Koma fleiri í sumar?

Liverpool er með kaupunum á Konate búið að fylla í langmikilvægasta skarðið í hópi Liverpool og ef við erum alveg raunsæ er ansi ólíklegt að fleiri varnarmenn verði keyptir í sumar. Ekki miðverðir í það minnsta. Það er ennþá erfitt að skilja söluna á Dejan Lovren úr því að ekki var keypt nýjan leikmann í staðin, það var líka erfitt áður en Van Dijk, Gomez og Matip meiddust allir á sama tíma. Konate er í raun bara að fylla hans skarð í hópnum en festir sig vonandi í sessi fljótlega sem byrjunarliðsmaður við hlið Van Dijk.

Miðjan

Kaupin á Konate leysa einnig risastór vandamál á miðjunni hjá Liverpool ef við tökum mið af núverandi hópi og eins ef við tökum brottför Gini Wijnaldum með inn í jöfnuna. Fabinho og Henderson spiluðu nánast ekkert saman á miðjunni í vetur og raunar kom leikur þar sem þeir voru báðir komnir í miðvörðinn. Að tryggja að það gerist alls ekki aftur á næsta tímabili er auðvitað ígildi nýs miðjumanns í þeirra gæðaflokki. Fabinho hefur sýnt það ágætlega hversu hrottalega mikilvægur hann er.

Það er sjaldnast þannig í nútímafótbolta að keypt sé nákvæm eftirlíking að þeim leikmanni sem var að fara. Sala á Wijnaldum þýðir alls ekki að Liverpool sé núna að fara kaupa Tielemans, Neves eða álíka leikmann sem spilar áþekkt hlutverk. Konate gæti óbeint verið hugsaður í stað Wijnaldum að því leiti að innkoma hans skilar okkar bestu miðjumönnum aftur í sína stöðu.

Liverpool keypti leikmanninn sem tekur við af Wijnaldum síðasta sumar og hefur hann núna fengið mikilvægt ár til að aðlagast nýju liði, Jurgen Klopp fótbolta og nýrri deild. Thiago eins og hann var að spila í lok þessa tímabils með Fabinho að verja sig er með mun stærra vopnabúr en Gini Wijnaldum og gæti alveg tekið Liverpool liðið upp eitt level. Hugsið ykkur frjálsræðið sem Thiago fengi með Fabinho og Henderson með sér á miðjunni og alvöru miðvarðapar fyrir aftan sig leitt af Virgil van Dijk!

Kjarninn sem farið verður með inn í nýtt tímabil verður væntanlega Fabinho – Henderson – Thiago sem er raunar eins og við settum þetta upp fyrir síðasta tímabil. Engu að síður, enn eina ferðina spilaði Wijnaldum langmest allra og yfirburða langmest á miðri miðjunni. Það er ekki síður erfitt að fylla hans skarð vegna þess hversu oft hann var í leikhæfu ástandi. Henderson spilaði aðeins 50% af síðasta tímabili og þetta er ekkert í fyrsta skipti sem hann á í meiðslavandræðum. Thiago náði bara 55% en það skrifast á Richarlison gerpið í Everton.

Klopp hefur svo sagt að hann sé ekki búinn að gefast upp á Naby Keita og Oxlade-Chamberlain. Ef að það verður rauninn eftir sumarið er ljóst að Liverpool er ekki að fara kaupa leikmenn í staðin fyrir þá án þess að selja þá. Liverpool satt að segja vantar alltaf miðjumann í hópinn sem skilar því hlutverki sem Keita og Ox er ætlað að skila og hafa klárlega getu til að skila.

Naby Keita er miklu miklu betri leikmaður en stór hluti stuðningsmanna Liverpool gefur honum credit fyrir enda hann kominn í “Lucas Leiva hlutverkið” hjá mörgum. Þá sjaldan hann nær að spila nokkra leiki samfellt er tölfræðin jafnan mjög spennandi. Slíkt skiptir bara engu máli ef hann er alltaf meiddur. Haugryðgaður Keita í fyrri hálfleik gegn Real Madríd í sundurtættu byrjunarliði eftir nokkrar vikur frá er ekki raunverulega útgáfan af Naby Keita.

