Opin þráður – Leikmannakaup í sumar

Í dag fóru þeir orðrómar að fljóta að Liverpool hefði virkjað klásúlu hjá fyrirliða Roma honum Lorenzo Pellegrini með tilboði upp á 25,8 milljónir punda. Pellegrini spilaði 47 leiki fyrir Roma á tímabilinu og hefur bæði spilað sem sóknarsinnaður og varnarsinnaður miðjumaður og gætum við því verið sjá arftaka Gini Wijnaldum í liðinu. Það sem Pellegrini hefur fram yfir aðra miðjumenn Liverpool er að það eru mörk í honum en á liðnu tímabili skoraði hann ellefu mörk í 47 leikjum með Roma

Annars er lítið af frétta af áreiðanlegum heimildum um leikmannakaup Liverpool. Það á greinilega að reyna losa Grujic þar sem miðlarnir tala nú flestir um að hann sé tilbúinn að yfirgefa liðið fyrir fullt og allt. Leeds virðast svo vera að reyna við Harry Wilson og svo er spurning hvað er hægt að fá fyrir menn á borð við Divok Origi, Xherdan Shaqiri, Sheyi Ojo, Loris Karius og Taiwo Awoniyi.

Svo er það stóra spurningin hvað verður gert í sóknarlínunni. Salah og Mané munu líklega báðir missa út 4-6 vikur í vetur í kringum Afríkukeppnina og því líklegt að við bætum við allavega einum sem getur spilað framarlega á vellinum. Það er þó ólíklegt að við reynum við stóru takmörkin í sumar þó ég væri alveg til í einn Grealish, Sancho eða Kane þá hefur mest verið talað um Patson Daka hjá Salzburg sem hefur tekið við markaskónum þar eftir að Erling Haland fór frá félaginu. Daka er vissulega frá Zambíu en þeir komust ekki inn á Afríkumótið í ár.

Ýmislegt líklegast að gerast bakvið tjöldin en lítið að frétta, hvernig mynduð þið vilja sjá sumarið þróast?

44 Comments

  1. Ég sé fyrir mér miðvörð, einn vængmann (nema að trent sé hugsaður sem slíkur) og sóknarmaður af sterku kaliberi(ekki stórt nafn, eitthvað svipað og jota).

    4
  2. Það er líka alveg spurning hvort sóknarmaðurinn Harvey Elliott “kemur heim” og inn í framlínuna t.d. þegar Mané og Salah fara á Afríkumótið?

    7
  3. Eru ekki Gylfi og félagar að fara að losa sig við Gylfa?

    Þrálátur orðómur um að hann sé á óskalistanum hjá félaginu…

    Reyndar pínu gamall orðrómur…

    6
      • Þeir verða þá “fyrrum félagar Gylfa”. Reyndar kannski svolítið erfitt að greina þá frá Spurs og Swansea.

        4
      • Þrjú stærstu liðin í Liverpool verða þá Liverpool, Tranmere og Og félagar… í þessari röð auðvitað.

        Umræður um liðið “Gylfa og félaga” minnir mig alltaf á komment hér á Kop.is fyrir nokkrum árum þegar góður maður sagðist alls ekki vilja fá Gylfa í Liverpool, einmitt vegna þess að þá myndu íslenskir íþróttafréttamenn hætta að kalla liðið okkar réttu nafni. Í staðinn gerðist eitt það besta sem gat gerst, bitru nágrannar okkar fengu nýtt og miklu betra nafn.

        9
  4. Mikið vona ég að þetta verði sumarið sem að eigendur liðsins mæti til leiks en ekki þurfi að selja til að eiga fyrir leikmönnum.
    Patson Daka er ótrúlega spennandi leikmaður sem ég vona að sé ofarlega á óskalista Klopps.
    Og ef að við miðum við seinustu ár þá munu hlutirnir gerast fljótlega hjá okkur ef það mun eitthvað gerast yfir höfuð því að þeir leikmenn sem hafa komið til okkar hafa flestir komið snemma í gluggunum.

    2
  5. Selja origi, shaq, h.wilson, grujic, matip, ox chambo, keita nema hann lofi að spila 5 leiki í röð og hér kemur bomba, mane plús einhverja minni spámenn.

    Kaupa; j.justin, grealish, daka, b.white, m. depay free transfer, ndidi og mbappe ef það er einhver aur eftir.

    2
  6. “Ýmislegt líklegast að gerast bakvið tjöldin en lítið að frétta,” Þarna er mergur málsins. Við vitum ekki neitt. Kannski sem betur fer. Útkoma af samningaviðræðum sem eru í gangi núna gætu þessvegna ekki komið fram í sviðsljósið fyrr en í haust.

    Ég vona allavega eftir einum mjög stórum kaupum sem gæti styrkt byrjunarliðið..

