Æfingaleikur gegn Athletic á Anfield

Þá er komið að síðustu tveim æfingaleikjunum áður en fjörið byrjar um næstu helgi. Einn í dag gegn Athletic Club og annar á morgun gegn Osasuna. Talað um að Hendo og Thiago geti byrjað leikinn á morgun, en það verður væntanlega meira B-lið í þeim leik.

Liðið sem spilar á eftir er stillt upp svona:

Alisson

Trent – Matip – Virgil – Robbo

Elliott – Milner – Keita

Salah – Jota – Mané

Bekkur: Karius, Pitaluga, Rhys, Koumetio, Woodburn, Owen Beck, Jake Cain, Tyler Morton, Conor Bradley, Kaide Gordon.

Það verður áhugavert að sjá hvort þetta sé í raun liðið sem muni byrja um næstu helgi, kæmi reyndar lítið á óvart að sjá t.d. Fab eða Hendo koma inn. Kemur í ljós. Bekkurinn mjög ungur, enda á að spila B-leikmönnum á morgun svo þeir spila ekki í dag.

Við uppfærum svo færsluna með úrslitum síðar í dag.

10 Comments

  1. Má ég segja þetta..DJUFULL er hrikalega gaman að sjá og heyra aftur í áhorfendum á Anfield.. FOKK COVID!

    3
  2. Gæsahúðin þegar mannfjöldinn á Anfield söng You Never Walk Alone! OMG!

    5
      • Já allavega ekkert slitið..möguleg tognun ? vonandi hristir hann þetta af sér sem allra fyrst. Þurfum á honum að halda.

        2
    • Já hann fór meiddur af velli..gat labbað samt sem leit þá betur út en þetta gerði fyrst.

      2
      • Skulum bara leggjast á bæn núna að tímabilið sé ekki að byrja á alvarlegum meiðslum það væri náttúrulega bara nett hjartaáfall.

        Ps af hverju þarf ég í hvert einasta skipti sem ég kommenta að skrifa notendanafn og mailið mitt aftur ? Var aldrei svona veit þetta einhver ?

        2
      • Já strax 2 byrjunarliðsmenn frá vegna meiðsla..þaes Thiago og núna Robertson vona að þetta sé ekki alvarlegt en ef þetta er tognun þá hljóta það að vera eh vikur frá.

        1

Gullkastið – Læti á leikmannamarkaðnum

Hvað er í gangi hjá Barcelona?