Ox er svipaður nema hann er ennþá meiri meiðslahrúga. Hann var alltaf meiddur hjá Arsenal og hefur bara haldið því áfram hjá Liverpool. Ég veit ekki til þess að hann sé raunverulega kominn aftur eftir meiðslin gegn Roma í apríl 2018. Það eru komin rúmlega tvö ár síðan. Hann er alveg góður en ekki svo góður að hægt se að fara inn í enn eitt tímabilið með hann sem lykilmann, hann spilaði 7% af deildarleikjum síðasta tímabils og samt var miðjan fullkomlega í hassi. Sumar af þessum mínútum spilaði hann m.a.s. á vængnum. Hann spilaði 19 mínútur samtals tímabilið 2018/19. Hann reyndar byrjaði 17 deildarleiki á síðasta tímabili sem ótrúlegt en satt er það mesta sem hann hefur afrekað á ferlinum!!! Það er ekki hægt að hafa þrjá svona mikilvæga leikmenn enn eitt árið því að Keita og Shaqiri eru í sama flokki.

Curtis Jones er enn einn X factorinn á miðjunni fyrir næsta tímabil. Þetta tímabil var rosalega öflugt og mikilvægt fyrir Jones sem hefur sýnt það að hann á alveg heima á þessu leveli. Hann er mjög langt frá því að vera fullmótaður leikmaður og Klopp hefur sýnt það allan sinn þjálfaraferil að hann kann að vinna með svona efnivið. Liverpool ætlar Curtis Jones enn stærra hlutverk tímabilið 2021/22 og þar gæti verið annar leikmaður sem leysir Wijnaldum af og þróar jafnvel stöðuna aðeins í jákvæðari átt sóknarlega. Eins og staðan er núna tippa ég á að hann verði að berjast við Keita og Ox um sæti á miðjunni svipað og í vetur nema nú verði ekki eins greið leið inn í byrjunarliðið. James Milner verður eins áfram og heldur væntanlega áfram að spila slatta af leikjum.

Miðja með Fabinho – Henderson – Thiago er sú sterkasta í deildinni. Keita, Ox, Jones og Milner á svo að heita nokkuð gott back up. Það vantar engu að síður einn sem getur leyst varnartengiliðinn af hólmi og það má alveg vera á kostnað t.d. Ox-Chamberlain.

Hvað sem verður gert er ljóst að við þurfum miklu betri ógn sóknarlega og meiri þátttöku í mörkum frá miðjunni. Keita, Jones og Ox eru leikmenn sem geta komið með það inn í liðið. Thiago einnig en með öðrum hætti, hann stjórnar hljómsveitinni eins og hún leggur sig.

Miðverðir

The Athletic heldur því fram að Klopp ætli að gefa Phillips, Ben Davies og Rhys Williams fyrstu vikurnar á undirbúningstímabilinu áður en ákvörðun verður tekin um framtíð þeirra. Joe Gomez er sagður vera lengst kominn í endurhæfingunni af miðvörðunum en þó að það sé búist við þeim öllum til baka úr meiðslum á undirbúningstímabilinu þíðir það alls ekki að það verði endilega í byrjun júlí þegar liðið kemur saman aftur.

Kaupin á Konate og uppgangur Phillips gerðu það að verkum að Kabak var ekki keyptur. Það hversu seint Liverpool náði í hann í janúar gefur kannski til kynna að félagið var aldrei að fara kaupa hann í sumar.

Ben Davies er erfiðara að reikna út, ef hann er þá til. Þetta er 25 ára leikmaður með ágæta reynslu í Championship fótbolta. Þetta á alveg að vera Ragnar Klavan gæði eða þaðan af betra. Þó að hann spilaði varla mínútu í vetur heldur Klopp því fram að hann sjái samlíkingar í innkomu Davies og Andy Robertson og sé ekkert búinn að gefast upp á honum. Hann fær a.m.k. undirbúningstímabilið og ætti að vera búinn að ná sér af meiðslum áður en boltinn fer aftur að rúlla. Það er enginn að búast við Ben Davies í byrjunarliðið en Klopp skoðar hann og metur út fram því hvernig miðverðirnir skila sér til baka úr meiðslum. Er ekki best að hafa sem allra flesta miðverði í hópnum a.m.k. fram að jólum, lærðum við það ekki í vetur?

