Liðið gegn Everton

Rafa Benítez stillir upp sterkari liði en ég átti von á gegn Everton í FA bikarnum. Það sem athygli mína vekur er það að Cavalieri sem hefur byrjað alla bikarleiki til þessa á tímabilinu situr á bekknum og einnig er eftirtektarvert að Babel byrjar og Keane er ekki í hóp.

Reina

Arbeloa – Carragher – Skrtel – Dossena

Mascherano – Alonso
Kuyt – Gerrard – Babel
Torres

Bekkur: Cavalieri, Hyypia, Riera, Aurelio, Benayoun, Lucas, Ngog.

Svo er bara að sjá hvað setur, spila menn eins og pylsur eða fáum við skemmtilegan og hraðan leik. Ég hallast að því að þetta verði fjörugur leikur og vona að Torres komist í gang.

17 Comments

  1. Andskoti var ég nálægt því að gíska á rétt byrjunarlið!

    Áfram LFC!

  2. skrítið að keane sé ekki einusinni i hop

    en djöfull lætur pienaar sig detta-vá!

  3. Ein spurning, þegar hornið var tekið fór Cahill út af vellinum við hliðiná markinu, á hann ekki að fá gult spjald fyrir það án leyfis frá dómara? Í stað kemur hann inná og enginn er að dekka hann og hann skorar.

  4. Allar vonir um skemmtilegan leik eru gersamlega horfnar. Þvílík hörmung. Áhugaleysið er algjört og getan engin. Það er bara staðreynd að liðið er miðlungi gott, ekki síst þegar stjórinn hugsar meira um pólitík á skrifstofunni. Og rót vandans er að eigendurnir vita ekkert um fótbolta og eru á góðri leið með að eyðileggja fornfrægan klúbb. Þvílík hörmung í dag. Öll lið myndu vinna Liverpool í dag. Nóg að fá horn, mark. Hvar er spilamennska. Hvar er leikgleðin? Hvar er heimavöllurinn? Ég er orðinn þunglyndur að halda með þessu liði.

  5. Af hverju er í andskotanum stillir Benitez ekki upp sterkasta liðinu.

    Segi það enn og aftur, það eina sem Liverpool þarf að gera á móti Everton er að passa sig í föstum leikatriðum, því Everton skorar bara í föstum leikatriðum.

    Algjörlega óásættanlegur fyrri hálfleikur.

  6. hvernig í helvítinu getur Benitez rökstutt þetta val á hægri kantmanni??? Baines er búin að líta út fyrir að vera heimsklassa vinstri bakvörður í báðum þessum leikjum!! ætlar Benitez ekkert að læra af mistökum eða… hann allavena er meira í þvi að skrá í bókina heldur en að horfa á leikinn!!! helvítis heitast helvíti…. þetta er orðið hálf vandræðalegt!!!

  7. Sælir félagar
    Hvernig stendur á að sóknarleikur liðsins er svona einhæfur og hugmyndasnauður. Við erum með boltann 60 – 70% en ekkert kemur út úr því. Ekki eitt einasta marktækifæri. Þetta hlýtur að batna og nú reynir á RB að koma með Sóknarhugmyndir!!!!
    Það er nú þannig.

  8. tja gaman að sjá hvernig menn eru tjá sig um leikinn tók þá ákvörðun að hætta horfa á liverpool í smá tíma. nenni ekki láta þetta pirra mig lengur. vonandi rættist úr þessu við vorum að klára leikinna í lokin á byrjun tímabilsins þó það sé allveg búið um þessar mundir en aldrei að segja aldrei.

  9. Lol please ekki koma þeim umræðum í gang.. 95 % hafa sama álit á honum og við ættum að hafa vit á að þegja um það sem allir vita.

  10. Heyr heyr, tekur því ekki að eyða orðum í Kxxx. Hann dæmir sig sjálfur af hverjum einasta leik.
    Gerrard maður leiksins eins og alltaf.
    Áfram LIVERPOOL.

Everton í bikarnum á morgun.

Liverpool 1 – Everton 1