Á morgun mun Liverpool spila við West Ham á London Stadium í mikilvægum leik í toppbaráttunni í deildinni.
Í dag vann Man City nágranna sína í Man Utd og skreið yfir Liverpool í 2. sæti og Chelsea tapaði stigun gegn Burnley og með sigri myndi Liverpool klífa aftur yfir Man City og sitja stigi á eftir Chelsea.
Öllu jafna myndi maður ætla að leikur gegn West Ham ætti að teljast þægilegur og eiginlega skyldusigur en West Ham hefur haldið áfram þar sem frá var horfið á síðustu leiktíð og líta vel út. Þeir eru sterkt og nokkuð skemmtilegt lið svo það gæti stefnt í hörku leik á morgun.
West Ham er með 20 stig í 4.sætinu og eru sem stendur í þessum topp pakka. Það er erfitt að sjá þá fyrir sér ná að halda í við Liverpool, Man City og Chelsea en þeir gætu átt góða leiktíð.
Þeir eru sterkir og baráttuglaðir, vel skipulagðir, sterkir í vörn og með nokkra spræka menn í sókninni og þá sérstaklega Michail Antonio í fremstu víglínu. Miðverðir Liverpool þurfa að vera með vel reimaða skó og tilbúnir í slaginn.
Liverpool leit mjög vel út gegn Atletico Madrid í miðri viku og voru ansi öflugir í flest öllum sviðum fótboltans. Pressan og vörnin var frábær, sóknin var ógnandi og höfuðið var á réttum stað. Mjög jákvætt eftir vonbrigðin gegn Brighton í síðustu umferð.
Fabinho byrjaði á miðjunni og Thiago kom inn á og var frábært að sjá þá aftur í liðinu. Jones verður þó líklega enn frá á morgun og Chamberlain átti fínan leik. Vonbrigðin eru þau að Firmino kom inn á af bekknum en þurfti út af aftur eftir að hafa tognað illa aftan í læri.
Trent – Matip – Van Dijk – Robertson
Henderson – Fabinho – Chamberlain
Salah – Jota – Mane
Það er spurning hvort Klopp gæti sett Konate inn í liðið í stað Matip en ég held ekki. Tsimikas átti mjög góðan leik gegn Atletico en ég held að Klopp setji Robertson aftur í bakvörðinn.
Framlínan sem byrjaði gegn Atletico mun byrja saman á morgun held ég og ég ætla að giska á að það sama gildi um miðjuna, ég veit ekki hvernig staðan er á Thiago og hvort hann sé klár í að byrja leikinn. Ég ætla að giska á að hann komi inn af bekknum.
Í kjölfar þess að Chelsea missteig sig gegn Burnley þá er þetta rosa mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Mæti Liverpool eins og það gerði gegn Atletico Madrid þá er nákvæmlega ekkert að óttast en mæti þeir eins og þeir gerðu gegn Brighton gæti þetta orðið ansi erfitt.
Það var ansi furðulegt að vera á bandi United í dag.
Maður er þó þakklátur fyrir þennan góða sigur United á Spurs um daginn.
Sigurinn gaf Solskjær gálgafrest sem varð til að Spurs náði Conte.
Ég vona að þeir vinni Chelsea og haldist í námunda við 4. sætið sem ætti að duga til þess að Óli verði talsvert lengur við stýrið.
Það er ekki oft sem orðskrípið phyrrusarsigur á við – en það átti sannarlega við í því tilviki. Tapið færði hvítklæddum heimsklassa þjálfara en sigurvegararnir sitja enn uppi með amatörinn norska! Nú er úrvalið af burðugum þjálfurum enn minna og þ.a.l. allar líkur á því að hnignunarferli djöflanna haldi áfram. Long may it continue.
Annars er maður nett stressaður fyrir þennan west ham leik. Þetta er gríðarlega öflugt lið og Moyesinn er eldri en tvævetur.
Talandi um hann og það sem að ofan er sagt – þá var það einmitt eftir tvö töp á OT í röð sem hann var rekinn á sínum tíma. Annað var gegn City og hitt var gegn okkur.
Alveg sama hvað…maður er aldrei á bandi Man. Utd hvað þá Man. City. Það er bara ekkert flóknara en það getur orðið !!!
jú það getur nefnilega orðið ansi snúið. Staðan gæti einfaldlega orðin þannig einn daginn að Liverpool þurfi að treysta á Man Utd sigur.
Hvað gerir maður í þeirri stöðu?
Liverpool er að fara að berjast við City eða Chelsea á toppnum og það er alltaf okkar hagur að þessi lið tapi stigum.
Með alvöru stjóra gæti þetta Man Utd lið blandað sér í baráttuna.
Hvað hefur gerst síðan TT tók við Chelsea?
Svo það er okkar hagur að þeim gangi ekki of illa því að undir OGS er meðalmennskan samþykkt.
Spái sama liði nema með Tsimiskas í vinstri bak (vegna áveðins eineltismáls).
Ákveðið eineltismál?? Spurningin átti að lenda hér en fyrir böðulshátt lenti hún á vitlausum stað.
Það sagði við mig mu maður að ef þessi leikur verði walk in the park, megi afhenda okkur titilinn. Þið hafið klopp. Það segir manni margt þegar hatursmenn í garð okkar liðs sjái okkur svona ógnvænlega.
Ég er reyndar ekki á sama máli og hann því bæði er fótbolti fótbolti og lítið má gerast, þunnur hópur, meiðsli o.s.frv.
En nú er bara hamra hamranna og gefa ekkert eftir!
Ákveðið eineltismál??
Sælir félagar
Sigur og ekkert nema sigur kemur til greina í þessum leik. Allir leikmenn vita það og mæta vonandi með hausinn fast skrúfaðan á svo hann losni ekki ef þeir komast einu til tveimur mörkum yfir. Það má sjá af þessum orðum mínum að ég hefi ákveðnar áhyggjur af þessum leik því þetta verður hunderfitt og hvergi má slaka á í þessum leik. Spái 1 – 3 en tek alltaf þremur stigum hvernig sem þau fást.
Það er nú þannig
YNWA