Markmenn

Fyrsti kostur virðist vera að halda öllum þremum markmönnunum og hefja samningsviðræður við þá alla í sumar. Alisson er auðvitað það eina sem skiptir máli þar og á hann von á mun betri samning í sumar sem framlengir núverandi samning sem rennur út 2024. Caoimhin Kelleher virðist vera orðinn markmaður númer tvö og er eins búist við að þessum 22 ára strák verði boðin nýr samningur á næstunni. Adrian rennur út á samningi í sumar en eins og staðan er núna er talið að Liverpool vilji halda honum, þá áfram sem þriðja kosti.

Raunar er Liverpool líklega að fara opna samningsviðræður á næstu mánuðum við Van Dijk, Henderson, Fabinho, Alisson, Salah, Mané og Firmino sem allir eiga bara tvö ár eftir af samningi. Spurning hvort samið verði við þá alla?

Bakverðir

Klopp er sagður ángæður með Tsimikas og Neco Williams sem varaskeifur fyrir bakverðina. Það er gott og blessað svo lengi sem Robertson og Trent meiðast ekki. Rosaleg meiðsli í öllum öðrum stöðum hjápuðu Tsimikas líklega ekki neitt í vetur enda Klopp mjög lítið fyrir að skipta þeim fáu lykilmönnum sem ennþá stóðu út úr liðinu. Vonandi er það ástæðan fyrir því að Tsimikas kom varla inná í vetur, ekki að hann sé bara þetta lélegur. Robertson spilaði allt þetta tímabil, alla leiki Skotlands og er að fara á EM í sumar. Hann þarf miklu meira back up í byrjun næsta tímabils myndi maður ætla.

Neco Williams hefur alls ekki sannfært mig um að hann sé eða verði nógu góður en hann kemur a.m.k. árinu eldri inn í næsta tímabil með góða reynslu af þessum hópi. Útiloka alls ekki að hann geti þróast miklu meira undir stjórn Klopp komi til þess að treysta þurfi á hann. Ég meina Rhys Williams var að leysa Matip/Gomez af með Nat Phillips við hliðina á sér þannig að skrítnari hlutir hafa sannarlega gerst.

Væri samt mjög gott að fá einn alhliða varnarmann inn í hópinn í viðbót við Konate.

Sóknarmenn

Það er ekki búist við því að nein af lifandi goðsögnum liðsins kveðji í sumar fyrir utan Wijnaldum. Salah, Mané, Jota og Firmino verða allir á sínum stað og þar með er ekkert rosalegt pláss í fremstu víglínu þó við höfum oft rætt það í vetur að gaman væri að fá inn alvöru níu. Leikmann í anda Harry Kane, Ella Haaland eða Bobby Lewandoski.

Líklega er enginn af fullri alvöru að gera sér vonir um Haaland eða Mbappe í sumar, ekkert þannig er að fara gerast hjá Liverpool, en það ætti alveg að vera hægt að mynda svigrúm fyrir einum svona 30-50m leikmannakaupum í anda Salah, Mané, Jota og Bobby í viðbót með sölu á deadwood leikmönnum

Divock Origi spilaði minna en Minamino á þessu tímabili. Hann bara verður að fara sjálf síns vegna. Hann er alveg af þeim gæðaflokki að geta sprungið út í minni tjörn líkt og Jesse Lingard gerði í vetur. Það gæti reyndar orðið mesta afrek Michael Edwards ef hann nær að losna við hann enda var skrifað undir nýjan samning við Origi á djamminu í Mardíd 2019. Hann átti þann samning reyndar skilið eftir sitt framlag það tímabil.

