Liðið gegn Southampton

5. síðasti leikur þessa guðsvolaða tímabils fer að hefjast. 15 stig enn eftir í pottinum, og vissulega er það þannig að Liverpool spilar oft best þegar það er með bakið upp við vegg. Miði er möguleiki sagði í auglýsingunni hér í denn, og við gefumst ekkert upp fyrr en í fulla hnefana. En vissulega er það þannig að liðið er enn ekki búið að ná fimm leikja sigurhrinu á þessari leiktíð. Kannski kemur það núna.

Allavega, liðið sem mætir Saints á Anfield núna kl. 19: 15 lítur svona út:

Bekkur: Adrian, Koumetio, Tsimikas, Neco, Ox, Jones, Shaqiri, Woodburn, Firmino

Það er semsagt það nýtt að frétta að Kabak er frá vegna smávægilegra meiðsla, sem og Milner, Keita og Ben Davies. Þess vegna fær Woodburn sénsinn á bekk í fyrsta sinn síðan í ákveðnum leik í undanúrslitum meistaradeildarinnar fyrir tveim árum. Eins fær miðvörður úr U18 sénsinn, og erum við þar að sjálfsögðu að tala um Billy the Kid Koumetio. Svoleiðis er nú staðan orðin hvað varðar miðverði.

Mér finnst ég ekkert vera að biðja um mikið þegar ég panta 3 stig núna á eftir. Er það nokkuð?

KOMA SVO!!!

39 Comments

  1. Horfi á leikinn á eftir, býst samt ekki við neinu. Kannski einhverju svipuðu og vikan með ógeðinu gísla marteini.

    4
  2. Þetta VAR er bara þvæla city átti alltaf að fá víti þegar Sterling var felldur inní teig….fyrir utan það þá er VAR búið að taka gleðina úr þessum skemmtilega leik sem fótbolti er…út með VAR…

    4
    • VAR hefur ekkert skemmt. Það er fólkið sem er að notast við VAR sem er vandamálið. VAR er fínt ef notað rérr en gerist svo sjaldan þannig. Þetta var pjúra víti í City leiknum. Það eina sem Chelsea varnarmaðurinn gerði ekki var að gefa Sterling einn blautann.

      Hvað þennan leik gegn Southampton varðar þá get ég ekki annað en tekið undir með Micah Richards þegar hann sagði það vera leiðinlegt aðhorfa á Liverpool spila. Hvað hefur gerst á einu ári? Var þetta bara einn stór grís, eða hefur Klopp algjörlega sogið úr þeim allan mátt? Þetta er alveg hreint fáránlegt!

      Thiago að skora. Maður fagnar ekki einu sinni. Búið að sjúga úr manni alla skemmtunina þetta bull tímabil.

      1
  3. Jamm VAR er búið að eyðileggja þessa íþrótt ..ég trúi ekki að fólk nenni að mæta á vellina með þetta drasl í núverandi ástandi..gaman að fagna flottu marki og biða svo i 30 sec eftir að þetta drasl taki markið til baka.

    4
  4. Finnst þú ekki biðja um mikið Daníel èg myndi biðja um sex stig úrþessum leik ef èg væri í þínum sporum bara sanngjarnt. Spái erfiðum leik endar líklega í jafntefli.

    • En afhverju að stoppa við 6 stig? 9 stig væri bara meira en sanngjarnt ef þú spyrð mig.

      2
  5. Mané kominn með eitt gott færi og sprett sem hefði getað orðið að einhverju. Í hvorugt skiptið jókst hjartsláttur minn. Engar væntingar.

    1
    • Salah hefði átt að gefa á Mane i stað þess að skjóta hann sér þetta ekki þegar hann er í færi…

      2
  6. Salah fór illa með dauðafæri. En hann er með 20 mörk í deild og 29 á tímabilinu svo maður getur ekki blúsast út í hann.

    2
  7. en svo maður haldi nú áfram á neikvæðu nótunum ….

    Með Williams í miðverðinum þá er eins gott við skorum annað mark!

    Getum ekki reiknað með þessari markvörslu áfram!

    1
  8. Guð minn góður hvað þetta er eitthvað erfitt. Liðið er greinilega eitthvað þungt.

    1
  9. Voðalega ryðgað eitthvað. Þrátt fyrir stoðsendingu og mark hjá þeim bræðrum Mane og Salah þá virðast þeir stundum ekki vita af hvor öðrum og fara erfiðu leiðina og klúðra upplögðu marktækifæri hjá hinum. Hvað ætli við værum búnir að skora mörg mörk ef þeir væru aðeins óeigingjarnari? Spyr sá sem allt veit hér úr stofusófanum!

    Annars er hjartað í buxunum með seinni hálfleik vitandi það hvernig síðustu leikir á Anfield hafa farið. Ekkert öruggt þrátt fyrir eins marks forskot!

    3
  10. Alisson bjargaði fyrri hálfleiknum. Gjörsamlega.

    Vörnin galopin og á verri degi hefði farið illa.

    Williams ekki að heilla, sóknina vantar sjálfstraust og gaman væri að sjá eitthvað frá Thiago.

    Þeir bara verð að stíga upp og finna sitt gamla form því við verðum að vinna þennan leik og fjóra til viðbótar.

    5
  11. Hefur einhverjum dottið í hug að hluti, og ég meina að einn af mörgum hlutum fyrir þessu lélega runni hjá Liverpool sé að Gini sé búinn að vera fyrirliði meirihluta okkar tímabils og það var nokkurn veginn ljóst fyrir tímabilið að hann myndi fara af því að hann fengi ekki þau laun sem hann vildi vegna aldurs ? Tek það líka fram að hann er ekki mikill leiðtogi.

    3
      • Af hverju er það þvæla ? Ég meina ekki með þessu að hann sé viljandi að vera lélegur, heldur hvort það hafi verið góð ákvörðun að gera hann að fyrirliða vitandi að hann væri að fara. Ég persónulega held að það hafi ekki verið gott fyrir klefann, en ég held ekki heldur að það sé eina ástæðan fyrir því að okkur hafi gengið illa. Það eru fleiri og sterkari ástæður fyrir því.

        1
  12. Þori varla að segja það en K.Friend hefur hreint ekki verið afleitur í leiknum. lætur hann fljóta vel og er ekki með smásmygli.

    úff… hvað var ég að senda frá mér?

    3
  13. Endar þetta ekki eins og allt hingað til ? 1-1 . Ömurleg færanýting enn og aftur hjá okkar mönnum. Gini á bara alls ekki að vera inná, miðjan er alltof hæg með hann og Thiago inná.

    2
  14. Vonlaust að vera með ekki nema eins marks forystu. Og Klopparinn veit ekki hvern hann á að setja inn á!

    4
  15. Þrefalda skiptingu takk. gini,thiago og jota út. Firm,Jones og Ox inn

    2
  16. Ótrúlegt að blóðþrýstingurinn hjá manni skuli vera í hæstu hæðum með 1 – 0 forystu á móti Southampton á Anfield þegar nokkrar mínútur eftir!

  17. Mikið verður maður feginn þegar þetta tímabil klárast. Maður er með kúkinn í buxunum í öllum leikjum.

    1

Southampton á Anfield (Upphitun)

Liverpool 2 – 0 Southampton