Gullkastið – Sanngjarnt svekkjandi jafntefli

Rétt eins og í síðasta deildarleik tapaði Liverpool tvisvar sinnum forystu og gerði á endanum jafntefli. Man City var þó eðli málsins samkvæmt töluvert annað stríð en háloftaboltinn gegn Brentford. Svakalegur stórslagur á Anfield. Porto er hinsvegar okkar uppáhalds borg, það er nokkuð ljóst. Tókum púlsinn á öllu því helsta frá leikjum helgarinnar og síðustu viku.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Endilega kíkið á Honkítonk BBQ á Snorrabraut og gefið upp Kop.is til að fá 10% afslátt af pöntun.

MP3: Þáttur 350

14 Comments

  1. Takk fyrir hlaðvarpið, drengir góðir. Hér í Danmörku sé ég alla leiki í ensku, þýsku og meistaradeild á Víaplay og það kostar okkur 400 dkr. á mánuði. Það mega tveir hafa aðganginn og deili ég honum með syni mínum og það kostar mig 200 á mánuði.

    3
  2. Sælir félagar

    Takk fyrir þáttinn sem var fínn og það verður aldrei fullþakkað framlag ykkar til okkar stuðningsmanna Liverpool. Hvað áhorf á fótbolta varðar þá horfi ég á efstudeildarleikina í enska hjá Símanum en alla aðra leiki í gegnum mannvininn Pútín – eða þannig. Það er að segja ég er áskrifandi í gegnum snjallsjónvarpið (snjallsjónvarp nauðsynlegt) að server sem heitir NECROIPTV og kostar 1200 kr. á mánuði. Þar get ég horft á alla knattspyrnu í veröldinni og þó víðar væri leitað. Það eru rússar (mannvinurinn Pútín) sem reka þetta og gengur oftast vel að finna þá leiki sem ég vil horfa á, meistaradeild og einstaka landsleikir.

    Það er nú þannig

    YNWA

    9
  3. Er búinn að tryggja Magnúsi Þór eitt atkvæði í formannskjöri KÍ.
    Áfram Magnús.

    6
    • Er Maggi a leið í það framboð eða eru menn að grínast ?

      Maggi yrði annars geggjaður fulltrúi í þetta starf 🙂

  4. Dusan Vlahovic að hafna samning hjá Fiorentina. Sækja þennan dreng takk.

    4
    • Þeir hljóta að ráða Pep fyrir met fé ? Eða Mórinn kanski komi aftur og innleiði enn leiðinlegri bolta hjá Newcastle ef það er hægt að láta hann versna eitthvað hjá þeim ?

      YNWA.

      1
  5. Eigendur Newcastle metnir á 230 milljarða punda en eigandi city 32 milljarða. Að þetta hafi verið leyft er náttúrulega galið og verður sennilega til þess að fleiri og fleiri missa áhugann á þessum bolta núna. Þeir gætu boðið bara í Salah í janúar 200 kúlur og 800 þús pund á viku Eda eitthvað. Það vita allir að þessar financial fair play reglur virka ekki neitt eins og er búið að sanna a city og hvað þá á PSG sem hafa margfalt minni sjonvarpstekjur en ensku liðin. Þetta er bara stórkostlega galið. Komið bara nýtt man city og að þeir munu gera sama og city færa peninga úr öðrum fyrirtækjum sínum til Newcastle eins og city bara með Etihad. Núna er enn mikilvægara að fá Salah til að skrifa á blað.

    5
    • Mér skilst að Eigendur Newcastle séu metnir á 320 milljarða punda og Mansour ekki nema 17,7
      Ekki að það sé stóra málið í þessu öllu saman bara viðbjóður risa viðbjóður.

      YNWA.

      5
  6. Þetta eiginlega kallar á góða gullstund hjá þeim félögum og podcast. Hvað verður núna um fótboltann. Ég hef ansi miklar áhyggjur af þessu.

    3
    • eða orðið til þess að loksins verði komið böndum á eyðsluna.

      Eyðsla City hefur verið mikil en samt innan smá skynsemismarka þar sem þeir eru á svipuðu róli og Mans og Chelsea.

      Ætli Newcaslte í einhverj frammúrkeyrslu verður að koma böndum á það tafarlaust, og mögulega með þeim afleiðingum að frekari hömlur verði settar á City og Chelsea.

      3
      • Eðlilega hrökkva menn í kút við svona fréttir..birgir bendir á góða punkta hér að ofan…held við séum með góða eigendur að klúbbnum í þessari stöðu sem fyrr…

        3
  7. Barney Ronay hjá Guardian kallar Sádana „beina-sagara” og skrifar, „The House of Saud is in the house. The bone-saw boys are at the door.”

    Sádar drápu blaðamanninn Jamal Khashoggi inni í sádi-arabíska konsúlatinu í Istanbul. Bættu svo um betur og söguðu hann í búta. Þannig gátu þeir raðað honum í flugfreyjutöskur og rúllað honum út úr húsinu vandræðalaust. Það var 2018. Ári síðar hjuggu þeir höfuðið af 37 manns á einu bretti og stilltu pari af haus og búk upp á almannafæri, svo ekkert færi fram hjá pöplinum.

    Það er mikið blóð á höndum krónprinsins Mohammed bin Salman.

    4
  8. Ronaldo leikmaður mánaðarins, finnst það smá brandari og sennilega bara nafnið. Salah skoraði í öllum deildarleikjum september pllus tveimur meistaradeildarleikjum.. ekki að þetta skipti öllu máli en bara pínu fyndið 🙂

    4

Liverpool 2-2 Man City

Fyrsti stórleikur kvennaliðsins á leiktíðinni: heimsókn til Sheffield