Xherdan Shaqiri spilaði alveg 16% af deildarleikjum tímabilsins þrátt fyrir öll meiðslavandræðin. Sala á honum og Origi skapar svigrúm fyrir einn góðan í staðin. Einhver Michael Edwards kaup frá Evrópu sem menn fussa yfir í fyrstu en átta sig svo á í nóvember að sé eins og afkvæmi Mbappe og Haaland.

Þriðji leikmaðurinn sem var svo gott sem fullkomlega gangslaus fyrir Liverpool í vetur og gæti vel farið er svo Takumi Minamino. Þetta var ógeðslega erfitt ár til að koma inn í enska boltann og allt það en hann virðist bara ekki alveg vera í Liverpool gæðaflokki. Minamino sem spilaði með RB Salzburg gegn Liverpool var það reyndar alveg.

Mest spennandi verður þó að sjá hvaða hlutverk Harvey Elliott fær í vetur. Verður hann tekinn inn í hópinn eins og Curtis Jones eða fer hann aftur á lán, nú á hærra leveli. Hann getur spilað á miðjunni og vængjunum rétt eins og Jones. Klárlega mesta efni sem komið hefur upp hjá Liverpool síðan Raheem Sterling og jafnvel meira spennandi. Hann er klárlega vaxinn upp úr Blackburn.

Sala á tveimur til þremur af Origi – Shaq – Minamino til að kaupa leikmann sem keppir við Firmino um stöðu og færir hann jafnvel aðeins neðar gæti snarbreytt vopnabúri Liverpool og jafnvel hnikað eitthvað til leikstíl liðsins. Eins væri spennandi að fá einhvern sem pressar á bæði Salah og Mané betur en Shaqiri og Minamino gera.

Sala á lánsmönnum

Síðasta sumar var auðvitað handónýtt en Liverpool á ennþá nokkra leikmenn sem gætu alveg skilað helling í kassann. Harry Wilson er leikmaður í Úrvalsdeildar eða efri hluta Championship klassa sem félagið metur á um 15m. Marko Grujic hefur verið að spila Meistaradeildarfótbolta í vetur hjá öðru af stærstu liðum Portúgal. Hann er verðlagður á svipuðum nótum. Taiwo Awoniyi sem hefur verið á láni allsstaðar er kominn með atvinnuleyfi og gæti skilað um 5-8m í kassann. Þar fyrir utan eru strákar eins og Loris Karius, Sheyi Ojo, Ben Woodburn og Liam Millar sem gætu tikkað inn einhverju smá.

Hugmyndin var að selja megnið af þessum strákum síðasta sumar og líklega er ekki hægt að losna við alla í einu í sumar. En hvað gæti sala á Origi, Shaq, Minamino, Phillips, Wilson, Grujic og Awioniyi skilað í kassann? 50-80m? Eins skapar salan á Wijnaldum pláss á launaskrá.

Þar fyrir utan ætti Liverpool alls ekkert að vera á hausnum, nýlega var selt hlut í félaginu og komið með pening inn í reksturinn til að vinna upp tap vegna Covid og fjármagna framkvæmdir á Anfield. Meistaradeildarsæti er talið vera 50-80m virði og frá og með næsta tímabili er unnið út frá því að áhorfendur verði komnir aftur.

Ibu Konate er flott byrjun á sumarglugganum, keypt í þá stöðu sem helst þurfti að kaupa. Vonandi verður klárað kaup á 1-2 leikmönnum í viðbót áður en undirbúningstímabilið hefst en líklega verður beðið með einhver leikmannakaup þar til í ágúst til að sjá hvernig sala leikmanna gengur.

Liverpool er að endurheimta svo marga leikmenn úr meiðslum að maður gleymir aðeins hversu sterkur þessi hópur er fyrir. Klopp vill ekkert og þarf ekkert allsherjar breytingar á hópnum heldur hressa smávægilega upp á hann. Það er töluvert hægt að gera í slíku með því að losa burt þá sem ekki eru partur af byrjunarliðskjarnanum.

