Liverpool lenti í bölvuðu veseni með kála leik helgarinnar gegn Brentford þrátt fyrir að skora þrjú mörk og fá færi til að skora a.m.k. þjrú í viðbót. Það kostaði á endanum, auðvitað. Porto næst á dagskrá og svo risaleikurinn gegn Man City yfrirvofandi um helgina.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Endilega kíkið á Honkítonk BBQ á Snorrabraut og gefið upp Kop.is til að fá 10% afslátt af pöntun.
MP3: Þáttur 349
Ólíkt hvernig menn sjá frammistöðu leikmanna.
Garth Crooks hjá BBC velur Henderson í lið vikunnar
https://m.fotbolti.net/news/27-09-2021/lid-vikunnar-i-enska-saka-og-salah-i-lidinu
Já, ólíkt Garth Crooks, þá horfum við á leikina og metum frammistöðuna útfrá því 🙂
Hann blessaður skoðar bara skoruð mörk og stoðsendingar þegar hann velur lið vikunnar, spáir lítið í frammistöðu á vellinum. Nánast undantekningalaust fara varnarmenn í lið vikunnar hjá honum ef þeir skora mark, þótt þeir hafi svo skitið upp á hvirfil þegar kemur að varnarvinnu.
Mér þótti Hendó ekki eins slakur og ykkur hlaðvarpsmönnum, en hann var heldur ekki góður og að velja hann í lið vikunnar er brandari.
Sælir félagar
Hendo var í liðið vikunnar hjá BBC en val þeirra á leikmönnum virðist anzi oft stýrast af öðru en frammistöðu í leikjum. Ég er sammála Einari og <ssteini; tvö töpuð stig og mér fannst varnarmenn okkar beinlínis skelkaðir í leiknum. Það var sárt. Aðskora 3 mörk á úrivelli á að duga til sigurs ef vörnin stendur sig. það gerði hún ekki.
Það er nú þannig
YNWA
Takk fyrir þetta. Leiðist þó þessi, hálf heimtufrekja, umræða um töpuð stig. Lið tapa ekki stigum ef þau vinna eitt stig. Lið okkar á ekki, frekar en önnur lið, stigin þrjú sem eru í boði í upphafi leiks. Þú tapar ekki því sem þú átt ekki. Miklu eðlilegra er að ræða um að missa af tveimur stigum eða eitthvað álíka.
Góðar stundir.
Orðhengilsháttur
Ég hafði gaman af þessu hjá þér sigkarl og aldrei áður pælt í þessu en auðvitað tapar maður af eða mistekst að fá 2 stig því fyrir leik þà à madur auðvitad ekki 3 stigin heldur á eftir að vinna sér þau inj..
Annars svekkjandi að komast tvisvar yfir í leiknum og missa hann svo í jafntefli og með alla okkar bestu varnarmenn, markmann plús fabinho fyrir framan. Svona lið á varla að geta fengið á sig mark hvað þá þrjú. Vonum að vörnin detti strax aftur í lag eins og hún byrjaði mótið og fékk á sig 1 mark í fyrstu 5 leikjum deildarinnar.