæl og blessuð.

    Á maður að gera sér upp spenning fyrir fjórða sætinu? Mesta vonbrigðatímabil í sögu þessa félags er að renna sitt skeið. Einkennist af meiðslum og fádæma andleysi. Gamlir máttarstólpar bregðast hver af öðrum.

    Og endar með stofnun græðisdeildarinnar — svona til að minna okkur áhangendur hvað þetta er nú allt mikið plat.

    Líds var alveg með þetta í seinni hálfleik. Við spiluðum eins og íslenska landsliðið á móti Frökkum.

    15
  3. Ég hef séð nóg af Bobby Ox og Gini. Vonandi fæst eitthvað ennþá fyrir þá fyrrnefndu

    5
    • Bobby Firmino er með risa launapakka. Liðið þarf væntanlega að borga með honum ætli þeir að losna við hann, eða sitja uppi með hann út samningstímann.

      Ég ligg á bæn varðandi það að Gini skrifi ekki undir.

      Stóru meiðslin kláruðu Ox.

      6
      • Bobby og Matip mega fara í pakkadíl til Sjalké og við fáum Kabab til okkar. Klassa hafsent sem aldrei er meiddur og verður held ég mjög góður. Tveir gagnslausir farnir og ca 170k opnast á launa budgeti.. 😉

        1
  4. Þokkalegt í 30 mín. Gjörsamlega ömurlegt eftir það. Miðjan algerlega handónýt. Firmino glæpsamlega lélegur og vörnin tapar skallaeinvígi á markteig í lokin. Liðið er svo hryllilega lélegt að þeir eiga ekkert skilið. Liðið var 20% með boltann í seinni. Má það bara??? Ekki viss um Neisti Hofsósi gæti notað Thiago

    7
  5. Sammála ykkur öllum hér að ofan….. andleysið svífur yfir vötnum, mér sjálfum, Liverpool liðinu …………. farinn út að fá mér frískt loft!

    5
  6. hugsa að eigendurnir hafi hugsað fokk verðum að skrifa undir super cup og fá 350m evra til að kaupa leikmenn í sumar.

    4
  7. Mér fannst Klopp alltof seinn að skipta í seinni hálfleik þegar menn voru augljóslega orðnir þreyttir. Skrifa þetta dálítið á hann. Allir miðjumennirnir voru sprungnir í seinni. Nú þurfum við að vinna rest og það verður ekki auðvelt.

    4
  8. Auðvitað eigum við að vera í Super Cup. Það eru okkar eigendur ásamt United eigendunum sem áttu hugmyndina að keppni í Bandarískum anda og það er bara aumingjaskapur hjá okkur stuðningsmönnum að halda að eignarhald þeirra er vegna einhvers annars en að græða peninga. Öll skot á City og Chelsea missa gjörsamlega marks þegar það kemur fram að okkar eigendur eru ekki skömminni skárri. En annars ömulegur leikur sem kórónar tímabilið.

    4
  9. Þokkalegir í fyrri hálfleik og Mané skorar þetta langþráða mark.
    Seinni var svo lélegur að það var átakanlegt að horfa á þetta væri svona 1-4 fyrir Leeds hefði ekki verið fyrir Alisson sem að mínu mati er maður leiksins.

    Gini og Milner voru búnir á því þarna í seinni hefði frekar átt að setja ferskar fætur þar og styrkja miðsvæðið..Ox er ekki styrking hann er bara orðin algjör skugginn af sjálfum sér.

    5
    • Djufull söknuðum við Henderson btw ..hann hefði ekki leyft þessu að gerast ..fokking 20% með boltan á móti Leeds algjörlega óásættanlegt !

      8
  10. Afhverju ekki að bekkja Gini sem er augljóslega kominn eitthvað allt annað í huganum og búinn að vera arfaslakur í langan tíma. Milner er augljóslega að finna fyrir aldrinum. Miðjan var hörmung í þessum leik

    6
  11. Firmino er að gera mig geðveikan þessa dagana, hann er skelfilegur. Og hvers vegna er Gini að spila alla leiki þegar það er vitað að hann er á útleið? Er ekki eðlilegra að Curtis Jones spili sem verður hérna næsta síson.
    Liverpool er aftur orðið svona “næstum” því lið, alltaf síðasta sending sem klikkar, t.d þegar Robertson fokkaði upp hraðaupphlaupi í seinni hálfleik til að koma okkur í 2-0.
    Maður nennir þessu varla lengur, þetta er svo lélegt.