30 Comments

  1. Sæl öll
    Fínt að fá strax inn half-cent en meiðslatíðni Konate gerir mann ekkert of bjartsýnann. Ég vil halda öllum fjórum fremstu en nýta fjárhagsvandræði Inter og sækja Martinez til að auka breiddina fram á við. Svo þarf að undirbúa framtíðina á miðjunni og vil ég að haft verði samband við west ham og kannað með Rice. Ef þetta verður raunin er ég full viss um að LIVERPOOL tætir deildina í sig á næsta tímabili. Að lokum vil ég auglýsa þá skoðun mína að Klopp er lang…… lang besti framkvæmdastjóri og þjálfari í heiminum, það hefði enginn, já ég fullyrði enginn, annar þjálfari skilað LIVERPOOL eða sínu liði í þriðja sætið með þennan storm í fangið allt tímabilið.

    22
  2. Sæl og blessuð.

    Einfalt:

    1. losna við þá sem hafa afsannað sig í vetur þegar þörfin var mest: Origi, Shaq, Chambo, Minamino, Keita ofl. Minni spámenn á láni mega vera áfram á láni eða fara. Adrian stimplaði sig líka út s.l. vor í CL. þurfum betri kost.
    2. Kalla inn Elliiot.
    3. Eiga góða níu til að grípa til á bekknum – en með elliot og jota er hún eiginlega komin.

    Svo bara að fá inn slatta af sjúkraþjálfurum og skoða undirlagið á nýja æfingasvæðinu. Þá á þetta að vera komið.

    7
  3. Sælir félagar

    Ég hefi áður sagt að ég vil fá Grealish til Liverpool framar öllum öðrum leikmönnum. M. City er að bera víurnar í hann núna og það getur haft hrein úrslitaáhrif á niðurstöðu kopmandi leiktíðar ef hann fer til City. Grealish mun kosta um og yfir 100 kúlur og það verður bara að kosta því sem kosta þarf. Patson Daka er líka framherji sem vert væri að skoða til að fjölga valkostum í framlínunni, 28 mörk og 7 stoðsendingar í Austurríki. Mun vera fáanlegur fyrir 25 – 30 kúlur.

    Selja verður leikmenn sem naga lkassann að innan en leggja ekkert til liðsins. Með því fækkar verulega á launaskrá og peningar koma í kassann. Ef FSG ætlar ekki að bæta fyrir brot sitt frá súperdeildarbullinu og halda fast í budduna í sumar og ekki kaupa alvöru menn getum við kvatt alla meistaradrauma næsta tímabil. Konate er gott innlegg en langt frá því að duga til enda halda sumir að verið sé að kaupa enn einn meiðslapésann í vörnina.

    Það er nú þannig

    YNWA

    5
  4. Ég veit ekki með ykkur en ég er alveg á því að félagið ætti að selja Salah eða Mané til að fjármagna Kylian Mbappé. Það er mín skoðun að hann sé fullkominn markaskorari fyrir okkar leikkerfi/hóp. Hann er líka eitt mesta efni sem ég hef séð í framherja sl. 10 ár.
    Stundum þarf að gleyma moneyball og nýta þann ágóða sem félagið hefur náð með öllum þessum kaupum á B players sem verða A+.
    Síðustu leikir hafa valdið mér áhyggjum með sóknina, það er eins og það vanti eitthvað. Þessi kaup myndu gera alla skít hrædda og auka trú mína að þessi titill fyrir rúmu ári síðan var bara sá fyrsti!
    Pælið í því með Mbappé, Virgil van Dijk aftur, Konate og Tihago!!! Deildin unnin fyrirfram

    9
    • Við getum alveg gleymt því að Liverpool kaupi Mbappe eða einhvern rándýran leikmann. Vissulega keyptum við van Dijk og Alisson á metverði, en Mbappe er svo miklum mun dýrari að hann verður ekki keyptur.
      En vissulega væri það draumur að fá hann.

      Varðandi Konate, þá lítur hann út fyrir að vera spennandi, en ég sé ekki að við vinnum deildina fyrirfram með hann í liðinu, hann á algjörlega eftir að sanna sig.

