Jæja, liðið er komið. Það lítur svona út. Kristján Atli hafði 100% rétt fyrir sér.
Arbeloa – Skrtel – Carragher – Aurelio
Mascherano – Alonso
Kuyt – Gerrard – Riera
Torres
Bekkur: Cavalieri, Dossena, Agger, Ngog, Benayoun, Babel, Lucas.
Semsagt, Keane er ekki með. Ég spái því þá að sögusagnirnar séu réttar og að hann fari frá liðinu á morgun.
Mér líst sæmilega á þetta. Ég hefði viljað hafa Agger í staðinn fyrir Skrtel í vörninni, en ég er mjög sáttur við að fá Alonso aftur. Einnig hefði ég viljað hafa Benayoun í staðinn fyrir Kuyt, en himinn og jörð munu sennilega farast ef Hollendingnum er haldið fyrir utan liðið tvo leiki í röð.
Ef að Keane á ekki að fá að spila þá má svo sem færa fyrir því rök að þetta sé okkar sterkasta lið. Við getum ekkert kvartað yfir meiðslum.
Varðandi Chelsea liðið þá lítur það svona út.
Bosingwa – Alex – Terry – A.Cole
Ballack – Mikel – Lampard
Kalou – Anelka – Malouda
Bekkur: Hilario, Ivanovic, Drogba, Ferreira, Deco, Mancienne, Stoch
Við eigum klárlega að geta unnið þetta lið. Nokkrir hlutir sem ég er sáttur við. Fyrst þá er Carvalho ekki með. Einnig þá er framlínan þeirra ekki neitt svakalega sterk. Þeir menn sem að flestir Liverpool aðdáendur þola ekki, Cole og Drogba eru ekki inná, sem gleður mig. Kalou, Anelka og Malouda ætti fyrirfram séð ekki að vera alltof sterk lína.
Við erum á heimavelli og Manchester United unnu þetta Chelsea lið 3-0 á sínum heimavelli. Ef við vinnum Chelsea ekki í dag þá erum við ansi nálægt því að detta endanlega útúr titilbaráttunni og þá geta menn ekki kennt neinum öðrum en sjálfum sér um þetta.
Þessi leikur fer algerlega eftir því hvort að Torres nái sér á strik. Hann hefur ekki skorað í heila eilífð. Það væri ágætt að við fengjum að sjá þann Fernando Torres sem við kynntumst í fyrra á Anfield í dag. Ef að hann vaknar til lífsins, þá mega liðin í Úrvalsdeildinni fara að vara sig.
Sammála þér Einar Örn í flestu, þó veit maður ekki hvernig Agger er að koma út úr þessum meiðslum sínum og ef við erum að fara að fá Drogba á okkur styð ég Skrtel á þessum stað.
Ég held svo að Dirk Kuyt karlinn geti hjálpað okkur talsvert í leik gegn Chelsea sem eru feykilega sterkir líkamlega!
En ég heimta, heimta að sjá þann Javier sem við sáum í fyrra, hann gæti gert gæfumuninn í þessum slag.
Sigur takk!!!
Sælir, er staddur út á landi og engin Stöð 2 Sport2 nálægt. Þannig er einhver með link á leikinn? http://www.myp2p.eu er ekki að virka.
Dossena er tvisvar á bekknum hjá þér.
Annars sáttur með byrjunarliðið, sennilega það pottþéttasta sem hægt var að stilla upp.
Veit ekki hvað skal segja, við gætum svo sem alveg tekið upp á því að vinna Chelsea í dag á heimavelli eins og við tókum upp á því að gera jafntefli heima við hvert miðlungsliðið á fætur öðru. Þetta verður hörkuleikur tveggja sterkra liða og allt annað en sigur þýðir því miður eftir klúður undanfarið að man utd er komið með vænlegt forskot á okkur. Síðan verð ég að segja að mér finnst grátlegt loksins þegar liðið á í baráttu um tittilinn að innri barátta um völd skuli vera að trufla liðið. Það er eitthvað að bakvið tjöldin eins og Keane dæmið, samningsmál Benitez og Agger sýna. Ef Keane fer og enginn kemur í hans stað þá klárlega veikir það liðið og er forheimska í þessari baráttu. Ef aldrei átti að gefa Keane séns hefði verið hægt að brúka 20 millur í eins og td einn hægri kantara.
Alli, kíktu þangað
http://kop-tv.com/go/stream-links-chelsea-h-2/
og líka séns þarna
http://www.justin.tv/
Einar Örn sagði:
Takk. Ég er sáttur við daginn, úrslit leiksins skipta engu máli. Þetta gerði það fyrir mig. 🙂
Dossena er tvisvar á bekknum hjá LFC.tv. 🙂
Búinn að breyta þessu.
Sælir félagar
Ekkert nýtt, sama uppstilling (skipulag) og nánast alltaf, RB alltaf jafn hugmyndaríkur. Vona að lestur hans á andstæðingunum haldi og skipulag hans sé rétt. Á von bragðdaufum passifum leik sem vinnst með einu marki. Hvoru meginn veit ég ekki.
Það er nú þannig.
YNWA
Ég spái 1:1 jafntefli … er skíthræddur út af Keane-málinu en vonandi koma góðar fréttir í kjölfarið. Gengi Liverpool hefur verið svolítið samhliða gengi mínu í hópnum sem ég er í í Leikurinn.net … og nú hefur einn tekið dágóða forystu eftir að ég leiddi í nær allan vetur. En ég er Hollywood fíkill og trúi á að eftir erfitt mitt tímabil komi uppgangurinn aftur og in the end verði titillinn okkar og ég vinn leikinn. Það hins vegar byggist á stórum hluta á því að ég spái rangt fyrir leikinn, því sannarlega þurfum við að sigra – ekkert annað.
Áfram Liverpool – ávallt!
http://www.iraqgoals.com/en/ch1.html hérna er leikurinn!!
Ókeypis. Verðum að nýta þetta.
Er það bara ég eða liggja öll lið í vörn á móti Liverpool? Sætta sig bara fyrirfram við 1 stig á móti Liverpool, mér finnst þetta ekkert síður á móti stærri liðum en minni.
aldrei öskrað eins hátt heima hjá mér áður. vakti hundinn og barnið í einu. öss.
Atli, vertu úti.
TORRES!!!!!!!!!!
Á hvaða lyfjum er Bosingwa ?!
RISINN ER VAKNAÐUR!!!!!!TORRES
Á hvaða lyfjum er dómarinn? Eða aðstoðardómarinn. Það ætti að dæma þennan mann niður í 4. deild.
En algjört aukatriði frábær sigur á einu leiðinlegasta liði deildarinnar. Torres er snillingur!
Bosingwa átti að fá Rautt.
En hvað með það TORRES er maðurinn hell yea
Told ya 2-0 Torres bæði og ég brosi alla vikuna