    3
  7. Sælir félagar

    Grealish og Patson Daka eru minn óskalisti og með þeim held ég að liðið verði gróðarælega sterkt sóknarlega. Það á að vera búið að stoppa upp í vörnina og með Nat Phillips í bakhöndinni erum við öruggir þar. Ég held að þaðmkomi einn miðjumaður að auki og gæti orðið þessi frá Roma, Lorenzo Pellegrini en hvað veit ég sosum.

    Það er nú þannig

    YNWA

    3
  8. Þetta gerist með hvelli eftir Euro. Það verður hreinsað til og selt fyrir 50M EUR og keypt fyrir aðeins meira. En það verða engar tilbúnar stjörnur að koma í sóknina hjá okkur nema við seljum. LFC er ekki að fara að hafa 50-70M EUR mann á bekknum með 250K+ EUR launapakka.

    En liðið þarf ekkert rosalega mikið til að vera æðislegt. En ég vil sjá Trent spila á miðjunni nokkra leiki. Og ég vil kaupa gamaldags “hold up” níu til að hafa til taks til að skora þegar lið eru með 3-4 miðverði í rútunni á móti okkur. Það er ekki alltaf hægt að spila innanhússbolta alla leið inní markið.

    7
  9. Eru þessir Pellegrini orðrómar frá marktækum aðilum? Hef ekki fundið neitt

    1
  10. Ég er ad elska allar thessar fréttir af leikm?nnum sem Barcelona er ad missa frá sér á sí?ustu metrunum ??

    Karma is a bitch I guess

    6
  11. Ég væri alveg til í að sjá Liverpool reyna að fá hann Mempys frítt.
    Og fara svo á eftir Coman hjá Bayern

    1
  12. Var ekki einhversstaðar á dögunum frétt um það að Rodgers hefði áhuga fyrir Keïta?

    Gæti auðvitað verið uppspuni eins og svo margt annað í kringum gluggann en ef þetta er satt þá liggur auðvitað þráðbeint við að íhuga skiptidíl: Keïta og Tielemans. Hvað segið þið?

    Ekki þar fyrir, Tielemans myndi auðvitað meiðast við það eitt að sjá grasið á AXA og Keïta loksins springa út á Goodison, the bloody pocket battleship…

    1
  13. Sælir félagar

    Ég skil ekki þennan áhuga manna á Tielemans. Hægur og linur leikmaður sem ekkert er varið í fram yfir þá sem við erum þegar með. Keita er miklu betri þegar hann vill það við hafa. Það þarf bara að taka til í hausnum á honum.

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
    • Liverpool er búið að hafa þrjú ár til að „taka til í hausnum” á Keïta og það hefur engum tekist það ennþá. Ekki nokkrum einasta manni. Og ef Klopp getur það ekki, þá er það ekki hægt.

      Í mínum augum er þessi leikmaður sokkið fé og alveg jafngott að selja hann, ef einhver vill taka hann. Mín tilgáta er sú að hann hafi ekki nægan andlegan styrk til að spila í úrvalsdeildinni. Sé hræddur við að meiðast.

      Annar leikmaður sem mun að mínum dómi aldrei ná að blómstra í ensku úrvalsdeildinni er Minamino. Allt of léttur og fer aldrei í líkamlega snertingu, hleypur bara endalaust. Mín vegna má selja hann líka.

      15
  14. ** Þráðarrán (með fyrirfram afsökunarbeiðni).

    Svarið við við stöðugu VAR klúðri er “go from thick brains to thicker lines”.

    myndin: https://e0.365dm.com/21/04/1600×900/skysports-offside-var-wolves_5336532.jpg?20210409211328
    fréttin öll: https://www.skysports.com/football/news/11661/12329735/premier-league-var-to-use-thicker-lines-for-offside-calls-next-season?fbclid=IwAR2ueeECQ0cs_cpA5LgHmZiiyQh-u5atn-db5b_psmizZIOTYEURryZxLsQ

    Svo vandamálið allan tímann “var” að VAR “var” aldrei samsíða völlunum? Eru menn að nota aðrar mælieingar þarna?

    1
    • Búinn að bíða eftir þessu að breytingar yrðu gerðar á rangstöðu línuni búið að vera gjörsamlega glórulaust hvernig þetta var notað.
      Geggjuð mörk eyðilögð útaf ömurlegri reglu þar sem VAR er notað eins og smásjá.
      þetta var aldrei fundið upp til þess þetta á að vera notað fyrir clear and obvious error frá dómurum aldrei til að teikna línur uppá millimetra.

      Eftir þessar breytingar munu sóknarmenn njóta meira vafans VONA ég !