      2
      • Sammála Hjalti, Mbappe mundi setja allan launastrúktur út í veður og vind og það mundi ekki bæta neitt að gera það. Það er hægt að fjármagna menn eins og Grealish án þess að setja allt upp í loft og á auðvitað að gera það. Hann er reyndur Úrvalsdeildarleikmaður og líklega besti leikmaður á Englandi í sinni stöðu. Hann mundi gera gríðarlega mikiðð fyrir liðið. Það er nú þannig

        6
  5. Það er frábært ef við náum að losa okkur við eitthvað af leikmönnum sem hafa ekki verið að standa sig eða spila lítið.
    Við verðum samt að átta okkur á því að það verða fullt af leikjum næsta vetur og meiðsli eiga eftir að koma og það þarf að vera með stóran hóp. Það geta ekki allir í 26 manna leikmannahóp verið stórkostlegir leikmenn og hafa aukaleikara eins og t.d Shaqiri er eiginlega frábær staða til að vera í.

    Vonir og væntingar fyrir sumargluggan.

    1. Bæta heildargæðinn í liðinu.
    – Veikar stöður eru vara hægri bakvörður, vara djúpur miðjumaður, vara sóknarmaður (fyrir aftan top 4) og annar miðvörður(veit að við erum búnir að kaupa einn).

    Við erum með geggjað lið þegar menn eru heilir og snýst þetta aðalega um að tryggja liðið fyrir meiðslum og leikjaálagi.

    2. Það væri líka draumur að losa sig við annað hvort Ox eða Keita og fá inn sterkari miðjumann sem gæti haldist heill.

    3. Ef við semjum við Van Dijk, Fabinho, Salah og Alisson til lengri tíma þá væri þetta mjög gott sumar.

    4. Leikmenn sem gætu komið inn og hafa sannað sig í ensku deildinni.
    Zaha – Þessi leikmaður með gæða leikmenn í kringum sig og miklu meira pláss væri flott að hafa til að opna þrjóskar varnir. Hann kostar líka ekki mjög mikið í dag og langar að fara frá Palace

    Raphinha- Kraftur og áræðni. Svo að þetta er leikmaður sem Klopp myndi fýla en hann myndi kosta eitthvað.

    Saint Maximin – Teknískur leikmaður með hraða og kraft. Shaqiri út og þessi inn myndi vera bæting.

    Bissouma – Þessi leikmaður er góður og ég spái því að hann eigi eftir að verða heimsklassa og það lið sem nælir sér í hann verður á góðum stað á miðsvæðinu.

    Ef við myndum gera lítið í sumar þá er ég ekkert stressaður fyrir næsta tímabili. Ég tel að við erum með fullt af leikmönnum sem eru að spila á sínum bestu árum eða nálagt því. Ef við gerum t.d ekki neitt annað en að fá inn þennan miðvörð og fá til baka Van Dijk, Gomez, Matip, Henderson og fá heilt tímabil úr Jota og Thiago þá verður næsta tímabil frábært hjá okkur.

    YNWA

    9
  6. Klopp og kerfið og hópurinn er mjög flott og lítið sem þarf að bæta/breyta ef allir eru heilir. En… Við lentum í vandræðum gegn rútubíla aðferðum í vetur.

    Það er ákveðin brothætta í því að við höfum engan “target man” í sóknarleiknum. Gegn 3 hafsentum lendum við oft í vandræðum því að TAA og Robbo sendingarnar hverfa á skallann á einum þeirra. Gæti ekki verið skynsamlegt að hafa einhvern gamaldags markaskorara sem getur hjálpað með að breyta leikskipulaginu til að brjóta niður rútur? Erfiðast við það er auðvitað hvað myndi það þýða fyrir hraðann og gegenpressing. En þetta tímabil var ekki bara erfitt vegna meiðsla — klárlega meira en helmingur leikja gegn okkur voru lið að spila upp á 1 stig með von um að stela 3.

