Upphitun: Manchester United á Old Trafford – Taka tvö!

Þá er komið að annari tilraun að leika við Manchester United eftir að leik liðanna í síðustu viku var frestað vegna mótmæla United stuðningsmanna. Frestunin hefur þó komið okkur einstaklega illa, ekki aðeins jók þetta á leikjaálag Man United sem varð til þess þeir spiluðu ekki á sínu sterkasta liði gegn Leicester í gær og auk þess meiddist Ozan Kabak enn einn miðvörðurinn frá á þessu tímabili.

Solskjaer gerði tíu breytingar á byrjunarliði sínu í tapleiknum gegn Leicester í gær og mætir því líklegast með sitt sterkasta lið á morgun, fyrir utan Harry Maguire sem er meiddur. Það kom okkur hrikalega illa því eftir að hafa misstigið sig gegn Newcastle voru Leicester búnir að opna smá möguleika fyrir okkar menn inn í topp fjóra.

Eins og er sitjum við í sjötta sæti deildarinnar með 57 stig og fjóra leiki eftir gegn Man Utd, West Brom, Burnley og Crystal Palace og ef svo færi að við myndum vinna alla þessa leiki myndum við enda með 69 stig. Leicester er eftir leikinn í gær með 66 stig og á tvo leiki eftir gegn Chelsea og Tottenham. Chelsea er fyrir neðan þá með 64 stig og eiga þrjá leiki eftir gegn Arsenal, Leicester og Aston Villa. West Ham er svo milli okkar og Chelsea en við eigum leik á þá þannig ef við fáum fullt hús stiga færum við alltaf upp fyrir þá.

Takmarkið er því alveg hrikalega einfalt er Liverpool vinnur alla þá leiki sem eftir eru eigum við fínan séns á að komast í Meistaradeildina að ári en þar er vandamálið. Liðið hefur verið mjög óstöðugt og á erfitt með að tengja saman sigra og við þyrftum að sjá ansi mikla breytingu.

Meiðslalistinn okkar fyrir morgundaginn nær nánast í heilt byrjunarlið þar sem Kelleher, Van Dijk, Gomez, Matip, Milner, Henderson og Origi eru allir frá og Kabak, Keita og Ben Davies eru allir tæpir.

Við fengum að sjá Rhys Williams í vörninni með Nat Phillips gegn Southampton til að halda Fabinho í sínu hlutverki á miðjunni en ég stórefast um að Klopp haldi sig við það gegn United. Rhys fékk að spreyta sig gegn United í FA bikarnum og sáum þar að hann réð algjörlega ekki við það verkefni og því líklegt að við sjáum Fabinho detta aftur niður í varnarlínuna en þá vandast málið því án Milner, Henderson og Keita eru kostirnir á miðjunni ekki sérstaklega margir.

Tel að einu spurningarnar séu hvort Jota eða Firmino byrji leikinn uppi á topp og svo Curtis Jones. Ég væri til í að sjá hann fá tækifæri í svona stórum leik en veit ekki hvort þetta væri miðja sem Klopp myndi treysta gætum séð Rhys Williams í vörninni og Fab uppi á miðju, gætum séð Ox-Chamberlain fá tækifæri eða að við förum sóknarsinnað og Jota og Firmino byrji báðir leikinn.

Spá

Í upphitun fyrir leikinn sem aldrei varð spáði ég 1-1 jafntefli en það er einhver bjartsýni farinn að brjótast fram hjá mér og ég held að við gerum betur og ætla spá 2-1 sigri þar sem Curtis Jones tryggir okkur sigur seint í leiknum og heldur litlu voninni um Meistaradeild á lífi allavega fram að næstu helgi.

3 Comments

  1. Guð hvað ég vona að þú sért sannspár, er samt ekki bjartsýnn. nojara draslið hvíldi auðvitað alla leikmennina og hans markmið núna er að koma í veg fyrir að LFC komist í CL. Klopp er greinilega ekki eins mikill í rígnum eins og hann því hann segir í viðtali að hann skilji alveg skerið norska.
    Ég vona að þetta komi í bakið á óla og að hann drullutapi þessum leik, held samt ekki, því miður. 3-1 fyrir scum, ojjj bara.

    Í helstu fréttum er það samt að Klopp segir að allt sé óráðið í kaupum og sölum fyrir næsta tímabil, á meðan shitty, utd og chelski bæta sig bara.

    2
  2. Það væri auðvitað óskandi ef það næðist sigur í kvöld. Kannski rétt að muna að það yrði þá fyrsti sigur Klopp á Old Trafford. En eins og einhver orðaði það: eftir því sem það fjölgar sigurlausu leikjunum, þá styttist í fyrsta sigurinn. Hann gæti vel komið í kvöld.

    Kannski er Klopp ekki tilbúinn í tilraunastarfsemi með miðvörðinn. En ég væri frekar til í að sjá Gini í miðverðinum, og þá Fab í sinni stöðu með Thiago og Jones/Ox/Milner fyrir framan sig. Eins var Robbo einhverntímann búinn að gefa undir fótinn með að hann væri til í að spila í miðverði, og þá gætum við annaðhvort loksins séð Tsimikas í sinni stöðu, nú eða leitað til hins hundtrygga James Milner í vinstri bak.

    Ég á síður von á því að við sjáum þetta í kvöld, en það að spila Fab í miðverði – með engan Fab til að verja miðvarðarstöðurnar – hræðir mig svolítið. Vonandi finnst lausn á því sem virkar.

    Nú og svo þarf auðvitað sóknartríóið/kvartettinn að detta í gír. Til dæmis í kvöld bara? Það væri alveg ljómandi.

    5
  3. Þetta brölt og þessi vandræði með vörn og miðju í allan vetur setur því miður strik í reikninginn í kvöld. Kallið það bara neikvæðni en ég vil meina raunsæi þegar maður horfir á sóknarlið MU gegn varnarliði Liverpool eins og staðan er í dag. Að Óli skuli hvíla 10 leikmenn gegn Leicester þegar þeir eiga ennþá sjéns í Englandsmeistaratitilinn er náttúrulega bara skandall þótt Klopp segist hafa gert það sama. Segir bara allt um hvar áherslurnar liggja hjá MU! Gungur sem ég vona innilega að verði eins og beljur á svelli í kvöld ……. en já alveg rétt, VAR verður væntanlega í þeirra liði í kvöld eins og fyrri daginn!

    2

Gullkastið – Vonarneisti

Liðið sem komst eftir krókaleiðum á Old Trafford