Gullkastið – Nýtt tímabil

Maggi og Steini skelltu sér í heimsreisu austur fyrir fjall og var nýtt tímabil í enska boltanum formlega hafið á Selfossi að þessu sinni, bullandi sumar, nokkrar Egils Gullstundir og almenn gleði. Það má fara klára þetta landsliðamót og fara hefja alvöru fótbolta á ný.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 338

11 Comments

  1. Takk fyrir hlaðvarpið drengir mínir. Mbappe eða pappakassinn eða hvað hann heitir kemur. Ég held að Kloop sé sá eini sem getur skrúfað kollinn hans rétt á. Hlakka til næsta hlaðvarps.

    4
  2. Góður þáttur að vanda.

    Tal hraðinn í Magga er samt að valda vandræðum. Það er nánast ógjörningur að hlusta á hlaðvarpið á meira en venjulegum hraða þegar hann kemst á flug!

    3
    • “Það er nánast ógjörningur að hlusta á hlaðvarpið á meira en venjulegum hraða

      Haha já ok! Þetta er nýstárleg tegund af gagnrýni sem ég held að sé lítið hægt að gera við 🙂

      6
      • Nkl. Ég mæli með því að hlusta á þáttinn á hálfum hraða, þannig endist hann lengur.

        5
  3. Það vantar alveg að tilgreina Rúnar Rúmbu sem viðmælanda 🙂
    Annars mjög gaman að fá loksins podcast aftur.

    2
  4. Rosalega er rólegt hjá okkur liði og æfingartímabilið að fara að byrja, reyndar er rólegt hjá flestum liðum eins og er.
    En pælið í einu, Barcelone eru í svo vondum málum að þeir skulda svo mikið í laun að þeir fá ekki að skrá Aguero, Depay og Garcia í liðið eins og er útaf skuldum og samt eru þeir ekki að borga Messi laun lengur.
    Það væri rosalega flott ef að við gætum nýtt okkur þetta og gert tilboð í leikmenn eins og Pedri, De Jong, Coutinho, Dembele eða Griezmann.
    Allir þessir leikmenn trúlega fáanlegir á mikið lækkuðu verði.

    2
    • Coutinho og Griezmann eru líklega á samningum sem Liverpool myndi ekki snerta með priki. Dembele mögulega líka.
      Hinir tveir hinsvegar…

  5. Og annað, það er klárt að Konate er að stefna að því að koma til liðsins í hörkuformi, hann er núna og hefur verið seinustu vikurnar í þjálfun hjá PGC Fit í París.
    Þeir eru duglegir að henda því á insta bæði hjá Pgc og hjá honum sjálfum.

    1

Spáuppgjör 2020-2021

Hópurinn sem mætir til æfinga á mánudaginn