    4
  7. Ég stend í þeirri meiningu að með kaupum á okkar nýjasta miðverði sé Liverpool ansi vel sett. Ef satt er að Ben Davis sé fyrir klopp dálítið “nýr” Robertson. Þá á ég við leikman sem þarf aðeins að pússa til, þá eru þau kaup gríðarlega mikilvæg til þess að færa klúbbinn upp á næsta level sem og kaup á nýja miðverðinum. Því fleirri kaup á gæðum sem kosta ekki mikið og því fleirri uppaldir leikmenn stíga upp og verða byrjunarliðsmenn ( eins Trent Alexsander og CourtisJones) . Því meiri peningur getur farið í að kaupa leikmenn með gæði eins og Diego Jota eða Thiago.

    Ég spái því að fleirri leikmenn verði keyptir en þeir verði ekki margir. Ég held að leikmenn sem verði keyptir eru ekki leikmenn eins og Haland – heldur miklu frekar gaurar sem eru líklegir til að ná hans hæðum ef þeir eru með mikið af gæðaleikmönnum í kringum sig. Þá á ég við leikmann eins og Jota – sem var kannski ekki stærsta nafnið en klárlega með gæði til að verða heimsklassa leikmaður eins og hann hefur oft sýnt í Liverpool búningnum.

    1
    • Ben Davies nýr Robertson?

      Maðurinn mun að öllum líkindum fara í sumar án þess að spila leik.

      4
      • Ben Davies á eftir að koma okkur á óvart og sína snilld sína, það er að segja ef hann er til á annað borð.

        1
  8. Takk Babú, flottur pistill að venju.

    Stemningin í þessum pistli væri auðvitað öðruvísi ef CL sæti hefði ekki náðst og glasið kannski hálf fullt fyrir minn smekk. Það ættu, og líklegast verða, fullt af breytingum á hópnum og talsvert sem þarf að laga. Er rosalega hrifinn af James Justin hjá Leicester sem getur leyst báðar bakvarðastöðurnar. Hann reyndar meiddist mjög illa en fullfrískur væri hann frábær uppá samkeppnina við Robbo og Trent. Finnst vanta meiri gæði í bakvarðastöðurnar.

    Það er alveg klárt að það þarf meira stál á miðjuna. Það er hægt að telja upp 12 miðjumenn en samt finnst manni breiddin ekki næg, stórfurðulegt. Það er bara ekki hægt að treysta á að Hendo, Ox og Keita haldist heilir. Eins og bent er á er þörf á back-up fyrir Fabinho. Það þarf að vera klárt fyrir tímabilið.

    Sóknarleikurinn var svo hræðilegur á löngum köflum á nýafstöðnutímabili að maður bókstaflega öskraði á sjónvarpið. Heilaga þrenningin auk Jota þurfa aðstoð. Af hverju er það gjörsamlega út úr korti að kaupa Mbappe eða Haaland? Bobby væri flottur sem fremsti miðjumaður og væri alvöru nía algjör draumur. Auk þess þarf einn auka kantframherja en spurning hvort Elliott verði eitthvað nýttur. 3-4 alvöru menn sem styrkja hópinn því rosalega væri gaman kannski svona einu sinni berjast um alla þá titla sem í boði eru.

    8
  9. Að öðru,en ég vona að enskir dómarar séu að horfa á þann spænska að störfum!! Einn sá besti og er ekki að dæma á litlar snertingar og með ákveðið “swag”.

    10
    • Þvílíkt múv hjá Chelsea að reka Lampard og krækja í Tuchel!!

      4
  10. Það verður spennandi að sjá hvort að við fáum einhverja fleiri leikmenn til að styrkja komandi átök. Ég vil að við reynum við alla titlana og að leikmenn eins og Elliot komi til baka. Ef vel gengur þá getað leikirnir orðið ótrúlega margir og auðvitað er vesen að afríkukeppnin setji strik í reikninginn.

    Mbappé er blautur draumur og það yrði frábært fyrir hann að fá að spila undir Klopp í tvö ár. Vonandi sér hann það fyrir sér enda er enginn þjálfari betri en okkar bestasti Jurgen Klopp.

    p.s. það er yndislegt að sjá að shittý geti ekki unnið CL. Núna þurfa þeir að kaupa stórt og vonandi mun FFP verða tekið upp aftur og þá almennilega.

