Liðið gegn Porto – enginn Trent

Þá hefur Jurgen Klopp opinberað byrjunarlið Liverpool sem heimsækir Porto, enn einu sinni, í Meistaradeildinni.

Alisson

Milner – Matip – Van Dijk – Robertson

Henderson – Fabinho – Jones

Salah – Jota – Mane

Bekkur: Kelleher, Adrian, Konate, Keita, Firmino, Gomez, Oxlade-Chamberlain, Minamino, Tsimikas, Origi, Phillips, Neco Williams

Fyrir utan það að Trent ferðaðist ekki með liðinu til Portúgal og er ekki í leikmannahópnum í dag þá stillir Klopp upp í óbreytt lið frá því í jafnteflisleiknum gegn Brentford um síðastliðna helgi fyrir utan það að Milner tekur hægri bakvörðinn fyrir Trent.

Þá eru þeir Keita og Neco Williams komnir aftur inn í leikmannahópinn en þeir hafa verið að glíma við meiðsli. Það var ansi fúlt og pirrandi þetta jafntefli í síðasta leik þar sem varnarleikurinn var alls ekki nógu góður en sóknin var heilt yfir ágæt svo vonandi tekst liðinu að stilla strengi sína betur saman í kvöld!

34 Comments

  1. Ég hefði viljað sjá Tsimikas í stað Robbo og Chamberlain fyrir Hendo en vonandi verða þeir ferskir um helgina.

    2
  2. Litlar breytingar já, búinn að sjá fullt af uppstillingum á netinu í dag og flestar þeirra gerðu ráð fyrir þó nokkrum breytingum. Yfirleitt stemma þessar uppstillingar en allsekki núna eitthvað á bak við tjöldin se, kemur í ljós síðar. Hefði viljað sjá breytingar, það er jú leikur næstu helgi nema að nú ætli Klopp að keyra hópinn saman og út?

    2
  3. Þetta verðu hörku leikur og við verður í strögli til að byrja með en vinnum þetta á endanum 2-4
    Tvö rauð spjöld fara á loft og haugur af gulum, Pepe og Jota fá rautt eftir slagsmál þeirra á milli.

    2
  4. Þetta er nú alveg óþolandi. Búinn að borga fyrir Stöð 2 sport og svo er leikurinn bara sýndur á Viasat. Svo finnst þessum réttarhöfum skrítið að fólk horfi á ólöglegar útsendingar.

    7
  5. Markið kom þegar Curtis skaut á markið..hvernig væri að skjóta oftar á markið ?

    7
  6. Sæl og blessuð.

    Hlekkurinn virkar prýðilega. Vonandi hleðst ekki niður einhver óværa í tölvuna.

    En Liverpool er eins og Sigurjón Digri í samnefndu lagi Stuðmanna. Sópa smávöxnum og skelkuðum Portómönnum út og suður og skipa þeim að taka af sér skóna. Þvílikir yfirburðir og dóminans.

    Hafði af því áhyggjur að þeir myndu fara með eins marks forystu inn í leikhlé en svo kom þetta makalausa mark þar sem markmaðurinn portúgalski gleymdi því að það má nota hendur ef maður er í marki.

    Sanngjarnt 0-2.

    3
  7. Frábær fyrri hálfleikur og staðan sanngjörn, nú þarf að halda áfram og klára þennan leik.
    Ég vona samt að Klopp fari fljótlega að hugsa um city leikinn og taki menn eins og Salah, Robbo og Hendo fljótlega af velli. City eru að spila gríðarlega erfiðan leik á móti PSG og munu eyða miklu púðri í þann leik.

    1
  8. Sæl….

    CJ væri MOM að mínu mati ef þarna væri ekki náungi nokkur að nafni Salah sem hefur verið ómótstæðilegur. Þeir reyndar skilja hann eftir óvaldaðan hvað eftir annað og hann þakkar fyrir sig. Óvenjulegt að sjá hann svona á auðum sjó. Þjálfarinn ætti að spandera í áskrift að enska boltanum fyrir leikmennina áður en kemur að seinni viðureign liðanna.

    2
  9. Matip àtti thetta Mark, hann er ad horfa a boltan of mikid, out of position…

    1
  10. mæómæ

    þessi markvörður. Hef sjaldan séð annað eins.

    En þarna var CJ að uppskera sína þriðju stoðsendingu og fyrst Salah er farinn út af þá bendir allt til þess að hann verði MOM. Stórbrotin frammistaða og hann er heldur betur að minna á sig.

    5
  11. Kolgeit-nían okkar búin að skora tvennu!!! CJ með enn eina stoðsendinguna!

    En við skulum samt ekki gleyma því að þetta portólið eins lánlaust og það virkar hefur ekki tapað leik á heimavelli í eitthvað 37 leiki…

    3
  12. Þetta lið er ótrúlegt! Við erum á eldi þessa dagana og samt finnst manni eins og við eigum töluvert inni.
    Þvílíkur styrkur og kraftur hjá okkar mönnum <3

    YNWA!

    1

Gullkastið – Tvö töpuð stig

Porto 1-5 Liverpool