      1
  15. Við þurfum einhvern miðjumann sem skilar mörkum, það er bara staðreynd. Berið saman mörk frá miðjumönnum city og svo LFC síðasta tímabil. Það verður að hafa smá ógnun fyrir utan teig, ekki alltaf að spila inn að markteig. Hvað eru mörg mörk frá okkar miðjumönnum á nýliðnu tímabili ? kannski 6-8.
    Tielemans er ekkert svar við því og ég held að allir þeir leikmenn sem hafa verið nefndir séu ekkert að koma, en svo kemur bara BANG ! einhver sem engin veit um, svona eins og Fabinho ! Klopp og hans félagar eru alveg með þetta, við þurfum engan mbappe, haland eða sancho. Liverpool er ekki byggt upp á einni stjörnu, heldur 11 leikmönnum og sterkri liðsheild, skoðið þið bara liðið sem vann meistaradeildina árið 2005 !

    15
  16. ok, ætlaði að deila áhugaverðara efni (með linkum).

    Fæ meldingar um endurtekið efni, en ekkert efni fór samt inn …

    • Linkarnir gerðu það að verkum að athugasemdirnar frá þér lentu í spam veitunni. Er búinn að samþykkja, svo þetta sést núna.

      1
  17. Þessi 11% sala hjá John Henry í FSG átti að rétta þetta
    Covid tap af hjá Lpool og gefa okkur “venjulegt” sumar, ólíkt hjá mörgum öðrum liðum. Það er líka akkúrat sem við erum að fá. Höndum haldið að sér og ekki mikið að gerast í sölum né kaupum.

    Það er nóg af bitum þarna úti sem við gætum pikkað upp og styrkt okkur verulega án þess að klúbburinn verði fyrir hnjaski. Smá innanhúshreinsun sem myndi borga hluta af eyðslunni og rýma fyrir launum lika. Origi, The Ox, Grujic, Wilson, Shaqiri fórnarkostnaðurinn í fljótu bragði.

    Konaté er kominn sem ætti að styrkja vörnina (ef hann helst heill sem er stórt “ef” hjá mér). Bætum við Pellegrini (Roma) á £25n klásúlu sem myndi taka eyðsluna upp í £60m; eða það sem við myndum fá fyrir sölur. Ég hef alltaf hrifist af Gravenberch (Ajax) en það yrði frábært að næla í hann á einhverjum tímapunkti ef hægt væri.

    Semsagt:

    * hreinsun í hópnum (laun + aur í kassann)
    * fá inn Konaté, Pellegrini, sóknarmann
    * Opna fyrir tækifæri handa unglingum
    * Finna pláss fyrir Harvey Elliott og Minamino

    Þessi eyðsla myndi ráðast á hversu dýr sóknarmaðurinn yrði.

    4
  18. Mikið hrikalega var vont að horfa á þetta atvik í leiknum í Kaupmannahöfn! Ég hélt hreinlega að Christian Eriksen væri dáinn.

    Vonandi er hann á góðum batavegi.

    12
  19. Hefur einhver hugmynd um Nauhas virðist vera með Þýsku langskotin kanski eitthvað sem okkur hefur vantað ?

    YNWA

    1
  20. Sæl og blessuð

    Það segir nú sitthvað um meiðslavandræðin í vetur að enginn Liverpool leikmaður var í enska landsliðinu sem marði sigur á Króötum.

    Af öðrum liðum þá eru það: Thiago með Spáni, Jota með Portúgal, Robbo með Skotlandi, Shaquiri með Sviss (?) Gini sem spilar með Hollendingum er farinn.

    Enginn með Belgíu (nema Origi?), Frakklandi, Þýskalandi, A-tjaldslöndunum gömlu né Norðurlöndum. Er Kabak annars í landsliði Tyrklands?

    Svo erum við auðvitað með Afríkumenn (Salah, Mané, Keita og Matip (?)) og Brassar (Fabinho, Firmnino, Alisson)

    En líklega er sögulega stór hluti af þessum leikmönnum sem voru að spila fyrir okkur í vetur komast ekki í landslið!

    • Nja… eru þetta nema tveir leikmenn sem ekki voru valdir í Euro 2020 landsliðin vegna meiðsla? Joe Gomez og Van Dijk?

      Af þeim leikmönnum okkar sem áttu sjens á enska landsliðinu er það eiginlega bara Joe Gomez sem var ekki hægt að velja vegna langvarandi meiðsla.

      Bæði Trent og Henderson voru valdir í 26 manna hóp Englands. En svo meiddist Trent auðvitað í vináttuleik um daginn og Henderson hvíldi í fyrsta Euro keppnisleik enda „soldið meiddur”. Milner er löngu hættur og Curtis hefur aldrei spilað fyrir A-liðið, hann er ennþá í ungmennalandsliðinu . Ég tel Ox ekki með, hann er löngu löngu dottinn út úr landsliðinu vegna aldurs og allskonar.

