Liðið gegn Wigan

Þá er liðið komið á hreint og vonbrigði fyrir mér að Lucas og Mascherano byrji báðir á miðjunni, fyrir mér hefur það ekki verið að virka hingað til en við sjáum bara hvað setur. Liðið er eftirfarandi.

Reina

Arbeloa- Skrtel – Carragher – Aurelio

Lucas – Mascherano
Benayoun – Gerrard – Babel
Torres

Bekkur: Cavalieri – Dossena – Agger – Keane – Alonso – Riera – Kuyt.

Ég verð að viðurkenna að ég bjóst við sterkara liði, bjóst við Alonso og Kuyt pottþéttum í byrjunarliðinu en ljóst er að Rafa er að hvíla ákveðna leikmenn, en þetta byrjunarlið ætti samt alveg að geta unnið Wigan. Sjáum hvað setur góðir hálsar, góða skemmtun.

35 Comments

  1. tja ágætis lið svos sem en við vitum greinilega hvernig liðið verður skipað í næsta leik á móti chelsea. Spurning hvort að þessir jólasveinar í kringum Goðin 2 spila í kvöld. ef það er einhver grimmd í þeim þá hef ég ekki áhyggjur af þessum leik, en hversu oft höfum við séð Babel kikkna undir álagi og Benayoun klappa boltanum of mikið :S. jæja eina sem ég hef að segja KOMA SVO you can do it. Sigur og ekkert annað en sigur er ásættanlegt í kvöld.

  2. það bjuggust örugglega flestir við Kuyt í byrjunarliðinu… enda “lykilmaður” í þessu liði!! En Benitez er kannski farin að sjá loksins hvað maðurinn er hrikalega slappur sóknarlega.. þótt fyrr hefði verið kannski! En Alonso á klárlega að vera þarna inná! en annars bara áfram Liverpool..

  3. Lucas og Mascherano á miðjunni, Babel og Benayoun á köntunum????? Er Rafa að kasta handklæðinu og farinn að einbeita sér að CL? Ég efast um að við eigum eftir að skapa okkur nokkuð einasta færi í fyrri hálfleik.

  4. Drengir…..ég bý erlendis, vitið þið um stað á netinu sem hægt er að horfa á leikinn?

    Hef notað Myp2p hingað til en núna er allt í uppnámi þar…

    Any1?

  5. Ætli þetta sé ekki munurinn á manutd og Liverpool, lucas Leiva í byrjunarliði.

  6. kannski taka þetta komment mitt út ef það er óviðeigandi, sem að það er kannski?hhmmm….

    já schnilld. vel gert mascherano og frábær afgreiðsla hjá Yossi.

  7. Þetta gat hann !!!! án þess að góna á markið. Ja hérna. Flott.

  8. Vel gert hjá Bennajún, ótrúleg afgreiðsla úr þröngu færi.
    Babel allur að koma til líka.
    Tökum þetta 0-3.

  9. Nú er bara að detta ekki í skotgrafirnar eins og við höfum verið að gera í undanförnum leikjum (sérstaklega fyrri leikur vs. everton), þá á þetta að reddast og við vinnum 3 eða 4 núll

  10. Svo vil ég að sjálfsögðu nota tækifærið og óska Hr Liverpool til hamingju með daginn.
    Til hamingju elsku Carra og megirðu setja eitt í mark andstæðinganna í tilefni dagsins : )

  11. Vantar eistun á Benitez, allir alvöru stjórar hefðu tekið Lucas út af í staðinn fyrir keane, eina sem gæti bjargað honum er ef Gerrard er meiddur

  12. Jæja, þá held ég að þetta sé að fjara frá okkur drengir. Djöfulsins aumingjaskapur er þetta!!!!!!!!!!!!!!!!

  13. Jæja Janúar 2009 klárlega SVARTI JANÚAR. hörmung að vera vitni að þessu, eftir leiki kvöldsins erum við í 3 sætið 1 stigi frá 4 sæti. Framhaldið humm ef einhver er bjartsýn þá má hann glaður segja mér leyndarmálið því toppliðin hlægja núna án þess að þurfa hláturgas að liverpool :S

  14. drasl. algjört drasl. tímabilið búið. kannski smá spenna í bikarnum. en getuleysið er algjört. sorry.

  15. Þetta er með ólíkindum, hvernig er hægt að taka Gerrard út af um leið og Wigan jafnar??? jú til að tryggja það að það væri engin kandídat í okkar liði til þess að tryggja sigurinn, þetta er útúr kortinu….. Keane átti ekki að fá mínútu, það átti að halda bara eitt núll eins og í deildarleiknum á móti Everton….

    Svo er það Ryan Babel hann er náttúrulega bara sér kapítuli hann er svo arfaslakur og áhugalaus að hann ætti að skammast sín, næ því ekki af hverju

  16. Vá, leiðinlegur bolti sem er ekki einu sinni árangursríkur. Why bother? spyr ég mig á svona kvöldum

  17. Þetta fær maður þegar Lucas Leiva byrjar inná, sorry hann er bara ekki maður í þetta, 3ja sætið staðreynd.

Wigan á morgun

Wigan 1 – Liverpool 1