    3
  11. Þetta er auðvitað aumt “múv” á þessum vettvangi en mig langar að óska wankernum Bernardo Silva til hamingju með silfrið í kvöld og klappa jafnvel fyrir honum, eins og hann gat ekki klappað fyrir og hyllt okkar menn í fyrra #jáégerlangrækinn

    15
    • Alltaf þegar ég sé hann núna þá kemur upp í huganum mynd af honum standandi þarna með óvirðingu í huga í röðinni – á allt vont skilið í boltalegum skilningi.

      10
    • Hugur minn er hjá Sterling £ sem fær líklega ekki nýjan samning og verður látinn fara í sumar.

      9
      • Afleggjari
        Það væri ágætt að lesa pistilinn. Þar stendur orðrétt.
        “Ben Davies er erfiðara að reikna út, ef hann er þá til. Þetta er 25 ára leikmaður með ágæta reynslu í Championship fótbolta. Þetta á alveg að vera Ragnar Klavan gæði eða þaðan af betra. Þó að hann spilaði varla mínútu í vetur heldur Klopp því fram að hann sjái samlíkingar í innkomu Davies og Andy Robertson og sé ekkert búinn að gefast upp á honum. Hann fær a.m.k. undirbúningstímabilið”

        Í sjálfu sér veit ég ekkert hvernig honum vegnar undir stjórn Klopp og ég er nokkuð viss um að þú hafir ekki eina einustu hugmynd um það sjálfur. Það er mjög algengt að leikmenn eru ekki látnir spila fyrstu mánuði undir hans stjórn, eins og t.d Robertson og Fabinho og ef það er víst meinið að Klopp hafi ekki gefist upp á honum og sjá þarna líkindi með honum og Robertson þá treysti ég honum miklu frekar til þess að greina það heldur en þú nokkurn tímann.

        7
      • BJ 12.3.1

        “þá treysti ég honum miklu frekar til þess að greina það heldur en þú nokkurn tímann”

        Ég þori a.m.k. að veðja að BD verði farinn áður en þú nærð tökum á íslenskri fallbeygingu.

    • Var að sjá að við erum í styrkleikaflokki 2. Hversu miklu máli það komi til með að skipta svona fyrirfram á eftir að koma í ljós, en eðli málsins vegna á það að vera betra.

      YNWA

      1
  12. Ég myndi vilja fá inn einn miðvörð í viðbót. Það hefur sýnt sig að það er ekki treystandi á Matip og Gomes. Kannski miðvörð sem getur spilað hægri bakvörð líka. Neco er ekki nógu góður í backup. Þá myndi ég vilja fá einn skapandi miðjumann. Ekki hægt að treysta á Keita og Ox. Að lokum þurfum við líka að fá alvöru níu sem getur raðað inn mörkum. Einhvern stóran og sterkan. Með þannig kaupum erum við samkeppnishæfir í öllum keppnum.

    3
    • Ég held að Joe Gomez geti vel spilað hægri bakvörð, Klopp átti það til að setja Matip inná fyrir Trent og færa þá Gomez í hægri bakvörðinn.

      4
      • Vill ekki sjá Gomez í hægri bakverði, allt allt önnur tegund af bakverði en Trent og Robertson og passar enganvegin í leikstíl Liverpool. Leysir þetta í algjörri neyð og samt ekki enda alltaf meiddur sjálfur.

        4
      • Skiptir voðalega litlu máli hvað þér finnst, ég var bara að benda á hvað Klopp hefur gert þegar þeir voru báðir heilir og Klopp vildi halda fenginni stöðu og setja inn varnarsinnaðari leikmann.

  13. Sælir félagar

    Nú er uppi orðrómur um að Liverpool sé að nálgast það að ná Patson Daka frá West Ham sem hefur sett mikið í að ná í þennan leikmann frá RC red bull Salzburg. Ég vona að það sé rétt því þetta er leikmaður sem ég hefi haft augastað á í vor. Er með frábæra tölfræði í Austuríki.

    Það er nú þannig

    YNWA

    2

Ibrahima Konate til Liverpool (Staðfest)

Gullkastið – Brexit hjá Manchester