    6
  12. @Superleague: Mér líður eins og einhver nákominn hafi orðið fyrir bíl. Og aumingja strákarnir, eins og Henderson og margir fleiri, sem hafa vaðið eld, blóð og brennistein fyrir þennan klúbb…

    1
    • Mögulega búið að rústa knattspyrnuni eftir þetta..er ekki viss um að það sé leið til baka eftir þetta..þó að FIFA og UEFA séu hræsnarar og spillt samtök þá fengu samt sem áður önnur lið séns og þurftu að vinna sér inn þáttökurétt í keppnum

      Fara í eh globetrotters dæmi í lokaðri super deild veit ekki hvar ég stend með þetta..er meira shocked eftir fréttirnar og alls ekki búinn að jafna mig. En svo virðast td þýsku liðin ekki ætla taka þátt í þessu og PSG eru ekki heldur búnir að samþykkja.

      fokk hvað maður er pirraður yfir þessu rugli.

      3
      • Þetta er náttúrulega algjör skíthælamennska hjá FSG að láta leikmenn og þjálfara ekki vita af fyrirfram. Ekki einu sinni þjálfarann! Þeir þurftu að frétta þetta í fjölmiðlum! Þvílíkt tudda-pungspark!

        6
  13. Hvaða rugl er þetta með þessi comment á þessari síðu?

    Eru menn alveg að gleyma að það vantar virgil, hendo, gomez og fabinho ætti að vera dmc ekki cd. Thiago þarf eitt season, milner er ekki gerður úr titanium og wini er hættur. Það er ekki með mikla breidd og meiðslin þetta season eru náttúrulega algjör vonbrigði. Að væla svona á móti flottu Leeds liði skil ég ekki.

    Þetta er bara töff shitt season og við.megum ekki gleyma hvar við vorum fyrir ca. 2-3 seasonum.

    Standa með sínu liði fjandinn hafi það!!!

    22
  14. Við erum ekki að spila um sæti í evrópukeppnum. Super deildin ætlar að spila á sama tíma og Uefa er með sína leiki, nokkuð ljóst að liðin geta ekki verið á tveimur stöðum í einu.

  15. Án gríns, við hverju er hægt að búast með miðju eins og í kvöld með Milner, Winjaldum og Thiago.
    Þessir 3 eru ekki með hraða og skapa nákvæmlega ekki neitt.
    Af hverju ekki Ben Davies í vörnina, Fabinho á miðjuna og með sókndjarfari menn með sér.
    Naby Keita mætti fá restina af tímabilinu til að reyna að sanna sig.

    4
  16. Fatta ekki skiptingarnar hjá Klopp, Fermino allann tíman inná að gera ekkert , Uxinn inná ?? Mané út?? Hefði viljað Sala inn fyrir Fermino og Keita inn fyrir Jota..

    1
  17. Eigum við ekki að taka þessu stigi fagnandi og vona að það skipti máli í vor ? minni á að Leeds eru nýbúnir að vinna besta lið PL og eru að spila flottan fótbolta. Ég er búinn að segja það áður að ef við verðum ekki í meistaradeildinni næsta ár ( og ekkert verður af þessu ofurdeildarrugli) þá vil ég enga fimmtudagsframrúðubikarkeppnisleiki. Kannski við fáum bara inni í Spænsku eða Frönsku deildinni ef okkur verður hent út úr ensku deildinni ? Ég verð nú samt að segja að pótintátarnir í UEFA og FIFA ættu að skammast sín með ummæli um spillingu og vanvirðingu þeirra sem eru að spá í þessu ofurdeildarrugli margdæmdir menn í báðum fylkingum fyrir mútur og hverskonar hneyksli síðustu árin. Liklega er þetta útspil eða ég vona það til þess eins að þrýsta á breytingar innanhúss í þeim drullu samtökum. Hverjum dettur t.d í hug að setja HM á Katar um miðjan vetur í miðri deildarkeppni stóru deildanna í Evrópu ? Jú klíkunum í UEFA og FIFA. Ég er hræddur um að ef af þessu verður þá getum við kvatt Herr Klopp og hans lið. Svo er spurning hvað leikmennirnir gera ? kannski vilja þeir fá að spila undir merkjum liða sem ekki verða bönnuð frá öllum keppnum hverju nafni sem þau nefnast en maður spyr sig.

