Í kvöld var dregið í 3.umferð ensku deildarbikarkeppninnar sem teljast víst 32ja liða úrslit.
Að venju fékk LFC alvöru viðfangsefni í bikarkeppninni (enginn biturleiki) og fær útileik gegn Úrvalsdeildarliði.
Okkar menn fara til Norwich og leika við lærisveina Daniel Farke. Leikurinn mun fara fram 21. eða 22.september.
Á morgun verður dregið í Meistaradeildinni, við munum fylgjast með þeim drætti hér á síðunni. Þetta er allt að fara í gang.
Sæl og blessuð.
Fínt að fá Norwich þeir reyna að spila fótbolta. Væri verra að fá eitthvað trukkalið á illa leiknu kartöflubeði.
Spennandi að sjá hvernig riðlar munu svo líta út í cl.
Hef ágæta tilfinningu fyrir þessu tímabili.
Erum við ekki sammála um að CL drátturinn hefjist kl. 1600 ísl tíma?
Jú er það ekki 17:00 úti?
Þannig að það verður dregið svona 23:30