Svona verður liðinu okkar stillt upp í kvöld kl. 20:00 gegn Suarez og félögum Atletico Madrid á Anfield:
Bekkur: Adrian, Kelleher, Neco, Konate, Nat, Robertson, Thiago, Morton, Minamino, Firmino, Origi
Margt áhugavert við uppstillinguna: Curtis Jones og Joe Gomez eru frá vegna meiðsla sem þeir hlutu á æfingu, Jones fékk högg á auga, og Gomez varð fyrir hnjaski á kálfa. Tyler Morton er á bekk enda var hann hvergi sjáanlegur með U19 sem lék fyrr í dag gegn sömu andstæðingum. Þá fær Ox sénsinn á miðjunni og má gjarnan fara að sýna af hverju hann var keyptur á sínum tíma, við höfum alveg séð glitta í þann leikmann endrum og sinnum og megum alveg sjá hann í kvöld. Þá fær Kostas Tsimikas sénsinn í vinstri bak, allnokkrir sem hafa kallað eftir því enda Robbo verið mislagðar lappir upp á síðkastið þó hann sé reyndar alltaf hættulegur og líka mjög gott að eiga hann á bekknum.
Nú væri rosa gaman að ná góðum sigri og fara langt með að tryggja sætið í 16 liða úrslitum.
KOMA SVO!!!
Nú svo er vert að minnast á að kvennaliðið spilar einnig kl. 19:30 í kvöld í Continental bikarnum, þær spila á útivelli við Sheffield United og munu stilla svona upp:
Moore – Silcock – Matthews
Parry – Bailey – Humphrey – Daniels
Furness – Hodson – Walters
Bekkur: Laws, Roberts, Robe, Fahey, Missy Bo, Hinds, Holland
Mikið af sjaldséðari nöfnum í byrjunarliði, t.d. er Hannah Silcock að spila sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið, og eins markvörðurinn Katie Startup sem er að láni frá Brighton og fær kallið þar sem Rylee Foster er frá. Leikurinn virðist ekki vera sýndur beint, svo við fáum fréttir af honum með öðrum leiðum, en sendum stelpunum okkar að sjálfsögðu baráttuóskir.
Ég er mjög ánægður að sjá Fabinho og Tsimikas í byrjunarliðinu.
Ekki vill svi skemmtilega til að einhver sé með góðan link á leikinn 🙂
http://1stream.top/soccer/MTk1NTE1OTI1?sport=soccer
JOTA !
MANÉ !!!!!!!
Mane
Vonandi sleppa menn með meiðsli frá þessum leik….
Mane er frekar líklegur að fá rautt i þessum leik…tæki hann útaf i hálfleik…
Alveg sammála en þvílíkt hvað dómarinn er búinn að ákveða að taka mane fyrir
Mane hefur greinilega gert eitthvað á hlut dómarans og stefnir á eitt stk. rautt handa honum. En annars ekkert yfir þessum leik að kvarta enn sem komið er 🙂
YNWA
Þessi dómari er rosalega strangur…þetta var aldrei rautt spjald. Eitthvað sem segir mér að það verði svona 9 gul spjöld og 3 rauð í kvöld.
rAUTt fyrir að labba frá dómaranum og koma ekki og tala við hann vá
Klopp ætti þá kanski að forða Mane út sem fyrst ?
Sæl og blessuð.
Svakalega er þetta ATM að fara í taugarnar á þeim svartklædda. Þeir hafa örugglega reynt á þolrifin í honum hvað eftir annað í leiknum og hann hefur varað þá við bellibrögðunum. Nú uppskera þeir eins og þeir hafa sáð.
Væri gott að reyna að landa þessum sigri meiðslalausir og án spjalda!
Gult fyrir brotið og annað gult fyrir að sína dômaranum þá vanvirðingu að koma ekki til hans. Megi þetta drasl lið fá sem flest rauð spjöld, enda drullu lið sem brjóta ógeðslega á okkar mönnum.
Með strangari rauðu spjöldum sem maður hefur séð en þeir áttu þetta skilið.
Sorglegt lið þessi Atletico-svín með Yfir-svínið Simeone í brúnni.
Af hverju geta þeir ekki bara spilað fótbolta?
Risa kúlur á Makkelie sem dæmir af hörku og lætur þessa leikara, svindlara og vælukjóa í Atletico ekki komast upp með neitt kjaftæði.
Jota að verða betri og betri í pressunni. Salah, Mané, Jota okkar bestu 3 sóknarmenn.
Trent þvílíkur leikmaður smiðurinn af báðum mörkunum.
Mané frábær í kvöld
Væri gaman að Ox skoraði skrímer….
Gott að sjá Thiago koma inná
Ox að meiðast..
Vonandi var þetta ekkert hjá honum
Firmino meiddur
Eins gott að fleiri menn meiðist ekki. Þetta var það sem maður óttaðist gegn svona fautaliði. Það eru ekki margir leikir í haust sem liðið sleppur við meiðsli og getur reynst afdrifaríkt þegar upp verður staðið.