      Hinn maðurinn sem missir af Euro 2020 vegna meiðsla er svo Virgil. Allir aðrir í aðalhóp Liverpool í vetur eru annaðhvort landsliðsmenn eða hættir að gefa kost á sér. En eru auðvitað alls ekki allir frá Evrópulöndum…

      Eini Liverpool maðurinn sem fékk ekki að fara með sínu landsliði á Euro 2020 þrátt fyrir að vera heill, er Divock Origi.

      Svo þetta eru nú frekar lítil afföll, myndi ég segja.

      3
      • “Ég tel Ox ekki með, hann er löngu löngu dottinn út úr landsliðinu vegna aldurs og allskonar”

        Allskonar gætu verið meiðsli og lítill spilatími en maðurinn er 27 ára.

        3
      • Það er auðvitað rétt hjá Birgi að Ox er ekkert gamall, þannig séð. En hann er bara svo mikið laskaður og búinn að vera það svo lengi að ég fæ ekki séð að hann komist aftur upp á landsliðslevel. Kannski er rangt hjá mér að afskrifa hann en engu að síður er hann bara svipur hjá sjón í dag – ekkert nálægt sínu besta og ný meiðsli alltaf handan við hornið.

        2
      • Hendo var leikmaður ársins í PL í fyrra og Trent bestur í sínum flokki (sló hann ekki heimsmet varnarmanna í fyrirgjöfum?!). Sú staðreynd að hvorugur þeirra er með núna segir allt sem segja þarf um ástand leikmanna okkar félags.

        Ef allt hefði verið með felldu væru þessir Liverpool leikmenn í lykilhlutverkum á EM:

        Virgil
        Henderson, Trent, Gomez

        Og svo auðvitað halda langvinn meiðsli Chambo honum utan liðs. Hvað kom fyrir hausinn á Origi er svo efni í annan pistil.

        Þannig að, við erum með tvo-þrjá lykilleikmenn í landsliðum á EM í stað sex-sjö. Það munar nú um minna.

  21. Ég held að það sé best fyrir LFC að sem flestir leikmenn okkar fái frí frá EM. Það veitir ekki af því að hlaða aðeins batteríin, það er allt of mikið leikjaálag á þessa leikmenn nú þegar.

    7
  22. Ég vona að við sjáum nýtt leikkerfi í notkun á næsta tímabili og að Klopp muni reyna 3-4-3 kerfið sem myndi hjálpa Trent og Robbo í sóknarleiknum og þar af leiðandi spila með 2 miðjumenn auk þeirra félaga í bakvörðunum og þurfa þá ekki að kaupa miðjumann til að leysa Wijnaldum af.

    ——————-Allison—————
    -Gomez—-Van Dijk—Konate-
    Trent–Thiago–Fabinho–Robbo
    —–Salah——Jota——–Mane—–

    Ég held að þetta kerfi gæti hentað liðinu gríðarlega vel.
    Við erum með hraða menn í vörninni og mjög sókndjarfa bakverði.

    4
  23. Lúðvík sverris
    Þeir eru allir meiddir sem þú taldir upp, henderson er enn þarna og vonast er til að hann spili eitthvað og trent meiddist, þarf ekki að hugsa um dijk og gomes. Þetta vita allir sem fylgjast með fótbolta.
    En annar vona ég að 2-3verulega sterkir leikmenn komi plús 2 óslípaðir sem enginn vissi um en klopp gerir annann þeirra að lewandowski og hinn einhver annar. Semsagt 4 til 5 í viðbót.

    1
    • Ég held að þessi óslípaði sé kominn í Fatawu Issahaku. Hann verður lánaður til Sporting í vetur ef ég skil þetta rétt. Virkilega spennandi leikmaður þótt ungur sé að árum. Stjarna U-20 Afríkumótsins sem haldið var í vetur og kosinn besti leikmaður þess. Mæli með að jútjúba hann. Held að þetta sé staðfest án þess að ég sé alveg viss. Kaup fyrir 1-2 m punda.

      1-2 í viðbót sem eru strax tilbúnir í slaginn og þá er þetta fínn gluggi.

      1
  24. Er hægt að gefa liði leikmenn sem verða að spila fyrir þá? Var að spá í að ef við keyptum Morata og gæfum til City þá væru það örugglega 10 stig sem þeir myndu missa af. Hann er Inspector Clouseau fótboltans.

    2
    • Morata er einstaklega slappur framherji og kostaði Chelsea fjölda stiga þegar hann var á mála hjá þeim. Í markinu var svo annar sem kostaði fúlgur fjár og hjálpaði til hinum megin á vellinum! Magnað að Spánverjar skuli ekki hafa öðru að flagga en honum!

Gullkastið – Brexit hjá Manchester

Sumarfrí og Stórmót