Byrjunarliðið gegn Man City

Stressið er að ná hámarki nú þegar það styttist í stórleik helgarinnar og er Klopp búin að tilkynna liðið sem fær það verkefni að leggja Guardiola og hans menn í Man City.


Bekkur: Kelleher, Gomez, Konate, Neco, Tsimikas, Keita, Ox, Minamino, Firmino

Óbreytt lið og í raun einu fréttirnar að Origi er veikur og er ekki í hóp í dag. Ógnarsterkt lið og vonandi sjáum við okkar bestu hliðar í erfiðum leik í dag.

 

49 Comments

  1. Þetta verður helvíti erfiður leikur. Ég er ekkert endilega að spá okkar mönnum sigri, þetta er bara þannig leikur. City eru ógnarsterkir.
    Verður gaman að horfa á þennan slag og vona það besta.
    Ég meinaða!

    6
  2. Ef eitthvað er þá hef ég áhyggjur af hraðanum eða hraðaleysinu í Milner og Matip þarna hægra meginn.
    En annars flott lið sem á alveg að geta unnið þennan leik á Anfield.

    4
  3. Liverpool byrjuðu þennan leik með miklum látum hefur dregið af og það sem ég hef áhyggjur af eru einstaklimgsmistök eins og frá henderson á miðjunni og frá Becker city eru fáránlega fljótir að refsa fyrir svona en vonum að liverpool taki öll stigin núna.

    4
  4. Ég þoli ekki þegar Robbo kemur boltanum ekki yfir fyrsta varnarmann í hornspyrnum! Hvar er Tsimikas?

    4
    • City menn að jarða okkur í öllum aðgerðum. Endar með marki ef okkar menn fara ekki að vakna.

      4
    • Jú Milner stendur sig vel og gerir sitt en hann er ekki alveg að ráða við Foden. Foden er að rúlla honum upp. Líst ekki alveg nógu vel á það

      3
  5. Alls ekki sammála að milner sé besti maður vallarins allar sóknir city koma í gegnum hjá milner en allra slöppustu menn liverpool í dag eru sóknarmenn liverpool vinna enga bolta og vinna engin kapphlaup um bolta heldur.

    4
  6. Ekki skot á markið algjörlega óásættanleg frammistaða á heimavelli mér er sama þó þetta sé City.

    7
  7. Virkilega slakur fyrri hálfleikur. Fyrstu 5-10 mín voru efnilegar of pressan var fín en svo hafa okkar menn átt erfitt með grunnatriði fótbolta; senda bolta, taka á móti bolta og halda bolta.

    Curtis Jones virðist engan veginn tilbúinn í þetta, Mané heldur áfram að vera kraftlaus og menn almennt tæpir á því og mistækir.

    Og svo á meistari Milner því miður engan séns í Foden og verður pottþétt skipt út af í hálfleik eða snemma í seinni.

    Aðeins ein (!) marktilraun í fyrri hálfleik og það ekki á markið. Á heimavelli. Það er einfaldlega til skammar og vonandi mæta menn til leiks í seinni hálfleik!

    5
  8. Þurfum að opna fyrir fremstu þrjá, of mikið af feil sendingum og sendingum til hliðar/baka. Vonandi kemur Klopp með lausnina í leikhlé, hann virtist amk hlaupa inn.

    2
  9. Orðatiltækið það spilar engin betur en andstæðingurinn leyfir hefur aldrei átt eins vel við eftir þennan fyrri hálfleik. Uffff

    2
  10. Sælir félagar

    Frammistaða Liverpool manna í þessum hálfleik fáránlega léleg. City betra á öllum sviðum fótboltans. Ekki einn einasti Liverpoolmaður er að spila samkvæmt getu nema Allisson. Mikil heppni og Alisson að þakka að við skulum ekki vera amk. marki undir. Milner verður að fara af velli í leikhléi. Alltof hægur og aftur og aftur út úr stöðu með einn og tvo lausa menn á kantinum sín megin. Þetta endar illa ef menn fara ekki að girða sig í brók og spila fótbolta. Þessar meiningarlausu sendingar fram völlin skila einu skoti og engu á markið. Skelfilegt bara.

    Það er nú þannig

    YNWA

    3
  11. Keita og Gomez inn og taka Milner og Jones af velli, Milner á gulu og við megum alls ekki við því að vera einum færri, lítum út fyrir að vera 1 eða 2 færri nú þegar.
    Þurfum pressuna frá Keita og hraðan hjá Gomes.
    Það er langt síðan ég var að bíða eftir flautunni hjá dómaranum enda pressan hjá city orðinn frekar erfið.

    5
  12. Dómarinn er langlélegasti maðurinn á vellinum, þvílík skita hjá manninum!!

  13. Enginn taktur í þessu og Milner í vandræðum. Erum manni færri með Jones þarna og nú þarf að breyta til áður en illa fer.

    3
  14. Hvað er í gangi?
    Milner er of hægur gegn foden, sóknarmenn voða rólegir.
    Ég vil sjá gomes og bobby inn í hálfleik, milner á miðjuna.
    Ekki meira klafs takk. Koma svo!
    Ég meinaða!

    1
  15. Milner Foden, hlaut að koma að þessu. Þrjóskan í Klopp að halda Milner þarna í seinni 🙁

    3
  16. Milner er á gula og heppinn að vera inná vellinum núna hvað er Klopp að bíða eftir?

    2
  17. Milner heppinn að fá ekki annað gula.

    Ætlar Klopp ekkert að gera í þessu???

    1
  18. Þvílíkur leikmaður MO SALAH !!!

    En andskotinn hvað við gerum aldrei haldið fokking haus. Djöfullinn sjálfur!

    2
  19. Jæja eins og fyrri hálfleikur var þá hefði ég þakkað fyrir stigið en að sleppa in 2 svona frekar auðveldum mörkum en seinna markið er pjura óheppni með stefnubreytingu

Kvennaliðið heimsækir Coventry

Liverpool 2-2 Man City