    2
    • Henda þeim úr deildum ? ég held ekki..PL myndi hrynja áhorf myndi crawla into stop fyrir utan örfáa stuðningsmenn locally þessa liða sem yrðu eftir. sem myndi þýða allt sky batterið og það drasl færi á hausinn.
      Þetta eru ekki endilega 6 bestu liðin en þetta eru með 6 stærstu klúbbum heims það er bara þannig og þó að rómantíkin hafi verið við völd einu sinni þá er það löngu horfið þetta snýst um peninga í dag og ekkert annað..þetta gerist þegar menn eru að borga leikmönnum fleiri hundruð þúsunda punda á fjandans viku ..eigendur þessa klúbba hafa blætt ómældum upphæðum í covid.
      Er ég ánægður með þetta ? fjandinn nei UEFA og FIFA eru spiltustu samtök jarðar en þetta verður engu skárra þetta er bara sama peninga maskínan sem blasir við.

      2
      • Súrrandi há laun leikmanna eru auðvitað – og hafa verið lengi – fíllinn í stofunni. Síðasta dæmið um þann fáránleika er nýafstaðin farandsölusýning Mino Raiola á Erlingi Haaland. Launakostnaðurinn er peningasvartholið sem skapaði þann vanda sem nú springur út með Ofurdeildinni og enn meiri peningagræðgi. Vonandi svelgist þessum ofureigendum á gullflögunum með morgunkorninu!

        3
      • Ég er bara með óbragð í munninum ég get ekki sætt mig við þetta.
        Þetta verður að stoppa ég neita trúa að þessir klúbbar séu að fara í stríð við restina.
        Þessir siðspiltu eigendur skulu frekar ná betri samningum við UEFA og FIFA og hætta þessu bulli.

        1
  18. Chelsea að draga sig út.

    Þetta súperdrasl verður aldrei.

    Þó FSG dragi sig til baka við ég þá samt í burtu.

    1
    • Er þetta staðfest með Chelsea? Það eru tryllt mótmæli fyrir utan leikvanginn allavega.

      • Nei, en áreiðanlegar heimildir á bak við. Mun mögulega gerast í kvöld eða á morgun.

    • minna áreiðanlegar heimildir segja að City ætli líka að bakka út.

      Olíurisarnir voru tregastir til og því eðillegt að þeir séu fyrstir út.

  19. paul joyce Retweeted

    ·
    2m
    Breaking: Atletico Madrid are now leaving the Super League.

    1
  20. Joan Laporta (Barcelona president): “Barcelona will NOT join the Super League until our socios vote for it. It’s their club, so it’s their decision.” Via:
    @ActualiteBarca

    Búið spil.

    Fróðlegt að sjá hvernig FSG reyna að bjarga andlitinu.

    Þeir hafa vegið að öllum gildum klúbbsins og verður ekki fyrirgefið auðveldlega.

    2
  21. Gott mál en núna erum við tainted eftir þetta með þá innanborðs ég legg til að Liverpool stuðningsmenn um allan heim kalli eftir FSG OUT takk fyrir.

    3
    • Hvað með að taka upp módel sambærilegt við það þýska, þar sem stuðningsmenn eiga aldrei minna en 51% í klúbbnum? Og launaþak til að stöðva þetta víti Dantes?

      1
    • Ekki slæm hugmynd eina sem ég veit er að mig langaði til að kasta upp í gær eftir þessar fréttir en ég er mjög sáttur við þetta..vill statement frá Liverpool ASAP en það breytir ekki minni skoðun á FSG eftir þessa SKITU!

      3
      • United bakka líklega út í kvöld, á undan okkur.

        Orðrómur er að John Henry eða menn á hans vegum hafi unnið með Perez og co með að teikna upp þetta ógeðslega módel.

        2

Gullkastið – European Super League

Lið farinn að yfirgefa Ofurdeildina